Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 29

Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 29
+ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 29 Amnesty International: Fangar mánaðarins - júlí Mannréttindasamtökin Amn- að vera meðhöfundur að hinu hindrana frá stofnun samtakanna Þátttakendurnir á ráðstefnunni. Fyrsta ráðstefna Dansráðs Islands DANSRÁÐ íslands hélt fyrstu ráðstefnu sína í mai síðastliðn- um. Dansráð íslands samanstendur af öllum danskennurum á íslandi sem eru í öðru hvoru fagfélaganna Danskennarasambandi Islands eða Félagi íslenskra danskennara. Meirihluti þeirra sótti ráðstefnuna. Hermann Ragnar Stefánsson, forseti ráðsins, setti ráðstefnuna og lýsti tildrögum að stofnun Dans- ráðsins og bauð síðan gest ráðsins, Nils Hákon Carlsson frá Svíþjóð, velkominn en hann kenndi og kynnti nýtt form við merkjapróf og kennsluhætti sem verið er að sam- ræma á öllum Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni var mikið dansað og farið var yfir hæfnispróf, gömlu- dansapróf, diskó, rokk, bugg, suður-ameríska dansa og sígilda samkvæmisdansa. Síðari dagur ráðstefnunnar end- aði með hófi þar sem Nils Hákon voru færðar þakkir. Nils Hákon kvaddi sér hljóðs og sagði að hann hefði ekki átt von á slíkum móttök- um. Sagðist hann furða sig á því hve færir íslenskir danskennarar væru og hve vel þeir væru að sér þrátt fýrir mikla einangrun. Stjóm Dansráðs Islands skipa auk Hermanns Ragnars þau Niels Einarsson ritari, Iben Sonne gjald- keri og Bára Magnúsdóttir og Heiðar Ástvaldsson meðstjómend- ur. esty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í júní. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty hefur nú einnig hafið útgáfu póstkorta til stuðnings föngum mánaðarins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Tékkóslóvakía: Pavel Krivka og Pavel Skoda eru menntamenn á þrítugsaldri, sem eru í fangelsi vegna friðsamlegrar gagnrýni á stjómvöld. Pavel Krivka er náttúru- fræðingur, og var dæmdur í 3 ára fangelsi 21. 11. 1985 vegna bréfs sem hann skrifaði vini sínum í V- Þýskalandi, þar sem hann gagn- rýndi tékknesku stjómina vegna vanrækslu í umhverfisvemdarmál- um. Hann reyndi að senda bréfíð með vini sínum sem var á leið til Júgóslavíu, en öryggislögreglan fann það. Hann var einnig ákærður fyrir að festa upp landakort þar sem bent var á vanrækslu umhverfis- vemdarmála, og fyrir að búa til krossgátur sem „rægðu“ stjómvöld og fulltrúa þeirra; ennfremur fyrir að skrifa grínstælingu á tékkneskri jólamessu þar sem hann mun hafa nítt niður forsetann og sett fram óvæga gagnrýni á stjómarstefnuna. Vinur hans, Pavel Skoda, aðstoðar- maður við vísindarannsóknir, var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir síðastnefnda. Taiwan: Yang Chin-hai er 54 ára gamall fyrrum forseti Verslun- arráðs Kaohsiung-héraðs, sem hlaut lífstíðardóm í júlí 1976 vegna friðsamlegra aðgerða í stjómmál- um. Hann var ákærður þann 31. 5. 1976 ásamt 6 öðrum fyrir ráða- gerð um að „kollvarpa ríkisstjóm- inni, ógna öryggi almennings með ofbeldi, og valda glundroða með því að skemma orkuveitur". Rétta ástæðan fyrir handtöku hans er talin vera beiðni sem hann og aðrir stjómmálamenn í stjómarandstöðu settu fram í maí 1976, um að fá að stofna stjómarandstöðuflokk, en samkvæmt herlögum eru slíkir flokkar bannaðir. Allt frá 1972 hefur Yang Chin-hai stutt marga frambjóðendur í stjómarandstöðu, og tekið þátt í gagmýni á meint kosningasvindl. Hann var í einangr- un í 2 mánuði eftir handtökuna, og bar við við réttarhöldin að hann hefði verið pyntaður á 19 vegu til að neyða fram játningu um skipu- lagningu hryðjuverka. Hann þjáist af blæðandi magasári og lungna- sýkingu, og er talin hætta á að hann fái ekki næga aðhlynningu. Comoro-eyjar: Moustoifa Said Cheikh er rúmlega fertugur stjóm- málaleiðtogi, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1985 vegna friðsamlegra afskipta af stjóm- málum. Hann er aðalritari Lýðræð- ishreyfíngar Comoro-eyja (Front démocratique de Comores), sem hefur fengið að þrífast án teljandi 1982, þrátt fyrir að alræði ríki á ! eyjunum, og m.a. boðið fram í kosn- ingum. Þann 8. 3. 1985 voru 30"* \ hermenn úr lífverði forsetans hand- ' teknir, grunaðir um uppreisnar- áform, en seinna í mánuðinum gáfu stjómvöld þá skýringu að um hafí verið að ræða tilraun stjómarand- stöðu til valdaráns og handtóku §ölda manns, þ. á m. Cheikh. Hann var sakaður um að hafa skipulagt valdaránið, en hann sagði að hópur uppreisnarmanna hefði komið til máls við sig en hann hefði neitað að eiga nokkum þátt í ráðagerð þeirra og ráðið þeim frá ofbeldisað- gerðum. Engar sannanir komu fram * um sekt hans. Einn þeirra sem handtekinn var um leið og Cheikh er talinn hafa verið barinn til dauða fyrir réttarhöldin, og margir, þ. á m. Cheikh voru pyntaðir með raflosti. í janúar og maí 1986 voru allir látnir lausir nema Cheikh og þrír aðrir framámenn í FDC. