Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
5
Skákmenn æfa
fyrir Olympíu-
mótið í haust
LANDSLIÐ íslands frá síðasta Ólympíuskákmóti hefur nú
hafið æfingar af kappi fyrir næsta Ölympíumót, sem fram fer
í Dubai í Sameinuðu Arabafurstadæmunum í nóvember næst-
komandi. Liðið verður þó ekki endanlega valið fyrr en eftir
Islandsmótið í september, því tveir efstu menn úr þvi öðlast
rétt til þátttöku á Ólympíumótinu, ásamt fjórum stigahæstu
skákmönnum landsins.
Teflt er á Ijóram borðum á
Ólympíumótum, en algengast er
að hver þjóð sendi sex manna lið,
fjóra fastamenn og tvo varamenn.
Lið íslands árið 1984 var þannig
skipað: Helgi Ólafsson tefldi á
fyrsta borði, Margeir Pétursson á
öðru, Jóhann Hjartarson á þriðja
og Jón L. Ámason á fjórða. Guð-
mundur Siguijónsson og Karl
Þorsteins voru varamenn. Líklegt
má telja að liðið verði eins skipað
í Dubai, nema óvænt úrslit verði
á íslandsmótinu. Alltént eru þeir
Helgi, Margeir, Jóhann og Jón L.
sjálfkjömir í liðið, sem stigahæstu
menn landsins. Liðstjóri ólympíu-
liðsins er Kristján Guðmundsson,
en hann stjómaði liðinu á
Ólympíumótinu í Grikklandi 1984.
ísland hafnaði þá í 16. sæti.
40.000 pakkar af
skreið til Nígeríu
LESTUN á um 40.000 pökkum
af skreið er nú að hefjast á veg-
um íslenzku umboðssölunnar.
Skreiðin fer til Nígeríu, en þang-
að hefur géngið mjög erfiðlega
að selja skreið undanfarin miss-
eri.
Ámi Bjamason, starfsmaður ís-
lenzku umboðssölunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að lestun
þessarar skreiðar hæfist í Vest-
mannaeyjum á þriðjudag. Markað-
urinn í Nígeríu væri erfiður, en
unnið væri að því að ná frekari
samningum um sölu og greiðslu-
tryggingu samhliða þeim. í þessu
tilfelli væri veittur þriggja mánaða
greiðslufrestur og greiðslan tryggð
í banka í London. Verðið væri álíka
lágt og verið hefði undanfarið eða
um 40% af gildandi verði, þegar
skreiðarmarkaðurinn hefði enn tek-
ið á móti miklu magni, fyrir um
þremur árum.
Mikill lax á
Ölfusársvæðinu
AU mikill lax er genginn í jökul-
vötnin í Ámessýslu og er það
mikið til stórfískur. Smálax er þó
farinn að koma í aflann. Á „Stóln-
um“ í Ölfusá hafa komið góð
„skot“ og í Langholti og Snæfoks-
stöðum í Hvítá hefur veiði verið
góð, betri á síðamefnda staðnum
framan af, en á fyrmefnda staðn-
um síðar. Þar era nú komnir um
120 laxar á land á 3 stangir og
era það yfirleitt stórlaxar, allt að
22-24 punda, og hafa þó nokkrir
slíkir veiðst og einnig 17-20
punda. Þama er mikill lax, en
tekur illa suma daga. Vatnið er
gott á þessum slóðum, ekki of
skítugt.
Hægt og rólega í
Stóru-Laxá
Veiðin gengur heldur rólega í
Stóra-Laxá, þar era komnir um
65 laxar á land, eða vora komnir
á sunnudag, 29 af svæðum 1 og
2, 10 af svæði 3 og 26 af svæði
4. Á efsta svæðið, sem er trúlega
fallegasta svæðið í ánni fæst enn
talsvert af veiðileyfum hjá SVFR.
Laxinn sem veiðst hefur í Stóra
Laxá hefur verið gríðarvænn að
jafnaði, varla fiskur undir 12
pundum og allt að 19 punda.
Mjög góð veiði
í Blöndu
Afar góð veiði hefur verið í
Blöndu það sem af er og era
komnir milli 600 og 700 laxar á
land eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst. Að minnsta kosti
tveir 21 punds fiskar vora stærst-
ir í aflanum síðast er fregnaðist
og meðalvigtin er afar góð. Þá
er þess að geta, að rúmlega 300
laxar hafa gengið um teljarann í
laxastiganum í Ennisflúðum og
hefur frést af einhverri veiði í
Svartá þó tölur þar um vanti.
*
Ymsar smáár
Það getur verið erfitt að afla
fregna úr ýmsum af smærri lax-
veiðiánum, símar era yfirleitt ekki
í veiðihúsum og veiðimenn fjarri
því allir reiðubúnir að nefna tölur
yfir veiði ef á þá er gengið, eink-
um fyrir þá sök að þeir vita það
hreinlega ekki, vita kannski bara
hvort veiði hefur verið einhver eða
engin. Við höfum þó fregnað, að
menn hafi verið að fá’ann í Hallá
og þar hafí meðal annars verið
landað veiðiþjófum sem vora að
laumast með net. Sömu sögu er
að segja frá Fróðá, þar vora menn
fyrir skemmstu og veiddu lítið og
vora ekki hissa á því er þeir
bragðu sér niður í Vaðal til að
ná sér í sjóbleikju í soðið. Var ós
árinnar þá þvergirtur og vora eig-
endur netsins gómaðir og kærðir.
í Laxá á Skógarströnd hefur eng-
inn vitanlega nappað veiðiþjóf
nýlega, en þessi litla á ku vera
smekkfull af laxi og veiðin hefur
gengið vel. Sömu sögu er að segja
um Laxá í Refasveit, þar sjá menn
mikið af laxi og sumir hafa verið
að fá’ann. Virðist sama hvar
stungið er niður, alls staðar er
laxinn mættur til leiks og veiði
yfirleitt í samræmi við það, eða
góð og sums staðar meira en það.
Laxinn rennur
upp Langá
Laxinn er nú farinn að ganga
hratt og vel upp Langána, þannig
veiddu fjórar stangir á miðsvæð-
unum hjá Ingva Hrafni 100 laxa
á einni viku fyrir skömmu og vora
þá komnir 150 laxar á land á
þeim slóðum, fimm sinnum meira
en á sama tíma í fyrra. Sama vika
gaf 267 laxa á neðsta svæðinu, 5
stangir, og er það mesta veiði í
Langá á einni viku sem um getur
og þó vora veiðimenn orðnir latir
síðari hluta vikunnar og veiddu
minna en þeir hefðu auðveldlega
getað, því gangan var stórkostleg
og taka eftir því. Fyrir tveimur
dögum vora komnir um 700 laxar
á land úr Langá í heild, í fyrra
var þar mikill veiðibati miðað við
síðustu ár þar á undan. Þá veidd-
ust allt sumarið 1.170 laxar. Enn
er ekkert lát á veiðinni og því
stefnir e.t.v. í met ef fram heldur
sem horfir.
VIDEOTÆKI
VX-510TC
Frábært tæki á
Aðeins
3 1 .900 stgr
Laugavegi 63 — Sími 62 20 25
LlfASJÖNVARP
CB-5142S
20 tommu
m/fjarstýringu
20 rásifi
video inhgangur
Aðeins l
29.95Östgr. {