Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
23
Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra:
Afskaplega ánægður með
niðurstöðu saksóknara
„ÞAÐ ER LJÓST af þessari af-
greiðslu ríkissaksóknara að þeir
hjá embættinu treysta sér ekki
til þess að sakfella mig á einn
eða annan hátt og ég er afskap-
lega ánægður með þá niður-
stöðu,“ sagði Albert Guðmunds-
son iðnaðarráðherra i samtali við
Morgunblaðið er hann var spurð-
ur álits á þeirri afgreiðslu ríkis-
saksóknara að vísa gögnum
vegna meintrar aðildar hans að
Hafskipsmálinu til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins á nýjan leik, á
þeirri forsendu að þau standi í
slíkum tenglsum við rannsókn
þá sem stendur yfir hjá RLR að
sameina beri þau aftur rannsókn
aðalmáls.
Albert var spurður hvað hann
vildi segja um bréf það sem Guð-
mundur J. Guðmundsson sendi
honum í gær ásamt ávísun upp á
152.250 krónur, sem hann biður
Albert um að koma til skila: „Þrátt
fyrir það að þessi vinargreiði, eins
og Guðmundur orðar það sjálfur,
þegar hann samkvæmt læknisráði
þurfti að leita sér hvíldar erlendis,
hafi snúist í bjarnargreiða, biður
hann mig í þessu bréfi að gera sér
annan vinargreiða. Eg treysti mér
ekki til að verða við þeim vinar-
greiða, af ótta við að sá vinargreiði
snúist einnig í bjarnargreiða fyrir
hann og hugsanlega fyrir mig. Ég
hef því endursent Guðmundi þessa
ávísun. Auk þess hef ég ekki hug-
mynd um það hvaða upphæð hann
telur sig vera að endurgreiða."
Albert var spurður hvað hann
ætti við með þeim orðum að hann
vissi ekki hvaða upphæð Guðmund-
ur væri að endurgreiða: „Guðmund-
ur tók við 120 þúsund krónum. Ég
opnaði lokað umslag, að honum við-
stöddum, og taldi búntin í umslag-
inu, 120 þúsund krónur, og afhenti
Albert Guðmundsson
honum. Guðmundur man þetta
greinilega og staðfesti í nýlegu
samtali okkar á milli.“
Bréf saksóknara um þátt Alberts
Til Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Með bréfi Rannsóknarlögreglu
ríkisins, dagsettu 7. þ.m., hafa
þessu embætti verið' sendar til
ákvörðunar skýrslur, sem teknar
voru af Albert Guðmundssyni, iðn-
aðarráðherra, Laufásvegi 68,
Reykjavík, miðvikudaginn 25. júní
sl. um þrjá afmarkaða þætti í
tengslum við yfirstandandi
lögreglurannsókn, sem fram fer að
kröfu ákæruvalds á grundvelli
skýrslu skiptaráðenda í gjaldþrota-
máli Hafskips hf.
Þessir afmörkuðu rannsóknar-
þættir eru:
1. Viðtaka Alberts Guðmundssonar
í maí 1983 á gjaldeyri, $ 5.000
í ferðatékkum, skráðum á nöfn
hans sjálfs og eiginkonu, að
andvirði ísl. kr. 123.452.
2. Viðtaka Alberts Guðmundssonar
og framsal á tékka þann 1. febr-
úar 1984, kr. 117.034, sem af
Ljósrit af ávísuninni, sem Guðmundur J. Guðmundsson sendi Albert
í gær og hann endursendi i gærkvöldi.
Svar Alberts
til Guðmundar
Hr. alþingismaður
Guðmundur J. Guðmundsson
Fremristekk 2,
109 Reykjavík.
11. júlf 1986
Mér er ljúft að viðurkenna mót-
töku á bréfi þínu frá 10. þ.m., þar
sem þú tilneyddur skrifar mér, og
tilkynnir mér jafnframt að þú verð-
ir að birta bréfið opinberlega. Þú
talar um hjálpsemi mína við þig í
nóvember 1983, þegar ég bauðst
til að hjálpa þér til að komast til
Bandaríkjanna til hvíldar, að lækn-
isráði, svo ekki færi illa fyrir þér,
cins og þú orðar það sjálfur.
