Morgunblaðið - 12.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1986
3
Skiparakstur p/f:
Hefur fiskflutn-
inga frá Aust-
fjarðahöfnum
FÆREYSK-íslenzka fyrirtækið Skiparakstur festi fyrir nokkru kaup
á flutningaskipi, sem verður i siglingum milli Færeyja, íslands, Bret-
lands og Danmerkur. Auk ýmissa hefðbundinna flutninga, mun skipið
flytja ferskan fisk í gámum til Hull og Grimsby.
Jónas Hallgrímsson, umboðsmað-
ur Skiparaksturs hér á landi, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að skip-
ið væri að fara frá Álaborg í
Danmörku og myndi koma við í
Þórshöfn á leið sinni hingað. Hér
færi það á Norðurlands- og Aust-
flarðahafnir og til Hull með viðkomu
í Þórshöfn. Síðan lokaði það hringn-
um í Álaborg. Jónas sagði talsverðan
áhuga á því hjá mönnum á Norður-
og Austurlandi að koma gámum með
ferskum físki utan með skipinu, enda
teldu þeir sig nokkuð afskipta hvað
mögulegar gámasendingar varðaði.
Hann væri sjálfur ekki hl}mntur því
að flytja atvinnu úr landi, en nauð-
synlegt væri fyrir skipafélagið að
geta boðið þá þjónustu, sem óskað
væri og aðrir byðu upp á.
Nýja skipið er 68 metrar á lengd
og 15 á breidd og getur borið á
annað hundrað gáma. Jónas sagði
að flutningsgjöld hefðu enn ekki
verið ákveðin, en taldi félagið verða
fært um að keppa við önnur skipafé-
lög.
Dalvík:
Krislján Þór
Júlíusson ráð-
inn bæjarstjóri
Á bæjarstjórnarfundi á Dalvík,
þriðjudaginn 8. júlí sl. var Kristj-
án Þór Júlíusson ráðinn bæjar-
stjóri næsta kjörtímabil. Hann var
valinn úr hópi 6 umsækjenda og
hlaut 5 atkvæði af 7 í skriflegri
atkvæðagreiðslu.
Kristján Þór Júlíusson er Dalví-
king^ur, fæddur 15. júlí 1957 sonur
Júlíusar Kristjánssonar og Ragn-
heiðar Sigvaldadóttur. Hann lauk
stúdentsprófí frá M.A. árið 1977,
prófi af 2. stigi Stýrimannaskólans
í Reykjavík árið 1978 og var til sjös
Kristján Þór JÚlíusson.
ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri.
Árið 1984 lauk hann námi frá Há-
skóla íslands í íslensku og almennri
bókmenntafræði ásamt kennslurétt-
indum og hefur frá þeim tíma starfað
sem kennari við Dalvíkurskóla.
Sambýliskona Kristjáns er Guð-
björg Ringsted, myndlistarmaður og
eiga þau eina dóttur. Fréttaritarar.
Nýr gangstígur í Heiðmörk opnaður
„Gönguleiðimar I Heiðmörkinni em alveg
dásamlegar," sagði Þórunn Lárasdóttir fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags íslands í samtali við
Morgunblaðið af því tilefni að sl. fimmtudag
bættist við tveggja kílómetra kafli, þegar
gangstígur sem Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefur látið gera um tijálundi nokkurra félaga-
samtaka í Heiðmörk, var opnaður. Stígurinn á
eftir að Iengjast í sjö kílómetra þegar yfir lýk-
ur. Meðal félaga sem era með tijálundi þaraa
era ferðafélagið, Normannslaget, sem er félag
Norðmanna á íslandi, Akóges, Vélstjórafélagið
ofl. Meðfylgjandi mynd var tekin, þegar stígur-
inn var formlega opnaður og fremstir fara
Haukur Bjarnason frá Ferðafélaginu og Vil-
hjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri
Skógræktarfélagsins.
Nefnd til höfuðs notkun
og útbreiðslu fíkniefna
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur í samræmi við ákvörðun ríkissljórnar-
innar skipað framkvæmdanefnd til þess að samhæfa aðgerðir í
baráttunni gegn útbreiðslu og notkun ávana- og fíkniefna hér á landi.
í fréttatilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu segir, að nefndinni sé
ætlað að vinna að samræmingu hug-
mynda og verkefna einstakra
ráðuneyta í vímuefnavömum og leita
eftir samstarfí við stofnanir og sér-
fræðinga og þau mörgu áhuga-
mannasamtök, sem vilja leggja lið
baráttu gegn þessari vá. Jafnframt
skal nefndin gera tillögur til ríkis-
stjómarinnar um framkvæmd mála
á þessu sviði.
í nefndinni eiga sæti Helga Jóns-
dóttir, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, formaður, Erlendur Kristjáns-
son, æskulýðsfulltrúi ríkisins.
tilnefndur af menntamálaráðherra,
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í
Reykjavík, tilnefndur af dómsmála-
ráðherra, Gylfí Kristinsson, deildar-
stjóri, tilnefndur af félagsmálaráð-
herra, Bjamveig Eiríksdóttir,
lögfræðingur, tilnefnd af íjármála-
ráðherra, Jóhannes Bergsveinsson,
yfirlæknir, tilnefndur af heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra og séra
Jón Bjarman, tilnefndur af biskupi
Islands.
ViÖ undirbúum lokun um stundarsakir vegna breytinga
á versluninni og bjóöum
afslátt af öllum vörum
PELSINN
Kirkjuhvoli sími 20160
og á mánudag, þriöjudag og miövikudag
kl. 13:00-18:00.
NýtiÖ ykkur einstakt tækifæri til aö eignast glæsilega
vöruágóöuveröi.
• Pelsar
• LoÖskinnshattar og -húfur
W Leöurkvenföt; kápur, buxur, pils og dragtir
• Leöurherraföt; jakkar og buxur