Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
TEKKOSLOVAKIA
Gamlingjarn-
ir ríghalda
enn í valda-
stólana
Eins og kunnugt er hefur Mik-
hail Gorbachev, leiðtogi Sovét-
manna, boðað umbætur í efnahags-
lífinu og skorað á þá aldurhnignu
sveit, sem skipar forystu kommún-
istaflokkanna, að gefa ungu fólki
tækifæri. Þessar áskoranir hans
virðast þó lítt hafa hrinið á ráða-
mönnum í Tékkóslóvakíu, en á ný-
afstöðnu þingi kommúnistaflokks-
ins þar var sama forsætisnefndin
endurkjörinn enn einu sinni, sömu
11-menningamir og hafa skipað
hanafrá 1971.
Á framkvæmdanefnd miðstjóm-
arinnar urðu heldur engar breyting-
ar og einu tilfærslumar voru fólgn-
ar í tilkynningu um þijá nýja bið-
félaga í forsætisnefndinni. Báðar
þessar nefndir vom skipaðar á
Brezhnev-tímanum.
Annað, sem sýnir hve tékkn-
eskum ráðamönnum er illa við
breytingar, em bókabúðimar þar
sem mest ber að sjálfsögðu á bókum
um kenningar þeirra Marx og
Lenins. Þar fínnst þó ekkert eftir
Yuri heitinn Andropov og ekkert
eftir Gorbachev. Af bókmennta-
verkunum hans Brezhnevs er hins
vegar meira en nóg.
Þetta kann að vera tilviljun, en
á 17. flokksþingi tékkneska kom-
múnistaflokksins í Prag fyrir
skömmu var andinn einhvem veg-
inn sá, að á Brezhnev-tímanum
hefði núverandi ráðamönnum liðið
fjarska vel og verið öryggir um sig.
Þessi öryggistilfínning er horfín,
nú þegar Gorbachev hefur tekið við
í Moskvu. Það, sem veldur þó
mestum áhyggjum, er að Gorbachev
er alltaf að tala um breytingar og
virðist jafnvel meina það.
Núverandi forysta tékkneskra
kommúnista var beinlínis skipuð til
að koma í veg fyrir breytingar.
Eftir innrás Sovétríkjanna og Var-
sjárbandalagsríkjanna í landið í
ágúst árið 1968, þegar endi var
bundinn á tilraunina með „sósíal-
isma með mannlegri ásjónu", var
Gustav Husak falið að koma á röð
og reglu á nýjan leik. Það gerði
hann með því að fylla verslanirnar
af vörum, sem að vísu hefur hrakað
mikið á síðustu árum, og allt andóf
var barið niður með harðri hendi.
í háskólanum og í fjölmiðlunum
var líka komið á röð og reglu og
svo var einnig með listalífíð og
menningarmálin. Það kostaði hins
vegar, að reka þurfti úr starfí
nokkrar þúsundir manna með alvar-
legum afleiðingum fyrir tékkneskt
menningarlíf. I Tékkóslóvakíu ríkir
sem sagt röð og regla og út af fyrir
sig getur Gorbachev verið ánægður
með það.
Hvað sem þessu líður hefur það
ekki gerst síðan 1948, að leiðtogi
sovéskra kommúnista mæti ekki á
flokksþingið í Tékkóslóvakíu.
Kannski hefur Gorbachev ekki þótt
ástæða til að mæta fyrst allt var í
svona mikilli röð og reglu í Prag.
f sinn stað sendi hann Mikhail
Solomentsev, félaga í stjómmála-
ráðinu og samtíðarmann Brez-
hnevs. í ræðu sinni á þinginu hrós-
aði Solomentsev tékknesku foryst-
unni og stefnu hennar á liðnum
árum. „Þessi stefna," sagði hann,
„var alveg laukrétt."
- JUDY DEMPSEY
AMNESTYTIÐINDI
Þokar ögn í rétta átt
Samtökin Amnesty Internation-
al lýstu yfír því fyrir skömmu
að barátta þeirra fyrir afnámi
dauðarefsingar væri farin að bera
árangur. Á hinn bóginn skýrðu þau
svo frá, að vitað væri með vissu
um 1.125 aftökur á síðasta ári, þótt
trúlega hefðu miklu fleiri verið
teknir af lífí án þess að þeim hefðu
borist fregnir af því.
Alls höfðu samtökin upplýsingar
um 1.225 aftökur í 44 ríkjum en
þau létu þess jafnframt getið að
margar ríkisstjómir létu undir höf-
uð leggjast að tilkynna aftökur eða
reyndu vísvitandi að leyna þeim.
