Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
21
Háskóli Islands er fjölþættasta
menningarmiðstöð þjóðarinnar
Ræða dr. Sigmundar Guðbjarnasonar háskólarektors á Háskólahátíð
Hér fer á eftir ræða Sigmundar
Guðbjamasonar, háskólarektors, á
Háskólahátíð fyrir skömmu.
Ég býð ykkur hjartanlega vel-
komin á Háskólahátíð 1986, er við
lítum yfír líðandi starfsár og af-
hendum kandídötum prófskírteini.
Á þessu ári fögnum við 75 ára
afmæli Háskóla íslands en Háskól-
inn var settur 17. júní 1911, á
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar.
Kennsla hófst í Alþingishúsinu um
haustið og mun Háskólinn gangast
fyrir hátíðarhöldum í október í til-
efni af 75 ára afmælinu. Laugar-
daginn 4. október verður hátíðar-
samkoma og munu deildir
Háskólans útnefna heiðursdoktora,
innlenda og erlenda. Einnig mun
Háskólinn hafa opið hús og kynna
starfsemina undir leiðsögn kennara
og stúdenta. Sérstök rit verða gefin
út í tilefni af afmælinu og kynning-
armyndir verða sýndar sem fjalla
um starfsemi Háskólans í dag svo
og heimildarmynd um þróun Há-
skólans fyrstu þijá áratugina.
íslenska þjóðin þarf að kynnast
betur Háskóia sínum, þarf að læra
að meta og nýta það afl og aðstöðu
sem hún á í þeirri stofnun.
I upphafi háskólaárs, þann 15.
september sl., urðu rektoraskipti
er prófessor Guðmundur Magnús-
son lét af rektorsembætti eftir sex
ára þjónustu. Prófessor Guðmundur
Magnússon ruddi braut ýmsum
nýjungum, m.a. þátttöku Háskólans
í stofnun hátæknifyrirtækja og er
Tækniþróun hf. fýrsta fyrirtækið
af þessum toga. Þökkum við Guð-
mundi Magnússyni farsæla forystu.
Starfsemi Háskólans þróast og
vex ár frá ári í samræmi við kröfur
tímans. Á þessu háskólaári voru
skráðir til náms 4.565 stúdentar,
þar af 1951 nýstúdent en útskrifað-
ir verða 535 kandídatar alls.
Fjárveitingar til Háskólans árið
1986 eru 513 millj. króna og sér-
tekjur eru 117 millj. króna, þar af
85 millj. króna frá Happdrætti
Háskólans. Tekjur af Happdrættinu
standa enn að verulegum hluta
undir byggingarframKvæmdum
Háskólans. Nú er verið að undirbúa
innréttingu á húsi læknadeildar en
framkvæmdir þar hafa legið niðri
árum saman. Framkvæmdir við
verkkennslubyggingu verkfræði-
deildar heQast á ný. Jafnframt er
unnið að undirbúningi á byggingu
yfir lyfjafræði- og framleiðsludeild
Reykjavíkur Apóteks, sem er eitt
af fyrirtækjum Háskólans. Þá er
unnið að undirbúningi á viðbygg-
ingu við Háskólabíó, en þar eru
fyrirhugaðir þrír stórir fyrirlestrar-
salir sem verða jafnframt kvik-
myndasalir að kveldi og ráðstefnu-
salir utan kennslutíma á sumrin.
Húsnæðisvandinn er og verður á
næstu árum eitt erfiðasta vandamál
Háskólans. Til að leysa bráðan
vanda leitast menntamálaráðherra
við að auðvelda Háskólanum kaup
á hluta gamla Verslunarskólans,
sem Háskólinn mun nota næstu
fimm árin eða þar til nýju fyrir-
lestrasalirnir verða teknir í notkun.
Þá hefur Hjúkrunarskólinn verið
afhentur Háskólanum en þar verður
kennsluaðstaða hjúkrunarfræði-
námsbrautarinnar.
Húsnæðisþarfir Háskólans eru
miklar og munu aukast enn, því
frekari uppbygging á kennslu- og
rannsóknarstarfsemi er aðkallandi.
