Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
Formaður BHMR á félagsfundi
um niðurstöðu Kjaradóms:
Lýsum yfir
stríði á öllum
vígstöðvum
Hnefarétturinn það eina sem virðist
duga gegn ríkisvaldinu,
sagði varaformaður HIK
„HÁSKÓLAMENNTAÐIR ríkisstarfsmenn hafa gengið veg hinnar
vitsmunalegu kjarabaráttu til enda og verið einir i þeim göngutúr.
Nú hafa þeir verið neyddir til að taka upp nýja baráttuaðferð, taka
upp hnefaréttinn, þvi það er það eii
Á þessa leið talaðist Heimi Páls-
syni, varaformanni Hins íslenska
kennarafélags, á um 400 manna
fundi aðildarfélaga Launamálaráðs
ríkisstarfsmanna í Bandalagi há-
skólamanna (BHMR) á Hótel Sögu
í gær. Þorsteinn A. Jónsson, for-
maður ráðsins, sagði að í framhaldi
af dómi Kjaradóms þyrftu starfs-
menn á hveijum vinnustað „að leita
leiða, sem geta dugað í þeim skot-
grafahemaði, sem nú er að hefjast.
Við þurfum að lýsa yfir stríði á öll-
um vígstöðvum," sagði Þorsteinn.
Heimir Pálsson sagði að með
dómi sínum um sérkjarasamninga
aðildarfélaga BHMR á miðvikudag-
inn hefði Kjaradómur kveðið upp
dauðadóm yfír sjálfum sér. Hann
vitnaði til ályktunar fulltrúaráðs
HÍK frá því fyrr um daginn, þar
sem segir m.a. um Kjaradóm: „Ekk-
ert stéttarfélag getur unað því að
eiga mál sín undir slíkri stofnun.
Hið íslenska kennarafélag mun ekki
framar fiytja mál sín fyrir Kjara-
dómi. Félagið krefst óskoraðs
samningsréttar strax á þessu ári.“
i sem ríkisvaldið virðist skilja."
HIK er langstærsta aðildarfélag
BHMR með um 40% af um 2.500
félögum í Launamálaráðinu.
í ályktun fundarins á Sögu í gær
eru starfshættir Kjaradóms for-
dæmdir og sérstakri vanþóknun
lýst á þeim niðurstöðum, sem dóm-
urinn hefur komist að. í ályktun-
inni, sem samþykkt var með öllum
greiddum atkvæðum, kemur fram
svipuð afstaða og í ályktun HÍK.
Þar segir að með dómi sínum hafi
Kjaradómur „sannað vanhæfni sína
og fundurinn telur að þessa leið
megi aldrei aftur fara. Fundurinn
fagnar ákvörðun Launamálaráðs
að segja upp samningum og krefst
þess að fjármálaráðherra he§i þeg-
ar í stað samningaviðræður.
Fundurinn minnir á loforð fjármála-
ráðherra um leiðréttingu dagvinnu-
launa og krefst þess að full
leiðrétting komi til á þessu samn-
ingstímabili. Fundurinn skorar á
Launamálaráð og aðildarfélög
BHMR að finna leiðir til að ná full-
um samningsrétti félagsmanna
BHMR,“ segir í ályktuninni.
Morgunblaðið/Bjami
Þorsteinn A. Jónsson, formaður launamálaráðs BHMR, í ræðustól á fundinum á Hótel Sögu í gær.
Næstur honum situr Kristján Thorlacius, formaður HÍK, sem var fundarstjóri, og lengst til hægri Birg-
ir Björn Siguijónsson hagfræðingur, framkvæmdastjóri ráðsins.
1
i
Gefur ekki tilefni til breyt-
inga á öðrum samningum
— segir fjármálaráðherra vegna samræm-
ingarkröfu hjúkrunarfræðinga í BSRB
„VIÐ HOFUM ekki reiknað með
öðru en að þeir samningar sem
við höfum gert, standi á meðan
þeir gilda,“ sagði Þorsteinn Páls-
son fjármálaráðherra er hann
var spurður hvernig ríkisvaldið
myndi bregðast við samræming-
arkröfum hjúkrunarfræðinga
innan BSRB við kjör hjúkrunar-
fræðinga innan BHMR.
