Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 15

Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 15
_________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 16. JÚLÍ 1986 Lopapeysusala uiid- ir Kaliforníusól Bjartsýnn á sölu, segir verslunarsljórinn eftir Gunnar Birgisson í september síðastliðnum var opnuð ný búð Hildu hf. í San Franc- isco í Kalifomíu og var það önnur búðin í því fylki Bandaríkjanna, því Að gefnu tilefni Vegna fyrirspumar sem mér hafa borist í framhaldi af grein í sunnudagsblaði um Moniku Helgadóttur á Merkigili, skal þess getið að þar sem Monika hefur á undanfömum árum ann- ast og kostað viðhald Ábæjar- kirkju, tel ég rétt að áheitsfé sé henni sent og falið til ráðstöf- unar. Áslaug Ragnars í tvö ár hefur Hildu-verslun þjónað ferðalöngum í Carmel, strand- bænum þar sem Clint Eastwood ríkir nú sem bæjarstjóri. San Franc- isco-verslunin er staðsett í Union- stræti, einni fínustu og um leið dýrustu verslunargötu borgarinnar, þar sem skiptast á tískubúðir og ferðamannaverslanir, með einstaka listaverkasölu á milli. í byijun sumars leit þessi blaða- maður við inn í Hildu, en tilraun hans við að mæla á íslensku við afgreiðslukonuna bar lítinn árangur og fékk hann einungis góðlátlegt bros sem svar enda var hvorki þessi kona né verslunarstjórinn mælandi á því tungumáli. Sú síðamefnda, Kalifomíubúi, Charmaine Whisler að nafni, sagði að hún vildi gjaman ráða íslenska konu til starfa, en erfiðleikar við að útvega atvinnu- ieyfi væri mikil hindrun fyrir því. „Ég er samt að reyna að fá hing- að íslenska konu,“ sagði Charma- ine. „Það myndi gefa búðinni enn meiri sérstöðu að hafa starfskraft með persónulega þekkingu á vinnslu vörunnar, og ekki myndi saka að sú sama hefði útlendan hreim á enskunni.“ En til að gefa vegfarendum inn- sýn í tilbúning lopavara er mynd- skjár í glugga búðarinnar og á honum er alla daga sýndur þáttur um vinnslu ullarinnar á íslandi. Ef fólk skyldi svo líta inn í búðina blas- ir við þeim úrval af peysum, húfum, hönskum, jökkum, treflum, teppum, sjölum, stökkum, vettlingum, vest- um, leistum og jafnvel mggurollum, allt saman úr ull. Þegar blaðamaður var að virða fyrir sér úrvalið hjá Hildu var um 25 stiga hiti úti við og var ekki iaust við að spumingin vaknaði hvort sölumöguleikar íslensks ullar- fatnaðar í Kalifomíu-sumri væri nægilega miklir. Charmaine sagði að það væri ekki svo mikið áhyggju- efni, búðin hefði haft útsölu í febrúar, og þaðan og fram í ágúst væri einnig boðið upp á handpijón- aðar bandarískar bómullarflíkur, i skæmm sumarlitum, en hún sagðist hafa hug á að skipta á þeim og evrópskum fötum síðar meir, til að halda sérstöðu búðarinnar. „Ég reikna heldur ekki með svo slæmrí sölu í sumar, því San Franc- isco er síður en svo einhver hita- stækjuborg á sumrin," sagði Charmaine. „Kaldir sjávarvindar streyma um hana, enda er hún umlukin sjó á þijá vegu. Og þó svo ekki væri myndi það e.t.v. ekki skaða mikið, því Hilda er með búð- ir á Jómfrúreyjum og Bahama- eyjum, og ekki er nú kalt