Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 B 25 Bændur verða gjarnan fyrir mengun af þurrheyi, sem getur leitt til lungnasjúkdóma. I samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri er Vinnueftirlitið að mæla mengun við heygjöf. Þá er bóndi látinn bera mælitæki við vit sér meðan hann er að gefa, eins og sést hér á myndinni sem tekin var nýlega í Borgarfirðinum. hvcrs konar mengun fólk verður fyrir og hjá bændum verður þá fyrst fyrir ryk í heyi. Þekktar eru rannsóknir Olafs heitins Björns- sonar læknis á Hellu á heymæði meðal íslenskra bænda, sem alltaf er vísað til í erlendum vísindaritum. Það er dálítið skemmtilegt að þar er jafnan gefin skýring á orðinu heymæði, sem þýtt var á ensku sem Hayshortness-of-Breath. Þetta þykir mörgum Englending- um skrýtið því þeir eru vanir að kalla þennan sjúkdóm „bænda- lungu". En þetta sýnir hve okkar mál er skýrt og gott. Þarna felst í heitinu bæði orsök kvillans, hey, og sjúkdómslýsingin, mæði. Við athuganir á þessu er mælt í bænd- um mótefni gegn myglugró, sem er í þurrheyinu. Það sýnir hvort þeir hafa orðið fyrir þessari meng- un. En samstarfshópur undir for- ustu Ólafs Ólafssonar landlæknis hefur verið að rannsaka heymæði og asma hjá bændum og um þann þátt er auðvitað samvinna við þá. Vegna þessarar mengunar eiga bændur á hættu að fá lungnasjúk- dóma af ýmsu tagi. Og þá vill maður athuga hvort þess sjáist merki í dánarmeinum þeirra." En bændur geta orðið fyrir ýmissri annarri mengun en hey- ryki, og þá mismikið eftir búskap- argreinum. Bændur t.d. nota til- búinn áburð og ýmiskonar skor- dýraeitur, nota sterk efni við að baða fé og fá það á sig, þeir nota mikið vélar og verða fyrir útblæstri frá þeim og fá á sig smurningsefni, nota hreinsiefni til að þvo mjalta- vélamar o.fl. Það er ekki svo fátt sem getur haft áhrif á þá, enda eru þeir þúsundþjalasmiðir. Þá er spurning hvaða áhrif titrandi hand- verkfæri hafa, mishitun þegar allt- af er verið að fara úr útikulda inn í mikinn hita o.s.frv. „Yfir öllu þessu velta menn vöngum," segir Vilhjálmur. „En til að geta fundið einhvern heilsufarsvanda, sem ef til vill má koma í veg fyrir, þá verður að skoða mjög stóran hóp úr stéttinni.“ Nú er því haldið fram að heilsu- samlegt sé að vera mikið úti og hreyfa sig mikið. Er það ekki ein- mitt þetta sem bændur gera yfir- leitt? „Jú, bændur lifa öðruvísi lífi en borgarbúar. Þeir ráða sínum tíma og lifa streituminna lífi, “svarar Vilhjálmur. „Lífsstíllinn er annar og heilbrigðari. Þeir nota minna áfengi og reykja minna og fá líkamlega áreynslu. Enda býst maður við að sjá í þessari könnun að bændur lifi vel og lengi miðað við aðrar stéttir. Sú ágiskun bygg- ist á erlendum rannsóknum, sem sýna að bændur lifa allra stétta lengst. Þetta er mjög almennt er- lendis og ég á von á því að svo verði einnig hér.“ „Hitt er annað mál að þótt þeir ráði betur við aðra sjúkdóma en fólk almennt, þá getur komið fram að lungnasjúkdómar séu tíðari meðal íslenskra bænda en annars fólks, sem þá þarf að bregðast við. Einn og einn sjúkdómur getur verið ríkjandi í annars heilbrigðum hópi. Ákveðin krabbamein hafa til dæmis tengst bændum í erlendum rannsóknum, t.d. blóðsjúkdómar og magakrabbamein. Um það verður ekkert sagt hér og alltaf verður að fara varlega í að draga ályktanir frá útlöndum. Maður lærir aðferðirnar erlendis og þarf svo að kunna að nýta þær við aðrar aðstæður heima. Okkur er því nauðsynlegt að gera þessa könnun, sem við erum að byrja á, til þess að vita t.d. hvort lungnasjúkdómar er svo alvarlegt vandamál hér meðal bænda að það leiði til dauða.