Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 Sýning 1 Lauga- lækjarskóla SYNING verður í Laugalækjar- skóla við Sundlaug'aveg' um helg- ina í tilefni 200 ára afmælis kaupstaðaréttinda Reykjavíkur og 25 ára afmælis skólans. Skólinn verður opinn á laugardag og sunnudag klukkan 13 til 17. Sýndir verða munir og myndverk nemenda og kynnt sjóvinna og heimilisfræði. Akureyri: Gunnar aftur á Hótel KEA Akureyri. GUNNAR Karlsson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótels KEA á Akureyri frá og með 15. maí nk. Gunnar er nú framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar en starfaði áður m.a. sem hótelstjóri á Hótel KEA. Kristján E. Jónasson, sem venð hefur hótelstjóri undanfarið, tekur við starfi yfirmatreiðslumanns. Veitingastjóri verður Haukur Tryggvason og yfirþjónn verður sem áður Þórhallur Amórsson. Olöf Matthíasdóttir, sem verið hefur aðstoðarhótelstjóri, mun annast umsjón gistiherbergja og fleira. Mývatnssveit: Vorskemmtun Skútustaðaskóla Mývatnssveit. Vorskemmtun Skútustaða- skóla i Mývatnssveit var haldin í Skjólbrekku sl. fimmtudag, 1. maí. Þar sýndu nemendur skólans leikritið „Þrír skálkar" sem gerist á Sjálandi um miðja 19. öld. Enn- fremur sýndu nemendur leikritið „Fjársjóðinn í Árbakkakastala", sem gerist á írlandi fyrir nokkrum áratugum. Síðan var danssýning sem sex stúlkur tóku þátt í. Þá var einnig leikfimisýning og bænda- glíma. Góður rómur var gerður af öllum þessum skemmtiatriðum. Síð- an gafst viðstöddum kostur á að skoða teikningar og handavinnu nemenda í bamaskólanum. Þar fór jafnframt fram kaffisala. Mikið Qölmenni sótti þessa vorskemmtun. Skólastjóri er Þráinn Þórisson. Kristján Samræmda prófið í dönsku: Síðasti hluti hlustunarþátt- ar felldur út ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella út síðasta hluta hlustunarþáttar í samræmda prófinu í dönsku, sem haldið var 22. april síðastliðinn. Er þetta gert í samráði við próf- dómara, þar sem upplestur á hljómböndunum, sem send voru út með prófunum, var talinn óeðlilega hraður. Talið er að bilun hafi orðið í vél við upptöku eða fjölföldun band- anna. Dönskuprófið er alls 100 stig og skiptist þannig að skilningur á mæltu máli er 30 stig, skilningur á rituðu máli 45 stig og málnotkun 25 stig. Vægi fyrri hlustunarþátt- anna verður aukið þannig að hlust- unarþátturinn verður eftir sem áður 30 stig. Skólastjórum og kennurum í 9. bekk hefur verið gerð grein fyrir þessari ákvörðun og þess ósk- að að nemendum verði gerð grein fyrir þessari niðurstöðu við fyrsta tækifæri. (Úr fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.) ~TJ—y [70*- ööO mTO 'Z-1” ! *— ~/r 4-— lOO Oi Matharn meira en konungdóminn 1953 lét franska stjórnin þeim í té hús í Bois de Boulogne í útjaðri Parísar og þar kölluðu þjónar og gestir hertogafrúna alltaf „hennar konunglegu hátign". Windsor-hjónin voru stundum sögð stunda samkvæmislífið of mikið og lifa tilgangslausu lífi, en hertoginn svaraði því til að upp- gjafakóngum stæði fátt til boða á vinnumarkaðnum og hann lét alltaf lítið yfír sér. Aldrei var að sjá að hann iðraðist nokkurs og þau hjónin ákváðu að tala aldrei um það sem hefði getað orðið. Hjónaband þeirra var hamingjusamt, þótt því væri ekki spáð langlífi í fyrstu. Elísabet drottning II bauð her- togahjónunum til London 1967 til að vera við afhjúpun veggtöflu til minningar um Maríu drottningu og þar með hlaut hertogafrúin nokkurs konar konunglega viðurkenningu. Þegar hertoginn lá banaleguna heimsóttu drottningin, Filippus prins og Karl prins hann og konu hans í París. Hertoginn af Windsor lézt í maí 1972, 77 ára að aldri. Lík hans hvíldi á viðhafnarbörum í St. Georgs-kapellu í Windsor í tvo daga og um 70.000 manns gengu fram hjá þeim til að heiðra manninn, sem lagði niður völd vegna „konunnar sem ég elska“. Hann var lagður til hinztu hvíldar í Frogmore-kirkju- garði á lóð Windsor-kastala, bak við grafhýsi Viktoríu drottningar. 0 Hertogahjóain ogHitler 1937. Hann vildi heldur hvíla þar en í St. Georgs-kapellu, þar sem konungar Englands eru grafnir, svo að ótigin kona hans gæti hvílt við hlið hans. Útlegð hans var lokið. Hertogafrúin kom til útfararinn- ar í flugvél Elísabetar drottnmgar og var gestur hennar í Bucking- ham-höll, en fór síðan aftur til Frakklands. Hún lifði flesta ætt- ingja sína og vini og eignaðist aldrei börn með þremur eiginmönnum. Hún var oft veik síðustu æviárin og sögð óhamingjusöm. Nú fær hún hinztu hvíld við hlið eiginmanns síns í enskri mold. Útskúfun hennar er lokið. GH ?o F "H >> c/3 m m«r* D _ m a c m O 0 33 > 0 £5 > z 33 2 C/)C 7C -< O > 33 > T1 0 m 0 > -< 33 33 £ 7< C V 33 I C 03 r~ c 33 Z > 33 33 -n 0 c/3 m O' > 33 0 m J2JJCZ 32 33 jj < m 5 j2o o.z u m O > 33 O O 0 0 m 33 > 0 to 33 > 33 o> =1 O: C 33 33 m Zl > m m A — 7? m O > 33 0 C > 33 00 °0 g'2 CZ o 33 0 C 33 ■5 o 3 03 “ 35 o> «> Q> <-*• 3 o » tv Í ro<o co tu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.