Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1986 B 39 Hverleikur James Bond? Enn eru menn að velta því fyrír sér hver komi til með að leika hinn eina og sanna James Bond, en áður en yfirlýsingin kemur frá framleiðandanum skulum við athuga hverjlr koma til greina. Bráðum veröur þurrausiö allt það efni sem lan heitinn Fleming skildi eftir sig, allar skáldsögurn- ar eru þegar komnar á sellulósa, svo framleiðandinn Broccoli vílar ekki fyrir sér að búa til heila mynd eftir hugmyndum sem Fleming rissaði niður á blað. Naesta mynd mun heita The Living Daylights, og verður sýnd sumarið 1987. Aðeins eitt er víst: Sean Conn- ery, George Lazenby og Roger Moore leika ekki James Bond. Heyrst hefur að leikarinn verði algerlega óþekktur, en meðal þeirra sem nefndir hafa verið eru: Bryan Brown, Ástralinn sem lék m.a. í Þyrnifuglunum og Viða liggja vegamót, Ástralinn Andrew Clarke sem enginn kann- ast við, Lewis Collins sem er Af hverju ekkl Woody Allen? Christopher Lambert og Bryan Brown koma til greina sem James Bond, því Roger Moore er orðinn of gamall. þekktur hasarnagli og banda- rísku sjónvarpsleikarnir Pierce Brosnan (Remington Steele) og Simon MacCorkingdal (Falcon Crest). En stærsta nafnið er svo Christopher Lambert, sem (s- lendingar þekkja sem Tarzan apabróður. „Ég er of vinsæll — segir Spielberg „Málið er einfalt, ég er of vinsæll," sagði Steven Spielberg blaða- mönnum þegar hann var krafinn skýringar á því hvers vegna mynd hans, The Color Purple, fékk engin Óskarsverðlaun. Leikstjórinn var staddur i ísrael, ásamt nokkurra mánaða gömlum syni og konu sinni, Amy Irving, sem var að leika í ísraelskri mynd. „Hollywood fyrirgefur vinsældir mynda minna ef til vill þegar ég nálgast sextugsaldurinn," sagði Spielberg enn fremur. Hann dreif sig strax til Bandaríkjanna eftir loftárásina á Líbýu og ætlar að halda sig þar, enda hefur hann í mörgu að snúast, með um það bil fimmtán myndir á prjónunum. Nánasti samstarfsmaður Spiel- bergs, Kathleen Kennedy, hefur tilkynnt að Spielberg sé með sjö myndir í vinnslu, og sex aðrar sem séu á frumstigi, en Spielberg sjálf- ur mun leikstýra einni eða tveimur, hinar verða unnar eins og Greml- ins og Aftur til framtíðar. Þessar myndireru: Ævintýri um Pétur Pan, sem tekin verður i Englandi á þessu ári, handritið er eftir þá sem sömdu Stríðsleiki, Michael Jackson mun ekki leika í henni! Poltergeist Sl verður tilbúin á þessu ári. Endurgerð á fjörutíu ára gamalli mynd, A Guy Named Joe með SpencerTracy, sem heitir Always, hún hefur veriö svo lengi i bígerö að gárungarnir nefna hana Never. Indiana Jones ill, sem Spiel- berg gerir sjálfur, tökur hefjast í janúar 1987. Gremlins II verður gerð í sumar, Terry Jones úr Monty Python- hópnum samdi handritið og Joe Dante leikstýrir. Spielberg samdi við Hergé um að gera mynd eftir bókunum um Tinna, en nú er Hergé látinn, en ætli Spielberg spjari sig ekki án hans. Batteries Not Included er möguleg hugmynd, sem upphaf- lega átti að gera fyrir sjónvarp, en Spielberg vill fá Matthew Robbins (sem hjálpaöi Spielberg við að gera Sugarland Express) sem leik- stjóra. Svo eru sex stykki sem bíða ákvörðunar leikstjórans vinsæla: The Talisman (Verndargripurinn), byggð á bók Stephen King; Schindler’s List eftir bók Thomas Kennelly (Karl Luedtke, sem samdi Jörð í Afríku, vinnur að handritinu); Car Pool og Back to the Future II, sem Robert Zemeckis vinnur að; og farsinn Noises Off eftir Michael Frayn en hann hefur verið sýndur í Þjóðleikhúsinu. Steven Spielberg or með mörg jám i oldinum, að vanda. Hér sést liann ásamt Whoopi Goldberg, sem leikur í „The Color Purple“. Jennifer Jason Leigh og Rutger Hauer leika aðalhlutverk í nýjustu mynd Paul Verhoevens. PauB Verhoeven uppgötvar nyja Beikkonu: Paul Verhoeven er afkastamik- ill kvikmyndagerðarmaður, hann gerir nánast eina mynd á ári, en íslenskir kvikmyndahúsaeigend- ur hafa ekki séð ástæðu til að sýna myndir hans, sem sætir furðu því þær þykja góðar og njóta allar vinsælda, að minnsta kosti heima hjá honum í Hollandi. Verhoeven vinnur um þessar mundir að nýrri mynd sem heitir Af holdi og blóði (enskur titill Flesh and Blood) og hefur hann fengið fjóra ágæta leikara til liðs við sig. Þeir eru Rutger Hauer, Jack Thompson (Ástrali), Tom Burling- son og unga og efnilega leikkona að nafni Jennifer Jason Leigh. Verhoeven og Ruger IHauer þekkj- ast frá fornu fari því þeir byrjuuöu nð vinna saman upp úr 1970 er þeir gerðu myndirnar Turkish Del- ight og Soldier of Orange. Hauer hefur síðan komið víöa við, lék rneðal annars í Blade Runner og Ladyhawke. Nýja myndin var tekin á Spáni. Verhoeven leitaði vel og lengi að leikkonu í aðalhlutverkið, sem að hans sögn átti að vera eins konar Vivien Leigh miðaldanna. Hann valdi fyrrnefnda Jennifer Jason Leigh, sem er dóttir Vic heitins Morrows, leikarans sem fórst við gerð Spielbergmyndarinnar The Twilight Zone. Jennifer breytti nafni sínu svo að fólk bendlaði henni ekki við föður sinn! Verhoven samdi við Orion-fyrir- tækið, en Af holdi og blóði er fyrsta myndin sem hann gerir á vegum bandarísks fyrirtækis. Hann ferð- aðist til Júgóslaviu, Rúmeníu, Ungverjalands og Tékkóslóvaíku í leit að hentugum tökustöðum, en það var ekki fyrr en hann fór til Spánar að nógu góður staður fannst. Spánn er rómað fyrir hita- svækju og sól, en Verhoeven og I sem þau dvöldu þar. Af holdi og leikarar hans hittu á vondan tima, blóði verðurtekin til sýninga á allra þvi nístingskuldi herjaði þann tíma | næstu vikum. Verhoeven gerði , Spettersu fyrír r.okkrum árum, og var hollenska feikkonan Renne Soutendijk f aðalhlutverki. Vivien Leigh midaldanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.