Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
B 29
Sigurvegarar i Músíktilraunum 1986,
Greifarnir frá Húsavík.
inn setti þá í fimmta sætift. Niður-
staðan yarð því annað sætið og
virtust piltarnir himinlifandi þegar
þeir tóku við verðiaununum.
Greifarnir frá Húsavik stigu
næstir á svið við mtkil fagnaðarlæti
Húsvíkinga í bæjarferð. Klæðnaður
Greifanna var vel við hæfi. Þeir
voru uppábúnir í smóking og slaufu
og fór þeim vel. Það kom strax í
Ijós að greifarnir voru mestu
„proffar" kvöldsins. Þeir kunnu
tökin á áheyrendum og náðu upp
góðu stuði í salnum. Tónlist þeirra
er létt og hresst popprokk að
hætti Stuðmanna og Skriðjökla.
Greifarnir eru góðir hljóðfæraleik-
arar og geta stillt upp þremur
söngvurum sem allir koma textan-
um skiljanlega frá sér. Lögin fjögur
voru öll í iéttari deildinni og eitt
þeirra, Útihátíð, hefur alla burði til
að vera stórsmellur sumarsins.
Dómnefnd setti Greifana í þriðja
sætið en tónleikagestir í það
fyrsta. Það dugði til að Greifarnir
Músíktilraunir '86:
Fyrsta stórsveitin frá
Húsavík iítur dagsins Ijós
— Greifarnir sigruðu
Greifarnir, fimm manna hljómsveit frá Húsavík, sigruðu í Músíktil-
raunum Tónabæjar og rásar 2 1986. í öðru sæti urðu Drykkir inn-
byrðis frá Akureyri. The Voice frá Reykjavík lentu í þriðja sæti. Átta
hljómsveitir komu fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna í Tónabæ föstu-
dagskvöldið 25. apríl. Útvarpað var beint á rás 2 frá atburðinum.
Eftir töluverðu var að slægjast fyrir hljómsveitirnar því glæsileg verð-
laun voru í boði fyrir þær þrjár efstu. Fyrir annað og þriðja sætið fá
verðlaunahafar tuttugu frfa hljóðverstíma i Mjöt og Stemmu. Með
þvf að sigra fá Greifarnir tuttugu stúdíótfma í Hljóðrita og að auki
hálfs árs samning við Reykjavíkurborg um að spila í félagsmiðstöðvum
og við ýmis tilefni, eins og 17. júní og við afmælishátíðina í ágúst.
Álit sérstakrar dómnefndar vó
til helminga á móti áliti hljómleika-
gesta, sem voru á sjötta hundraðið
á úrslitakvöldinu. Dómnefndina
skipuðu þau Andrea Jónsdóttir,
poppskrifari Þjóðviljans og dag-
skrárgerðarmaður á rás 2, Þor-
steinn Vilhjálmsson, rokkspildu-
maður DV, Bjarni Friðriksson,
hljóðmaður, Sigurður Gröndal gít-
arleikari í Rikshaw og Ásgeir Tóm-
asson, morgunhani á rás 2. Ekki
fór álit dómnefndar og hljómleika-
gesta saman. Salurinn setti Greif-
ana í fyrsta sæti, hljómsveitina
Rocket frá Vík í Mýrdal í annað
sæti og Ofris frá Keflavík í það
þriðja. Þessar þrjár hljómsveitir
áttu það allar sameiginlegt að eiga
harðsnúið stuðningslið í salnum.
Dómnefndin úrskurðaði Drykki
innbyrðis bestu hljómsveitina, The
Voice þá næstbestu og Greifana
nr. 3. Eftir miklar reikningskúnstir,
þríliðu, sinus og cosinus, komust
forstöðumenn Tónabæjar og rásar
2, Ólafur Jónsson og Þorgeir Ást-
valdsson, að þeirri niðurstöðu að
Greifarnir hefðu sigrað, Drykkir
innbyrðis hafnað í öðru sæti og
The Voice í því þriðja. Víkjum nú
að frammistöðu hljómsveitanna
átta.
Fyrstir á svið voru The Voice frá
k, eina hljómsveitin á Mús-
Ranghermi
Eitthvað hefur Popparinn verið
annars hugar þegar hann fjallaði
um plötu Bubba Morthens sem
strákurinn í Imperiet er með putt-
ana í. Það ku vera rangt að lagið
Blindsker sé á plötunni í nýrri út-
gáfu, því að sögn dáðadrengsins
Ása í Gramminu hefur ekkert lag-
anna komið út áður og þá er það
hér með komið á hreint. Auk þess
mun Bubbi senda frá sér eina plötu
í trúbadúr-stíl áður en fyrrnefnd
plata kemur út. Popparinn biðst
velvirðingar á rangfærslunum.
sér eitthvert nafn fyrir keppnina.
Strákarnir fjórir í The Voice spila
sannkallað dúndurrokk með krafti
og látum. Þeir eru vel samæfðir
og prýðilegir hljóðfæraleikarar.