Eftir að þú komst frá útlöndum,
nýlega, fréttir þú fyrst, að umrædd
aðstoð við þig hafi komið frá Haf-
skip hf., en samtímis fréttir þú líka,
að peningamir komu að hálfu úr
sjóðum Eimskipafélags íslands hf.,
þótt þú getir þess ekki í skrifum
þínum til mín.
Frá því við töluðum um að ég
reyndi að hjálpa þér til hvíldardval-
ar erlendis skv. læknisráði, vissir
þú að ég bað Björgúlf Guðmunds-
son, sem vin okkar beggja, um að
standa fyrir söfnun til ferðarinnar,
en aldrei var það svo skilið að ég
einn léti úr eigin vasa þær kr. 120
þús. sem þú tókst við úr minni
hendi. Ef vinargreiði af minni hálfu
hefur snúist upp i bjamargreiða við
þig, þarf ég ekki að lýsa hvemig
vinabönd okkar hafa snortið mig
og mitt fólk, sem allt myndi rétta
þér hjálparhönd ef á þyrfti að halda.
Vænt þykir mér um að rannsókn-
inni er lokið, og með henni staðfest,
að sá sem þiggur hjálp frá öðmm
er í engu sekur.
Samhjálp hefur löngum verið
aðalsmerki Islendinga, og veit ég
að báðir munum við halda áfram
að hjálpa öðrum, þrátt fyrir aug-
ljósa áhættu. Ég er nú einu sinni
þannig gerður að mér er erfitt að
neita fólki í vanda um aðstoð, geti
ég veitt hana.
Ég fagna niðurstöðu saksóknara,
hún var sú sem búist var við, að
þú hefur í engu brotið gagnvart
lögum.
Það þurfti ekki opinbera rann-
sókn til að segja mér að umrædd
peningaaðstoð, sem þú fékkst, kom
ekki úr mínum vasa, þú vissir það
allan tímann, en ekki skil ég þá
fullyrðingu þína, að þeir hafi komið
með ólögmætum hætti frá þriðja
aðila (Hafskip/Eimskip). Þú sendir
mér, með bréfi þínu ávísun, sem
þú biður mig að koma til skila. Þú
biður mig, þrátt fyrir allt, um nýjan
vinargreiða, en af ótta við að hann
snúist líka í bjamargreiða, treysti
ég mér ekki til að verða við ósk
þeirri og endursendi sömu ávísun,
sem er að íjárhaíð kr. 152.250,-.
Mér er með öllu óljóst hvemig sú
tala er fundin.
Af gefnu tilefni sendi ég afrit
af bréfi þessu til fjölmiðla.
Aibert Guðmundsson.
hálfu forráðamanna Hafskips hf.
og viðtakanda tékkans er skýrð
sem greiðsla afsláttar á flutn-
ingsgjöldum vegna Alberts
Guðmundssonar, heildverslunar,
Gmndarstíg 12, Reykjavík.
3. Sérstök rannsókn á milligöngu
Alberts Guðmundssonar um af-
hendingu fjárstuðnings, kr.
120.000, til Guðmundar J. Guð-
mundssonar, alþingismanns, í
nóvember 1983.
Samkvæmt fyrirliggjandi greiðslu-
gögnum em allar þessar greiðslur
greiddar samkvæmt ákvörðunum
forráðamanna félagsins og út af
sérstökum hlaupareikningi, er
skráður var á nafn og var í umsjá
eins af fyrrverandi starfsmönnum
Hafskips hf.