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fagna lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amn- esty, Hafnarstræti 15, Reykjavfk, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16.00—18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa*" skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Landmælingar íslands: Ný útgáfa af Ferðakorti HJÁ LANDMÆLINGUM íslands er komin út 3. útgáfa Ferðakortsins i mælikvarðanum 1:500.000, aukin og endurbætt. Á kortinu er einkum lögð áhersla á vegakerfí landsins ásamt vegalengd- um, sem og helstu þjónustustaði fyrir ferðamenn. Ferðakortið fæst bæði flatt og brot- ið og sem kortabók. í tilefni^ af 30 ára afmæli Land- mælinga fslands á síðasta ári var opnuð ný kortaverslun á Laugavegi 178 í Reykjavík og fást þar öll þau kort sem stofnunin gefur út auk ann- arra korta sem gefin hafa verið út hér á landi. Kort Landmælinga fslands fást á 200 sölustöðum um allt land. Freistandi verdlœkkun. FERÐAKORT TOURING MAP REJSEKORT TOURISTENKARTE 1:500 000 Króm-leðurstóll í 4 litum. Verð kr. 14.730.- Bjóðum einnig króm- stól og leðurbekk með hrosshári. 1986 / Omissandi í salatið, BÚST0FN UWOMÆLBVGAn ÍSIM/DS SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 6, Kópavogi. Símar: 45670 - 44544. + smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar | Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Háþrýstiþvottur Kraftmiklar dælur, sprunguviö- gerðir og silanúðun. Simi 616832 og 74203. Verðbréf og víxlar í umboðssölu. Fyrirgreiðsluskríf- stofan, fasteignasala og verð- bréfasala, Hafnarstræti 20, nýja húsið við Lækjargötu 9. S. 16223. Hörgshlfð 12 Samkoma i kvöld, miðvikudag kl. 8. UTIVISTARFERÐIR Símar: 14606 og 23732 Næstu sumarteyfisferðir 1. Þjórsárver — Amarfell — Kerllngafjöll 20.-27. júlf. Göngu- ferð. Ekið inn á Sprengisand og faríð með báti yfir Þjórsá hjá Sóleyjarhöfða. Þar hefst göngugferðin. Fararstjóri: Hörð- ur Kristinsson, grasafræðing- ur.EP 2. Eldgjá — Strútslaug — Rauðibotn 23.-27. Júlf. bak- pokaferð. Uppl. og farm. á skrifst. Qróf- Inni 1. Símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. UTIVISTARFERÐIR Miðvikudagsferð 16. júlí í Þórsmörk kl. 8.00. Tilvalið að dvelja til sunnudags I sælureitnum Básum. Góð skálagisting. Verð miðvikud,- sunnud. kr. 2.350.- (félagar) og 2.850,- (utanfélagar). Fjölskyldu- afsláttur. Kvöldferðir: Miðvikudagur 16. júlf kl. 20.00. Krókatjöm — Selvatn. Létt kvöldganga i nágr. Rvk. Verð 350 kr. fritt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Fimmtudagur 17. júlf kl. 20.00. Engeyjarferð. Við endurtökum Engeyjarferðina svo fleiri eigi kost á að kynnast þessari fallegu eyju við Reykjavík. Leiðsögn. Missið ekki af þessari ferö. Verð 250 kr. fritt f. börn m. fullorðn- um. Brottför fró Ingólfsgarði (varöskipabryggjunni). Sjéumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Miðvikudaginn 16. júlí 1) kl. 08 Þórsmörk — dagsferð kr. 800,00. Sumarleyfi í Þórs- mörk er góð hvíld. Aöstaðan í Skagfjörðsskála eins og best verður á kosið, allt sem þarf til þess aö njóta dvalarinnar. 2) kl. 20 (kvöldferö) - Bláfjöll, faríð upp með stólalyftunni. Verö kr. 400,00. Brottför frá Umferðarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 18.-20. júlí: 1) Þórsmörk — gist í Skag- fjörösskála og tjöldum. Ath.: ódýrasta sumarleyfiö er dvöl hjá Ferðafélaginu i Þórsmörk. 2) Landmannalaugar — gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laug- um. Gönguferðir um nágrenni Lauga. 3) Hveravellir — gist i sæluhúsi Ferðafélagsins á Hveravöllum. Gönguferðir i Þjófadali og viðar. Heitur pollur við eldra sæluhús- ið, sem er nýuppgert og einstak- lega vistlegt. Farmiðasala og upplýsingar ó skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19531 Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 18.-23. júli (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gengið á milli gönguhúsa Fl. 2) I8.-24. júlí (7 dagar): Vest- firðir — hringferð. Fararstjóri: Sigurður Kristlnsson 3) 18.-25. júlí (8 dagar): Lónsör- æfi — Hoffellsdalur. Gist í tjöldum við lllakamb. Dagsferöir frá tjaldstað. Fararstjóri: Egill Benediktsson 4) 18.-25. júli (8 dagar): Snæfell — Lónsöræfi — Hoffellsdalur. Gönguferð með viðleguútbúnað. Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmars- 5) 23.-27. júli (5 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. BIÐUSTI. Farastjóri: Pétur Ásbjörnsson. 6) 25.-30. júli (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Fararstjóri: Sturla Jónsson 7) 30. júli - 4. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórs- mörk. UPPSELT. Sumarieyfisferðir Feröafélags- ins eru öruggar og ódýrar. Upplýsíngar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Farfuglar áÉL Þórsmerkurferð Helgina 18.-20. júli verður farin Farfuglaferö inn í Þórsmörk. Gist i Slyppugili i tjöldum. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni Laufásvegi 41 og í sima 24950. Farfuglar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.