Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 Minning: Kristján Guðmunds- ' son frá Hítarnesi Fæddur 2. febrúar 1894 Dáinn 7. júlí 1986 Þegar mér barst lát Kristjáns Guðmundssonar vinar míns og æskufélaga, fannst mér sem hinir fomu strengir er minntu á þær gleðistundir er við áttum saman við veiðiskap, kveðskap og söng, hefðu brostið. Það væri efni í heila bók ef lýsa ætti hæfileikum Kristjáns Guð- mundssonar. Hann var hagur á hvað sem var, bæði til orða og verka. Veiðiskapur var hans aðalat- vinna og átti hann trillu allstóra. Á sumrin stundaði hann aðallega fugla- og selveiðar og lagði hann jafnan afurðina inn hjá Steingrími í Fiskhöllinni. Ef eitthvað var að vélinni í bátnum, þurfti Kristján enga hjálp. Hann sá strax hvað var að. Einnig tók Kristján að sér að liggja á grenjum og var hann talinn , einhver besta skytta landsins og hefur verið skrifað um hæfni hans á því sviði, bæði í blöð og bækur og segi ég frá því í bók minni er ég gaf út fyrir nokkrum árum. Kristján var afburða músíkalskur og hafði bæði mikla og fallega söng- rödd er hann beitti fyrirhafnarlaust eins og þrautþjálfaður og lærður söngvari og svo nákvæmt söngeyra hafði Kristján að hann söng hvaða millirödd sem var ef því var að skipta. Við æfðum söng saman með aðstoð og undirleik konu minnar og sungum á skemmtunum víða um sveitir. Húmoristi var Kristján með afbrigðum og frásagnarhæfileika hafði hann svo mikla að lýsingar hans á mönnum og málefnum urðu N manni ljóslifandi. Kristján var prýðilegt skáld, þótt hann flíkaði því Iítt og tek ég hér aðeins lítið sýnishom af hæfni hans á því sviði og er það vísa er hann orti þegar hann var á skitteríi. Á steini lá selur er hann hafði skotið. Hún er svona: Feigur sá hvað fyrir lá! Flýja má í sjáinn. Kúlan gráa þýtur þá. Þama lá hann dáinn. Sigurður Nordal heyrði þessa vísu hjá föður mínum og sagði: „Þessi vísa er gimsteinn, hún er ekki aðeins skáldskapur. Hún er málverk." Kristján Guðmundsson fæddist árið 1894 og var tekinn í fóstur af hjónunum Stefáni Einarssyni og Halldóru Jónsdóttur í Hítamesi. Kona Kristjáns var Guðrún Ágústa Gottskálksdóttir smiðs í Borgamesi og eignuðust þau fimm böm: Guð- rúnu Elísabetu, gifta Guðbrandi Elifassyni, vann hjá Eimskip; Þor- stein Valtý lögregluþjón, kvæntan Nönnu Jónsdóttur; Elínbjörgu, gifta Unnsteini Guðmundssyni pípulagn- ingamanni; Sesselíu Áníut (dáin), gifta Guðjóni Guðjónssyni flug- manni frá Cargolux. Það var okkur Kristjáni til mikill- ar ánægju er leiðir afkomenda okkar lágu saman, þar sem dóttur- sonur minn eignaðist fyrir konu dótturdóttur hans. Kristján Guðmundsson bar með sér hlýju hvar sem hann kom og það var alltaf tilhlökkunarefni dætrum mínum, mér og konu minni að fá Kristján í heimsókn að Stóra- hrauni. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans vottum við samúð. Þórarinn Árnason frá Stórahrauni. , Itölsk flugsveit yfir Reykjavík LISTFLUGSVEIT ítalska flug- hersins, Frecce Tricolori (þrílit- ar örvar), kemur til íslands i dag á leið sinn í sýningarferð um Bandarikin. Sveitin er vænt- anleg um kl. 15 og mun renna sér yfir Reykjavík og sýna kúnstir áður en lent verður í Keflavík, sem er áningarstaður sveitarinnar, en hún heldur ferð sinni áfram á morgun. í sýningarsveitinni eru 10 flug- vélar af gerðinni Aermacchi MB339A, sem eru þjálfunarþotur fyrir orrustuflugmenn. Alls koma 12 slíkar hingað ásamt aðstoðar- flugvélum af gerðinni Hercules. Á myndinni má