Árið 1984 voru 1.513 manns
teknir af lífí samkvæmt upplýsing-
um samtakanna þannig að aftökum
hefur fækkað verulega á þessu
tímabili. Hins vegar telja samtökin
ekki hægt að dæma um það á þessu
stigi málsins hvort orðið hafi raun-
PLÁGURl
Svefnsýkin
herjar aftur
í Uganda
Svefnsýki hefur brotizt út í
þremur hémðum í austurhluta
Uganda og valdið skelfingu og
kvíða, en sjúkdómurinn leggst bæði
á menn og skepnur.
Menn óttast að þessi banvæni
sjúkdómur muni valda sama usla
og á fimmta áratugnum, þegar
hundruðir þúsunda létust með þeim
afleiðingum að íbúafjöldinn í Bus-
oga-héraði minnkaði verulega.
Plágan náði hámarki í Bunya-sýslu
og varð brezka nýlendustjórnin,
sem þá fór þarna með völd, að setja
allt svæðið í sóttkví eftir að 75%
íbúanna höfðu látizt.
Læknir við Iganga-sjúkrahúsið
hefur látið svo ummælt: „Það er
alveg víst að svefnsýkin, sem nú
hefur brotizt út, verður ekki stöðvuð
og að sagan muni endurtaka sig.
Eina ráðið er að vekja aftur upp
áætlanir um vamir gegn svefnsýki,
sem hafa legið óhreyfðar í þrjú ár,
HRYÐJUVERK
Bandaríkjastjóm hefur að und-
anförnu lagt mjög hart að
bandamönnum sínum og reynt að
fá þá til að styðja harðar aðgerðir
gegn Líbýumönnum. Það er því
forvitnilegt að lesa um það í nýrri
bók hverjir það eru, sem m.a. hafa
greitt götu Khadafys og hryðju-
verkamanna hans. Þar segir ekki
frá sovéskum hemaðarráðgjöfum,
heldur frá fyrrverandi starfsmönn-
um bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA-mönnum, sem fúsir eru til að
selja hæstbjóðanda bæði vopn og
þekkingu.
„Mannaveiðar" er sagan um
Edwin Wilson, fyrrum CIA-mann,
sem varð stórríkur á því að útvega
Khadafy 21 tonn af C-4, öflugasta
sprengiefni á Vesturlöndum að
kjamorkuhleðslum undanskildum.
Byssan, sem breska lögreglukonan
Yvonne Fletcher var skotin með
frá líbýska sendiráðinu í London
árið 1984, var seinna rakin til
vopnasendingar frá félaga Wilsons.
Talsmaður þeirrar bandarísku ríkis-
stofnunar, sem fer með byssumál,
Khadafy átti hauk
í horni hjá CIA
staðsfesti nýlega, að með hjálp
Scotland Yard hefði tekist að rekja
önnur vopn í líbýska sendiráðinu til
sömu sendingar.
Þrátt fyrir þetta höfðust CIA og
FBI ekki að og höfundur bókarinn-
ar, Peter Maas, segir að það sé
aðeins að þakka dugnaði bandarísks
saksóknara, að það tókst loksins
að hafa hendur í hári Wilsons, sem
nú hefur verið dæmdur í 57 ára
fangelsi.
Reagan forseti og menn hans
tala oft um hve erfítt sé að fylgjast
með og hvað þá að handataka
„málaliðana“, sem hryðjuverkin
vinna fyrir stjómvöld í Líbýu, Iran
eða einhveiju leppríkja Sovét-
manna. Þeir horfa hins vegar alveg
framhjá framlagi sinna eigin lands-
manna í þessum efnum.
„Mannaveiðar" kom í bókaversl-
veruleg stefnubreyting.
Af hálfu Amnesty var tekið fram
að á síðasta ári hefði Ástralía bæst
í hóp þeirra 27 ríkja sem bannað
hefðu dauðarefsingu og væri það
skref að því markmiði samtakanna
að afnema dauðarefsingu um allan
heim.
Þau hafa upplýsingar um 470
aftökur sem fram fóm í íran á síð-
asta ári, 135 í Kína, 137 í Suður-
Afríku, 45 í Saudi-Arabíu og 57 í
Pakistan. Átján manns vom teknir
af lífi í Bandaríkjunum árið 1985
en þar komst tala dauðadæmdra
sem bíða fullnægjingar dóms upp í
1.600 á árinu.
Amnesty skýrði og frá því að
borist hefðu fregnir um mörg
hundmð aftökur í írak enda þótt
stjómin í Bagdað hefði aðeins feng-
ist við 19. Þá hafa stjómvöld í íran
jann háttinn á að dæma menn til
EINAÐFERDIN - Nær hundrað
hafa
átt sína hinstu stund í
þessum rafmagnsstól Florida-
fylkis.
dauða eftir mjög óformleg réttar-
höld, þar sem sakborningur fær
hvorki málsvöm né heldur leyfí til
að áfrýja dómnum.
