Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 *> ; Guðmundur J. Guðmundsson: Rannsóknin hefur hreins- að mig af öllum áburði „ÉG ER ákaflega hreint ánægður með þessa ákvörðun ríkissaksóknara, og í mínum augum er þessu máli lokið. Hins vegar býst ég við því að þau tvö sorpblöð sem heita Þjóðviljinn og Helgar- póstur haldi áfram sínum árásum, brigslyrðum og níði, eins og þau hafa gert þennan tíma, ein blaða,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands, þegar niðurstaða ríkissaksóknara lá fyr- ir, þess efnis að að engin ástæða væri til málsókn- ar gegn honum og að hann tengdist Hafskipsmál- inu ekki með neinum öðrum hætti. Morgunblaðið ræddi niðurstöður ríkissaksóknara, svo og bréfa- skipti hans og Alberts Guðmundssonar við Guðmund í gær, en í bréfi Alberts til Guðmundar staðhæfir hann m.a. að Guðmundi hafi frá upp- hafi verið kunnugt um að sameiginlegur vinur þeirra beggja ætlaði fyrir orð Alberts að safna farareyri handa Guðmundi. Bréf þeirra Guð- mundar og Alberts eru birt í heild hér á opnunni. Guðmundur sagðist vilja rekja í örstuttu máli hvemig þetta mál hefði borið að. Hann sagði þá m.a.: „Ég er staddur í Genf þegar ég fæ um það lauslegar fréttir að ég sé flæktur í þetta Hafskips- mál. Mér var ekki nokkur leið að koma því heim og saman hvemig ég gæti komið þar við sögu. Síðan fékk ég um það afdráttarlausar og afgerandi fréttir, þar sem mér var sagt að í sjónvarpinu hefði verið frétt, sem upphaflega hefði komið frá Ritzau-fréttastofunni, og hún hefði verið send um ölí Norðurlönd. Þessi frétt var í meg- inatriðum höfð eftir manni, sem var búinn að sitja í gæsluvarðhaldi svo vikum skipti. í þessari frétt var það borið að þessir fjármunir til mín hafi verið ein besta fjárfesting Hafskips. Þetta er birt athugasemdalaust í sjónvarpinu, undir því yfírskyni að þetta sé orðin Evrópufrétt, ef ekki alheimsfrétt. Nú, þegar sak- sóknari byijar að framkvæma sína rannsókn kemur það snarlega í ljós, að þetta em allt saman raka- laus ósannindi. Framkvæmdastjóri Hafskips hefur aldrei látið þessi orð falla við yfírheyrslur." Guðmundur sagði að þegar þetta hefði komið í ljós hefði hann spurt sjálfan sig hvort allir sæju ekki af hveiju þessu hefði verið komið á kreik: „Þetta er gert til þess að rýja mig mannorðinu, en ekkert hirt um staðreyndir. Hvem- ig í ósköpunum geta þeir haft orðrétt eftir manni, sem er búinn að vera lengi í gæsluvarðhaldi?" Guðmundur sagðist fyrst og fremst hafa farið fram á rannsókn málsins vegna þeirra manna sem hann stæði næst, verkafólksins. Þessi rannsókn hefði staðið í þijár vikur og verið mjög ítarleg. „Hver er svo niðurstaðan," spurði Guð- mundur, „hún er sú að það er ekki minnsti fótur fyrir fréttinni í einu eða neinu. Ég er á engan hátt tengdur Hafskipsmálinu, seg- ir ríkissaksóknari. Ég hef skrifað Albert Guðmundssyni og endur- sent honum þessa peninga með vöxtum. Þessi peningaupphæð, 100 þúsund krónur, er frá ein- hveijum þriðja aðila, einhveijum fyrrverandi starfsinanni Hafskips og tilkomin með ólöglegum hætti, að því er mér skilst. Ég bað Al- bert að koma þessum peningum til skila. Öðru fremur vil ég halda mann- orði mínu og trausti minna félags- manna,“ sagði Guðmundur, og hann