Hins vegar liðu þeir talsvert fyrir
það að koma fyrstir fram. Salurinn
var ekki nema rétt tæplega hálfur
og því náðu þeir ekki upp þeirri
stemmningu, sem hæfir þeirra
tónlist — hálfgerð synd, þeir áttu
betra skilið. The Voice taka sig og
sína tónlist greinilega alvarlega.
Það geislaði ekki beinlínis af þeim
kætin á sviðinu þó svo þeir væru
vel hreyfanlegir. íslensku textarnir
skildust illa og það leið of langur
tími milli laga. Þetta eru hlutir sem
auðvelt er að laga. Ef það tekst
þarf The Voice ekki að kvíða fram-
tíðinni — hörkugóð rokkhljómsveit.
Dómnefnd og gestir voru ósam-
mála um ágæti The Voice. Dóm-
nefnd setti þá í annað sætið en
salurinn í sjötta. Niðurstaðan varð
því þriðja sætið og geta drengirnir
vel viö unað, tuttugu hljóðverstím-
um ríkari.
Næst kom fram Rocket frá Vík
í Mýrdal, fimm manna hljómsveit
sem var vel fagnað af áheyrend-
um, enda Mýrdælingar fjölmennir
í salnum. Rocket flutti átakalítið
______________ popp, sungið á ensku. Lögln voru
íráunum, sem varbúin að skapa sviplítil og tilbreytingarlaus og altt
of löng. Það var ekki fyrr en í lokin
sem brúnin lyftist aðeins. Þá náðu
piltarnir að hrista upp í stuðnings-
mönnum sínum með ágætis lagi.
Rytmagítarleikarinn mætti að
ósekju syngja meira. Hann hefur
þokkalega rödd og var mun gæfu-
legri í sönglistinni en kollegi hans
á hljómborðinu. Rocket komst ekki
á blað hjá dómnefnd, en salurinn
smellti Víkverjum í annað sætið.
Ekki dugði það til að komast á
verðlaunapall. Framkoma piltanna
í Rocket var með ágætum. Þeir
voru smekklega klæddir, kynntu
lög sín, sem öll voru sungin á
ensku, og gættu sín á að láta ekki
líða of langt á milli laga. Gallinn
var bara sá að hvorki lögin né
flutningurinn var nógu góður.
Þema frá Akranesi státaði afsöngkonu,
og stóð sig vel en náði samt ekki verðlaunasæti.
Drykkir innbyrðis var þriðja
hljómsveitin sem spilaði á úrslita-
kvöldinu. Drykkir innbyrðis er frá
Akureyri, skipuð fimm sveinum
með nafnagiftir á hreinu. Tónlistina
kalla þeir „papa-rokk". Að áliti
Popparans voru Drykkir innbyrðis
besta hljómsveit kvöldsins. Þar fór
allt saman. Virkilega góð og vel
samin lög með örum kaflaskiptum
og taktbreytingum. Ágætur flutn-
ingur og örugg en látlaus fram-
koma. Bassaleikarinn, Viöar Garð-
arsson, og Eiríkur S. Jóhannsson,
gitarleikari, spiluðu oft á tíðum
með tilþrifum og Rúnar Friðriks-
son, söngvari, Ingvi R. Ingvason,
trommari og Haukur Eiríksson,
hljómborðsleikari, áttu einnig
prýðis spretti. Eini gallinn á flutn-
ingnum var enski textinn. Stundum
minnti tónlist Drykkja innbyrðis á
Jethro Tull á þeirra betri árum og
er þá ekki leiðum að líkjast. En
fyrst og fremst fluttu Drykkir inn-
byrðis „papa-rokk", frumlega og
góða tónlist. Dómnefnd úrskurð-
aði Drykki innbyröis bestu hljóm-
sveit Músíktilrauna 1986 en salur-
sigurðu á Músíktilraunum 1986. i
Greifanum eru: Sveinbjörn Gret-
arsson, Gunnar Hrafn Gunnars-
son, Jón Ingi Valdimarsson, Krist-
ján Viðar Haraldsson og Felix
Bergsson, sem reyndarer Reykvik-
ingur og bróðir Jóns Bergssonar
fréttaritara í Suður-Landeyjum.
No time fré ^eykjavík var
fimmta hyómsveitin, sem kom
fram á úrslitakvöldinu. I No time
eru fjórir herrar, tveir spila á hljóm-
borð, einn á gítar og sá fjórði lemur
húðir og syngur. Sá er ekki neinn
Phil Collins, ágætur í trommu-
slættinum en heldur mistækur
söngvari. Lögin sem No time fluttu
verða seint talin til tímamótaverka,
óspennandi, litlaus og öll í lengra
lagi. Sviðsframkoman var steind-
auð og hljóðfæraleikur tiiþrifalftill.
Hins vegar var útlit og hárgreiðsla
í góðu lagi og er tíðindamanni ekki
grunlaust um að þetta tvennt hafi
fleytt þeim í úrslitakeppnina. Verð-
launasætið var hins vegar víðs
fjarri.