Skaðvaldurinn —
Tsetse-flugan ersmitberinn
ogleggstjafntá menn ogskepnur.
og framfylgja þeim út í æsar.“
Fjöldi fórnarlamba svefnsýkinnar
hefur aukist úr 1.922 árið 1984 upp
í 8.431 árið 1985. Þessar tölur gefa
þó aðeins lauslega mynd af vandan-
um, því sjúklingar úti á lands-
byggðinni gefa sig ekki nær alltaf
fram við heilbrigðisyfirvöld. Það er
algeng trú meðal sveitafólksins að
svefnsýkin stafi af göldrum og
öðmm yfírskilvitlegum ástæðum og
anir 1. maí síðastliðinn, en í bókar-
kynningu, sem birtist fyrir skömmu
í New Ýork Times, segir höfundur-
inn að Líbýumenn geti meðal ann-
ars þakkað fyrrnefndum Edwin
Wilson kunnáttu sína í hryðjuverka-
starfseminni. Maas segir, að Wilson
og Frank Terpil, félagi hans, sem
byssumar í líbýska sendiráðinu í
London vom raktar til (Terpil er líka
fyrmm CIA-maður, en síðar sinnað-
ist þeim félögunum út af pening-
um), hafí árið 1976 komið upp
sprengjuverksmiðju fyrir Khadafy
um 25 mílur suður af Tripoli. Þeir
lögðu til þekkinguna og réðu til sín
hóp af bandarískum sérfræðingum,
sem sumir vom í fríi frá opinbem
starfí.
Samningurinn, sem Wilson
græddi þó mest á, átta milljónir
dollara á ári, var að útvega tengi-
þess vegna sé vonlaust um það, að
„lækningar hvíta mannsins" geti
sigrazt á henni.
Það er tsetse-flugan sem er
smitberi sjúkdómsins. Meðal ein-
kenna er stöðugur svefn eða svefn-
mók, stöðugur hár hiti, doði, verkir
og kvalir og eymsli í húð. I verstu
tilfellunum getur sjúkdómurinn leitt
til sturlunar.
Síðasta svefnsýkifarsóttin kom
upp í Busiga-héraði árin
1979—1980, skömmu eftir að Idi
Amin var velt úr valdastóli. Þá van
tilkynnt um 8.465 sjúkdómstilfelli.
Á þeim tíma urðu aðgerðir heil-.:
brigðisyfirvalda til þess að hefta
útbreiðslu sjúkdómsins. Varnarað-
gerðir þeirra stöðvuðust skyndilega
í lok ársins 1983 og faraldurinn nú
er afleiðing þessa.
Vestur-þýzka ríkisstjómin bauð
heilbrigðisráðuneytinu í Uganda
nýlega 40 milljóna króna fjárstyrk
til að aðstoða við að hefta sjúk-
dóminn. En á því er enginn vafí,
að heilbrigðisyfírvöld verða að taka
alvarlega þá kenningu, að forvam-
arstarf sé betra en lækning ef þau
eiga á annað borð að gera sér vonir
um að sigrast á þessari mannskæðu
plágu.
- DAVID MUSOKE
KHADAFY
■ Óvæntir bandamenn
liðnum í Líbýu, Abdullah Hajazzi,
ofursta, sprengiefnið öfluga, C-4.
C-4 geymist óskemmt í 20 ár og
Maas, sem er reyndur rannsóknar-
blaðamaður, telur, að þetta sprengi-
efni hafí verið notað við ýmis
hryðjuverk, þar á meðal þegar
sprengingin varð í TWA-þotunni
yfirGrikklandi.
Wilson auðgaðist vel á samvinn-
unni við Khadafy. Hann eignaðist
glæsilegan búgarð í West Sussex á
Englandi og 2338 ekra jörði í Virg-
iníu, þar sem jafnan var gestkvæmt
og mikið um dýrðir. Eignir hans
voru metnar á 15 milljónir dollara
eða meira. Ekki er að sjá, að auð-
söfnun Wilsons hafi vakið tor-
tryggni yfírmanna hans í CIA og
Maas segir, að þeir hafi jafnvel
verið ánægðir með lífsstíl hans,
talið, að þá væri minna hætta á,
að upp um hann kæmist sem CIA-
mann. „Að vera í CIA þýddi það
fyrir Wilson, að hann gat bmgðið
yfír sig huliðshjálmi, sem gerði
hann ósýnilegan öllum mönnum,“
segir Maas. Þar kom þó, að Wilson
var rekinn frá CIA að því sagt er,
en um það atriði ber ekki öllum
saman.
Edwin Wilson varð gjaldþrota og
var dæmdur þrátt fyrir aðgerðar-
leysi yfirvaldanna og sem fyrr er
sagt, segir Maas, hefur það aðeins
verið að þakka ungum saksóknara,
Lawrence Barcella að nafni. Dóm-
urinn var kveðinn upp árið 1983
og Wilson reyndi að hefna sín með
því að fá menn til að myrða Barc-
ella, en það varð bara til þess, að
lengd refsivistarinnar var tvöfölduð.
- MICHAEL WHITE