Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 54
k % MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 © 1986 Universal Press Syndicate „ j?ú áboSscXut'„ karclináli'' ra.r\qt!‘ Aster,... ... meira virði en happdrættisvinning- ur. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved © 1986 Los Arrgeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Gvöð. Og við sem óskuðum okkur fjölda barna. <> HÖGNI HREKKVÍSI Ríkisbankarnir og þjóðarbúskapur Ég las mér til ánægju viðtal við dr. Þorvald Gylfason í Morgun- blaðinu. Maðurinn er hálærður, margfróður og talar hóflega um hlutina. Á hann er gott að hlýða. Hann telur það hafa slæm áhrif á búskap íslendinga að bankar þeirra séu ríkisbankar. Þess vegna hafí lánsfé bankanna, vegna annar- legra sjónarmiða, farið aðrar braut- ir en æskilegast væri frá sjónarmiði arðseminnar. Bankamir haft tapað vegna þess að þeir eru ríkisbankar. Þetta er atriði sem ég vildi heyra meira um. Hver eru þessi óheppi- legu útlán ríkisbankanna? Hvers konar öfugstreymi hefur verið á lánsfé þeirra? Mér skilst að útgerð, fiskveiðar og fiskvinnsla hafi heldur illa dugað til að ávaxta lánsfé undanfarið. Er þar um að ræða mistök í lánveiting- um ríkisbankanna? Lánuðu þeir út- veginum of mikið. Ef svo er vakna nýjar spumingar. Hvemig stæðum við ef verulegur samdráttur hefði orðið í fiskveiðum og fiskvinnslu? Þessa hlið málanna skal þó ekki ræða frekar fyrr en nánar hefur verið rætt um mistök ríkisbank- anna. Hver em þau? Halldór Kristjánsson Fyrirspurn til að stoðarlandlæknis Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til fostu- daga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborg- arsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi góður. Eftir að hafa lesið grein eftir aðstoðarlandlækni okkar Guðjóns Magnússonar, í DV 12. febrúar 1986, um skaðsemi náttúrumeðala, verð ég að leggja orð í belg. Ég spyr og vil fá svar Hvaðá náttúrumeðul eru svo skaðleg eða eitruð, að það verður að stöðva innfiutning á þeim. Ég vil fá skilyrðislaust svar því að ég tek inn mörg þessara lyQa, sem sögð em vera eitmð eða skaðleg í greininni. Ég hef gert það í mörg ár, og aldrei orðið meint af. Frekar er að þau hafa gert mér lífið bæri- legra. Merkilegast er þó að engin rök virðast liggja að þvi, að þessi meðul séu skaðleg. Eitthvað virðist búa hér undir og ég dreg samvisku- semi þeirra sem að standa mjög f efa, svo margar sannanir hef ég fyrir málstað mínum. Náttúmmeð- ulin em viðurkennd af heimsfræg- um prófessomm innan læknisffæð- innar, og af nöbelsverðlaunahöfum. Ég fer einungis fram á, að kröfur um hollustuvemd séu sanngjamar. Ég læt fylgja litla en merkilega sögu um hverju náttúmmeðul geta áorkað. Konan mín hefur þjáðst af astma í mörg ár. Hún notar auðvit- að hefðbundin lyf, sem em góð, og hjálpa henni oft, en þó ekki alltaf. Arangurslaust leitaði ég víða að meðulum sem dygðu. Loks hitti ég lækni af guðs náð, sem nú er látinn. Hann benti mér á lyfið „Minolka", þegar konan mín hafði tekið það um hálfs mánaðar skeið, lét batinn ekki á sér standa. Með þessum töflum hefur hún haldið astmanum í skeflum. Þetta lyf er nú bannað. Ég gæti haldið lengi áfram enn, en lætþetta nægja. Eg vona svo sannarlega, að aðstoðarlandlæknir og lyfjaeftirlitið sjái sig um hönd, og leyfi áfram sölu náttúmmeðala, sem em holl heilsu manna. Henrik Jóhannesson Víkverji skrifar Iþessum dálkum hefur áður verið minnst á það hve undarlega langan tíma getur tekið að koma peningum