þar. Von- andi verður samt nóg af fólki hér kalt í sumar því við getum ekki eingöngu treyst á ferðamanna- straum líkan þeim sem færir búðinni í Carmel sín viðskipti, og verðum að ná til borgarbúa sjálfra líka. En svo tekst okkur líka að drýgja viðskiptin með sölu okkar í gegnum póstkröfu." Charmaine sagði að ekki væri enn farið að auglýsa verulega, reynt væri frekar að ná til sérstakra markaðshópa, og þá einkum les- enda blaða eins og San Francisco Ballet Magazine og San Francisco Magazine með auglýsingum þar, og sömuleiðis hefðu verið útbúnir bæklingar sem lægju fyrir í mörg- um hótelum. Aðallega hefur verið auglýst á San Francisco-svæðinu, 15 að sögn Charmaine, en vonir stæðu til að ná einnig til markaðsins sunn- an og austan við San Francisco- flóann, en þar eru m.a. borgimar Oakland og San Jose. Næstu jól vonaðist hún einnig til að geta aug- lýst í sjónvarpi. Af þessu má sjá að viðskiptavin- ir Hildu eru frekar sæmilega efnaðir en hitt, enda má til hliðsjónar benda á að handpijónuð lopapeysa er seld á u.þ.b. 130 dollara með söluskatti reiknuðum (rúmlega 5.000 íslensk- ar krónur). Charmaine sagði að viðskiptavinimir væm flestir yfír 25 ára gamlir, í ætt við uppa, og væm vel að sér um vandaðar flíkur. Það gerist líka oft að hinir sömu koma aftur í búðina til að bæta í safn ullarfatnaðar síns, og það sagði hún að gæti orðið undirstaða viðskipta búðarinnar, stór kjami ánægðs fólks, sem segði síðan öðr- um frá versluninni. „Ég er viss um að þetta á eftir að ganga vel,“ sagði Charmaine. „Þetta húsnæði er reyndar að verða of lítið, og er það nú reyndar ekki svo slæmt. Við emm líka með sér- staka vömgeymslu hinu megin við götuna, og þar bíða nú átján kassar af peysum. Ég efast um að þær eigi eftir að endast lengi." Höfundur stundnr háskólanám i Kalifomíu. s > X N’ART HÁTÍÐIN Dagskrá spila nýia tegund jasstónlistar á ' sioundaáratugnum. Hannhefurm.a. leikiö með Stan Getz og Chick Corea Aögangur: 700 kr FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 17:00 Hlaðvarpinn Hátíöm sett með opnun tveggia myndlistarsýnmga. fneðnsal: Sýnmg Ednu Cers Wmberg frá Sviþjóö Hún hefur tekiö þátt i fjölda samsýnmga og venð með einkasýnmgar i Sviþjóðog Kanada. Flest verka hennar eru unnin i batik og sækir hún efniviðmn cprnan i norrænagoðafræði lefn sal: ...gestsaugað." Sýndar myndir sem unnar hafa venð i ferð norrænna myndlistar- manna um island 3.-16. |úli. 20:30 Iðnó Farfa leikhópurinn frá Danmorku sýmr „GifturGuði" eða „Hin ómogulega ást". Verkið fjallar um átakamikið timabil i lifi hins þekkkta. rússneska dansara Nijinski Farfa leikhópurmn starfar mnan Odmleikhússms sem verið hefur i fremstu roð nútimaleikhúsa um árabil. Aðgangur:400 kr 21:00 Tjaldrokk á Hóskólavellinum Þukl - Vundervoolz og Sielun Veljet sem er frægasta rokkhl|ómsveit Fmna i dag. Þeir hafa spilað á tónleikum viða i Evrópu, m a. i Englandi, ÞýskalandiogRússlandi Aðgangur:500kr LAUGARDAGUR 19. JÚLI 13:30 Skrúðganga frá Lækjartorgi Skrúðganga með þátttoku leikhópsins Veit mamma hvad ég vil? og Ludvika Mmi