Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986
31
Útgefandi [jMafoíífo Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið.
Bjórinn
Talið er að einn af hvetjum
tíu, sem neytir áfengis að
staðaldri, verði áfengissjúkling-
ur. Sjúkdómur af þessu tagi er
ekki einvörðungu persónubund-
inn heldur bitnar oftar en ekki
á fjölskyldu, ættmennum og
vinum, að ekki sé talað um ýmsa
þætti samfélagsins, svo sem
atvinnulífið og heilbrigðiskerfið.
Það er því ekki að ástæðuiausu,
heldur ríku tilefni, sem sam-
félagið, félagasamtök og ein-
staklingar telja nauðsynlegt að
stórauka almenna fræðslu um
skaðsemi ofneyzlu áfengis.
Hinsvegar fínnst ýmsum skjóta
skökku við, að banna sölu veik-
ustu tegundar áfengis, bjórsins,
á sama tíma og leyfð er sala
allra annarra áfengistegunda,
allt frá léttum vínum, með svip-
að eða iitlu meira alkahólinni-
hald en bjórinn, upp í sterkustu
drykki á áfengismarkaðinum.
Alþingi íslendinga hefur oft-
sinnis fjallað um, hvort leyfa
eigi bruggun, innflutning og
sölu bjórs. Fá mál hafa fengið
meiri umræðu eða umfjöllun í
þinginu, síðast á næstliðnu
þingi. Alþingi hefur jafnan
heykst á því að taka afgerandi
afstöðu í málinu. Lögmæt bjór-
neysla hér á landi er bundin
því, að menn fari til útlanda og
kaupi bjór þar eða í fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli.
Nú er enn komið fram frum-
varp sem felur í sér heimild til
bruggunar og sölu öls á styrk-
leikabilinu 4-5% að rúmmáli.
Bjór á einungis að selja í útsöl-
um Áfengisverzlunar ríkisins.
Hluta skatttekna ríkissjóðs af
sölu bjórsins skal síðan veija til
fræðslu um skaðsemi áfengis
yfirhöfuð. Afgreiðsla Alþingis
er hins vegar skilyrt: lög um
heimild til sölu bjórs komi ekki
til framkvæmda, þó samþykkt
verði, „nema þau hafi áður hlotið
samþykki meirihluta atkvæða í
þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fari
fram eigi síðar en 31. desember
1986“.
Hefð er fyrir því hér á landi
að íbúar einstakra sveitarfélaga
taki afstöðu til þess í almennri
atkvæðagreiðslu, hvort opna
skuli eða loka áfengisútsölu.
Þjóðaratkvæði var og viðhaft
um áfengisbannið á sinni tíð.
Morgunblaðið hefur margbent á,
að eðlilegt sé að þjóðin greiði
atkvæði um bjórmálið. I umræð-
um um bjórinn á þingi sl. vor
kom meðal annars fram sú
röksemd, að ekki væri unnt að
skjóta málinu til þjóðarinnar, af
því að umræða um það „yrði
ekki holl“. í því sambandi má
spyija: Hafa umræður um bjór-
inn á Alþingi verið „hollar“?
Alþingismönnum hefur tekist
að þvæla bjórmálinu á þann
veg, að furðu sætir. Þeir ættu
að geta tekið afstöðu til þessa
nýja frumvarps á tiltölulega
stuttum tíma, ef vilji stendur
til. Og þar sem frumvarpið er
skilyrt, það er háð samþykki
meirihluta þjóðarinnar, kemur
það ekki til framkvæmda nema
hann sé til staðar. Spumingin
er einfaldlega sú, hvort háttvirt-
ir alþingismenn vilji selja um-
bjóðendum sinum, almenningi,
sjálfdæmi í málinu.
Popp-
pólitík
Islenzkir handknattleiksmenn
hafa gert garðinn frægan að
undanfömu. Frækileg frammi-
staða þeirra hefur snortið streng
í bijósti sérhvers íslendings.
Enginn vafi er á því að þorri
þjóðarinnar telur þá verðuga
vaxandi almenns stuðnings. Það
fer hinsvegar betur á því, að sá
stuðningur komi fram í „fijálsri
skattheimtu", það er almennum
framlögum í einni eða annarri
mynd, en aukafjárveitingu úr
ríkissjóði, að fjárlögum af-
greiddum.