Þessi vandi verður ekki leystur
nema með verulegum fjárveitingum
ríkisvaldsins til byggingarfram-
kvæmda eða með auknu leiguhús-
næði bæði til kennslu og rannsókna.'
Háskólar eru í senn mótaðir af
umhverfi sínu og þeir móta einnig
umhverfið, þ.e. þjóðfélagið. Tillögur
Háskólans um rekstrarfjárveitingar
1987 leggja höfuðáherslu á eflingu
rannsókna, fjölguri á kennarastöð-
um og eflingu Háskólabókasafns.
Tillögur þessar endurspegla meg-
ináherslur í mennta- og vísinda-
stefnu Háskólans.
í menntastefnu Háskólans er
einkum lögð áhersla á þrennt:
I fyrsta lagi að veita breiða og
góða undirstöðumenntun í fræði-
greininni, að veita þekkingu og
þjálfun sambærilega við kröfur er-
lendra háskóla.
n I öðru lagi að efla samstarf
við framhaldsskólana, að skilgreina
betur þá undirstöðumenntun sem
nemendur þurfa að fá í framhalds-
skólum til þess að þeim nýtist
háskólakennslan.
í þriðja lagi er stefnt að eflingu
menntunar á öllum skólastigum og
eflingu almenningsfræðslu með
fjarkennslu og símenntun.
Menntastefna Háskólans er sú
að efla bæði æðri menntun í landinu
og þá undirstöðumenntun sem há-
skólakennslan og atvinnulíf lands-
manna byggir á. í þeirri viðleitni
mun hann starfa með og styðja
aðrar menntastofnanir þótt þær
fari aðrar leiðir.
Vísindastefna Háskólans leggur
áherslu á tvennt:
I fyrsta lagier stefnt að aukinni
og markvissri rannsóknastarfsemi.
I þeim tilgangi er nauðsyn að efla
Rannsóknasjóð Háskólans en í þann
sjóð sækja kennarar um styrk til
vel skilgreindra verkefna og gera
jafnframt grein fyrir framvindu og
niðurstöðum rannsókna. Auka þarf
bæði tíma og aðstöðu til rannsókna
svo unnt verði að virkja sem flesta
til aukinna afkasta. Háskólinn á
hér mikið óvirkjað afl.
I öðru lagi er stefnt að aukinni
hagnýtingu þekkingar og rann-
sókna. Verið er að setja á stofn
Rannsóknaþjónustu Háskólans, en
hlutverk hennar verður að efla og
auðvelda rannsóknir í þágu atvinnu-
lífsins. Markmiðið er að skapa
tengsl milli þeirra sem leita vilja
ráða og þjónustu annars vegar og
sérfræðinga Háskólans hins vegar,
sem veitt geta umbeðna aðstoð.
Tekjum af slíkum þjónusturann-
sóknum verður einkum varið til að
efla aðstöðu til rannsókna og til að
efla Rannsóknasjóðinn.
Gefin verður út Rannsóknaskrá
þar sem rannsóknaverkefnin verða
kynnt stuttlega, en í Árbókum Há-
skólans er að finna skrár yfir
ritstörf og vísindafyrirlestra kenn-
ara og annarra sérfræðinga. Er
þetta starf mun meira að vöxtum
en ætla mætti miðað við þær að-
stæður sem fyrir hendi eru nú við
Háskóla íslands.
í ljeilan áratug hefur verið barist
fyrir framgangskerfi eða afkasta-
hvetjandi launakerfi við Háskóla
íslands, til að hvetja menn til frek-
ari dáða og afkasta. Framgangs-
kerfið skapar möguleika á
stöðuhækkun og launahækkun á
grundvelli afkasta og ágætis í
starfi. Ágæti í háskólastarfi er
margskonar, t.d. ágæti vísinda-
verks, ágæti verks sem er nytsamt
fyrir þjóðfélagið, ágæti í kennslu
og hvatning nemenda o.s.frv.
Framgangskerfi þetta hefur ver-
ið byggt upp í áföngum. Fyrst
fékkst heimild til að hækka lektor
í stöðu dósents og nú hefur Alþingi
samþykkt breytingar á Háskólalög-
um þar sem háskólaráði er heimiluð
hækkun á stöðu dósents í prófess-
orsembætti að undangengnu mati
dómnefndar á afköstum og ágæti
umsækjanda. Breytingar á reglu-
gerð Háskólans í samræmi við þetta
voru nýlega samþykktar af mennta-
málaráðherra og færum við Alþingi
og ráðherra þakkir okkar.