sagðist ekki minnast þess að menn hefðu krafíst rannsóknar á rógi og óþverra um sig og sagt af sér öllum trúnaðarstörfum á meðan á rannsókn stóð. „Nú tek ég aftur við þeim trúnaðarstörfum öllum, sem mér hafa verið falin,“ sagði Guðmundur. „Þriggja vikna rannsókn ríkis- saksóknara hefur hreinsað mig af öllum áburði. Ákveðin sorpblöð eins og Þjóðviljinn og Helgarpóst- urinn, sem ég legg að jöfnu, virðast geta borið hvers konar lyg- ar og óhróður á hvem þann sem þeim dettur í hug og síðan þurfa viðkomandi menn að geta afsann- að upplognar ásakanir," sagði Guðmundur. Guðmundur ítrekaði það sem hann hefur áður sagt, að viðskipti hans og Alberts hefðu ekki mark- ast af því að annar var verkalýðs- foringi og hinn fjármálaráðherra, heldur hefði þetta byggst á yfir 20 ára vináttu — náinni, persónu- legri vináttu, sem væri yfír alla pólitík hafín. „Hjálpsemi ogtryggð milli vina hafa aldrei í mínum augum verið pólitískar rnútur," sagði Guðmundur, „ef ég hefði Reykjavík, 10. júlí 1986 Kæri Albert. í tilefni af bréfí ríkissaksóknara til mín í dag, verð ég að skrifa þetta bréf og jafnframt að birta það opinberlega vegna þeirrar viða- miklu umQöllunar í fjölmiðlum, sem samskipti okkar hafa fengið. Ekki er þó ástæða til að hafa um þetta mjög mörg orð. í nóvember 1983 bauðst þú í mikilli vinsemd og af þinni alkunnu hjálpsemi að taka þátt í kostnaði í heilsubótarferð minni til Banda- ríkjanna, þegar heilsa mín var á þann veg að læknar kröfðust þess, að ég léti verða af því að taka hvíld erlendis, ef ekki ætti illa að fara. Fyrir nokkrum vikum, er ég var staddur erlendis, fékk ég þær frétt- ir, að ég væri tengdur svokölluðu Hafskipsmáli. Mér var þetta í fyrstu hulin ráðgáta. Síðar var mér sagt farið að þeim reglum, sem stjórn- málafræðingar og félagsfræðing- ar, öðru fremur Þjóðviljans, hafa verið að predika að undanfömu, hefði ég aldrei talað við föður minn, sem hafði mjög harðar pólitískar skoðanir, algjörlega andstæðar mínum. Þrátt fyrir það var alla tíð ákaflega kært milli okkar feðga. Mín siðfræði er sú að halda tryggð við félaga mína og vini, hvar sem þeir eru í pólitík, þannig að ég mun ekki taka upp siðfræði Þjóðviljans, enda tel ég þá lítt aflögufæra hvað siðfræði- kennslu varðar." Guðmundur kvaðst ekki telja að niðurstaða ríkissaksóknara í máli hans myndi breyta neinu um afstöðu andófsliðsins innan Al- þýðubandalagsins gegn honum. „Mér hefur nú skilist af Þjóðviljan- um, það sem ég hef nennt að lesa af honum, að rannsóknin skipti engu máli. Það er einhver æðri siðfræði sem ræður ríkjum á Þjóð- viljanum." — Nú staðhæfír Albert í bréfi sínu til þín í dag, að þér hafí frá upphafí verið kunnugt um að aldrei stóð til að fjárstuðningurinn við þig rynni eingöngu úr hans vasa, svo og hafí þér verið kunnugt um að hann fékk sameiginlegan vin ykkar beggja, Björgólf Guðmundsson, til þess að safna þessu fé. Hvað segir þú um þessar staðhæfíngar, Guð- mundur? „Báðar þessar fullyrðingar eru gjörsamlega rangar, enda væri al- gjörlega útilokað að ég samþykkti að einhver atvinnurekandi stæði fyrir einhverri fjársöfnun til mín. Það hefur reyndar komið fram í máli Harðar Sigurgestssonar for- stjóra Eimskips, að það hafí verið skilyrði að ég kæmist aldrei