Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
Raunsæ ævintýri
eftir Armann Kr.
Einarsson
Þessa bók verður þú að lesa.
Er hún svona „spennó"?
Þú átt við að hún sé skemmtileg,
sagði afí og brosti.
Já, já, auðvitað, svaraði dóttur-
dóttirin svolítið óþolinmóð.
Bókin er ekki einungis skemmti-
leg, héit afí áfram, heldur er hún
líka hafsjór af fróðleik.
Hvað er hafsjór af fróðleik?
Þetta er huglæg merking, svar-
aði afí íhugandi, og þýðir geysimik-
ill fróðleikur.
Getur það verið um hvað sem er?
Já, um allt milli himins og jarðar.
Um borðtennis?
Aha, ég er nú hræddur um það,
sagði afi glaðbeittur. Þetta er samt
ekki bók um íþróttir, heldur raunsæ
ævintýri úr sveitinni, saga um leiki
og störf, húsdýrin og margt, margt
fleira.
Gaman, gaman, hrópaði dóttur-
dóttirin. Eg fékk að ríða Skjóna
þegar ég var í sveitinni hjá Nonna
frænda. Og Kolur var svo skemmti-
legur og elti mig hvert sem ég fór.
Gott hjá þér, sagði afí og það
var ánægjuhreimur í röddinni. Þú
veist greinilega hvaða skepnur eru
kölluð húsdýr.
Ég hlakka til að lesa bókina.
Þú verður ekki svikin _ af því,
svaraði afí með áherslu. Áreiðan-
lega verðurðu margs vísari.
Sigurður Gunnarsson
Framangreint samtal átti ég fyrir
skömmu við dótturdóttur mína tólf
ára. Ég hafði þá nýlega lokið við
að lesa bama- og unglingabókina
„Lífið allt er ævin<ýr“ eftir
Sigurð Gunnarsson. Bókin kom út
fyrir jólin hjá ísafold. Þetta er þriðja
og siðasta bindið í samstæðum
bókaflokki. Fyrri bækumar heita
„Ævintýrin allt um kring“ og
„Ævintýraheimar".
Umræddar bækur em skrifaðar
í samræðuformi og aðalpersónumar
þær sömu í öllum sögunum, þó að
hver bók sé sjálfstæð heild. Aðal-
persónumar em hin greindu og
fróðleiksfúsu systkin, Sigga og
Svenni og frændi þeirra, þ.e.a.s.
höfundurinn sjálfur.
Einkar greinargóðar og
skemmtilegar em lýsingar frænda
á æskuheimili sínu, umhverfí, bú-
skaparháttum, störfum fólks og
leikjum bama, að ógleymdu §öl-
breyttu dýralífi.
Einnig er að fínna í bókinni
nokkra sögulega þætti, sem ótví-
rætt er mikill fengur að. Má þar
nefna, Hvers vegna komu land-
námsmenn hingað? Trúarskiptin,
Kristni lögtekin, Landafundir ís-
lendinga og Hvenær barst ritlistin
til ísiands?
Bækumar þijár í bókaflokknum
em mjmdskreyttar, bæði ljósmynd-
um og teikningum. Flestar teikn-
ingamar em eftir Bjama Jónsson.
Myndir auka vissulega gildi bama-
og unglingabóka, glæða lestrar-
lögnun og örva hugarflugið.
Höfundinn, Sigurð Gunnarsson
þarf raunar ekki að kynna. Hann
er þekktur skólamaður og mikil-
virkur rithöfundur.
Auk framangreindra barnabóka
hefur Sigurður ritað fjölmargt um
uppeldis- og fræðslumál, má þar
nefna bókina „Orlofsför", sem kom
út 1984, mikið rit á fjórða hundrað
síður. Þá hefur hann samið flöl-
marga ferðaþætti, sem ýmist hafa
verið prentaðir eða fluttir í útvarp.
Ótalin em umfangsmestu ritstörf
Sigurðar, en það em þýðingar hans.
Alls mun hann hafa þýtt um 70
bækur, aðallega fyrir böm og
unglinga. Sigurður er fyrir löngu
viðurkenndur sem snjall þýðandi,
enda er hann íslenskumaður góður.
Margar þýðingar sínar hefur hann
lesið í útvarp.
Ég hvet foreldra og aðra sem
velja lestrarefni fyrir ungu kynslóð-
ina að gefa gaum að bók Sigurðar
„Lífið allt er ævintýr". Betri bók
er varla hægt að velja fróðleiksfúsu
bami.
Naumast þarf að taka fram að
flokkur hinna raunsæju ævintýra-
bóka er kjörið lesefni fyrir nemend-
ur gmnnskóla. í fyrmefndar bækur
er hægt að sækja skemmtilegt og
áhugavekjandi viðbótarefni í nátt-
úmfræði og sögu. Ekkert skóla-
bókasafn má láta bókaflokk Sigurð-
ar vanta í bókakostinn.
Höfundur er rithöfundur.
Dalvík:
Nýr kjara-
samning-
ur undir-
ritaður
Dalvík 11. mars.
Sunnudaginn 9. mars var
undirritaður nýr kjarasamn-
ingur milli Dalvíkurbæjar
og starfsmannafélags Dal-
víkur og Dalbæjar. Þetta er
fyrsti aðalkjarasamningur
sem starfsmannafélagið
gerir en féiagið var stofnað
í júní 1985. Félagar eru á
miili 50 og 60 talsins, starfs-
menn Dalvíkurbæjar og
Dalbæjar, dvalarheimilis
aldraðra á Dalvík.
Á siðastliðnu hausti samþykkti
félagið að kjarasamningur BSRB
yrði látinn gilda fyrir félagsmenn
og jafnframt var þá samið um að
fram færi starfsmat á vegum bæj-
arins. Unnið var að þessu starfsmati
í vetur og var því að mestu lokið
nú um áramót. Við gerð sérkjara-
samninga síðar á þessu ári verður
stuðst við niðurstöður þessa mats.
Launanefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga sá um samningsgerð-
ina fyrir hönd Dalvíkurbæjar. Að
sögn Einars Emilssonar formanns
SDD, er samningurinn í megin-
dráttum unninn upp eftir kjara-
samningum Reykjavíkurborgar og
Akureyrar. Væru heimilisstörf nú í
fyrsta skipti metin til starfsaldurs.
Tekist hefði að fá það samþykkt
hjá Dalvíkurbæ að meta þau til
hálfs án tillits til þess um hvaða
starf væri að ræða.
Fréttaritarar
I kvöld verður boð Bíóhallarinn-
ar vegna Spies Like Us
SIMOX
skartar
sinu
fegursta
/
i
Opið öll kvöld. YPSILON
1A//
II H II M l'
MANUDAG 17. MARS KL. 21.00
Eddie Harris
trio
Forsala aðgöngumiða í Karnabæ, Austurstræti og
við innganginn.
Tískusýning
íkvöld kl. 21.30.
Modelsamtökin *
sýna vortísk-
una frá
Pophúsinu
jjHOTEL ESJU
ALltaf á föstudögiuii
Skrifstofur
- hönnun húsnæðis og starfsaðstaða
Undirbúningur efri ára
Myndbandasíða
Kvöldfatnaður á karlmenn
Neytendamál
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina