Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 Sjötugur: Kristján frá Djúpalæk Já, Kristján á sjötugsafmæli í dag og ég ætla að senda honum samúð- arskeyti. Við höfum verið í kallfæri allt frá 1950 og ort hvor í kapp við annan, báðir í hjáverkum auðvitað, einkennilega kunnugir þó að sjaldan hittumst við, undarlega skyldir í andanum, þó að ég búi aðallega í prósanum, hann í póesíunni. Kristján fæddist 16. júlí 1916 norður á Langanesströnd, að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi. Hann stundaði nám á Eiðum og í Menntaskólanum á Akureyri. Síðan hefur hann víða komið við í lífsbar- áttunni. Hann var um tíma bóndi í Hörgárdal, þá verkamaður á Akur- eyri, þá bamakennari í Þorlákshöfn, búsettur um þær mundir í Hvera- gerði á veldisárum Kristmanns þar og Jóhannesar úr Kötlum, síðan aftur á Akureyri sem blaðamaður, kennari, veiðivöiður. Skáld var hann samhliða öllu þessu, reyndar fyrst og fremst skáld, og er það enn og verður það meðan hann dregur andann, því að gáfa hans er innbyggð í sérhveija frumu lík- amans, sjálfur frumukjaminn, sjón, heym, ilman, smekkur og tilfinning hans, öll skilningarvitin, þjóna í myrkri jafnt sem hádegisbirtu und- ir skáldgáfuna. Aðdáunarverður er Kristján frá Djúpalæk í mínum aug- um. Við hann gæti ég vel sagt í fullri alvöru: „Son guðs ertu með sanni“. í tilefni 70 ára afmælis Kristjáns hefur Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri gefið út úrval úr síðari ljóðabókum Krtistjáns, en 14 munu þær vera orðnar í allt, sú fyrsta „Frá nyrstu ströndum" kom út 1943. Formála fyrir afmælisút- gáfunni núna: „Dreifar af dag- sláttu", sem er mjög falleg bók, 151 blaðsíða, skrifar Gísli Jónsson menntaskólakennari og bók- menntafræðingur, og er ritgerð sú frábær, enda er Gísli Jónsson flest- um bókmenntafræðingum færari um að skrifa um skáld og ljóðlist. Þetta er kveðja mín til Kristjáns, og hún nær einnig til konu hans frú Unnar Friðbjamardóttur, og Kristjáns sonar þeirra. Að lokum bið ég Morgunblaðið fyrir þessar línur og eitt af Ijóðum Kristjáns, sem ég kýs að rifja upp af þessu tilefni: Jafntefli við Guð Ef lifði ég ei til að lofsyngja nafn þitt í Ijðð og mynd, og óttast þig reiðan og ákalla náð þína i angri og synd, og reisa þér musteri, færa þér fómir, hve fátt, sem ég skil, og veija þinn málstað og vígja þér böm mín, þú værir ei til. Og værir þú ei til að hlusta frá hæðum á hjarta mitt slá, og veita mér huggun og veija mig falli og vekja mér þrá, og sefa minn ótta við eilífan dauða í afgronnsins hyl, já, værir þú ei til að vaka mér yfir, ég væri ekki til. (Ún Þreyja má þorrann 1953) Guðmundur Daníelsson Þegar Kristján frá Djúpalæk er sjötugur getur gamall vinur hans ekki stillt sig um að senda honum kveðju. Einkum lifa mér í minni þau góðu samvistarár, sem við áttum á Akureyri. Kristján var þá hættur búskap í Staðartungu í Hörgárdal og byijaður að vinna í verksmiðju sem framleiddi kolsýru handa okkur sem sáum stórum hluta Norðurlands fyrir gosdrykkjum. En það sem var meira um vert og gerði þessar sam- vistir við Kristján og önnur skáld á Akureyri mikilsverð var það andrúm skáldskapar sem Kristján færði með sér hvar sem hann fór, og ég minnist þess enn hvað mér blöskraði, þegar ég sá höfund kvæðabókarinnar „Frá nyrztu ströndum" standa oní kalk- kerum við að moka með stórum skóflum einhveijum hroða í kolsýru- brallið. Mér hefur allar götur síðan fundist ósanngjamt að sjá skáld, sem hrífa mann með kvaeðum sínum, standa í erfiðisverkum. Kristján er grannbyggður og hefur mjóan hrygg og erfiðisvinnan var þeim mun ósann- gjamari, enda fékk hann að fínna fyrir því síðar á ævinni að hann hafði ofreynt sig í kalkinu. Kristján er fæddur