Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
11
Jón L. Árnason
Ke7, 25. f3 -
Eina úrræði hvíts áður en svart-
ur tvöfaldar á h-línunni.
- hxg3, 26. fxg4 - Bf4, 27. Df3
27. - Hhl+!
Annars fær hvítur tíma til að
leika 28. Rxg3 —
28. Kxhl - Dh4+, 29. Kgl -
Hh8, 30. Rh2! -
Eina vörnin sem eitthvert hald
var í. Eftir 30. Rxg3 — Bxg3, 31.
Kf 1 — Hh6 getur hvítur gefist upp.
Bd6!
Eftir 30. - Bg5, 31. Kfl -
gxh2, 32. Ke2 - e5, 33. g3 á
hvítur raunhæfa vamarmöguleika.
Það lá heldur ekkert á að hirða
riddarann.
31. g5 - Bf4, 32. Kfl -
Missir þolinmæðina, en það var
heldur enginn góður biðleikur í
stöðunni.
— gxh2, 33. Ke2 - e5, 34. g3 -
Dxg3 —
34. — Bxg3 var ekki síðra, en
þegar tímahrakið er á næsta leiti
er freistandi að skipta upp í unnið
endatafl.
35. Dxg3 — Bxg3, 36. Hhl — e4,
37. Bc2 - Bg4+, 38. Kd2 -
Bf4+, 39. Kel - Bf3, 40. Kf2 -
Ke6, 41. Bdl - Bxhl, 42. Bg4+
— f5, 43. exf6+ (framhjáhlaup)
— Kxf6, 44. Hxhl — Hg8, 45.
Bh3 - Hgl, 46. Bg2 - e3+ og
hvítur gafst upp.
121.474. Þótt fólkinu hafi fjölgað
mikið hefur j)ó bílunum fjölgað
miklu meira. Arið 1985 áttu lands-
menn 431 fólksbíl og 52,5 vörubíla
á hverja þúsund íbúa. Aukningin
var mjög ör fram á síðustu ár. 1950
voru fólksbílar 43,9 á þúsund íbúa,
1960 voru þeir 88,5, 1970 vom
þeir 202,1, og 1980 hafði þeim
fjölgað í 379,9. Síðan þá hægði á
aukninguhni fram til 1985 þegar
bílamir vom 431,8 á þúsundið sem
fyrr segir. Eftir er að sjá hver út-
koman er í ár, en eftir verðlækkun-
ina í vor tóku bílaviðskipti mikinn
fjörkipp sem kunnugt er.
Fleiri nýir
fyrir sunnan
Athygli vekur að nýir bílar virð-
ast meira keyptir á suðvestur-
hominu. 70,5% nýskráðra bíla voru
skráðir þar, þ.e. fengu RGYÖ eða
J-númer, en á þessu svæði búa
60,6% landsmanna. Flestir em
bílamir samt á Suðurlandi miðað
við þúsund íbúa, eða 553, en fæstir
í Vestmannaeyjum, 340. Þá er
greinilegt að mikið er verslað með
bíla hér á landi. Um 40 þúsund
bílar vom annaðhvort umskráðir við
eigendaskipti hjá bifreiðaeftirlitinu
eða skiptu um eigendur án um-
Græn hryðjuverk
A eftir „Greenpeace“ gæti komið „Redpeace“
eftir Kristin
Pétursson
Greenpeace-samtökin beijast
fyrir vemdun náttúmnnar. For-
svarsmönnum samtakanna gekk
gott eitt til í byijun og þökk hafí
þeir fyrir baráttu fyrir banni við
losun eitraðra úrgangsefna í sjó og
aðra málefnalega baráttu. Þar með
talin hvalvemd, að því marki að
hæfíleg nýting hvalastofna getur
talist.
Ofvernd nytjastofna
Ofvemd nytjastofna er fásinna.
Gildir þar einu um hvali og aðra
nytjastofna sem menn hafa nýtt til
manneldis í árhundmð. Barátta fyr-
ir slíkri ofvemd er ekki lengur
málefnaleg heldur öfgasjónarmið.