Cirkus fráSviþjód Ludvika Mmi Cirkus er hópur barna sem sýmr fimleika. trúðaleik og ýmsar listir fjolleikahússins Gengið verður að samkomutiald- inu þar sem gangan endar með sýnmgu Ludvika Mini Cirkus Aðgangur250kr 15:00 Hlaðvaqpinn Hugarþeltilforna. Fyrrihluti. Fynrlestur og umræður á vegum Yggdrasilsem eru norræn áhuga- • samtök um fornnorræna mennmgu, seiðlist og „ shamanisma". Sænski alls- herjargoðinn Thure Claus hekJur fyrirtestur. Fyrn hlutmn fjallar um áhugaverðar heimildir um fornnorræna mennmgu, seið og notkun hans 17.-00 BorgarskáliEimskipsviðSjgtún STORSYNING Norræn listasveifla Opnuð samsýnmg norrænna myndlistarmanna Um50lista- menn sýna i 1500m? húsnæði Borgarskála. Þar verða auk þess tónleikar. dans og leiksýnmgar Sjá nánar i dagskrá 20:30 Iðnó Farfa: „GifturGuði." Onnursýning 21 .-00 T|aldrokk - Centaur - Greifamir og Aston fíeymers nvaler sem er átta manna rokksveit frá Sviþjóð Tónlist þeirra er dillandi blanda al Suður-Ameriskum töktum. jassi ogrokki Aðgangur 500 kr. SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 15:00 TjakJið Ludvika MimCirkus. Onnur sýnmg 15:00 Hlaðvarpinn Hugarþeltilloma Siðanhluti Goðsagmr. Ásatrú og nútima- maðurmn Fyrirlestur og umræður ávegum Yggdrasil 17:00 Borgarskáli „Bouffons" Látbragðsleikur i ýkjustil „burlesque mime". sammn og fluttur al Michaela Grant og Ása Kalmér ur Mimensemblen frá Sviþjóð Aðgangur: 200 kr 20:30 Iðnó Farfa „Giftur Guði." Þriðja sýnrng 21:00 Kjarvalsstaðir Pianótónleikar. Sænsk-griski pianó- dúettinn Ulf og Lefki Lindahl kynna norræn tónskáld og leika verk þeirra fjórhent á pianó Ulf og Lefki Lindahl hafa leikið viða. bæði sem pianódúett og emleikarar með smfóniuhljóm- sveitum. Aðgangur: 300 kr. 21:00 TjakJið Jasstónleikar Masqualero. kvintett AnldAndersenUá Noregi. Arild Andersen er einn þeirra sem tóku að MANUDAGUR 21. JÚLÍ 21:00 Hlaðvarpinn Valdabarátta á Sturlungaold og heimsmynd nútimans. Danski rithófundurmn Jon Hoyer flytur fynrlestur. 20:30 Félagsstofnun stúdenta Stúdentaleikhúsid frumsýmr S|ónleikinn „ De kommer með kista og hentermeg." Hófundurogleikst|óri: Magnús Pálsson Aðgangur 300 kr 21:00 TjakJið Tónleikar. Flutl verða verk eftir LárusH Grimsson. Tvo þeirra eru frumflutt á N'ART 86. Flyt|endur Guðm Franzson á klarinett. Þóra Stina Johansen á sembal og synthesizer Wim Hoogewerl ágitar Hljóöst|órn: Lárus H. Grimsson Aðgangur:300kr. 22:30 Hljómskálagarðurinn ForfedraákaH. Yggdrasil leiðaathofn sem helguð er forfeðrum okkar ÞRfÐJUDAGUR 22. JÚLI 20:30 Tjaklid Mimensemblen frá Sviþ|óð sýnir .. Utangarðsmaðurmn ?. Verktð er byggt á skáldsogu Hermans Hesse, Steppenwolf Þessu magnaða sýning hefur hvarvetna hlotið frábærar viðtokur. i henm nýiur sin vel hmn sérstæði leikstill þessa hóps þar sem saman fléttast látbragðsleikur, tónlist. dans og sterk likamleg tjánmgarform. Aðgangur 500 kr 21TX) Borgarskali . Spunaleikur UáKramhúsmu. Þóra Stina Johansen flytur verk fyrir sembal og synthesizer eftir Kai|a Saariaho fra Fmnlandi Aðgangur 200 kr MfDVIKUDAGUR 23. JÚLI 9:00-18 Hlaðvarpinn Hven ng magna skal skeið. Námskeiðávegum Yggdrasil 21KX) Kjarvalsstaðir MogensEllegárdUá Danmorku leikur á accordeon. Ellegárd hefur hlotið heimsf rægð fyrir leik sinn á þetta hl|óðfæn sem er harmonika meö smástigum skolum á báðum borðum Morg merkustu tónskákJ Norðurtanda hafa samrð verk fyrir Ellegárd Aðgangur 400 kr 21:00 TjakJið Mimensemblen: „Utangarðsmaðurinn”. Onnur sýning. 