Nú liggur fýrir Alþingi tillaga
til þingsályktunar um 5 m.kr.
aukafjárveitingu, umfram fjár-
lagafjárveitingu, til Handknatt-
leikssambands íslands. Kristín
Halldórsdóttir (Kl.-Rn.) gat þess
í umræðu um tillöguna, að fjár-
lagafjárveiting til ISÍ væri 22,5
m.kr. Auk þess fengi Ólympíu-
nefnd 1,5 m.kr. Fyrrverandi
fjármálaráðherra hafi og veitt
aukaijárveitingu upp á 2 m.kr.
til að styrkja íslenzka hand-
knattleiksliðið í heimsmeistara-
keppninni. Tillaga um 5 m.kr.
aukafjárveitingu til viðbótar,
sem kæmi nú í kjölfar fjárlaga,
væri „popp-pólitík“ og varhuga-
verð sem slík.
Ástæðulaust er að vísu að
draga í efa að góður vilji standi
á bak við þessa tillögugerð.
Skyndiákvarðanir af þessu tagi
eru samt sem áður vafasamar.
Rétt er hinsvegar að hvetja allan
almenning til þess, ef Hand-
knattleikssambandið fer að
ábendingu Kristínar Halldórs-
dóttur, og efnir til almennrar
söfnunar á gíróreikning sinn, í
tilefni sigurgöngu íslenzka liðs-
ins, að bregðast fljótt og vel
við. Það væru verðug viðbrögð
eftir það sem á undan er gengið.
Háskóli hér o g
háskóli hvar
eftir JúJíus Sólnes
Háskóli íslands á 75 ára afmæli
á þessu ári og verður það haldið
hátíðlegt með ýmsum hætti í októ-
ber nk. Stofnun Háskóla íslands
17. júní árið 1911 tengist sjálfstæð-
isbaráttu íslendinga og þeirri þjóð-
emisvakningu, sem varð um og
fyrir síðustu aldamót. Islenzk
menning, íslenzk tunga og Háskóli
Islands hafa síðan tengzt óijúfan-
legum böndum. Þannig hefur há-
skólanum verið ætlað það hlutverk
m.a. að standa vörð um menningar-
arfleifð okkar og tryggja okkur
sess meðal hinna upplýstu og vel-
menntuðu þjóða Vestur-Evrópu.
Háskóli íslands hefur þess vegna
gegnt þýðingarmiklu hlutverki í
þjóðlífinu þessi 75 ár og reyndar
orðið einn af homsteinum þess.
Hvað er háskóli?
Flestum íslendingum finnst það
vera sjálfsagður hlutur, að hér sé
öflugur háskóli. Reyndar heyrast
nú þær raddir, að fyrir löngu sé
kominn tími til að flölga „háskól-
um“ á Íslandi. Ber þar hæst rödd
hæstvirts menntamálaráðherra,
sem vill stofna „háskóla" á Akur-
eyri í einum grænum hvelli. Og
ekki munu menn láta þar við sitja,
heldur hugsa til hreyfings á ísafirði,
í Vestmannaeyjum og víðar á
landinu. Annars staðar í heiminum
em menn ekki eins sannfærðir um,
að svo fámenn þjóð geti staðið undir
sjálfstæðum háskóla. Til dæmis er
enginn háskóli í Luxemburg-ríki,
sem þó telur fleiri íbúa en Island.
Ég hef viljandi sett orðið háskóli
innan gæsalappa. Er ekki rétt að
velta fyrst fyrir sér þeirri spumingu
hvað er háskóli? í hugum flestra
íslendinga er háskóli skóli, þar sem
fer fram kennsla á svokölluðu há-
skólastigi. Er það eitthvert óskil-
greint hugtak, sem ef til vill er
hugsað þannig, að kennslan og
námið sé byggt upp með svipuðum
hætti og í mennta- og framhalds-
skólunum, nema hvað námsefni og
kennslubækur séu hafðar erflðari.