að því hvaðan peningarnir væru. Ég fékk fyrst vitneskju mjög nýlega að Björgólfur hafði staðið fyrir þessari söfnun. Það var eftir að ég kom heim, og fór að ganga á Albert. Hann sagði mér þá að hann hefði beðið Björgólf um að ganga í mál- ið,“ svarar Guðmundur. — Albert segir jafnframt í bréfí sínu til þín að hann skilji ekki vax- taútreikningana á bak við ávísunina sem þú sendir honum sem endur- greiðslu og hann hefur nú endur- sent þér. Ber ekki einhveija upphæð í milli hjá ykkur? umbúðalaust, að peningarnir sem okkur fóru i milli, hafí ekki komið frá þér, heldur hafi þeir verið tekn- ir úr sjóðum Hafskips hf. Mál þetta var biásið upp af ríkis- fjölmiðlunum, og fjallað var um það á þann veg, að ég væri sakamaður aldarinnar. Sótt var að mér víða og mér ekki vandaðar kveðjumar. Helgarpósturinn og Þjóðviljinn snéru bökum saman (eða voru það sömu mennirnir?) til að níða af mér æruna og sérstaklega var þeim umhugað að rýja mig því trausti, sem ég hafði áunnið mér hjá um- bjóðendum mínurn í Dagsbrún og Verkamannasambandinu. Það sem ég taldi vera vinargreiða af þinni hálfu hefur snúist upp í andhverfu sína og hefur orðið að mesta bjamargreiða lífs míns. Ég hlaut að biðja um opinbera rannsókn málsins. Hvað sem öðm „Það sem ber á milli í þessu er að Albert Guðmundsson telur að þetta hafí verið 120 þúsund krónur en ég segi að þetta hafí verið 100 þúsund krónur. Hvers vegna ætti ég að vera skrökva því? Þegar ég taldi þessa peninga eftir að ég fékk þá, vom þetta 100 þúsund krónur. Það sem ég vantreysti í þessu er ekki það að Albert hafi tekið þessa peninga, heldur að fjármálaóreiðan hjá Hafskip hafí verið slík að þess- ar 20 þúsund krónur hafi misfarist hjá þeim. Ég treysti engum upplýs- ingum þaðan." — Hafíð þið Albert eitthvað ijall- að um þessa upphæð ykkar á milli nú nýverið? „Já, hann hefur lýst áhyggjum sínum yfír því að okkur skuli ekki bera saman um þessa upphæð og að hann líti út eins og þjófur. Ég hef sagt við hann að það hafí aldr- ei flökrað að mér að hann hafí tekið þessi 20 þúsund, en eins og ég sagði áðan, þá tortryggi ég þá sem að baki stóðu og yfírleitt öll fjármál hjá Hafskip, eins og þau hafa kom- ið í ljós." „Frá minni hálfu er hér um vinslit að ræða“ — Er hægt að líta á bréfaskipti ykkar í dag á annan hátt en að hér sé um vinslit að ræða? „Frá minni hálfu er hér um vin- slit að ræða.“ — Leggur þú ekki sama skilning í bréf Alberts, þ.e. að hann sé að slíta vinskap við þig? „Þetta bréf Alberts fínnst mér hreint óþokkabragð, en hitt er ann- að mál, að ég held að hann fari verst út úr þessum bréfaskrifum sínum sjálfur. Efni bréfsins gengur þvert á við hans fyrri framburð. Ég hefði óskað honum betra hlut- skiptis í þessu máli öllu." — Vináttan sem þú vitnar til hér að framan, hafín yfir pólitík, á sér yfír 20 ára sögu, tryggð og hjálp- semi. Er þessi siðfræði sem þú boðar sem andstæðu siðfræði Þjóð- viljans, þegar þú talar um vináttu þína við Albert, ekki fallin, fyrst nú er um vinslit að ræða hjá ykk- ur, eftir öll þessi ár? „Ég hef aldrei reynt svona af Albert, en eftir svona yfírlýsingar sem ganga þvert á hans fyrri yfír- lýsingar og eftir að hann lætur skapsmuni sína stjómast af hefni- gimi á vini sína, af því