Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 Álafoss stöðvar móttöku á angóruull — ekki tekst að framleiða söluhæfa vöru þarf líklega verulegan opinberan stuðning við Álafoss til þess að fyr- irtækið geti komið markaðs- og vöruþróunarmálum sínum í gott horf. Við getum auðvitað fundið kaupendur í Þýskalandi en það hlýt- ur að vera þjóðarhagur að halda þessari framleiðslu innanlands. Svo eru ekki allir framleiðendur sem kunna að flokka ullina sína rétt. Álafoss tók heldur ekki flokk- unarmálin nógu sterkum tökum fyrst í stað. Við höfum gert okkar besta til að sinna fræðslumálum síðan fyrstu kanínumar koma hing- að til lands, í september 1981. Við höfum gefíð út blað og myndband með leiðbeiningum um flokkun og klippingu og þýskir sérfræðingar komu hingað til lands á okkar veg- um til að leiðbeina bændum. Þess má líka geta að þaulreyndur kanínubóndi frá Þýskalandi kemur hingað til lands í sumar og því fólki sem hefur áhuga stendur til boða að fá leiðbeiningar við flokkun og annað sem kanínurækt viðkemur." Ekki tóku þó allir kanínubændur þessari ákvörðun Álafoss þegjandi og hljóðalaust. Þegar bíll frá Ála- fossi ætlaði að skila um tonni af kanínuull til Kanínumiðstöðvarinn- ar í Njarðvíkum var honum meinað að skila ullinni. Að sögn lögreglunn- ar báðu aðstandendur Kanínumið- stöðvarinnar um aðstoð við að meina bflnum að losa og tilkynnti lögreglan bílstjóra Álafossbflsins að hann fengi hvergi leyfí til að losa ullina nema í sorpeyðingarstöðinni. Þurfti hann því frá að hverfa. Gloría Gaynor á veitingastaðnum Broadway í gœrkvöldi. Gloria Gaynor: Kom mér þægilega á óvart þegar ég vissi að ísland væri á dagskránni „ÞAÐ HEFUR borist mikið af angóruull hingað en okkur hefur ekki ennþá tekist að búa til vöru sem selst og höfum við því stöðv- að móttöku á ullinni í bili,“ sagði Guðjón Hjartarson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Alafoss, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Dæmið með Bandaríkjamarkað gekk ekki upp. Það fundust hvítir hnoðrar á bandinu og allar pantan- ir frá Bandaríkjunum hafa verið afturkallaðar. Þessir hnoðrar stafa líklega af því að kanínubændumir hafa ekki vandað sig nógu vel við klippingu og flokkun á ullinni. Einn- ig höfum við sjálfír líklega ekki verið nógu strangir við mat. Það eru gerðar miklar kröfur á Banda- ríkjamarkaði, menn eru strangir og meta hart. Þessi ull sem við höfum verið að fá hefur ekki staðist þess- ar kröfur svo að við höfum ákveðið að hætta uppsöfnun. Við erum með á annað tonn á lager en það eru ársbirgðir. Við höfum stöðvað öll innkaup fram að áramótum og munum fram að þeim tíma einbeita okkur að markaðs- og vöruþróun. Það hafa allir mikla trú á þessu en við verð- um að breyta öllum vinnubrögðum til að þetta takist. Angóruullarframleiðsla er ört vaxandi búgrein og gera má ráð fyrir að ársframleiðslan verði komin upp í ein 4-5 tonn eftir nokkur ár. Við verðum að fínna markað fyrir þetta magn en það kostar bæði mikinn tíma og pening." Kanínubændur hérlendis eru nú á bilinu 250-300. Fjöldi þeirra er bændur sem hafa bara einstakar kanínur sem aukabúgrein en meðal- stærð búanna er um 50-70 dýr Verkfall fluffvirkia hiá Arnarfluffi stöðvað með bráðabirsfðalöffum: Stærsta buið er Kaninumiðstoðin í ----------------£z-------*-----------------------S--------------------------------------e--------S------- Njarðvíkum með rúmlega 2.000 dýr. Ársframleiðslan hérlendis í fyrra var um eitt tonn og miðað við