Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 B 7 Horowitz leikur á flygil sinn í tónlistarhöllinni í Moskvu eftir 61 árs fjarveru frá ættlandinu. Fyrir brottförina til Sovétríkj- anna gengu Horowitz-hjónin á fund Reagans forseta sem óskaði þeim góðrar ferðar. Úr Herald Tribune: Vladimir Horowitz með systurdóttur sinni Yelenu Dolberg á Moskvu- flugvelli við komuna þangað. Brúðhjónin við komuna til New York, 1934. Við komuna til Þýzkalands tók Vladimir að rita ættamafn sitt Horowitz í samræmi við þarlendan framburð og hefur gert það síðan. Þar dvaldist hann um skeið, en til Bandaríkjanna fór hann árið 1928 og kom þar fyrst fram sem einleik- ari með Fílharmóníuhljómsveit New York sama ár. Hlaut Horowitz strax frábærar viðtökur og um þessa fyrstu hljómleika hans skrifaði Olin Downes gagnrýnandi New York Times: „Horowitz hefur undraverða tækni, undraverðan styrk, ómót- stæðilegt æskufjör og persónu- leika.“ Margir heimskunnir hljómsveit- arstjórar gistu New York fyrstu árin eftir komu Horowitz þangað. Einn þeirra bar höfuð og herðar yfir flesta aðra, en það var ítalski meistarinn Arturo Toscanini. Hlutu Dóttirin Sonia með afa sínum, Srturo Toscanini. að takast kynni með þessum tveim- ur listamönnum og átti Wanda, dóttir Toscaninis, sinn þátt í því. Það var árið 1932. Wanda heillaðist af tónlist Horowitz og lágu leiðir Horowitz gerir að gamni sínu i veitingahúsi í New York eftir kvöld verð með konu sinni. Með Nathan Milstein, Gregor Piatigorsky, Toscanini og Bernadino Molinari. þeirra oft saman næsta árið. Arið 1933 var Horowitz á Ítalíu í tón- leikaferð og að loknum tónleikunum í Scala-óperunni í Mílanó þáði hann heimboð Toscaninis. Það er skemmst frá því að segja að þau Wanda og Vladimir urðu ástfangin og voru þau gefin saman í Mflanó ídesember 1933. En hjónabandið var enginn dans m m ■ . V- m á rósum, þótt dóttirin Sonia fæddist árið 1934. Bæði voru tilfinningarík og Horowitz átti erfítt með að að- lagast þeim kröfum sem sambúð gerir. Ekki bætti það úr skák að kynhneigð hans lá til beggja kynja og hjónabandið því oft stormasamt. Svo fór að þau slitu samvistir árið 1949 og voru aðskilin í fjögur ár. Dóttirin Sonia var miklum hæfí- leikum búin, en átti stundum við þunglyndi að stríða. Hún var sér- staklega kær afa sínum, Arturo Toscanini, og hann þoldi henni margt sem engum öðrum var leyfí- legt. Eitt sinn á meistarinn að hafa spurt dótturdóttur sína hvort hún vildi heldur verða hljómsveitarstóri eða píanóleikari. „Hljómsveitar- stjóri," svaraði Sonia að bragði. „Það er miklu auðveldara." Þegar Toscanini lézt árið 1957 fékk lát hans mjög á Soniu. Fimm mánuðum síðar slasaðist hún alvarlega í mót- orhjólaslysi á Ítalíu, en náði sér að fullu. Árið 1974 lenti hún svo í bfl- sysi í Sviss og lézt skömmu síðar. Horowitz er einn hæst launaði tónlistarmaður heims í dag og lág- markslaun hans fyrir eina tónleika eru 100.000 dollarar og oft eru þau mun hærri, allt upp í hálfa milljón dollara. Fyrir yfírstandandi tón- leikaferð heldur hann alls fimm hljómleika, í Hamborg, Berlín og London auk Moskvu og Leningrad, að launum hlýtur hann 2 / milljón dolara. „Sovétmenn hafa ekki efni á að fá mig,“ sagði hann stríðnis- lega áður en hann fór, en greiðsl- umar koma aðallega frá sjónvarps- stöðvum og plötuútgáfum. Þau hjónin búa í 14 herbergja einbýlishúsi sínu á Manhattan, sem þau keyptu árið 1947 fyrir 30.000 dollara en húsið er nú metið á hundraðfalda þá upphæð. Þau fara út að borða kvöldverð svo til á hveiju kvöldi, en venjulega í ein- hveiju ítölsku veitingahúsi, þar sem Horowitz borðar venjulega uppá- haldsrétt sinn, steikta sólflúru, en hann borðar aldrei kjöt, er hættur að reykja og dekkur ekki áfengi. Þegar heim er komið að kvöldverði loknum hreiðrar Horowitz venju- lega um sig fyrir framan mynd- bandstækið og lætur fara vel um sig meðan hann horfír á þijár ævintýra- og hryllingsmyndir fram til klukkan fjögur að morgni, þegar hann gengur til náða. Hann sefur svo venjulega til hádegis. Heimsóknin til Sovétríkjanna var Horowitz mikils virði. Fyrir brott- förina frá New York raeddi hann um þessa ferð sína sem tónlistar- fulltrúi og menningarsendiherra Bandaríkjanna: „Ég er ekki komm- únisti," sagði hann, „en ég skil hugsanagang þeirra betur en flestir Bandaríkjamenn. Við vitum öll að alls staðar fínnst bæði gott og illt. Mér var kennt í bemsku að leita þess góða. í Sovétríkjunum í dag felst það góða í tónlistinni sem þaðan kemur. Ég vona að með leik mínum í Sovétríkjunum takist mér að gera það góða betra. Tónlistin er innblástur. Hún hvorki eyðilegg- ur né drepur." (Heimildir: New York Times, Washington Post, Time.) Skapandi hendur listamannsins leika við nóturnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.