í febrúar sl. var gerð úttekt á
íslenska menntakerfinu af Efna-
Dr. Sigmundur Guðbjarnason
hags- og framfarastofnuninni í
París, þ.e. OECD. Niðurstöður og
ábendingar úttektarnefndarinnar
voru teknar til umræðu á fundi
menntamálanefndar OECD í París
5. júní sl. Ýmis atriði varðandi stöðu
Háskólans voru rædd sérstaklega,
t.d. hvort hann dreifði ekki kröftum
sínum of mikið? Hvort ekki væri
tímabært að taka upp doktorsnám
í tilteknum greinum? Hvort mikil
stundakennsla bitnaði ekki á gæð-
um kennslunnar? Hvort hátt brott-
fall frá námi á fyrsta ári væri vegna
of mikillar sérhæfingar í námi á
fyrsta ári og hvort ekki hentaði að
byija á árs námi í almennum undir-
stöðugreinum?
Svör mín voru á þá leið að þegar
sú ákvörðun var tekin að flytja inn
í landið kennslu í verkfræði og
raunvísindum árið 1970 þá leiddi
það til mikillar aukningar í umsvif-
um og uppbyggingu sem ekki er
lokið enn. Þessi uppbygging var
hafin til að mæta auknum þörfum
fyrir sérfræðiþekkingu og rann-
sóknir í landinu. Háskóli íslands er
enn að glíma við uppbyggingu þess-
ara og annarra fræðigreina, sem
ýmist voru fyrir hendi eða hafa
verið teknir upp síðar og vill Háskól-
inn ekki dreifa kröftum sínum enn
frekar en nauðsyn krefur.
Doktorsnám teljum við aðeins
tímabært í örfáum greinum, t.d. í
íslenskum fræðum og jarðvísindum.
Við erum enn að leitast við að
byggja upp nám til meistaraprófs
í þeim greinum sem aðeina kenna
til BA- eða BS-prófs. Við viljum
flytja inn nýjustu þekkingu og þjálf-
un með ungu fólki sem leitar
doktorsnáms í bestu skólum erlend-
is.
Stundakennsla er enn of mikil
og skortir verulega kennarastöður.
Vert er að geta þess að stundakenn-
urum okkar má skipta í ljóra flokka,
en þeir eru: 1) Stúdentar sem kenna
með námi. 2) Sérfræðingar há-
skólastofnana sem hafa rannsóknir
að aðalstarfí. 3) Sérfræðingar sem
starfa hjá stofnunum og fyrirtækj-
um utan Háskólans. í þessum hópi
eru m.a. læknar, verkfræðingar og
aðrir sérfræðingar sem skapa mikil-
væg tengsl við atvinnulífið í sinni
fjölbreyttu mynd. 4) Kennarar sem
hafa stundakennslu að aðalstarfi,
en þetta er fámennasti hópurinn.
Hið mikla brotthvarf frá námi á
fyrsta ári er vandamál, en hversu
stórt er það í raun og hvers eðlis
er það? Við höfum ekki svörin en
við leitum þeirra nú. Á fundi OECD
gat ég þess að stór hluti nýútskrif-
aðra stúdenta innrituðu sig í
Háskóla íslands án þess að hafa
gért upp hug sinn í raun hvort þeir
ætluðu að stunda þar nám, fara
utan til náms eða fá sér vinnu eða
vinna með námi. Þetta er auðveldur
og ódýr kostur enda njóta háskóla-
stúdentar vissra skattfríðinda
vegna kostnaðar af námi. Hér hafa
margir haft miklar áhyggjur af
þessum vanda, en við þekkjum í
raun ekki eðli vandans né stærð.
