Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986 5 ú Þorsteinn A. Jónsson sagði í framsöguræðu sinni að það væri hrein og klár „lygi“, sem haldið væri fram í forsendum dóma Kjara- dóms, að Launamálaráðið hefði ætlað að taka þátt í „þjóðarsáttinni frá í febrúar“. „Kjaradómur hefur lýst sig vanhæfan til að Qalla um okkar mál og því hlýtur niðurstaðan að vera sú, að þetta hafi verið okk- ar síðasta tilraun til vitsmunalegrar kjarabaráttu," sagði hann. Gunnar G. Schram, formaður BHM, sagði að aldrei fyrr í sögu bandalagsins hefði verið unnið jafn vel að undirbúningi málsóknar og kjarabaráttu sem nú. Niðurstaða Kjaradóms nú sýndi svart á hvítu, að háskólamenn gætu ekki lengur unað við gildandi lög um kjaramál sín, Kjaradómur hefði runnið sitt skeið á enda og frjálsir samningar hlytu að taka við. Þegar í stað bæri að heíj'a undirbúning nýrrar lagasetningar í því skyni. Tveir aðrir forystumenn úr aðild- arfélögum BHMR fluttu stutt ávörp á fundinum en aðeins örfáir fundar- menn aðrir tóku til máls að loknum framsöguræðum. Greinilegt var þó af undirtektum fundarmanna og máli þeirra, sem stigu í pontu, að þungt var í þeim og mikið ergelsi jrfír niðurstöðum Kjaradóms. I fundarlok gat Þorsteinn A. Jónsson um næstu skref í kjarabar- áttu aðildarfélaga ráðsins. „Við munum strax eftir helgina krefjast viðræðna um fullan samningsrétt," sagði hann. „Við munum segja upp gildandi samningum og kreflast við- ræðna um nýjan samning og loks verða stjómir hvers aðildarfélags fyrir sig að ganga á fund fjármála- ráðherra og krefjast þess, að hann standi við gefín loforð um leiðrétt- ingu launa okkar. Við verðum að sanna fyrir fjármálaráðherra, að þolinmæði okkar er þrotin. Við munum sækja fulla leiðréttingu á kjörum okkar, svo ekki muni lengur að meðaltali 23-24 þúsund krónum á launum okkar og launum fólks í sambærilegum störfum á almenn- um vinnumarkaði. Til að vinna sigur í þeirri baráttu þurfum við að sýna samtakamátt okkar,“ sagði Þor- steinn A. Jónsson. Landspítalinn: Neyðarástandi lýst yfir vegna veikinda hjúkrunarfræðinga LÝST var yfir neyðarástandi á fimm handlæknisdeUdum og einni lyflæknisdeild Landspítalans í gærdag, þeg- ar ljóst var að ekki tækist að sinna lágmarksþjónustu á kvöld- og næturvakt vegna veikindaforfalla hjúkrunar- Seyðisfjörður: 900 manns og250 bílar með Norrönu UM 900 manns og 250 farartæki komu með færeyska farþega- skipinu Norrönu til Seyðisfjarð- ar á fimmtudag. Þar af voru 25 bílar á sóldekki skipsins. Jónas Hallgrimsson, umboðsmaður skipafélagsins, segir að gamla sagan sé að endurtaka sig. Far- þegarnir og flutningarnir séu að sprengja skipið utan af sér eins og gerðist með gamla SmyriIT- Jónas Hallgrímsson sagði enn- fremur í samtali við Morgunblaðið, að útlit væri fyrir svipaðan fjölda farþega og farartækja í næstu tveimur ferðum. Ferðir skipsins hefðu gengið mjög vel í sumar og nú væri farþegaijöldinn orðinn svip- aður og á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að skipið hefði farið einni ferð minna. Því væri útlit fyrir góða nýtingu á skipinu og góða afkomu. Jón Kr. Hafstein tannlæknir kom til Húsavíkur í vikunni færandi hendi. í nafni Havsteens-systkin- anna afhenti hann Safnahúsinu á Húsavík myndir af sýslumanns- hjónunum Þórunni og Júlíusi, en áður hafði Safnahúsinu borist um 100 ljósmyndir til varðveislu, teknar af byggingu hafnarmannvirkja á Húsavík, en Júlíus sýslumaður var á sínum tíma mikill hvatamaður og forgöngumaður þess. Myndimar eru flestar teknar af syni sýslu- mannsins, Jóhanni fv. forsætisráð- herra, sem á þessum árum vann fræðinga í BHMR. Neyðar- ástandinu var aflétt síðar um daginn, eftir að nokkrir hjúkrunarfræðingar innan BHMR urðu við þeirri beiðni að koma aftur til vinnu. 