Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR13. MARZ 1986
43
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
/ Hávamálum segir; að gráðugur
maður sem eti sér til óbóta, verði
að athlægi er hann kemur meðal
viturra manna.
Svo er talað um góða matarlyst
sem „nútíma vandamál"!
Rétturinn í dag ættí að auka
bjartsýni bænda, þetta eru:
Glóðasteiktar
lambakótilettur
Áætlið 3 kótilettur á mann (séu tekin
alvarlega holl ráð Óðins í Hávamál-
um), annars fleiri.
Steikarsósan:
2 matsk. matarolia
1 laukur lítill, saxaður
1 dós tómatkraftur 150 gr
1 dós vatn 150 gr
2 matsk. púðursykur
2 matsk. edik
1 tsk. salt
'/< tsk. mustard duft
safi úr 'h sítrónu.
Það er alltaf matsatriði hve bragð-
sterk sósa sem þessi á að vera.
Bætið því við ediki við uppskriftina
eða dragið úr þvi eftir smekk.
1. Matarolía er hituð í potti og
er saxaður laukur og pressað hvit-
lauksrif steikt í feitinni smá stund.
2. Því næst er tómatkraftur,
vatn, púðursykur, edik, salt og
mustarduft sett í pottinn með laukn-
um og látið krauma í u.þ.b. 10 min.
þá er sítrónusafanum bætt út i sós-
una.
3. Kótilettumar (u.þ.b. 2 sm
þykkar) eru síðan settar undir grill
eða glóð og steiktar í 7-8 mín. á
annarri hliðinni og 5 mín. á hinni.
Steikarsósan er pensluð á kjötið á
meðan það er að steikjast. Afgang-
urinn af sósunni er síðan borinn fram
með kjötinu.
Sem meðlæti með rétti sem þess-
um er ágætt að hafa soðnar núðlur
eða stappaðar kartöflur, soðið græn-
meti og hrásalat.
Verð á hráefni
1 kgaf lambakótil. erfrá kr. 225.00
tómatkraftur 150 gr. kr. 23.40
Kinda og lambakjöt: Neytendur
vita að það er mjög erfitt að átta
sig á gæðaflokkun kinda- og lamba-
kjöts. Á meðan framleiðendur, kjöt-
matsmenn og kjötkaupmenn em að
gera upp við sig, hvemig að flokkun
skuli staðið, getum við neytendur
haft stuðning af einföldu gæðamati
við innkaup á kjöti. Starfsmaður
kjötvinnslu einnar benti mér á veiga-
mikið atriði fyrir nokkmm ámm og
hafa þau reynst vel.
Bragðgseði kinda- og lambakjöts
fara eftir litnum á fítunni, sagði
hann. Á gæðakjöti er fitan hvit, en
sú hún gul eða gráleit hefur skepnan
sennilega verið á grænfóðri eða
einhveiju öðm fóðri sem getur haft
áhrif á gæðin. Skoðið því kjötið vel
áður en það er keypt.
V^terkurog
k./ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
SPARISIODUR VELSI7ÓRA
B0RGM7UM18 StM 2fl$77
MANUDIR
HAIR VEXTIR
Þetta eru einmitt höfuðkostir nýju bókarinnar
sem einungis er fáanleg í Sparisjóði vélstjóra.
Bundin sparibók heitir hún, bókin sem
bindur fé þitt í hóflegan tíma en veitir þér
um leið ríflega ávöxtun.