Einnig er ætlazt til, að kennaramir
gutli eitthvað við rannsóknir, en
þær mega ekkert kosta og eiga
helzt að vinnast í frístundum þeirra.
Það er til dæmis ekki óalgeng
spuming, sem háskólakennari fær
oft, átt þú ekki frí í þijá mánuði á
hveiju sumri?
Þessi túlkun á hugtakinu háskóli
er mjög almenn, en er byggð á regin
misskilningi. Þeim sem hafa kynnzt
hinum miklu menntastofnunum
erlendis, til dæmis háskólunum í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum,
er ljóst, að kennsla er aðeins lítill
hluti af starfsemi þeirra. Viðamikil
rannsóknarverkefni, þekkingaröfl-
un og alls kyns þjónustustörf fyrir
atvinnulíf og opinbera aðila er lang-
stærsti hlutinn af starfseminni. Upp
úr þessum jarðvegi sprettur svo
grundvöllur fyrir uppfræðslu og
menntun þeirra stúdenta, sem
stunda nám við háskólann. Ekki
sízt, þar sem þeir fá að taka virkan
þátt í rannsóknarstörfunum á seinni
námsárum sínum. Háskóli, þar sem
einungis fer fram kennsla og upp-
fræðsla stúdenta er dauð stofnun.
Þetta þýðir, að háskóli þarfnast
mikils starfsliðs og aðstöðu, bæði
húsnæðis og dýrra rannsóknar-
tækja. Dæmi um þetta er Verk-
fræðiháskólinn í Kaupmannahöfn,
þar sem flestir íslenzkir verkfræð-
ingar hafa hlotið menntun sína.
Greinarhöfundur starfaði þar í
nærri 10 ár við kennslu og rann-
sóknir og er honum sá skóli því vel
kunnugur. Fjöldi stúdenta við Verk-
fræðiháskólann í Kaupmannahöfn
er svipaður og við Háskóla íslands.
Samt sem áður ræður Verkfræðihá-
skólinn yfírum tífalt meira húsnæði
en Háskóli íslands og um tíu sinnum
fleiri starfsmönnum. Einnig er hann
vel búinn tækjum. Við Háskóla ís-
lands eru tveir fastráðnir kennarar,
sem sinna kennslu og rannsóknum
í burðarþolsfræði og hönnun mann-
virkja í byggingarverkfræðideild.
Engir aðrir starfsmenn eru þeim til
aðstoðar. Við samskonar deild við
Verkfræðiháskólann í Kaupmanna-
höfn eru um 30 fastráðnir kennarar,
10 starfsmenn á skrifstofu og 20
starfsmenn í tilraunasal, smiðir og
tækjamenn. Stúdentaíjöídinn er að
vísu 5—6-falt meiri, en tölumar
sýna samt greinilega aðstöðumun-
inn. Svipaða sögu er að segja um
allar aðrar deildir Háskóla íslands.
Staða Háskóla íslands
Flestir munu segja, að dæmið að
ofan um aðstöðuleysið við Háskóla
íslands sé ekki sanngjamt. Við
getum ekki borið okkur saman við
stórþjóðimar, ekki einu sinni Norð-
urlöndin. Við verðum að sætta
okkur við, að allt sé smærra í snið-
um hér en hjá öðrum og stærri þjóð-
félögum. Þess vegna megi Háskóli
íslands vel við una og sé ekki verr
settur en aðrar stofnanir í þessu
þjóðfélagi. í þessu tilliti vill oft
gleymast, að sú menntun, sem þjóð-
Júlíus Sólnes
„Ég hef viljandi sett
orðið háskóla innan
gæsalappa. Er ekki rétt
að velta fyrir sér þeirri
spurningn hvað er há-
skóli?“
in sækir til háskólans, á að duga
henni í harðri samkeppni við ná-
grannalöndin hvað varðar þekk-
ingu, menningarlíf og afkomu. Há-
skóli Islands verður því að vera
jafngóður skóli og beztu háskólar
Evrópu ef við ætlum ekki að daga
hér uppi í norðrinu sem eitthvert
þriðja flokks þjóðfélag í samfélagi
Evrópuþjóðanna.