Hvalir gefa af sér góð matvæli,
verðmæti og vinnu handa fjölda
manns sem ella verður atvinnuiaus
og víst er nóg af slíku böli í heimin-
um.
Þvert á móti má færa fyrir því
gild rök að ofvemd hvalastofna
muni ieiða af sér stórfellda röskun
í lífkeðju sjávarins. Ört stækkandi
hvalastofn þarf óhemju fæðu og
minna verður til matar fyrir nytja-
físka og smáfisk sem nytjafískur
lifir á.
Afleiðingamar em augljósar:
Hækkun á kjötverði þar sem hval-
kjöt hverfur svo til af markaðnum.
Einnig hækkun á fískverði þar sem
fiskistofnar munu minnka vegna
þess að hvalastofnar éta þá út á
gaddinn og hvalir éta líka físk.
Minni matur handa nytjafiskum —
minna fiskframboð, — hækkandi
verð. Þetta er augljóst.
Sömu sögu er að segja af selnum.
Fjölgun í selastofnum leiðir af sér:
Dýrari físk í vinnslu sökum selorms
og — minnkandi framboð af físki
vegna þess hve selurinn étur mikið
af físki. Bara selastofninn við ísland
étur 120 til 130 þúsund tonn af
nytjafíski á ári! Utflutningsverð-
mæti fyrir um 125 milljónir dollara!
Manni hefur skilist að helsta ástæða
selfriðunar sé hve hann hafi fagurt
augnaráð. Nú flest dýr hafa eitt-
hvað fagurt við sig. Ekki er nú
ógáfulegt augnaráð blessaðra naut-
gripanna. Samt háma þeir nautin í
sig í Ameríku. Varla verður fólk
þó svona nautheimskt af því áti,
eða hvað?
Nei. Það á að stórauka nýtingu
selastofnsins af margföldum ástæð-
um.
Samkvæmt ofantöldu er ofvemd
þessara nytjastofna ekki bara öfg-
ar, heldur beinlínis stórskaðlegt
fyrirtækjum, þjóðarbúinu og neyt-
endum, hvar sem er í heiminum.
Það fínnst hreinlega ekkért mál-
efnalegt sem styður þessa ofvemd.
Um samskipti siðaðra
manna
Greenpeace-samtökin hefðu get-
að unnið sér virðingarsess með
málefnalegri baráttu fyrir náttúru-
vemd. Samtökin hafa nú sett
stórlega niður vegna þessarar öfga-
baráttu fyrir ofvemd nytjastofna. Á
Vesturlöndum hefur hingað til verið
talið að frelsi borgarans og sjálf-
stæði þjóðanna væm grundvallar-
mannréttindi og einn af homstein-
um lýðræðisskipulagsins. Svo koma
allt í einu samtök sem heita „Green-
peace" og hefur orðið þó nokkuð
ágengt í að skerða þau grundvallar-
mannréttindi að stjómvöld sjálf-
stæðra þjóða ráði málefnum sínum
sjálfar varðandi nýtingu nytja-
stofna.
Boðskapur Greenpeace er þessi
til hvalveiðiþjóða:
„Ef þið stöðvið ekki hvaiveiðar
nú þegar munum við vinna
skemmdarverk á fiskmörkuðum
ykkar."
Þessi skilaboð um skemmdarverk
og skerðingu gmndvallarmannrétt-
inda berast okkur Vesturlandabú-
um í hverri viku gegn um fijálsa
og opinbera Qölmiðla í formi
„frétta". Síðan hvenær em hótanir
um hryðjuverk „frétt“? Hótanir um
efnahagslega hryðjuverkastarfsemi
em glæpsamlegt athæfí að mínu
áliti og það er hart að þurfa að
kyngja því að fíjálsir fjölmiðlar séu
misnotaðir af hryðjuverkasamtök-
um á þennan hátt. Hverskonar
múgsefjun er þetta? Em fréttamenn
gjörsamlega orðnir blindir? Greina
þeir ekki orðið sorann frá í frétta-
mennskunni?