að honum gengur ekki eitthvað í haginn, þá hlýtur að koma til vinslita. Ég er fyrst og fremst hryggur yfir því — leið varð ég að fá úr því skorið af bærum yfirvöldum, hvort ég hefði gerst sekur um refsivert og/eða ólögmætt athæfí að taka við pen- ingum úr þinni hendi í góðri trú síðra árs 1983. Nú liggur sú niðurstaða saksókn- ara fyrir, að ég hef í engu brotið gagnvart lögum. En það er ekki allt málið, það vissi ég fyrir. Hitt er sínu verra: Hin opinbera rannsókn staðfestir, að peningarnir komu alls ekki frá þér — þeir komu með ólögmætum hætti frá þriðja aðila. Við það get ég ekki unað og því sendi ég þér meðfylgjandi banka- ávísun að upphæð kr. 152.250,- sem er höfuðstóllinn, ásamt vöxtum frá 1983 og bið þig að koma þessum peningum til skila. Guðmundur J. Guðmundsson. Guðmundur J. Guðmundsson ákaflega leiður og hryggur — og hefur mér þótt þetta sárast í öllu þessu máli. Ég held að ég hafí ekki sýnt Albert í einu eða neinu óheiðar- ieik eða ódrenglyndi og ég er ákaflega hryggur yfír því að okkar vinskap skuli ljúka svona. Ég vil trúa því að þetta sé gert í fljót- fæmi og reiði." Bréf sak- sóknara vegna máls Guðmundar Til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Með bréfí Rannsóknarlögreglu ríkisins, dagsettu 7. þ.m., hefur borist rannsókn, sem fram hefur farið að tilhlutan þessa embættis vegna óskar Guðmundar J. Guð- mundssonar, alþingismanns, um það hvort tiltekinn ijárstuðningur, sem hann veitti viðtöku í nóvember 1983 úr hendi Alberts Guðmunds- sonar, þáverandi flármálaráðherra, tengdi hann rannsókn svonefnds Hafskipsmál og hvort greiðsla þessi hafi verið þess eðlis að honum hafí hvorki verið rétt eða heimilt að taka við henni á sínum tíma. Fyrir liggur af greiðslugögnum, að um var að ræða fjármuni Haf- skips hf., sem greiddir höfðu verið samkvæmt ákvörðunum forráða- manna félagsins, út af sérstökum hlaupareikningi, er skráður var á nafn og var í umsjón og vörslum eins af fyrrverandi starfsmönnum þess félags. Ágreiningur er með aðilum um fjárhæð, því viðtakandi segir greiðsluna hafa verið kr. 100.000, en í greiðslugögnum Hafskips hf. og skýrslum milligöngumanna að afhendingu Ijármunanna, sem Guð- mundi voru afhentir í reiðufé, er umrædd greiðsla tilgreind og sögð hafa verið kr. 120.000. Af hálfu ákæruvalds var mælt fyrir um rannsókn þessa með bréfí, dagsettu 19. f.m., og skyldi hún fara fram í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum forráðamanna Hafskips hf. vegrta notkunar þeirra á sérstökum hlaupareikningum, svo sem áður er vikið að. Guðmundur J. Guðmundsson hefur því rettilega verið yfírheyrður sem vitni í máli þessu. Af rannsókn þeirri, sem fyrir liggur um það afmarkaða efni er varðar viðtöku Guðmundur J. Guð- mundssonar á fyrrgreindum pen- ingum, er ljóst, að Guðmundur .1. Guðmundsson hefur í þessu máli réttarstöðu vitnis og er því þegar af þeirri ástæðu unnt að taka fram, að á grundvelli þessarar rannsóknar verður eigi um neina málssókn gegn honum að ræða. Ekki er heldur vit- að til þess að Guðmundur J. Guðmundsson tengist með neinum öðrum hætti rannsókn svonefnds Hafskipsmáls. F.h.r. Bragi Steinarsson. Bréf Guðmundar til Alberts i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.