Þá var komið að hljómsveitinni
Þemu frá Akranesi. Þema státar
af söngkonu, Önnu Halldórsdótt-
ur, eina kvenmanninum sem tók
þátt í Músíktilraunum þetta árið.
Talsvert var af Skagamönnum í
salnum, sem studdu sína menn
dyggilega. Þema spilar kraftmikla
rokktónlist og innanþorðs hefur
hljómsveitin góðan trommuleik-
ara. Þá sýndi gítarleikarinn, að
hann kann ýmislegt fyrir sér. Eitt-
meðan Þema spilaði* því hávaðinn
var með ólikindum. Ekki veit Popp-
arinn enn á hvaða tungumáli Ánna
söng, en hún hefur góða röcld og
ágæta sviðsframkomu. Stundum
minnti hún á Björk Guðmunds-
dóttur, Kuklara. Þrátt fyrir góðar
undirtektir í sal og hjá dómnefnd
komst Þema ekki á verðlaunapall.
Sjöunda hljómsveitin á úrslita-
kvöldi Músíktilrauna var Halldór
og fýlupúkarnir frá Hafnarfirði.
Þeir áttu ekki erindi sem erfiði og
kemur þar ýmislegt til. Fyrir utan
fyrsta lagið voru lagasmíðar ekkert
til að hrópa húrra fyrir. Gítarleikar-
inn og söngvarinn áttu erfitt með
að finna hinn rétta tón, voru m.ö.o.
æði oft rammfalskir. Þrátt fyrir
þessa galla, sem vissulega vega
ansi þungt, þá voru Halldór og fýlu-
púkarnir þrælskemmtilegir. Húm-
orinn var í lagi og þeir piltar eru
góðar sviðstýpur. Með betri sam-
æfingu eru þeir til alls líklegir.
Áttunda og síðasta hljómsveitin
sem tróð upp föstudagskvöldið
góða var Ofris frá Keflavík, fjög-
urra manna hljómsveit sem bauö
upp á gítar, bassa, trommur og
hljómborð. Meðlimir Ofriss eru í
góðri æfingu, greinilega búnir að
spila saman lengi. Lögin voru fjöl-
breytt, hið fyrsta í hröðum reggí-
takti, þá kom hressilegur rokkari,
síðan rólegt lag með íslenskum
texta, sem eftir á að hyggja var -
með betri lögum kvöldsins. Öfris
fataðist heldur flugið í síðasta
laginu. Þar fór saman klisjukennd-
ur texti, „Lögmál samfélagsins",
og langlokulag sem vantaði bæði
haus og sporð á. Allir eru þeir fé-
lagar frambærilegir hljóðfæraleik-
arar, sérstaklega bassaleikarinn.
Ofris lenti í sama flokki og Þema
frá Akranesi, skorti herslumuninn
í verðlaunasæti.
Hljómsveitin Rikshaw spilaði
fyrir gesti meðan atkvæðin voru
talin. Popparinn missti því miöur
af Rikshaw því hann var drifinn í
téða talningu og var lokaður inni
í herbergi ásamt tuttugu öðrum
álíka heppnum. Þar komst Poppar-
inn í tæri við atkvæðaseðla gesta
og var brugðið. Hver gestur gaf
hverju lagi stig, frá einu upp í fimm.
Hver hljómsveit spiiaði fjögur lög
þannig að hún gat minnst fengið
fjögur stig hjá hverjum gesti, en
mest tuttugu. Ótrúlega margir
atkvæðaseðlar voru þannig útfyllt-
ir, að ein hijómsveit fékk tuttugu
stig en ailár hinar fjögur hver. Það
sér hver maður að það er lítil
sanngirni í þessu fyrirkomulagi.
Þær hljómsveitir sem eiga „sitt"
fólk í salnum hreinlega kaffæra
hinar sem hafa ekki haft fyrir því
að safna liði. Öllu vænlegri leið
væri að gestir gæfu bestu hljóm-
sveitinni fimm stig, þeirri næstu
fjögur o.s.frv. Þá myndast ekki
þetta sextán stiga gap sem var
mjög algengt á atkvæðaseðlum
þetta kvöld.
Hvað með það. Músíktílraunum
Tónabæjar og rásar 2 1986 lauk
með glæsibrag. Tímaáætlun
stóðst upp á minútu og tæknihliöin
var yfirleitt í góðu lagi. Kynnar
kvöldsins voru þeir Ásgeir Tómas-
son og Gunnlaugur Helgason, báð-
ir vel sjóaðir í þeim fræðum og
brugðust ekki. Það vakti athygli
Popparans hve góöar flestar
hljómsveitirnar voru þetta kvöld.
Af átta hljómsveitum voru fimm
virkilega frambærilegar. Þegar út-
koman er siík er óþarfi að óttast
um framtíð íslenskrar rokktónlist-
ar. Popparinn hlakkar til Músíktil-
rauna að ári. Til hamingju Greifar.
K.S.