Þetta málefni snýst ekki lengur
um nytjastofna eins og hvali og
seli. Þetta snýst um gmndvallarat-
riði lýðræðisskipulagsins — sjálf-
stæði þjóðanna. Saklaust fólk hefur
verið blekkt og dregið á asnaeymn-
um til stuðnings því að grafa undan
lýðræðisskipulaginu. Hér er alvar-
legt mál á ferðinni.
Fijálsir úö'miðlar Vesturlanda
misnotaðir af öfgahóp til þess að
framkvæma kúgun. Einmitt það
sem síst skyldi. Nóg er af kúgun í
einræðisríkjunum þó hún verði ekki
framkvæmd fyrir framan nefíð á
okkur Vesturlandabúum þegjandi
og hljóðalaust. Framferði Green-
peace-samtakanna er orðið smánar-
blettur á lýðræðissögu Vesturlanda
Kristinn Pétursson
„Þetta málefni snýst
ekki lengnr um nytja-
stofna eins og hvali og
seli. Þetta snýst um
grundvallaratriði lýð-
ræðisskipulagsins —
sjálfstæði þjóðanna.“
og ég geri þær kröfur að stjómvöld
hér á landi svari þessu nú með við-
eigandi hætti á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna.
Þáttur norskra stjórnvalda ný-
verið er skammarlegur. Laumast
burt frá baráttu um eigið sjálfstæði
með skottið milli fótanna! Hvílík
reisn! Bandarísk stjómvöld eru
flækt í þetta mál. Þau geta bannað
hvalveiðar í eigin lögsögu. En þau
hafa engan rétt til þess að vera að
skipta sér af eðlilegri nýtingu nytja-
stofna annarra strandríkja eins og
Greenpeace-samtökin em að reyna
að fá þau til þess að gera með
lævísum áróðri. Græn hryðjuverk
af þessu tagi skulu ekki framin
svona fyrirhafnarlítið hér í þessum
hluta heimsins í skjóli „náttúm-
vemdar" og misnotkunar fíjálsrar
íjölmiðlunar.
Eg verð að ljúka máli mínu með
því að hvetja allt heiðarlegt fólk til
þess að gera skyldu sína. Beijumst
fyrir réttum málstað og látum ekki
kúga okkur til þess að taka upp
ranga stefnu. Blásum burtu þessum
óvirðingarskýjum sem nú skyggja
á sól frelsisins á 100 ára afmæli
frelsisstyttunnar. Á eftir „Green-
peace" gæti komið „Redpeace“.
Höfundur er framkvæmdnstjóri
útgerðarfyrirtækis á Bakkafirði.
íslenskir laganemar:
I þriðja sæti
í málflutn-
ingskeppni
íslenskir laganemar náðu
þriðja sæti í norrænni keppni
sem haldin er ár hvert í
Stokkhólmi í Svíþjóð. Er þetta
í fyrsta skipti sem þeir taka
þátt í keppninni.
Keppnin felst í málflutningi
útfrá mannréttindasáttmála
Evrópu. Það er gert til að allir
aðilar standi jafnt að vígi. Þátt
í keppninni taka klúbbar sem
samanstanda af alltað 30 lengra
komnum laganemum, sem kenna
sig við starfandi lögmann. Is-
lenski hópurinn kallaðist
Lögmannsklúbbur Garðars
Garðarssonar og fór hann með
þeim til Stokkhólms. Fjórir laga-
nemar mynduðu liðið. Einnig
mega klúbbamir hafa fræðileg-
an ráðgjafa sem kallast „caust-
us“. Magnús Thoroddssen, sem
hafði unnið hjá mannréttinda-
nefnd Evrópu, var ráðgjafí
íslendinganna, og var þeim
ómetanlegum styrkur af honum
og Garðari, að sögn Valborgar
Snævarr, eins laganemanna.
Keppnin var haldin 14. og 15.
júní, en í janúar var undan-
keppni sem íslendingamir
sluppu við þar sem þeir voru að
taka þátt í fyrsta sinn. Átta lið
tóku þátt í keppninni, fímm
sænsk og tvö dönsk auk íslenska
liðsins. Ekkert norskt komst
áfram í janúar, og Finnar taka
ekki þátt vegna þess að þeir við-
urkenna ekki mannréttindasátt-
málann.