En er þá Háskóli íslands ekki
góður skóli? Því má svara, að há-
skólinn sé eins góður skóli og hann
getur verið, miðað við þá aðstöðu,
sem honum er búin. Hins vegar er
Háskóli íslands langt frá því að
vera fullgildur háskóli. Hann er í
bezta falli vísir að háskóla. Þetta
geta allir sannfærst um ef þeir
kynna sér stöðu hans. Við háskól-
ann er til dæmis ekkert kerfís-
bundið nám, sem leiðir til doktors-
prófs eða áþekkrar námsgráðu.
Einungis í nokkram deildum er
boðið upp á hefðbundið langt há-
skólanám, sem lýkur með jafngildi
meistaraprófs. Er helzt um að ræða
slíkt nám í læknadeild, guðfræði-
deild, lögfræðideild og að hluta til
í heimspekideild. Er það athyglis-
vert, að þetta era einmitt hinar
gömlu deildir háskólans. í hinum
deildunum er aðeins boðið upp á
stutt háskólanám, sem samsvarar
„bachelor“-gráðu frá bandarískum
háskólum. Slíkt háskólanám er alls
ekki talið fullgilt í Evrópulöndun-
um, þar sem 5—7 ára háskólanám
að lokaprófí er talið eðlilegt. Um
70% af þeim stúdentum, sem út-
skrifast frá Háskóla íslands, taka
lokapróf eftir þijú ár. Námsbraut-
um með tveggja og þriggja ára
námslengd hefur verið fjölgað mjög
á síðustu áram við háskólann. Litlir
tilburðir hafa verið í þá átt að lengja
námið eða bjóða upp á framhalds-
menntun til meistaraprófs eins og
tíðkast við alla háskóla, sem standa
undir nafni.
í verkfræði- og raunvísindadeild-
um era tæplega 900 stúdentar, sem
hýrast í húsnæði, sem er um fjórð-
ungur af húsnæði Verzlunarskóla
Islands. Þeir eiga einungis kost á
því að ljúka þar þriggja ára námi
í raunvísindum, stundum er hægt
að bæta ijórða námsárinu við, og
íjögurra ára námi í verkfræði. Engir
framhaldsmenntunarmöguleikar
era við þessar deildir.
Þriggja ára nám í raunvísindum
er engan veginn fullgilt háskóla-
nám. Því verða nemendur að leita
erlendis til framhaldsnáms. Sama á
við um verkfræðimenntunina.
Hvergi á hinum Norðurlöndunum
er fullgilt verkfræðinám jafnstutt.
Þetta gerir nú ekki mikið til
hugsa flestir. Nemendur hafa gott
af því að leita til útlanda og halda
menntun sinni áfram þar. Það er
vissulega rétt, en fyrir vikið era
rannsóknir við þessar deildir í mol-
um. Það era nefnilega stúdentar í
framhaldsnámi, sem bera uppi
rannsóknir við alla erlenda háskóla.
Víða er pottur brotinn í háskólan-
um. Aðstöðuleysi, léleg laun kenn-
ara, húsnæðisskortur og áberandi
sinnuleysi yfirvalda, einkum það
sem lýtur að fjárveitingum til skól-
ans, hefur haft þau áhrif, að margir
kennaranna gefast hreinlega upp.
Kennslan mallar áfram ár eftir ár,
og lítil sem engin þróun á sér stað.
Kennaramir era margjr svo önnum
kafnir við að afla sér aukatekna,
svo þeir geti framfleytt fjölskyldum
sínum, að þeir hafa engan tíma til
þess að sinna nemendum sínum.
Skortur á rannsóknaraðstöðu er
einnig til þess fallinn að drepa allan
áhuga kennara á því fagi, sem þeir
era í forsvari fyrir. Sem dæmi má
nefna, að fyrir byggingarverkfræði-
deild vora keypt fullkomin rann-
sóknartæki til styrkleikaprófunar á
steinsteypu árið 1976. Þau hafa nú
legið óhreyfð í kössunum í 10 ár,
en hvergi er einn fermetri húsnæðis
aflögu til þess að hægt sé að nota
þau og þannig gefa stúdentum kost
á því að kynna sér betur þetta
mikilvæga byggingarefni lands-
manna.