að Djúpalæk í S keggj astaðahreppi í Norður-Múla- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Einar Eiríksson og Gunnþómnn Jón- asdóttir, sem var seinni kona Einars. Kristján mun snemma hafa þótt þeirrar gerðar að eðlilegt var að hann færi til náms. En námið varð styttra en efni stóðu til, ekki nema einn vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum og einn vetur í Menntaskólanum á Akur- eyri. Kristján varð snemma lífsþorstamaður, en fyrst og fremst mun það hafa verið efnaleysi, sem hélt honum frá frekara námi. Hann gerðist bóndi að Staðartungu í Hörg- árdal vorið sem hann fór úr skóla og bjó þar til ársins 1943 að hann flutti til Akureyrar. Til Staðartungu sótti hann konu sína, Unni, dóttur Friðbjamar Bjömssonar, skálds, og konu hans, Stefaníu Jónsdóttur. Unnur og Kristján eiga einn son, sem kennir við Menntaskólann á Akur- eyri. Fyrsta ljóðabók Kristjáns frá Djúpalæk kom út árið sem hann flutt- ist til Akureyrar. Og í fyrsta kvæði bókarinnar, sem heitir „Frá nyrztu ströndum" segir Tvær ósáttar nomir örlög mér hafa spunnið ogeðli mitt slungið fjarskyldum þáttum tveim. Frá nyrztu ströndum landsins er líf mitt ronnið og ljóð minnar bemsku flesteru helguð þeim. Þetta mátti til sanns vegar færa, enda orti hann um mýri, flóa, fjöll og fífusund í fyrstu bókinni. Næstu bækur Kristjáns bentu til víðari sjón- deildarhrings, viðfangsefnin urðu fjölþættari og tökin fastari á taumum Pegasusar. Þær tvær nomir sem drýgðu honum örlög slepptu samt ekki tökum sínu, þ.e. nom brauð- stritsins sem sveigði skáldskapinn inn á svið tómstunda, vegna þess að hér á landi verða skáld og rithöfundar annað tveggja að lifa á betli eða vinna fyrir sér og er seinni kosturinn sýnu skárri. Hin nomin var ötul við að sníða skáldaskikkjur á Kristján, enda kou út ljóðabækur eftir hann með árvissu millibili og vöktu alltaf að- dáun ljóðavina. Og í miklu uppáhaldi hefur Kristján alltaf verið hjá skáld- bræðrum sínum á Akureyri. Það var hér á ámm áður, þegar menn vom enn ungir, að orðræður Kristjáns vom með þeim hætti að manni fannst að fegursta ljóð tungunnar yrði ort þá um kvöldið. Tungutak hans var þannig, leiftrandi gáfur og gaman- semi, að við hinir sátum hljóðir og var þó maigur sæmilega fær Ig'aft- askurinn í hópnum. Við urðum því ósjálfrátt kröfíiharðari í garð Krist- jáns sem skálds en nokkurt vit var, en hann mátti þá sjálfum sé um kenna. Hann var ekki agasamur við sig í töluðu máli, en þegar til Ijóðsins kom, þótt áreynslulaus virtust, var eins og aginn héldi í hönd þeirra og segði þeim að stilla ferð sína. Seinna lék enginn vafí á snilldinni í skáld- skap Kristjáns. Þar er hann sama mikilmennið og þegar hann var að tala með þeim hætti að okkur setti hljóða. Á þessum tíma voru margir sem ortu töluverðir vinstri menn, og svo var um Kristján frá Djúpalæk. Hann var líka ritstjóri Verkamannsins á Akureyri um tíma, blaðsins sem Jak- ob Ámason hélt úti á hemámsárun- um með hreinum afbrigðum. Þessi vinstri mennska fyrir tíma félagavís- indadeilda og háskólanáms í kjara- bótum var aldrei höfð uppi til að taka upp annað stjómarfar í landinu. Um það báru vitni menn á borð við Tryggva Emilsson og Kristján frá Djúpalæk. En þeir sem voru fátækir og höfðu alist upp í fátækt; höfðu á þeim tíma raunar verið sviptir þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta leitað sér náms með eðlilegum hætti; þeir þurftu engan að biðja afsökunar á kröfu sinni um meira jafnrétti. Skáldskapur þeirra og önnur skrif bera þessu vitni og em kannski áhrifamesti kaflinn í baráttunni fyrir betra lífi almennings í landinu. Þessi knýjandi þörf fyrir leiðréttingu kom engu öðm við á vettvangi vinstri mennskunnar, og