milli landa. Um þetta getur Víkveiji nefnt nýlegt dæmi. Hann er áskrifandi að bandaríska vikuritinu Time og barst það með ágætum skilum fyrsta árið. Þegar leið að því að áskriftartímabilið var á enda mnnið bámst áminningarbréf frá Evrópu- skrifstofunni í Amsterdam að end- umýja þyrfti áskriftina. Góð kjör vom í boði og ákvað Víkveiji að taka boðinu. Hið uppsetta gjald var greitt í Landsbankanum 6. janúar. Blaðið hélt áfram að berast og jafnframt bárast áminningarbréf um að ef greiðsla bærist ekki þá strax yrði hætt að senda blaðið. Víkverji sinnti þessu ekki, enda búinn að greiða peningana. En í byijun febrúar hætti Time að koma inn um bréfalúguna og 10. febrúar kom bréf þess efnis að sendingum væri hætt vegna vanefnda. Ekki var við þessi málalok unað. Hraðbréf var sent strax daginn eftir og með fylgdi ljósrit af bankakvitt- uninni frá 6. janúar. Enn leið og beið og það var ekki fyrr en 6. marz, tveimur mánuðum eftir að greiðslan var innt af hendi og tæpum mánuði eftir að hraðbréfið var sent, að Time barst á ný. Engin skýring fylgdi né afsökunarbeiðni. Víkverji er seinþreyttur til vand- ræða og'nennir satt að segja ekki að gera meiri rellu útaf málinu. En þessi seinagangur, sem minnir fremur á öld seglskipa en atómöld, hlýtur að verða umboðsmanni Time umhugsunarefni, ef þá einhver slík- ur finnst hér á landi. Lækkun á bílum er umtalsverð kjarabót fyrir landsmenn. Vegalengdir em svo miklar að nauðsynlegt er fyrir flestar fjöl- skyldur að eiga bíl. Hin skyndilega og óvænta lækk- un kemur misjafnlega við menn. Þeir sem kaupa bíl á næstunni græða en þeir sem em nýbúnir að kaupa bfl tapa. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra beitti sér í þessu máli og tilheyrir hann þó síðartalda hópnum. Þorsteinn keypti sér jap- anskan jeppa fyrir skömmu og það sem meira er, hann var ekki búinn að selja gamla bflinn og tapar því ennþá meim. Þorsteinn hefur því ekki verið að hugsa um eigin hag heldur hag fjöldans þegar hann stóð að tollalækkun bíla. Sú ákvörðun Knattspymusam- bands íslands að fallast á að leika landsleik í írak vakti furðu. Að leika landsleik við þjóð sem á í grimmilegri styijöld við nágranna sína er ekki aðeins glæfraspil heldur einnig óviturleg ákvörðun. Enginn veit hvaða eftirmála slíkt getur haft þótt liðið kæmist óhult til og frá írak. Sem betur fer var hætt við að leika þennan landsleik en þess í stað leikur ísland tvo landsleiki við Bahrein. Það er skárra, en sú spum- ing vaknar engu að síður hvort þessar landsleikjaferðir til Austur- landa um hávetur séu skynsamleg- ar. xxx Farþegum i flugvélinni, sem rann út af Reykjavíkurflugvelli á mánudaginn, fannst slökkviliðið lengi á leiðinni. Nú hefur verið upplýst að liðið var rúmar 4 mínútur á Ieiðinni og það væri „eðlilegur" tími. Rúmar 4 mínútur getur engan veginn verið eðlilegur tími ef alvar- legt flugslys verður og kviknar í fiugvél. Við slíkar aðstæður skipta sekúndur máli. Öryggi verður ekki tryggt að mati Víkveija nema slökkvibflar verði í viðbragðsstöðu við þær flugbrautir sem í notkun em. Bifreiðir og slökkviliðsmenn hljóta að geta verið í viðbragðsstöðu við brautimar alveg eins og inni í slökkvistöðinni. Slysin gera ekki boð á undan sér. Víkverji tekur heils hugar undir með Matthíasi Bjamasyni við- skiptaráðherra. Bönkunum er engin vorkunn að taka þátt í slagnum við verðbólguna og lækka þjónustu- gjöldin. Þjóðin mun fyigjast náið með viðbrögðum bankanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.