“ Sérstök örveruflóra í íslensku heyi Og hvernig verður framhaldið? „Samhliða könnuninni á banamein- um bænda, þarf að skoða aðstæður þeirra sem eru á lífi. í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins erum við að mæla mengun þar sem gefið er hey. Þetta er mælt við vit bóndans meðan hann er að gefa. Hann ber sýnitökutækið á sér. Ætlunin er að telja örverurnar í andrúmsloftinu meðan hann er að gefa heyið. Þai-f að telja bæði lif- andi og dauðar örverur. Talið að þessi örveruflóra, micropolyspora faeni, sé sérstaklega mikil á ís- landi. Það sem við viljum fá út úr þessari rannsókn er að geta gefið bændum ráð um hvers konar hey- verkun framleiðir hey sem veldur minnstum skaða og það verður að gera í samvinnu við bændur.“ Ermeiraálagá f iskvinnsluf ólki? Að lokum leiðum við talið að atvinnusjúkdómum fískvinnslu- fólks, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu og Vilhjálmur Rafnsson segir: „Við erum einmitt að ráðast í mikla rannsókn á fisk- vinnslufólki. Og þá sérstaklega til að skoða álagsþáttinn í þeim til- gangi að bæta aðstöðuna við vinn- una. Til þess þarf að kanna með úrtaki hvort fískvinnslufólk fær meira álag af einhveiju tagi en þjóðin almennt. Þegar um er að ræða helstu stétt þjóðarinnar dugar ekki að hafa uppi barlóm án þess að vita hvert þetta ákveðna álag er. Við verðum að vita hvort til er einhver tækni sem getur hlíft þessu fólki við ákveðnum álags- þáttum. Bæði stjórnendur og starfsfólk vilja komast að þessu. Og við erum byijaðir að kynna þessa fyrirhuguðu rannsókn hjá hagsmunaaðilum. Verið er að taka úrtak úr þjóðskránni og verða lík- lega í því 500-1000 manns." „Hugmyndin er að fara svo í verstöðvarnar sjálfar og skoða aðstæður, birtu, hitastig, borðin sem unnið er við o.s.frv. Þetta er mjög mismunandi eftir stöðum. Eftir að gögnin liggja fyrir er ætlunin að gera tillögur um úr- bætur. Þá þarf að skoða eftir nokkurn tíma hvort við höfum þar haft erindi sem erfiði. Engum er hollt að of hratt verði farið í breyt- ingarnar. En það sem mestu máli skiptir er að gott samstarf fáist við fólkið sjálft, við hönnuði, stjórn- endur og starfsfólk allt. Þetta hefur verið kynnt bréflega, en við viljum líka ræða málið við þá sem það varðar. Svona kannanir eru dýrar og hagsmunaraðilar þurfa líka að taka þátt í þeim.“ Allt miðar þetta að samhæfíngu mannsins við vinnuna. Það kallast á erlendum málum ergonomia og Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir vill kalla það á íslensku iðjufræði. En áður en samhæfing getur farið fram, verður að liggja fyrir af hveiju fólki líður illa. Og þá er ein aðferðin að athuga kvillana eftir stéttum og vita hvað og hvernig fólk í ákveðnum stéttum hefur fyrir stafni. Áþreifanlegasti endirinn á sjúkdómum er dauðinn og því er bytjað á að kanna banameinin. En þegar svo langt er komið hefur ýmislegt venjulega á undan geng- ið. Og ef til vill stafar það af því hvað viðkomandi maður hefur gert og hvernig hann hefur hegðað sínu lífí. Því er gripið til þeirrar gamal- reyndu aðferðar að reyna að rekja óþægindin til uppruna síns. Það er kjarninn í þeim könnunum sem nú er verið að vinna hjá Vinnueftir- liti ríkisins undir stjóm Vilhjálms Rafnssonar, yfírlæknis. Og verður fróðlegt að sjá hvort t.d. bændur reynast allra Islendinga elstir, eins og víða er raunin annars staðar og þrátt fyrir vissa áhættuþætti, sem e.t.v. má fjarlægja. Texti: Elín Páimadóttir LYFTARAR TIL SÖLU CATERPILLAR V 80 Brettalyftari árg. 1978 Lyftigeta: 4.000 kg/ 60 cm CATERPILLAR AM 30 Gámalyftari árg. 1974 Lyftigeta: 14.000 kg/120 cm Lyftararnir eru staðsettir í vöruafgreiðslu EIMSKIP ÍSAFIRÐI Nánari upplýsingar veittar í síma 94 - 4555 HAD ER EKKERT MÁL AÐ HLEYPA BIRTUNMINN Áratuga reynsla hefur kennt okkur að bregðast skjótt við séróskum og óvenjulegum hugmyndum með hagkvæmni í huga. Margvísleg form, kringlótt, ferköntuð, kúpt eða píramídalaga af mismunandi stærðum gefa kost á óteljandi lausnum. Hafðu samband við okkur með ÞÍNAR hugmyndir. E4GMEKNÍ Lágmúla 7, 108 Reykjavík S 688595

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.