fjóra fyrstu mánuðina í fyrra er aukning- in 75% það sem af er þessu ári. Klippt er þrísvar sinnum á ári. Þar sem Álafoss, eini kaupandinn hér á landi, hefur stöðvað öll innkaup fram til áramóta þurfa bændur að safna tveimur klippingum fram að þeim tíma. „Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur kanínubændur, en það lifa vonandi allir þetta af, angóruullin er oftast aukabúgrein,“ sagði Jón Eiríksson, stjómarmaður í Lands- samtökum kanínubænda, við Morgunblaðið. „En við vonum nú að Álafoss nái tökum á að vinna afurðir okkar. Til þess að svo verði GLORIA Gaynor söng á Broad- way í gærkvöldi. Hún er diskóunnendum að góðu kunn og vann Grammy-verðlaunin árið 1983. Gloria Gaynor er bandarísk, frá New-Jersey. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Gloriu rétt fyrir tónleika hennar í gærkvöldi og sagði hún þá að hún hefði ferðast víða, en þetta væri í fyrsta skipti sem hún kæmi til Islands. Island væri 59. Iandið sem hún kæmi til. „Allir þekkja ísland," sagði Gloria Gayn- or, „björtu nætumar ykkar og heitu uppsprettumar. Ég varð mjög ánægð þegar ég uppgötvaði að Island var einn af þeim stöðum sem ég kæmi til með að syngja á í þessu hljómleikaferðalagi, sem annars er bundið við Bretland og írland. írland verður land númer sextíu." Gloria hefur dvalið í London undanfama mánuði við upptökur á nýrri plötu sem kemur út i ágúst og ber nafnið The Power of Glor- ia Gaynor. Hún hefur mikið að gera við hljómleikahald þessa dagana og á mánudagskvöldið verður hún með tónleika í Lon- don. Hún syngur lög af þessari nýju plötu sinni í Broadway, en einnig eldri lög og jass og blues. Aðspurð um hvers konar tónlist hún væri hrifnust af sagði Gloria að uppáhaldstónskáldið sitt væri George Gershwin. Síðari tónleikar Gloriu Gaynor eru í kvöld. Félagið hefði ekki orðið eldra ef ekkert hefði verið að gert — segir Matthías Bjarnason samgöngnráðherra FORSETI ÍSLANDS, Vigdís Finnbogadóttir, undirrítaði i gærdag bráðabirgðalög, að tillögu Matthíasar Bjaraasonar samgönguráð- herra, um stöðvun verkfalls þeirra 22 flugvirkja og flugvélstjóra sem starfa hjá Arnarflugi. Verkfall flugvirkja hafði þá staðið frá miðnætti í fyrrinótt, en engin áhrif haft á flugsamgöngur Arnar- flugs eða bókanir. í bráðabirgðalögunum er kveðið á um að gerðar- dómur ákveði kaup og kjör flugvirkja og flugvélstjóra, og skili niðurstöðu fyrir 15. september næstkomandi. £> INNLENT „Þetta félag hefði ekki orðið eldra ef ekkert hefði verið að gert,“ sagði Matthías Bjamason í samtali við Morgunblaðið í gær. Matthías sagði að það hefði verið mat ríkis- sáttasemjara að eftir að til verkfalls var komið gæti liðið langur tími þar til samningar næðust. Og félagið mætti engan tíma missa, nú þegar pflagrímaflugið í Alsír væri rétt að hefjast. „Hér er um að ræða 22 starfsmenn af 150-60 starfsmönn- um Amarflugs. Búið er að semja við aðra starfsmenn og mér fínnst ekki verjandi að þessir 22 menn geti eyðilagt atvinnu hinna,“ sagði Matthías. Matthías var spurður hvort hann hefði gefíð stjómendum Amarflugs undir fótinn með að til bráðabirgða- Fiskur fyrir 66 milljónir seldur í Hull og Grimsby í ÞESSARI viku voru seldar 832 lestir af fiski úr gámum héðan í Hull og Grimsby. Fyrir þennan fisk fengust ails 43 milljónir króna. Auk þessa voru seldar 433 lestir úr fiskiskipum fyrir 23,5 milljónir. Alls voru þvi seldar héðan á þessum markaði 1.265 lestir fyrír 66,5 milljónir króna. Að meðaltali fengust 51,66 krón- ur fyrír