Aðspurður hvort ríkisstjómin
myndi þar með vísa kröfum BSRB
hjúkrunarfærðinga á bug, sagði
ijármálaráðherra: „Ríkisstjómin
var sammála um það að Kjaradóm-
ur ætti ekki að gefa tilefni til þess
að breyta þeim kjarasamningum
sem í gildi em — ekki á samn-
ingstímabilinu. Okkur er hins vegar
alveg ljóst að þessi skipan mála er
mjög óheppileg og ein ástæðan fyr-
ir því að ég tel nauðsynlegt að
bijóta upp þetta kjaradómskerfi, er
sú að það er óviðunandi fyrir rikis-
valdið að þurfa að hlíta því að
dómur sé að bijóta niður þá stefnu
sem ríkið vill framfylgja í launamál-
um.“
Fjármálaráðherra sagði að ríkis-
valdið yrði auðvitað að hlíta
dómsniðurstöðunni og standa að
þeim samningum sem gerðir hefðu
verið á meðan þeir stæðu.
Horfir ekki vel ef menn
hlíta ekki kjaradómi
— segir forsætisráðherra og lýsir sig sammála
fjármálaráðherra um breytingar á starfi dómsins
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að hann væri í meginatriðum
sammála Þorsteini Pálssyni um að taka beri til athugunar
hvort starfssviði Kjaradóms verður breytt þannig að hann
fjalli ekki um meginhluta launa ríkisstarfsmanna.
„Við ræddum þetta í ríkis-
stjóminni og þessi skoðun kom
fram. Eg verð að segja það að
ég myndi sakna þess öryggis-
ventils sem Kjaradómur er og
þeirrar skynsemismeðferðar sem
mál fá hjá Kjaradómi, ef ekki
nást samningar," sagði
Steingrímur, „en ég viðurkenni
að það horfír ekki vel, ef aðilar
vilja alls ekki sætta sig við niður-
stöður dómsins og mótmæla
jafnvel með því að ganga út og
mæta ekki til vinnu. Ég ólst upp
við það að dómstólamir hefðu
lokaorðið og menn í siðmenntuðu
þjóðfélagi yrðu að sætta sig við
úrskurð þeirra. Það er langt frá
því að við séum sáttir við niður-
stöðu Kjaradóms og teljum hana
vafasama að mörgu Ieyti en okk-
ur er ljóst að við verðum að sætta
okkur við hana.“
„Að þessu sögðu og athuguðu,
þá er ég því samþykkur að það
verði athugað hvort ekki sé rétt
að leggja niður Kjaradóm," sagði
forsætisráðherra, „en það er hins
vegar háð ýmsu, eins og spum-
ingunni hveijir fá verkfallsrétt.
Ég er á móti verkfallsrétti hjá
stéttum sem geta tekið þjóðfélag-
ið kverkataki, eins og þeir sem
hafa með öryggisgæslu og heilsu-
gæslu að gera.“
Forsætisráðherra sagðist jafn-
framt vera því andvígur að
kennarar hefðu verkfallsrétt, því
slíkt gæti komið illa niður á ungu
námsfólki. „Ég verð því að viður-
kenna að ég er heldur íhaldssam-
ur í þessu, en viðurkenni þó eigi
að síður nauðsyn þess að taka
þessi mál til endurskoðunar.“
Forsætisráðherra sagðist jafn-
framt telja nauðsynlegt að taka
störf á vegum ríkisins til endur-
skoðunar. Hlunnindi ríkisstarfs-
manna virtust lítið metin hjá
þeim, svo sem mun betri lífeyris-
réttindi en gerist á almennum
vinnumarkaði, ómæld yfírvinna í
mörgUm tilvikum og æviráðning.
Þessi hlunnindi þyrfti að fella
niður með öllu og þá væri hægt
að fara að gera raunhæfan sam-
anburð við almennan launamark-
að.
Það er mikið um að vera við
bryggjuna þegar vel viðrar
Við bryggjuna
á Blönduósi
Blönduósi.
RÆKJUVEIÐAR Blönduósbáta
hafa gengið ágætlega að undan-
förnu. Sl. miðvikudag voru
Gissur hviti og Sæborgin við
hryggju á Blönduósi og voru að
landa rækju. Að sögn Sigvalda
Þorsteinssonar skipstjóra haml-
ar ísinn ekki veiðum.
Það er alltaf mikið um að vera
á bryggjunni þá sjaldan bátar
Blönduósinga leggja upp afla. Sinna
þarf ýmiskonar viðhaldi á skipunum
og er jafnan handagangur í öskj-
unni. Þennan miðvikudag voru
Trefjaplastsmenn einnig að sjósetja
sinn annan trcíjaplastbát, sem seld-
ur hefur verið til Grindavíkur.
Þegar hafnaraðstaðan verður bætt
aukast umsvifin til muna og er
þetta orðið brýnt hagsmunamál fyr-
ir Blönduósinga.
Jón Sig.