sjá flugsveitina í svokölluðu pýramídaflugi, sem er eitt sýningaratriða hennar. Níu ljósmæður útskrifast í ár útskrifaði Ljósmæðraskóli íslands níu ljós- mæður. Aftari röð frá vinstri: Bima Gerður Jóns- dóttir, Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir, Guðrún Helga Aradóttir, Ema Hrefna Sveinsdóttir, Svava Gústafsdóttir, Sólveig Hrönn Jónsdóttir, Lilja Jóns- dóttir og Ingunn Stefánsdóttir, allar nýútskrifaðar ljósmæður. Á myndina vatnar Eddu Jónu Jónas- dóttur. í fremri röð frá vinstri: Guðrún Eggertsdóttir, aðstoðaryfirljósmóðir, Jón Þorgeir Hallgrímsson dós- ent, Kristín I. Tómasdóttir yfirljósmóðir, Gunnlaugur Snædal prófessor skólastjóri og Eva S. Einarsdóttir ljósmæðrakennari. Kirkjukór Olafsfjarðar, tvöfaldur kvartett á tónleikum í Lovisa. Ólafsfjörður: Norrænt vinabæjarmót í ÓLAFSFIRÐI er nú verið að halda í fyrsta skipti nor- rænt vinabæjarmót. Þar eru samankomnir á annað hundr- að gestir frá hinum Norður- Iöndum. Ólafsfírðingar hófu þátttöku í vinabæjarsamstarfí árið 1977 og hafa tekið þátt í vinabæjarmótum á Norðurlöndunum síðan. Einnig hafa borgimar átt samstarf á öðrum sviðum, t.d. hafa ungling- ar frá Ólafsfirði dvalið ytra við skíðaiðkun. Vinabæimir em Hillerod í Danmörku, Horten í Noregi, Karlskrona í Svfþjóð og Lovisa í Finniandi. Síðasta mót var haldið í Horten og fóm 25 manns frá Ólafsfirði til mótsins. Árið 1982 sótti 50 manna hóp- ur frá Ólafsfirði vinabæjarmót í Lovisa í Finnlandi og notaði þá tækifærið og ferðaðist í þijár vik- ur um Norðurlönd og skoðaði meðal annars vinabæina. Ferðin var farin á vegum Ólafsfyarðar- kaupstaðar og kirkjukórs Ólafs- fjarðar sem hélt tónleika í ferðinni og söng við samnorræna guðsþjónustu í Lovisa. Gestimir komu til Ólafsfjarðar að kvöldi fimmtudags og var fyr- irhugað að dagskráin hæfíst sl. föstudagsmorgun með guðsþjón- ustu í Ölafsfjarðarkirkju. Á föstudeginum var einnig fyr- irhuguð ferð í Skagafjörð og/eða Eyjafy'örð. Um kvöldið átti síðan að skoða miðnætursólina úti í Ólafsfyarðarmúla. Á laugardeginum er fyrir- huguð sundkeppni og tennis fyrir hádegi en skoðunarferð um bæ- inn og fjörðinn eftir hádegi. Að henni lokinni eiga gestir að geta valið um veiðiferð, útreiðartúr, íþróttir eða bara hvfld. Um kvöldið á loks að halda lokahóf með skemmtiatriðum og dansi. Þar skemmta skemmti- kraftar úr Ólafsfirði auk Símonar ívarssonar gítarleikara, Viktoríu Spans söngkonu og hljómsveitar Finns Eydal sem leikur fyrir dansi. Alla mótsdagana verður síðan opin sýning Kristins G. Jóhanns- sonar listmálara og fyrrum skólastjóra í Ólafsfírði. Sýningin er í gagnfræðaskóla Ólafsfyarðar. GENGIS- SKRANING Nr. 128- 11. júlí 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 41,260 41,380 41,270 St.pund 62,544 62,726 63,288 Kan.dollari 29,960 30,048 29,713 Dönskkr. 5,0680 5,0828 5,0680 Norsk kr. 5,4766 5,4925 5,5038 Sænskkr. 5,7970 5,8138 5,8000 Fi. mark 8,0973 8,1209 8,0787 Fr. franki 5,8926 5,9097 5,8945 Belg. franki 0,9189 0,9216 0,9192 Sv.franki 23,1473 23,2146 23,0045 Holl. gyllini 16,7942 16,8430 16,6849 V-þ. mark 18,9179 18,9729 18,7945 Ít. líra 0,02756 0,02764 0,02736 Austurr.sch. 2,6910 2,6988 2,6723 Port. escudo 0,2769 0,2777 0,2765 Sp.peseti 0,2972 0,2980 0,2942 Jap.yen 0,25627 0,25702 0,25180 Írsktpund 56,912 57,078 56,781 SDR(Scrst. 48,7782 48,9203 48,5165 ECU, Evrópum. 40,4492 40,5669 40,3765 Belg. fr.Fin. 0,9133 0,9160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.