Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 Pönniikökur Islendingar eru frægir fyrir pönnukökur sínar, enda eru okkar þunnu pönnukökur séríslenskt fyrirbæri. Flestar íslenskar húsmæður eiga sérstaka pönnu til að baka á pönnukökur og ef þær flytja til útlanda, er pönnukökupannan fyrsta eldhúsáhaldið sem þær taka með sér. Mjög mikilvægt er að hafa góða pönnu, þegar baka á pönnukökur. Margir baka á tveimur pönnum í einu, hafa aðra pönnu til að hvolfa á, og þannig gengur baksturinn fljótar fyrir sig. Við notum álpönnur með litlum börmum til að baka á, þvoum þær aldrei, heldur strjúkum af þeim með eldhúspappír eftir notkun. Oþarfí er að bera undir pönnukökuna á pönnunni, en setja verður feiti í deigið. Margir nota matarolíu, en betra er að nota smjörlíki, þá verða pönnukökurnar stökkari. Mjöggott er að látadeigið standa í 1—2 klst. í kæliskáp eftir að búið er að hræra það. Formæður okkar bökuðu líka pönnukökur. Hér er nákvæm verklýsing, eins konai' uppskrift, frá árinu 1800, er hún úr fyrstu matreiðslubókinni, sem gefin var út á Islandi. Einfalt Matreiðslu Vasa- Qver fyrir heldri manna húsfreyjur, eftir Mörtu Maríu Stephensen. Mikið er borið í þessar pönnukökur. Þar segir að nota megi broddmjólk í eggja stað, en það var oft gert á þessum árum og jafnvel fram á þessa öld. Uppskriftin hljóðar svo: „í pönnukökur er tekinn ijómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti ogjafnóðt með sleif samanhrært, uns orðið er, sem þunnur vellingur; þá er enn saman við hrært, ef til er, lítið af smá- steyttum Kardemommum, nockuð af þvegnum Kórennum, síðan velgd steikarapanna yfir eldi, rjóðruð vel innan með smjöri, deigið vel upphrært og af því í senn tekin ein væn matsleif Kórennum nokcrum í, og dreift yfir pönnubotninn, pönnunni svo alla vega tilhallað, að það um allann botninn saman-renni, og verði ecki mjög þunnt. Þá er pannan yfir eldinn sett, en þegar kakan húsar vel frá pönnu-börmunum víðast utan með, og er farin að styrkjast, er hún allt í kring losuð með hnífi, og henni með báðum höndum svo núið, að það liggi aptur við botninn, er áður vissi upp af kökunni, en þegar viðlíka er fráliðið, og kakan aptur húsar frá utan með, er hún í miðju samanlögð með hnífi, strax í pönnunni, og síðan tvöföld aptur í miðju, síðan úrtekin. Þetta má allt ské með skyndi, svo ecki ofbakist og kakan festist við botninn. Líka má kökurnar allvel bera á borð ósamanlagðar, hvöijayfir annari. A sama hátt eru allar bakaðar, og pannan á milli hvörrar köku vel ijóðruð innan með óbræddu sölltu eður nýju smjöri. A Pönnukökumar er Sykur skafíð, áður fram séu á borð bomar, ellegar þær eru innan ijóðraðar með saft af Ribs eður syltuðum Blá- og Hrúta-beijum. Pönnukökur 2egg 1 msk. sykur 1 bolli hveiti V2 tsk. lyftiduft 5 dl mjólk 15 gsmjörlíki 1. Hrærið egg með sykri. 2. Setjið lyftiduft saman við hveitið. 3. Hrærið hveiti og mjólk á víxl út í eggin. 4. Bræðið smjörlíkið, látið kólna örlítið, en setjið slðan út í hræmna. 5. Hitið pönnuna, bakið þunnar pönnukökur á pönnunni. 6. Kælið pönnukökumar örlítið á kökugrind áður en þið staflið þeim. 7. Setjið sykur inn í pönnukökumar og rúllið þeim upp, eða setjið sultu og ijóma inn í þær og bijótið saman. Pönnukökur með pilsner 4 egg 2 msk. sykur IV2 bolli hveiti 2 dlmjólk 1 flaska pilsner 30gsmjörlfki U/Tela* ikái "• 1. Hrærið egg með sykri. 