Háskóli á Akureyri
Hugmyndina, að koma upp sjálf-
stæðum háskóla á Akureyri, verður
að fjalla um í ljósi þessara stað-
reynda. Margir munu spyija, er
ekki réttara að koma upp einum
frambærilegum háskóla í landinu
áður en farið er að stofna háskóla
hér og hvar? Nú stendur það síst á
mér að styðja ekki hvers kyns
hugmyndir um skólahald á Akur-
eyri. Eg hef margbent á, að nauð-
synlegt sé að efla byggð á Akur-
eyri, m.a. með öflugum mennta-
stofnunum, til að skapa mótvægi
við höfuðborgarsvæðið. En það
verður ekki gert með því að koma
þar upp stofnun, þar sem kennsla
færi fram á „háskólastigi", og kalla
hana svo háskóla. Miklu nær væri
að efla þá skóla, sem þegar era á
Akureyri, svo sem menntaskólann
og verkmenntaskólann. Gera þeim
kleift að halda uppi öflugri eftir-
menntun og fullorðinsfræðslu.
Einnig hefur verið rætt um þá
hugmynd, að hefja kennslu á Akur-
eyri í ýmsum undirstöðugreinum
við sumar deildir Háskóla íslands
og þá á hans vegum, Þó má ef til
vill spyija fyrir hveija; við nánari
athugun fer ekki mikið fyrir stúd-
entum frá Menntaskólanum á
Akureyri í Háskóla íslands,að
minnsta kosti ekki í verkfræði- og
raunvísindadeild. Undanfarin fímm
ár hafa 6—8 nemendur frá MA
skráð sig árlega til náms í verk-
fræði, eðlisfræði og stærðfræði. Þar
af hafa 2—4 staðist próf upp á 2.
ár. Nemendur skráðir í aðrar raun-
vísindagreinar hafa verið 9—17.
Af þeim hafa 4—9 staðist próf upp
á 2. ár. Svipaður árangur er hjá
nemendum úr öðram mennta- og
fjölbrautaskólum.
í haust sá ég sjónvarpsþátt, þar
sem forsætisráðherra og mennta-
málaráðherra sátu fyrir svöram.
Spyijendur vora ungt fólk víðs
vegar að af landinu. Held ég að
allir hafi verið sammála um að unga
fólkið kom vel fyrir, virtist þrótt-
mikið og sjálfstætt í skoðunum sín-
um. Einkum man ég eftir ungum
Akureyringi, sem spurði mennta-
málaráðherra spjöranum úr varð-
andi háskóla á Ákureyri. Vora þeir
báðir sammála um, að hann skyldi
verða sjálfstæður háskólj, ekki
útibú frá Háskóla íslands. Eg velti
því þá fyrir mér, skýldi þessi ungi
maður hyggja á nám við háskóla á
Akureyri. Það rifjaðist nefnilega
upp fyrir mér, þegar ég gekk um
götur Akureyrar fyrir 30 áram með
hvítan koll, nýútskrifaður stúdent.
Ég held að bæði ég og aðrir fé-
lagar mínir frá Akureyri, sem út-
skrifuðumst frá MA vorið 1955,
hefðum talið það síðasta og versta
kostinn að innritast í háskóla á
Akureyri þá um haustið. Nei, okkur
lá mikið á að komast suður og helst
eitthvað út í lönd til þess að takast
á við nýja hluti. Ég yrði mjög hissa
ef ungi maðurinn, sem ég gat um
áðan, hefði ekki sömu hugmyndir
og við fyrir 30 áram.
Fræðasetur íslands
En fyrir hveija er þá háskóli á
Akureyri? Er hann ef til vill hugsað-
ur fyrir þá sem hafa tekið stúdents-
próf úr öldungadeild MA og vilja
fá tækifæri til þess að halda áfram
námi án þess að þurfa að segja upp
vinnu sinni á Akureyri eða krefjast
þess, að fjölskyldan flytji suður.
Hér er verið að ragla saman
háskólanámi og eftirmenntun. Há-
skólanám er í því fólgið, að viðkom-
andi aðili sé reiðubúinn að fara
hvert á land sem er, til fjarlægra
landa ef ekki er annarra kosta völ,
og dveljast þar í 4—6 ár við sult
og seyra uns takmarkinu er náð.