Þeirri ábendingu OECD-sérfræð-
inganna að hefja háskólanám hér á
almennu undirbúningsnámi og
lengja þannig háskólanámið um eitt
ár svaraði ég á þann veg að sú leið
yrði ekki farin. íslenskir stúdentar
eru einu til tveimur árum eldri í
upphafi háskólanáms en tíðkast
erlendis. Hér er það hlutverk fram-
haldsskólanna að veita þessa
almennu undirbúningsmenntun og
Háskólinn á að styrkja framhalds-
skólana í þessu starfi þeirra en
ekki að flytja aðfararnámið í Há-
skólann. Viðbótarnámsár mundi
einnig þýða allt að 1.800 stúdenta
til viðbótar og er ekki fyrirlestrar-
rými fyrir slíkan fjölda enda
húsnæðisskortur mikill nú þegar.
Hefði slíkt einnig mikinn kostnað í
for með sér fyrir Háskólann og fyr-
ir stúdenta utan af landi sem væru
ári lengur í háskólanámi.
Nauðsyn er hins vegar að byggja
upp stutt og hagnýtt nám á há- •
skólastigi sem væri eðlilegt fram-
hald verkmenntaskóla og fjöl-
brautaskóla. Slíkt stutt og hagnýtt
starfsnám getur hentað mörgum
stúdentum betur en lengra og
fræðilegra nám í Háskóla Islands.
Einnig er unnt að aðlaga slíkt nám
betur þörfum atvinnulífsins á hveij-
um tíma. Þá er og brýnt að efla
endurmenntun og almennings-
fræðslu, en hér getur einmitt
fjarkennsla og fjölmiðlatækni kom-
ið að góðu liði.
Viðbrögð fulltrúa aðildarríkja
OECD við þessum svörum voru á
þá iund að Islendingar stæðu skyn-
samlega að verki, að uppbygging
háskóla yrði að vera í áföngum og
tryggja yrði alþjóðleg tengsl og við-
miðun.
Hver þjóð verður að móta eigin
háskóla eftir aðstæðum og sér-
þörfum, en mæta samt alþjóðlegum
kröfum sem gera verður til kennara
og nemenda. Það er svo stjórnvalda
að skapa viðunandi grundvöll fyrir
starfsemina á hvetjum tíma.
Menntun og þekkingaröflun
verður æ mikilvægari grunnur
bættra lífskjara og auðugs menn-
ingarlífs. Mönnum verður tíðrætt
um menningu en það vill oft gleym-
ast að menning er víðtækt hugtak.
Menningin er ekki aðeins bók-
menntir, tungur og listir. Menningin
er margþætt og innifelur einnig
samfélagsgerð, trúarbrögð, vísindi
og verktækni. Það er einmitt verk-
tæknin sem er sterkasta uppistaða
í menningu hverrar þjóðar. Þróun
verkmenningar hefur í raun ráðið
menningarstigi þjóða á liðnum öld-
um og gerir enn.
Háskóli íslands er þannig íjöl-
þættasta menningarmiðstöð þjóðar-
innar þar sem leitast er við að afla
þekkingar á sviði hugvísinda og
raunvísinda og miðla þeirri þekk-
ingu til aukinnar farsældar og
hagsældar þjóðarinnar.
Kæru kandídatar.
I dag fáið þið formlega stað-
festingu á því að hafa náð mikils-
verðum áfanga í lífi ykkar er þið
takið við prófskírteini úr hendi
deildarforseta. Háskóli íslands
óskar ykkur og fjölskyldum ykkar
til hamingju með þennan árangur.
Háskólaprófið er staðfesting á
því að þið hafið aflað ykkur tiltek-
innar þekkingar og fæmi í fræði-
greininni, prófgráðan opnar ýmsar
dyr. Sumir hyggja á framhaldsnám,
aðrir fara á vinnumarkaðinn. Hvort
sem þið farið til frekara háskóla-
náms eða til starfa í atvinnulífinu
þá býður ykkar mikið nám í lífsins
skóla þar sem krafist verður
símenntunar og aðlögunar að örum
breytingum.
Kæri kandídat.
Þú munt oft líta um öxl til Há-
skóla íslands og minnast veru
þinnar hér, stundum með þakklæti
en oft með gremju og ásökun fyrir
að hafa ekki búið þig betur undir
lífið.