2. Hrærið hveiti, pilsner og mjólk út í deigið. 3. Bræðið smjörlíkið, látið kólna örlítið, en hrærið þá út í deigið. 4. Hitið pönnukökupönnuna, búið til þunnar pönnukökur úr deiginu. Leggið pönnukökumar ekki strax saman í bunka. Gott er að leggja þær á kökugrind. 5. Setjið sykur á pönnukökumar og rúllið þeim upp, eða setjið sultu og þeyttan ijóma á þær og bijótið saman. Pönnukökur með camembertosti og mintuhlaupi 2 egg '/2 tsk. salt Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON V2 bolli hveiti 1 bolli heilhveiti V2 tsk. lyftiduft 5 dlmjólk 20 g smjörlíki 1V2 camembertostur mintuhlaup (grænt hlaup, sem fæst víða) 1. Hrærið eggin með salti. 2. Blandið saman hveiti, heilhveiti og lyftidufti. 3. Hrærið mjölið og mjólkina á víxl út í eggin. 4. Bræðið smjörlíkið. Kælið örlítið en setjið síðan út í deigið. 5. Hitið pönnukökupönnuna og bakið pönnukökur úr deiginu. 6. Skerið ostinn í örþunnar sneiðar og setjið inn í pönnu- kökumar. Raðið þeim á eldfast fat. 7. Hitið bakaraofninn I 200°C og bakið pönnukökumar í 10 mínútur. 8. Berið pönnukökumar fram með mintuhlaupi. Athugið: Ef þið eigið ekki mintuhlaup, er hægt að nota rifsbeijahlaup í staðinn. Eplapönnukökur 10 stk. 3egg 1 msk. sykur l'Abolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dl mjólk 1 lítil fema epiasafi (>/< lítri) 1 msk. matarolía 2epli 4—5 msk. rabarbara- eða önnur sulta 1. Hrærið eggin með sykrinum. 2. Sigtið hveiti með lyftidufti. 3. Hrærið hveiti út í ásamt mjólk og epbsafa. Þetta verður meðalþykkt pönnukökudeig. 4. Hrærið matarolíuna út í. 5. Afhýðið eplin, skerið úr þeim kjamann, rífið síðan gróft á rifjárni. 6. Setjið eplin saman við sultuna. 7. Hitið pönnukökupönnu. Bakið síðan 10 pönnukökur á pönnunni. Hafið frekar hægan hita. 8. Setjið eplasultuna jafnóðum á milli pönnukakanna, svo að þetta verði stafli með sultu/eplum á milli. Ef ykkur sýnist svo, getið þið borið ijóma með, en það þarf ekki. ŒXS Sumarbúðir skáta að Úlfljótsvatni Innritun í sumarbúðirnar hefst 12. maí. Innritað er í Skátahúsinu við Snorrabraut, kl. 9.30 til 12.00. Sími 15484. Alla virka daga. Sumarbúðir eru fyrir alla krakka á aldrinum 8 til 13 ára. Hægt er að dvelja eina eða tvær vikur í senn. Dvalartímabil eru: 1a. 2. júní til 9.júní. 2a. 19. júní til 26. júni. 3a. 7. júlítil 14. júlí. 3c. 21. júlítil 28. júlí. 1 b. 9.júní til 16. júní. 2b. 26. júni til 3. júlí. 3b. 14. júlítil 21. júlí. 4a. 5. ágústtil 12. ágúst. Frímerkjakaup Eigið þið íslensk frímerki sem þiö viljiö selja? Ef svo er þá erum viö tilbúin til aö kaupa ótakmarkaöan fjölda. Viö borgum allt frá '/« og allt upp að margfölduöu virði þeirra. Klippiö aöeins frímerkin af umslögunum og sendiö þaö sem þiö hafiö. Viö sendum ykkur síöan borgunina um leiö. SSE-Frimærker, Postbox 1038,8200 Arhus N, Denmark. Landssamtaka áhugafólks um flogaveikl verður haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi mánudagskvðldlð 5. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi um sjálfshjálparhópa. Þórey Ól- afsdóttir félags- og sálfræðingur. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.