Að vísu efast margir um þetta með
sultinn og vitna þá til umræðu um
há námslán. Námskeið á háskóla-
stigi við einhvern skóla, til dæmis
skóla á Akureyri, sem fólk gæti
tekið og síðan fengið viðurkennt,
þegar raunveralegt háskólanám
væri hafið við alvöraháskóla, eða
einfaldlega til þess að afla sér frek-
ari þekkingar, er allt annar hlutur.
Orðið Háskóli yfír latneska heitið
Universitatis er án efa óheppilegt
orð. Orðið sjálft gefur til kynna að
hér sé um hástig allrar menntunar
að ræða, en svo þarf í raun og vera
ekki að vera. Í Bandaríkjunum er
t.d. „high school" fjölbrautaskóli.
Háskólanám fer síðan fram í Col-
lege, undirbúningsnám fyrir raun-
veralegt háskólanám, og Univers-
ity, þar sem hið raunveralega há-
skólanám fer fram. Á Norðurlönd-
unum var tekið upp orðið hojskole,
þegar tækniháskólamir tóku þar til
starfa á síðustu öld. Það var því
engin tilviljun, að háskólanum var
gefíð þetta nafn þegar hann tók til
starfa haustið 1911. Við stofnun
Háskóla íslands vora nokkrir sér-
skólar, þ.e. Læknaskólinn, Presta-
skólinn, Lagaskólinn og Lærði skól-
inn, sameinaðir. Hefði nafn síðasta
skólans ef til vill hentað betur. Til
dæmis kalla Færeyingar sinn vísi
að háskólanámi Fróðskaparsetur
Færeyja. Væri ekki snjallt, til þess
að fyrirbyggja allan misskilning í
framtíðinni, að skipta um nafn á
Háskóla íslands á 75 ára afmælinu
og kalla hann Fræðasetur íslands.
Þau orð lýsa miklu betur þeirri
starfsemi, sem fer fram við háskól-
ann. Síðan geta menn keppst við
að koma upp háskólum hér og há-
skólum hvar.
Höfundur er prófessor við
Háskóla íslands.
Heima er best
eftir Ólaf Ólafsson
Samkvæmt niðurstöðum fjöl-
margra kannana hér á landi kjósa
allflestir aldraðir að dveljast sem
lengst í heimahúsum. Stoftianavist-
un er í flestra augum næsta ill
nauðsyn.
Eigi að síður er svo komið að
hlutfallslega dveljast hér á landi
milli 20—40% fleiri á vistunarstofn-
unum fyrir aldraða, 65 ára og eldri,
en í næstu nágamnalöndum (Nor-
ræna tölfræðihandbókin 1984). í
ofanálag era yfír 60% sjúklinga er
vistast í sjúkrahúsum úti á lands-
byggðinni „dvalarheimilis- og
hjúkranarsjúklingar" (skýrsla land-
læknisembættisins 1979). Við þetta
bætist að samkvæmt könnun land-
læknisembættisins 1986 bíða um
2.000 manns í landinu eftir plássi
á stofnun fyrir eldra fólk, en þar
af um 80% eftir dvalarheimilispláss-
um. Það er að vísu mótsagna-
kennt að samtímis skortir pláss
fyrir hjúkrunarsjúklinga!
Ef reisa á stofnanir fyrir þetta
fólk verðum við fljótlega með hátt
í helmingi fleiri vistunarpláss fyrir
aldraða en almennt gerist í ná-
grannalöndunum.
Eðlilegt að spurt sé. Er íslensk
þjóð að þrotum komin vegn lélegs
heilsufars?
Heilsufar eldra fólks
Niðurstöður flestra kannana
benda þó til þess að flest gamalt
fólk sé við góða heilsu vel fram á
áttræðisaldurinn.
Niðurstöður könnunar heilsu-
gæslulækna í Kópavogi (þátttaka
yfír 50%) fyrir nokkram áram
leiddu í ljós að um 65% fólks á
aldrinum 67—82 ára var „á eigin
vegum“ og stundaði vinnu. Tæp
30% treystu sér vel til að dveljast
í heimahúsum svo framarlega sem
þau fengju noklcra aðstoð með
innkaup, þvott og önnur heimilis-
verk.