Keppnin fór þannig fram að
fyrst var riðlakeppni. Keppt var
í þremur riðlum og var íslenska
liðið í tveggja liða riðli og vann
hann. Sigurvegaramir þrír
kepptu svo innbyrðis. Vörðu þeir
og sóttu sama málið á víxl í
sýndar-réttarhöldum. Varð
íslenska liðið í þriðja sæti. Fyrstu
verðlaun voru 10 þús. krónur
sænskar, önnur verðlaun 5 þús.
sænskar krónur en engin þriðju
verðlaun vom veitt.
Keppni af þessu tagi er upp-
mnnin í Bandaríkjunum, en
sænskur prófessor, Jakob Sund-
borg, hafði forystu um að
innleiða þetta á Norðurlöndum.
Einnig er keppt í þessu í ensku-
og frönskumælandi löndum.
Bílum fjölgar stöðugt
skráningar. Auk þess vom um
6.000 umskráningar án þess að um
eigendaskipti væri að ræða. Árið
1984 vom eigendaskipti á bílum
u.þ.b. 5.000 færri.
Bílarnir eru í
misjöfnu ástandi
Ástand bílaflotans kemur fram í
bifreiðaskoðunum. Skoðanir em
þrennskonar; aðalskoðanir, endur-
skoðun þeirra bíla sem ekki fengu
skoðun í aðalskoðuninni og auka-
skoðanir, sem em kvöldskoðanir
(rassíur) o.þ.h. Skoðanir vom alls
130.227 á árinu 1985. Aðalskoðan-
ir vom 79,3% af þeim, endurskoðan-
ir 13,9% og aukaskoðanir vom 6,8
%. Tölur liggja fyrir um niðurstöður
skoðananna í Reykjavík, Hafnar:
fírði, Keflavík og á Akureyri. í
81,6% tilvika reyndist allt vera í
lagi, í 15,9% tilvika var notkun leyfð
(grænn miði), í 1,8% tilvika var
notkun bönnuð, og númer vom
klippt af í 0,9% tilvika.
Ljósastilling var 10,0% aðfinnslu-
atriða bifreiðaeftirlitsins, stöðu-
hemill (handbremsa á venjulegu
máli) kom þar skammt á eftir með
9,9% aðfínnsla, 6,7% vom vegna
aurhlífa, og jafnmargar aðfinnslur
vom vegna aksturshemla, þar á
eftir komu stýrisliðir með 5,6% og
hjólbarðar með 5.3% aðfinnslanna.
í 83,2% tilvikanna var fundið að
lélegu ástandi en í 16,8% tilvika var
hluturinn talinn ónýtur.
Flestir standast
prófin
Um ástand ökumannanna er
svipað að segja. Af 5.329 tílraunum
við bílprófið stóðust 4.453 eða 83,
6% en 876 (16,4%) stóðust ekki
bóklega hlutann. Öllu færri hnutu
um síðari hindmnina, verklega
prófið. 95,2% stóðust en 4,8% féllu.
Alls stóðust 4.774 ökuprófíð, þaraf
4.382 í fyrstu tilraun. Af þeim vora
80.6% 17 ára og 7,9% 18 ára. Tíu
ámm áður, 1975, vom aðeins 69,6%
17 ára. Lélegust var niðurstaðan í
fræðilega hlutanum í prófum á létt
bifhjól. Það stóðust aðeins 53,7%
þeirra sem reyndu við það. Einnig
vekur athygli hve lítið er orðið um
próf á dráttarvélar. Aðeins 18
þreyttu það í fyrra. Þá vom aftur
haldin próf fyrir verðandi ökukenn-
ara, en þau féllu niður 1984. 23
af 31 stóðust það próf. Þá náðu
580 bílstjórar meiraprófinu á 19
námskeiðum. 205 tóku rútupróf, og
var það nokkru færra en árið á
undan.