Háskólar verða ætíð gagnrýndir,
oft með réttu en stundum af óraun-
sæi. Prófessor Cyril Houle við
Chicago-háskóla rannsakaði við-
horf kandídata til eigin háskóla og
kom þá í ljós að kvartanir kandíd-
ata voru þær sömu hver sem
námsgreinin var eða háskólinn.
Á fyrstu 5 árum eftir að námi
lauk var kvörtun kandídata sú að
þeir hefðu átt að læra meira af
hagnýtum hlutum og aðferðum.
Á næstu 5 árum var kvörtunin
sú að þeir hefðu átt að læra meira
í undirstöðugi'einum.
Þegar 10—15 ár voru liðin frá
námslokum var kvörtunin sú að
þeir hefðu átt að læra meira um
stjómun og mannleg samskipti.
Á næstu 5 árum ásökuðu kandíd-
atar kennara sína fyrir að hafa
vanrækt að ræða faggreinina í
sögulegu, félagslegu og hagrænu
samhengi.
Eftir 20 ár voru ráðin þau að
kenna fagið á breiðari grunni, með
tilliti til annarra greina hug- og
raunvísinda.
Eftir aldarfjórðung hættu
kandídatar að gefa ráð, háskólinn
var orðinn svo lélegur að umbætur
voru vonlausar.
Þessi viðhorf eru ekki óvænt ef
haft er í huga að þarfir manna
breytast er þeir þokast upp á við á
starfs- og framaferlinum. Ný við-
fangsefni kreíjast nýrrar þekkingar
og færni sem afla verður eftir þörf-
um, síbreytileg verkefni krefjast
símenntunar.
Sagt er að þeir ungu viti allt,
þeir miðaldra efist um allt en þeir
öldruðu trúi öllu. Þetta eru nokkrar
ýkjur en þið munuð skjótt verða
þess vör að það sem við teljum satt
og rétt í dag fær á sig aðra mynd
síðar þegar ný þekking og nýr skiln-
ingur skapar aðra mynd af sama
fyrirbæri. Við munum seint öðlast
hinn síðasta sannleika því vísindin
breyta stöðugt heimsmynd okkar
og skilningi á náttúrunni, á okkur
sjálfum.
Viss sannindi eru þó sígild og
skiptir litlu hvort þau voru færð í
orð af Markúsi Áurelíus keisara
Rómaveldis, af Emerson eða af trú-
arleiðtogum fyrr og síðar. Þau
sannindi eru að líf okkar mótast
af hugsunum okkar. Spurningin er
ekki hvort hugsunin hafi áhrif á
heilsufar okkar og athafnir heldur
hvemig þessu sambandi er háttað.
Þekking okkar á eðli og áhrifum
streitu vex hörðum skrefum og við
lærum að meta reynslu liðinna kyn-
slóða betur í Ijósi nýrrar þekkingar.
Gömul máltæki hafa oft að
geyma sannindi eins og t.d. þetta:
„Þú færð ekki magasár af því sem
þú étur, heldur af því sem étur þig;“
Það skiptir því miklu hvaða tökum
þú tekur á þeim vandamálum sem
á vegi þínum verða. Einföld leið er
að setjast niður og skilgreina
vandamálið. Hvert er vandamálið
eða viðfangsefnið? Hveijar eru or-
sakimar? Hvað þarf að gera,
hvemig get ég leyst vandann og
hvenær?
Þín bíða margskonar verkefni og
þú munt vaxa með verkefnum
þínum. Vertu bjartsýnn en raun-
sær, vertu réttsýnn og tillitssamur.
Það einfaldlega eykur þína eigin
vellíðan.
Verðgildi þitt á vinnumarkaði
ákvarðast af afköstum þínum, hæfi-
leikum og getu til starfa á hveijum
tíma. Manngildi þitt kann hins veg-
ar að vera allt annað en verðgildi
þitt á vinnustað.
Við, kennarar ykkar og sam-
starfsmenn, þökkum ykkur sam-
veruna hér og samstarfið, við emm
stoltir af ykkur og væntum mikils
af ykkur í framtíðinni.
Megið þið eiga gott líf framund-
an, en gott líf er ekki auðvelt líf
heldur líf þmngið eldmóði og at-
höfnum. Guð veri með ykkur.