Samkvæmt hóprannsókn Hjarta-
vemdar 1979—81 á Reykjavíkur-
svæðinu reyndust nær 90% karla
á aldrinum 60—73 ára stunda
vinnu. Um 70% þeirra störfuðu
yfír 40 klst. á viku og yfír 20% 50
klst. eða lengur. Um helmingur
karla 60—73 ára vora undir læknis-
hendi og tóku jafnframt einhver lyf
en aðeins tæp 2% höfðu verið fjar-
verandi í mánuð eða lengur á árinu.
Athyglisvert var að minna var um
fjarvistir og kvartanir um streitu
meðal elstu þátttakendanna en
þeirra yngri.
Vissulega má færa rök fyrir því
að vinnuálag sé óhóflega mikið
- O -
sjá mynd I
- O -
og nægir þar að nefna sjómenn,
erfíðisvinnumenn, leigubílstjóra og
stóratvinnurekendur. Háskóla-
menntaðir menn, kennarar og
margir skrifstofumenn virðast geta
dregið úr störfum fyrr en aðrir og
bendir það m.a. til betri „lífeyris-
sjóðsréttinda". (Hóprannsókn
Hjartavemdar.) Mikil atvinnuþátt-
taka eldra fólks á íslandi borið
saman við önnur Norðurlönd bendir
þó ekki til þess að heilsufar sé
slæmt.
Vinnuþátttaka eldra fólks er yfir-
leitt mun meiri en í nágrannalönd-
um enda er atvinnuleysi mun meira
þar.
I könriun Jóns Bjömssonar fé-
lagsfræðings kom í ljós að flest
eldra fólk virðist hverfa úr launa-
vinnu af „illri nauðsyn" en ekki
samkvæmt eigin ósk og heldur í
vinnuna dauðahaldi af ýmsum
ástæðum. Bætur almannatrygg-
inga virðast ekki hafa dugað til
viðurværis nema við bestu að-
stæður. Margir óttast einangranina
þegar látið er af starfí, sakna vinnu-
félaga, tilbreytingar og þeirrar lífs-
fyllingar sem vinnan gefur — enda
af vinnusamri kynslóð. Án efa er
hófleg vinna öldraðu fólki holl og
stuðlar að líkindum að langlífi.
Stefna þarf að sveigjanlegri eftir-
launaaldri en nú er. Sumir þurfa
ekki á lífeyri að halda fyrr en
nokkra vel eftir sjötugt á meðan
aðrir þurfa að hætta að vinna um
65 ára aldur.
Ólafur Ólafsson
„Vistun sæmileg'a ról-
færs fólks, eldri sem
yngri, á dvalar- eða
meðferðarheimilum er
ekki lengur tilhlýðilegf
frá læknisfræðilegfu
sjónarmiði.“
Tafla I.
Atvinnuþátttaka eldri karla og kvenna
á Norðurlöndum 1975—1979. (80,81,82)
Hlutfall (%) í einstökum aldurshópum
60-64
66-74
Karlar Konur Karlar Konur
ísland* ... >90 >40 >90 >40
Danmörk... 60 31 25 8
Noregur 77 42 35 16
Svíþjóð 67 38 14 4
Finnland 31 21 5 3
□
40-49 klst. á viku
□
Breytt viðhorf
Áður fyrr mæltu læknavísindi
með því að eldra fólk „settist í
helgan stein". Af eðlilegum ástæð-
um mótaði þetta viðhorf huga
margra eigenda og stjómenda
stofnana. Á þeim tímum þegar
heimilisþjónusta var af skomum
skammti vora margir þessara
manna bjargvættir margs aldraðs
fólks. Nú eru viðhorfin allt önnur.