Þá er þess að geta, að í niður-
lagi síðustu skýrslu sinnar kveðst
Albert Guðmundsson vilja taka
fram, að síðar, um það leyti sem
hann hafi orðið sextugur, hafi hann
fengið sem afmælisgjöf frá Hafskip
hf. ferð til Frakklands fyrir sig og
eiginkonu. í rannsóknargögnum
þeim, sem embættinu vom send,
er ekki að sjá að þessi liður hafi
verið frekar rannsakaður.
Hin afmörkuðu rannsóknarvið-
fangsefni, sem að framan em
tilgreind, þykja standa í slíkum
tengslum við rannsókn þá sem yfir
stendur, að sameina beri þau aftur
rannsókn aðalmáls og em rann-
sóknargögnin því hér með öll
endursend Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Af ákæmvaldsins hálfu þykir
ekki, á þessu stigi rannsóknar, vera
unnt, hvorki að taka til sjálfstæðrar
afgreiðslu einstaka rannsóknar-
þætti né kveða á um, svo bindandi
sé fyrir ákæmvald, hvort á hendur
einstökum aðilum, sem með einum
eða öðmm hætti tengjast rannsókn
aðalmáls, muni verða höfðað refsi-
mál eða ekki.
Af hálfu ákæruvalds verður því
eigi nú um að ræða efnislega af-
greiðslu á einstökum rannsóknar-
efnum eða hugsanlegum þáttum
Alberts Guðmundssonar eða ann-
arra, sem tengst hafa eða tengjast
kunna einstökum greiðslum frá
Hafskip hf. eða fjármálaskiptum
Hafskips hf. og Útvegsbanka ís-
lands í þeirri heildarrannsókn er
yfir stendur.
Ástæða þykir til í þessu sam-
bandi að árétta niðurlag bréfs
ríkissaksóknara, dagsett 13. des-
ember sl., til Alberts Guðmundsson-
an
„Ef reynt yrði áð skilja þátt yðar
(Alberts) frá þáttum annarra, sem
hér eiga hlut að máli, í því skyni
að flýta málalokum, væri það ekki
aðeins ógerlegt að málefnaástæðum
heldur einnig skýlaust. brot gegn
jafnréttisreglunni, sem er einn af
hyrningarsteinum íslenskrar réttar-
skipunar."
F.h.r.
Bragi Steinarsson.
Þorsteinn Pálsson
fjármálaráðherra:
Mál Alberts
stendur efnis-
lega óbreytt
„MÉR sýnist að þessi ákvörðun sak-
sóknara skilji málið eftir i sömu
stöðu og áður. Því hefur verið synj-
að að taka þessa afmörkuðu þætti
sérstaklega út úr heildarrannsókn
Hafskipsmálsins," sagði Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins, er hann var spurður álits
á ákvörðun rikissaksóknara að
senda gögn í máli Alberts Guð-
mundssonar á nýjan leik til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins.
Þorsteinn sagði að þessir þættir
væru því áfram til rannsóknar og
málið því enn óskýrt að þessu leyti.
Þorsteinn var spurður hvort þessi
ákvörðun ríkissaksóknara breytti ein-
hveiju um afstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til setu Alberts Guðmundssonar í
ríkisstjóm: „Ég geri ráð fyrir því að
þetta verði rætt á fundi þingflokksins
á fostudaginn kemur. Sá fundur hafði
fyrir löngu verið boðaður um önnur
efni, en efnislega stendur málið
óbreytt, hvað okkur varðar," sagði
Þorsteinn.