25 hjúkrunarfræðingar í BHMR á Landspítalanum tilkynntu áfram veikindi í gærmorgun, en þeir veikt- ust skyndilega eftir að úrskurður Kjaradóms lá fyrir og mættu ekki til vinnu á fimmtudaginn heldur. Af þeim sökum varð að fresta að- gerðum á Landspítalanum, draga úr innlögnum og flýta útskriftum. Hjúkrunarframkvæmdastjórar lýstu svo yfír neyðarástandi í gær, þegar fyrirsjáanlegt var að öryggi sjúklinga yrði stefnt í voða í gær- kvöldi og nótt vegna manneklu. Birna Flygenring, hjúkrunar- framkvæmdastjóri lyflæknisdeilda, sagði að þá hefði verið gripið til þess ráðs að hringja í þá hjúkr- unarfræðinga sem voru frá vinnu vegna veikinda og biðja þá að koma á kvöld- og næturvakt. „Hjúkrunar- fræðingar brugðust vel við og féllust á að manna deildimar svo hægt væri að aflétta neyðar- ástandi," sagði Bima. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði að spítalinn hefði getað sinnt öilum lífsnauðsyn- legum hlutum, en vitanlega færi margt úrskeiðis þegar svo margir væm frá vinnu. Hann kvaðst ekki vita hvort áframhald yrði á þessum forföllum hjúkrunarfræðinga, en Bima Flygenring sagði í gær að engin veikindaforföll hefðu verið tilkynnt í dag. Árni Reynisson framkvæmdastj óri Félags stórkaupmanna: „Enginn ágreiningur við Verðlagsstofnun“ FRAMKVÆMDASTJÓRI Félags íslenskra stórkaupmanna, Árni Reynisson, óskaði eftir því að koma á framfæri athugasemdum vegna ummæla Georgs Ólafssonar, verðlagsstjóra, í blaðinu í gær. „Fyrir- sögn fréttarinnar gaf það til kynna að enn væri einhver ágreiningur milli félagsins og Verðlagsstofnunar um samanburð hennar á verði í Reykjavík og Glasgow. Á fundi okkar á miðvikudag komum við á framfæri gagnrýni okkar og er ekki lengur um ágreining að ræða.“ Ámi sagði að túlkun manna á fyrir vömr sínar en smásöluverð er niðurstöðum könnunarinnar hlyti í Glasgow. „Mér fínnst hinsvegar alltaf að verða smekksatriði. Georg ánægjulegast að í 78% tilvika er hefði talið það markverðast að í 22% innkaupsverð okkar gott,“ sagði tilfella borga heildsalar hærra verð Árni. Sýslumannshj óna minnst á Húsavík Húsavík. 100 ÁR ERU á sunnudaginn 13. júií liðin frá fæðingu Júlíusar Hav- steen fyrrverandi sýslumanns Þingeyinga á Húsavík. í tilefni þess munu börn hans og aðrir ættingjar minnast þeirra tímamóta á ýms- an hátt. við hafnarframkvæmdirnar. Við lát konu sinnar, frú Þómnn- ar Havsteen, stofnaði Júlíus sýslu- maður minningarsjóð til styrktar börnum og unglingum á Húsavík og er sjóðurinn í vörslu Kvenfélags Húsavíkur. í tilefni nefndra tíma- móta hefur Hafsteins-fjölskyldan gefið veglegar gjafir til styrktar sjóðnum. Húsvíkingar minnast Havsteens-ijölskyldunnar á þessum tímamótum með vinsemd, hlýhug og þökk fyrir vel unnin störf. Fréttaritari igSAMSUMG TI/V1AJ\II\IA TAKN ÖRBYLGJUOFN meö snúningsdiski A VERÐI SEM SLÆR ALLT ÚT! Kr. 10.900 stgr. 3.000 út — eftirstöðvar á sex mánuöum! íslenskur leidarvísir Námskeið innifalið í verði L •f Laugavegl 63 - Síml 62 20 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.