Að vísu er bágt að tefja fyrir ellinni
en frá læknisfræðilegu sjónarmiði
er ljóst að til þess að viðhalda lík-
amlegu og andlegu atgervi er
haldbesta ráðið að taka þátt í
daglegu amstri sem lengst. Nauð-
synlegt er einnig að sem flestir eigi
sér verðug viðfangsefni sem hvetja
til lífsfyllingar og hamingju. Nægir
í þessu efni að benda á niðurstöður
Hjartavemdar um að mun minna
ber á kransæðasjúkdómum meðal
þeirra er stundað hafa íþróttir
reglulega en hinna er hreyfa sig
lítið. Vissulega fínnast hér undan-
tekningar eins og frá öllum reglum.
Af framangreindu má leiða að
því líkur að íslensk þjóð sé síður
en svo að þrotum komin enda er
tíðni langvinnra sjúkdóma um
20—25% lægri meðal 75 ára og eldri
hér á landi en í nágrannalöndum
(Norræna tölfræðibókin 1984).
Sjátöflu II
Taflall.
Dánartíðni v. langvinnra sjúkdóma á 100.000
íbúa á Norðurlöndum 1976—80.
Mynd I.
Fjöldi karla á aldrinum 60-69 ára sem starfa
40-49 og ^50 klst. á viku í Reykjavík 1974-1976.
Fjöldi 954.
^ 50 klst. á viku
HÁskólamennuðir
Bókarar / gjaldkerar
Opinbcrir atarfam. /
veralunar- og skrif-
stofumenn
Iðnverkamenn
Sm&atvinnurekendur
Smiatvinnurekendur
(kaupaýMÍa)
VOrubilatjórar
iðnaður)
Stóratvinnurekendur
LeignbllHtjórar
Erfiðiavinnumenn
H)arta-/æðasjúkdómar
Illkynja æxli
Aðrir sjúkdómar
N
9100 11500 12400 11100 11500
*) Reykjavfk, karlar 60—69. Akranes, konur 67—74.
Sú staðhæfíng margra að orsök
mikillar ásóknar þeirra eldri í dval-
arheimili hér á landi sé sú að fjöldi
manns sé að þrotum kominn vegna
vinnu, fær því vart staðist.
Ýmsir sjá stofnanaþjónstu sem
einasta ráð úr vanda okkar — enda
var lítið sem ekkert minnst á
þjónustu við aldraða utan stofn-
ana á ráðstefnu um stofnanaþjón-
ustu sem nýlega var haldin hér í
Reykjavík.
Hver er þá ástæða fyrir
mikilli stofnanavistun
aldraðra á íslandi?
I. Framfærsluvandamál.
Aukin sókn eldra fólks á stofnan-
ir virðist m.a. mega rekja til fjár-
hagsvanda þess, samkvæmt upplýs-
ingum frá fólki, sem starfar við
félagsmálastofnanir. Bætur Al-
mannatiygginga duga ekki til við-
urværis nema við bestu aðstæður.
Það á ekki að leysa einfalt fram-
færsluvandamál fólks með þvi
að leggja það inn á stofnanir.
Við höfum ekki ráð á slíkum
rekstri.
II. Röng forgangsröðun.
Aðstoð við eldra fólk í heimahús-
um á að hafa forgang fram yfír
stofnanaþjónustu en þessari reglu
hefur verið snúið við á íslandi. En
heimaþjónusta sem veitt er á íslandi
er mun fábreyttari en víða gerist.
TaflalII.
Heimilisaðstoð á
Norðurlöndum
1981 -1982
Önnur
ísl. Norðurt.
- + 40-80%
- +40-95%
Matardreifing...
Dreifing...
Farþjónusta... — +
Fataþjónusta ... — + 50-60%
Baðþjónusta... — +
Simaþjónusta... + + 40-60%
Leikfimi fyrir elli-
lífeyrisþega ... — + 30-90%
Tómstundir... — + 67-90%
Leshringir... — + 40-95%
Sveitarfélögin sjá fyrir þess-
ari þjónustu.
(Tafla III (Social security in the
Nordic States, Helsinki 1984.) Að
vísu hafa orðið veralegar úrbætur
á þessari þjónustu á allra síðustu
áram en við búum í landi mótsagna,
þar sem auðveldara virðist vera að
fá rekstrarfé til stofnana en til
heimaþjónustu. E.t.v. þarf að
breyta lögum á þessu sviði. Ótal
niðurstöður liggja nú fyrir er sýna
Sjá næstu síðu.