Svavar Gestsson:
„Mistök
Guðmundar að
taka við fénu“
„ÉG LEYNI þvi ekki að skoðun mín
er að það hafi verið mistök Guð-
mundar J. Guðmundssonar að taka
við fénu,“ sagði Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins. „En
í ljósi fjögurra áratuga starfs Guð-
mundar í verkalýðsmálum vil ég
ekki nú fordæma þann feril vegna
þessa einstaka atburðar. Það eina
sem er athyglisvert við bréf Al-
berts Guðmundssonar er að fullyrð-
ingar hans stangast á við yfirlýs-
ingu hans í Þjóðviljanum fyrir
þremur vikum sem hann leiðrétti
aldrei fyrr en nú. Menn geta spurt
sig hvernig standi á þeim sinna-
skiptum.“
Svavar sagði að töluvert hefði verið
fjallað um mál Guðmundar innan
flokksins að undanfömu. Guðmundur
hefði með viðbrögðum sínum sýnt Ijós-
lega að hann vildi hreinsa sig af
málinu. „Ef við skoðum hvað gerst
hefur þá sést að Guðmundur brást
snarpt við, kom heim frá útlöndum
þegar fréttin barst honum og bað um
tafarlausa rannsókn. Hann sagði af
sér trúnaðarstörfum í verkalýðshreyf-
ingunni meðan hún fór fram og baðst
leyfis frá þingmennsku um ótiltekinn
tíma meðan málin væm að skýrast.
Guðmundur hefur nú skilað fénu aftur
og telur sjálfur að það hafi verið rangt
af sér að taka við því. Niðurstaða
rannsóknarinnar er sú að Guðmundur
hafl ekki gert neitt sem telst sak-
næmt.“ Svavar sagði að Alþýðubanda-
lagið hefði ekki tekið formlega afstöðu
til máls Guðmundar. Um helgina hefði
þó farið af stað undirskriftasöfnun
meðal aðal- og varamanna í miðstjóm,
til að mótmæla þvi að hann þægi fé
af pólitískum andstæðingum. Af því
tilefni m.a. hefði miðstjómarfundur
verið boðaður á mánudag. „Þar verður
fjallað um ýmis mál, m.a. þetta mál
Guðmundar J. Guðmundssonar. Þrjú
félög innan flokksins hafa gert sam-
þykktir og verða þær að sjálfsögðu
einnig til umræðu í miðstjóminni á
mánudaginn."
Karl Steinar
Guðnason:
Guðmundur
brást rétt við
„NIÐURSTAÐA rannsóknarinnar
breytir engu um mína afstöðu,"
sagði Karl Steinar Guðnason, vara-
formaður Verkamannasambands
íslands. „Guðmundur brást rétt við.
Mér datt aldrei annað i hug en að
hann væri alsaklaus.“
Karl vildi ekki hafa fleiri orð um
mál Guðmundar. Aðspurður bjóst
hann við að Guðmundur tæki við for-
mennsku í Verkamannasambandinu
umsvifalaust. Stjómarfundur hefur
ekki verið boðaður á næstunni.
Steingrímur
Hermannsson
f orsætisráðherra:
Skil þá ákvörð-
un að ekki sé
hægt að taka þátt
Albertsútúr
„ÉG SKIL út af fyrir sig þessa
ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem
Albert er á miklu víðtækari hátt
flæktur inn í þetta mál en viðkemur
þessum þremur atriðum, sem þama
vom til rannsóknar," sagði
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra er hann var spurður
álits á þeirri ákvörðun ríkissak-
sóknara að senda gögn í rannsókn
vegna meintrar aðildar Alberts
Guðmundssonar að Hafskipsmálinu
á nýjan leik til Rannsóknarlögreglu
rikisins.
„Albert var formaður stjómar Haf-
skips, formaður bankaráðs Utvegs-
bankans og svo framvegis, þannig að
hans aðild er víðtækari en svo, að
hægt sé, að mínu mati, að skilja rann-
sókn á hans máli frá aðalrannsókn-
inni,“ sagði forsætisráðherra. „Ég lít
alls ekki á þessa niðurstöðu rikissak-
sóknara sem vísbendingu um að það
eigi að ákæra Albert, heldur að það
sé ekki hægt að taka þennan þátt út
úr öðrum þáttum Hafskipsmálsins."