hvert kíló af gámafiskin- um, en 54,29 krónur fyrir fiskinn úr skipunum. Samkvæmt heimildum LÍU vom seldar 372 lestir af þorski á 57,24 krónur að meðaltali hvert kfló, 168,5 lestir af ýsu á 56,60 krónur kflóið, 23 lestir af ufsa á 27,06, 10 lestir af karfa á 24,28, 141 lest af kola á 38,35 og 116,5 lestir af öðr- um tegundum að meðaltali á 50,63 krónur. í Grimsby voru alls seldar 505,2 lestir og í Hull 326,8 lestir. Meðalverð var heldur hærra í Grimsby. Munar þar um 3 krónum á þorski og 7 krónum á ýsu. Hæsta meðaiverð fyrir þorsk fékkst á mánudag, 59,29, en lægst á fimmtudag, 51,28. Hæst meðalverð fyrir ýsu varð 60,93 krónur á mið- vikudag, en lægst 53,63 á þriðju- dag. Verðið er nokkru hærra en seinni hluta júnímánaðar. laga myndi koma ef ekki semdist, og hvort það kynni að hafa haft áhrif á samningaviðræðumar: „Ég gaf engum undir fótinn með neitt slflct, þótt einhveijir hafí reynt að lesa það út úr hádegisfréttum út- varpsins á fímmtudaginn. Ég vonaði í lengstu lög að um semdist og sagði öllum að meðan á samning- um stæði gæfí ég ekki út neinar yfírlýsingar," sagði hann. „Ég mótmæli því harðlega að ráðist skuli með þessum hætti á löglegan rétt stéttarfélags til að beijast fyrir launakjörum á lögleg- an máta. Það er ekki viðunandi að vinnuveitendur í faggreininni geti ávallt treyst á bráðabirgðalög þegar hitnar í kolunum," sagði Oddur Pálsson formaður Flugvirkjafélags íslands, um bráðabirgðalögin. Magnús Oddsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Amarflugs, sagði að stjómendur Amarflugs hefðu ekki haft neina vissu fyrir því að bráðabirgðalög yrðu sett ef samningar tækjust ekki, enda hefðu þeir aldrei komið fram með tillögu um að gerðardómur gerði út um ágreininginn ef svo hefði verið. „Við reyndum í lengstu lög að semja," sagði hann. Magnús sagði að ljóst væri að verkfall og verk- fallsboðun flugvirkja hefði ekki haft nein áhrif á starfsemi Amarflugs; ekkert flug hefði fallið niður og bókanir í síðustu viku hefðu verið eðlilegar. í bráðabirgðalögunum er kveðið á um að sérstakur gerðardómur, tilnefndur af Hæstarétti, skuli ákveða kaup og kjör flugvirkja í Amarflugi, og skulu dómendur ljúka störfum fyrir 15. september nk. Þar segir ennfremur að til við- miðunar skuli hafðir síðustu samningar aðila um almennar kaup- og kjarabreytingar, sem sam- ið hefur verið um frá því þeir tóku gildi og þar til dómur gengur. Um túlkun á þessu orðalagi eru fulltrú- ar Amarflugs og Flugvirkjafélags íslands ekki sammála. Magnús Oddsson segir að Amar- flug hefði gengið til samninga umyrðalaust í fyrrinótt, ef þetta orðalag hefði verið viðhaft á tilvís- uninni til gerðardóms. „Deilan hefur staðið um afturvirkni samn- inganna, og með þessu orðalagi er sagt að miðað skufl við síðustu samninga flugvirkja hjá Amarflugi og Amarflugs, sem vom gerðir á miðju síðasta ári, og fólu ekki í sér afturvirkni," sagði hann. Oddur Páls'son telur hins vegar að orðalagið sé loðið og útiloki það alls ekki að gerðardómur geti ákveðið afturvirkni samningsins. „Auk þess var í síðustu samningum flugvélstjóra og Amarflugs bókun, sem gerði ráð fyrir afturvirkni frá 1. mars síðastliðnum til síðustu ára- móta,“ sagði hann. Oddur sagði hins vegar að líklega hefði samn- inganefnd flugstjóra ekki fallist á þetta orðalag ef það hefði komið upp í samningaviðræðunum í fyrri- nótt. „Ég hefði viljað hafa það skýrara hvað afturvirknina snertir," sagði Oddur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.