21:00 Borgarskáli Dómkónnn syngur undir stjórn MarlemsH Friðrikssonar „ Hendur sundurleitar“ Leikrænt dansverk fyrir fimm dansara og einn leikara eftir Láru Stefánsdóttur Verk þetta var samið sérstaklega fyrir N'ART '86 Flyt|endur eru dansarar úr islenska dansflokknum ásamt einum leikara. Adgangur: 200 kr RMMTUDAGUR 24. JÚLI 21:00 TjakJið Mimensemblen „Utangarðsmaðurmn" Þnðja Sýning. 21KX) Hlaðvarpinn Einleikurásaxofón Laun Nykopp f rá Fmnlandi. Hann hefur komið áður hmgað til lands og haldið tónleika og vakti þá verðskuldaða athygli fyrir sérstæða tónlist sina. Aðgangur 300 kr 21KX) Féiagsstofnun stúdenta Stúdentaleikhúsid „De kommer með kista og henter meg ' Onnursýnmg. 22:30 Hljómskálagarður Fndaratholn a vegum Yggdrasil FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 20:30 Ðorgarskáli FbrquettasUá Finnlandi sýna „Pacific Inferno". Sjónleikur/dans saminn út frá sögu Michel Tournier um Frjádag Leikstill Porquettas er mjog sérstakur og þykir yfirstiga alla venjulega tungumálaórðugleika. Aðgangur:400 kr 21KX) TjakJrokk - Bjami T ryggvason - Fólu frumskógardrengimir og Aston Reymer rivaler Aðgangur: 500 kr. LAUGARDAGUR 26. JÚU 15.-00 Iðnó fíeviuleikhúsid; „Skottuleikur". Leikstjón og hofundur Brynia Benediktsdóttir Þettabamaleikrit sem fjallar um þrjár nútimaskottur, var sýnt siðastliðinn vetur í Breiðholts- skólaogviðaumland. Aðgangur; 250 kr 17KX) Borgarskali „ Subito". Sviðsverk fyrir saxofón. slagverk og dansara Flytjendur. CeciliaRoosfráSviþjóð Steingrimur Guðmundsson Elsie Petrén frá Sviþjóð Adgangur:200kr. 20:30 Borgarskáli Porquettas „Paaficmferno" Onnursýnmg 21KX) Kjarvalsstaðir SvedenborgarkvartettmnUá Sviþjóö. Þessi ungi strengiakvartett hefur þegar vakið mikla athygli fyrir skemmtilegt efmsval og persónulega túlkun. Aðgangur 300 kr 21:00 TjakJrokk Röddin - Bubbi Morthens - Sielun Veljet Aðgangur: 500 kr SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 15:00 TiakJið LOKAHÁTÍÐ Ludvika Mmi Circus. Siðasta sýning. Leikhópurinn Veitmammahvadég w/?mætir með furöuverur sinar og ferfiki Flugdrekahátid Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og skreyta himininn með flugdrekum sinum. Efni til flugdrekasmiða má fá við tjakJið alla daga hátiðarinnar 20:30 Borgarskáli Porquettas Paöfic mfemo". Siðastasýnmg. 21:00 Tjaldið Jasstónleikar Trió Nids-Hennmg Örsted-PedersenUá Danmorku Með honum leika Kenneth Knudsen og Palle Mikkelborg Aðgangur:800kr. Miöasala og upplýsingar í Gallerí Borg viö Austurvöll. Opiö virka daga kl. 16.00 til 19.00 og um helgar kl. 15.00 til 17.00 Símar 24211 og 22035

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.