átti sér hljómgmnn í öllum flokkum. Það vom aðeins þeir allra hörðustu sem tóku illa á móti Bretum og vildu hefla verkföll gegn þeim, allt þangað til viðhorfið snerist á einni nóttu við innrásina í Sovétríkin. Upp í slíkan dans hlaut að vera erfítt að bjóða fátæklingum á íslandi, sem stóðu ekki í heimstafl- inu miðju. Kristján frá Djúpalæk sigldi hóg- legan byr í gegnum sína pólitísk — sem var í gmnninn mannúðarstefna, en lífsglíman sjálf hefur orðið honum tilefni margs kvæðis og hryggðar yfír erfiðleikum þeirra sem vom hon- um nánastir í minningunni austan Langaness og stóðu honum nærri í samtíma. Sjálfur leggur hann orð að því í kvæðinu Umskiptingur að hon- um hafi verið eins og „tumerað" af álfum og kveðun Ég er eins og allir sjá umskiptingur síðan. Lundin beiskju blandin er, berst við rökkurkvíðann. Augun spegla óræð blik, auðmýkt, slægð og þótta. Ásjón myrk ber mæðusvip manns á löngum flótta. Auðvitað má sjá vott af alvöru- leysi þess sem er að „dramatísera" um flótta sinn. En sannleikurinn er sá að Kristján frá Djúpalæk hefur aldrei flúið frá neinu og ég held hann þekki ekki þá tilfinningu að láta að- fararmenn horfa í bak sér. Nema hann eigi við þann einstaka atburð, þegar hann kom í heimsókn norður, en þá bjó hann í Hveragerði (1950—61) og vinir hans biðu í varpa, einir þrír eða flórir því alltaf er mik- ill fagnaður að Kristjáni. Hann gerði sér þá lítið fyrir og stansaði ekkert á Akureyrir en keyrði eins og Ieið liggur austur yfír Vaðlaheiði. Þá lögðu vinir hans saman í púkk og sendu honum vísu: Vini alla einskis mat yfir fjallið strekkti. Meira gallað mannrasskat maður valla þekkti. Kristján yrkir enn og hefur aldrei verið betra skáld en nú, orðinn sjö- tugur. Það er eins og ólgusjórinn í honum hafi orðið kyrrlátari, en um leið hafi honum tekist að æsa för sína í ljóðagerðinni með þeim hætti, að maður á borð við Gísla Jónsson á Akureyri nefhir hann þjóðskáld í formálsorðum fyrir nýju úrvali ljóða Kristjáns, sem kemur út í kringum afmælið, en þar birtast að auki mörg ný kvæði. Heilshugar vil ég taka undir þá skoðun Gísla að Kristján sé þjóðskáld. Slík tignarheiti koma af sjálfu sér þegar menn hafa barist lengi og barist vel, en eru að auki vaxandi ljóðskáld með hvetju kvæði, með fætur í nýjum og gömlum tíma jafnt, hleypidómalaus og fagnaðar- full yfír hveijum nýjum hlut sem boðar framhald þeirrar nauðsynjar að hér ríki skáldskapur um aldur og ævi. Flestum efiium sínum hefur Krist- ján frá Djúpalæk breytt í ljóð á langri ævi. Hann hefur ort jafnt um inn- hverfa vegi eigin hugar og atburði líðandi stundar. Til konu sinnar kvað hann er þau urðu að vera fjarvistum vegna veikinda hennan Hlusta ég á húmið dökka, harmsins raust er innibyrgð, máski hennar mjúka skóhljóð megi ijúfa þessa kyrrð, máski næturblærinn beri boð til mín frá hennar vör. Hvísla ég nafnið hennar, hrópa. Húsið nötrar. Engin svör. Hver sem ber slíkan kærleik í bijósti yrkir fátt af alvöruleysi. Vel má þó vera að jafii gamansamur maður og Kristján frá Djúplæk eigi einhvers staðar í kvæðum öndverðu þess mikla þunga tilfinninganna, sem auðkenna flölmörg ljóð hans. Nú situr þessi gamli vinur minn á Akureyri, sem er bestur staður undir sólinni fyrir þá, sem þurfa að heyja langar glímur inni á sér, og hefur um sinn verið veiðivörður við lax- og silungsveiðiár í Eyjafirði og Suð- ur-Þing. sem byijar nú eiginlega handan við pollinn. Æviskeið hans fram að þessu hefur verið vafið í ljóma skáldskapar og þeirrar anda- giftar, sem hann glaeðir umhverfi Blaðburöarfólk óskast! lt#' i l3#fs^a 35 UTHVERFI Rauðalækur 20-52 Miðtún Samtún Hátún Meðalholt Hverfisgata 63-120 AUSTURBÆR Skúlagata Hvassaleiti KÓPAVOGUR Kársnesbraut 57-139 Hamraborg Jlfovgtfttlilafrife sitt hverju sinni. Við nutum þess hér áður fyré og hveija þá stund sem menn eiga fund við hann. Einhveijir eru horfnir og famir að undirbúa skálda-congressinn hinum megin. Kristján frá Ejúpalæk hefur gruflað í ýmsum trúfræðilegum efnum, og trúir kannski á endurholdgun. Það yrði lítill liðssafnaður úr því, eða hvar mundi maður þekkja Rósberg G. Snædal. Á meðan ekki verða ákveðnari mörk dregin um líf og ekki líf er kannski ráð að halda sig við kórrétta lúthersvillu. Veiðivörðurinn Kristján frá Djúpa- læk gegnir óskastarfi í samtíð sinni. Að vera skáld og veiðivörður í senn er rómantískara en svo að ég leyfí mér að hafa um það möig orð. Lífið hefur alltaf verið Kristjáni mikil upp- spretta fagnaðar og þegar hlé gefst frá eftirliti við einhveija ána sest hann niður við straumniðinn, maður sem drepur ekki fisk, hvað þá ann- að, og þreifar fyrir sér með hendinni, greiðir frá grös og sinu og horfir niður í svörðinn. Þar er annar heim- ur ekki minna forvitnilegur en sá sem stendur ofar grösum. Og um allt þetta er Kristján frá Djúplæk að for- vitnast, með stækkunargleri ef ekki vill betur til. Hann er mikill unnandi íslands, jafnt austan Langaness sem annars staðar og stundum yrkir hann um ísland með þeim hætti að menn rétta úr bakinu og sjá að til er ann- ar heimur en sá sem birtist okkur í gjaldþrotum, efnahagsöngþveiti og kjarakreppu. það er heimur Kristjáns frá Djúpadæk og okkar hinna ef við gefum okkur tíma. Ég vil fær mínum ágætum vini, Kristjáni frá Djúplæk, alúðarkveðjur á sjötugsafinælinu. Fáir menn hafa gengið hjartahreinni til skáldskapar. Indriði G. Þorsteinsson Fyrir nokkrum árum fór ég með dóttur mína sem þá var á ferming- araldri í heimsókn til Kristjáns frá Djúpalæk. Ég vildi að hún fengi að kynnast þessum vini mínum og að hann kynntist henni. Hann skildi til hvers ég kom. Við nutum gest- risni og hlýju Unnar og Kristjáns þetta sumarkvöld og áttum eins og jafnan áhugaverðar samræður. Það er ekki gasprað í því húsi. Kristján beindi orðum sínum beint og óbeint til dóttur minnar allt kvöldið. Hann sýndi henni Óðinn til steinsins og sagði henni hvemig sú bók varð til. Hann ræddi um fjölbreytni til- verunnar, viðkvæmni og styrk skáldsins og hvemig ljóð kæmu stundum fullsköpuð til skálds og skildu eftir hljóða spum um upp- runa. Þannig auganblik ættu skapandi listamenn í öllum list- greinum en erfiðu stundimar væru fleiri. Allt var þetta spjall yfírlætislaust og afslappað og jafnframt rætt í gamni og alvöru um málefni líðandi stundar. Þegar við ókum burt frá húsinu sat dóttir mín lengi þögul í aftur- sætinu og horfði út í sumamóttina. Svo sagði hún: „Þetta er óvenjuleg- ur maður. Hann talar inn í mann.“ Hér var ekki skotið yfir markið. Kristján frá Djúpalæk, sem á sjö- tugsafmæli í dag, er vissulega óvenjulegur. Þegar maður eldist, flyst maður oftast nær milli hlut- verka, ekki bara í útliti, heldur einnig í sinni. Bamið verður að unglingi, unglingurinn að ungum manni sem síðar verður miðaldra og loks aldraður. Ekki Kristján. Ég þessi engann sem er þetta allt í senn eins og hann; opinn hugur, næmi og trúnaðartraust bamsins, eirðarleysi, sveiflur og lifandi til- fínningakvika unglinsins, dirfska og bjartsýni unga mansins, efa- semdir og kvíði miðaldra mannsins og umburðarlyndi, yfirsýn og viska öldungsins. Þess vegna er hann í raun án aldurs þótt dagatalið bregði á leik við hann í dag. Sjálfri þykir mér hann fyrst og fremst vera tær. Kæri Kristján minn. Sendi þér og þfnum vinarkveðju og heillaóskir á þessum tímamótum og þakka um leið fyrir ljóðin þín og liðnar stundir. Jónfna Michaelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.