Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 32

Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 4 Brennandi ást Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Suzanne Giese: * Brændende kærlighed Útg. Vindrose 1984 AÐALPERSÓNAN Christa er á fertugsaldri, tveggja bama móðir, upprennandi og hugsjónaríkur kvikmynda- og sjónvarpsmynda- leikstjóri og hjónabandið með bamsföðumum Alan er farið í vaskinn. Þau hafa nokkmm sinn- um reynt að skilja, en það vefst fyrir þeim að slíta hjónabandinu að fullu. Samt er Christa fyrir löngu orðin uppgefín á karlremb- unni í honum, svikunum, skeyt- ingarleysinu, ábyrgðar- og áhuga- leysinu gagnvart bömum þeirra, framhjáhaldi og ég veit ekki hvað. Þegar Christa kemst í kynni við Suzanne Giese Bjöm, sem spilar í hljómsveit og hefur dagað uppi í háskólanámi, hefur hún himin höndum tekið: hann er blíður og ljúfur og eigin- lega hefur hann alla þá eiginleika til að bera sem Alan skortir. Svo að það er nokkum veginn sjálfgert ^að hún tekur saman við hann. Og það gengur allt vel í fyrstu, hann hjálpar henni upp úr minni- máttardalnum sem hjónabandið með Alan hefur þrýst henni í, hann vekur á ný trú hennar á að hún er kona. Og hann er umfram allt sérstaklega elskulegur við bömin. Þetta lítur allt ljómandi vel út. En svo fer smám saman eitt- hvað að gerast. Bjöm virðist vera haldinn sjúklegri afbrýðissemi út í fortíð hennar, hann þolir ekki metnað hennar í starfí, hann er sumsé haldinn sömu áráttunni og Alan bara með öðmm formerkj- um. Hann vill eiga hana einn og sér og sambandið milli þeirra sem í upphafí ferðar leit svo vel og hugnanlega út er að tortíma henni sem manneskju. Freistandi er að halda að þetta sé að einhverju leyti sjálfsævisaga höfundar, þótt þess sé hvergi getið. Adeilan á hendur karlmönn- um verður ansi einhliða og beizkja Christu og réttlæting gagnvart sjálfri sér, að það veikir söguna þótt í henni séu mjög athyglis- verðir kaflar og margt sé þar vel sagt, það dregur ekki síður úr áhrifamætti frásagnarinnar, að böm Christu virðast nánast gleymast og þá sjaldan munað er eftir þeim em þau einhverra hluta vegna meira og minna hjá hinum ábyrgðarlitla föður sínum. Metn- aðurinn í starfínu færist í kaf fyrir tilfínningamgli Christu og Björns og það er erfítt að sann- færa lesanda um þann vilja sem Christa hefur til að ná árangri í starfí. Þessi bók er ákaflega nei- kvæður vitnisburður um að sam- band og sambúð karls og konu geti staðizt, þótt Christa vilji að eigin sögn vera sjálfstæð getur hún ekki staðið á eigin fótum nema hún hafí mann að styðja sig við og hafí hún mann að styðja sig við er trúlegt að hann muni, að hveitibrauðsdögunum liðnum, byija hægt og rólega að kaffæra hana. Þó fannst mér fróðlegt að lesa þessa bók, þó ekki væri nema til að geta stundum kinkað kolli og stundum hrist hausinn í æsingi. Bakkafjörður: Franskra sjómanna minnst Bakkafirði. EINS OG áður hefur verið getið um í Morgunblaðinu eru fjögur gömul leiði á austurströnd Borg- arfjarðar niður undir sjó. Eru þetta franskir sjómenn sem þaraa hvíla er létust í hafi og 'voru lagðir þaraa til hvílu fjarri ættlandi sínu. Fyrir all mörgum ámm tóku nokkrir Borgfírðingar sig til og gerðu upp leiðin sem vom að hverfa, girtu reitinn og reistu þar fánastöng þar sem franski fáninn gefínn af franska konsúlnum á Norðfírði hef- ur æ síðan blakt bann 14. iúlí á þjóðhátíðardegi Frakka og nú síðast í dag. Minningartöflu gaf franska sendiráðið í Reykjavík. Síðan hafa systkinin Sigríður Eyjólfsdóttir og Helgi Eyjólfsson, sem upphaflega stóðu fyrst og fremst að þessum framkvæmdum, séð um að þessara framandi gesta er hér hlutu hinstu hvíld væri minnst ár hvert með fyrr- nefndum hætti og jafnframt litið eftir þessum fámenna hvíldarstað þar sem bylgjur brotna við grýtta strönd og bera kannski kveðjur frá föðurlandinu til útlaganna í norðri. Sverrir Freistanai verðlœkkun. Með steikinni í kvöld. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Morgunblaðið/Ámi Frá vinstri: Einar Karlsson formaður Verkalýðsfélagsins, Ágúst Þórarinsson og Garðar Jónsson, sem heiðraðir voru á sjómannadaginn. Sjómannadagurinn í Stykkishólmi: Tveir sjómenn heiðraðir Stykkishólmi. TVEIR sjómenn, Ágúst Þórarins- son og Garðar Jónsson, voru heiðraðir í Stykkishólmi á sjó- mannadaginn fyrir störf sín sem sjómenn, síðar við fiskvinnslu og skipasmíðar. Ágúst Þórarinsson er fæddur í Bolungarvík árið 1916 og hóf snemma sjómennsku. Til Stykkis- hólms kom hann árið 1949 sem stýrimaður á mb. Ájgústi Þórarins- syni sem Sigurður Agústsson hafði þá nýlega keypt til staðarins og var hér dijúgt aflatæki. Ágúst stundaði sjómennsku þar til hann réðist við skipasmíðar hjá Skipavík hf. og þar starfar hann enn. Hann er kvæntur Maríu Bæringsdóttur og eiga þau tvær dætur. Garðar Jónsson er fæddur að Þingvöllum í Helgafellssveit 1913 en hefur átt heima í Stykkishólmi frá bamsaldri. Hann stundaði ung- ur sjó og var með aflasæknum og duglegum skipstjórum. Garðar átti og á enn trillubát og sjórinn er honum jafnan kær. Eftir að hann fór í land hefur hann starfað við hraðfrystihús Sigurðar Ágústsson- ar hf. hér í Hólminum og er einn af dugmestu og samviskusömustu fískverkunarmönnum hér. Einar Karlsson, formaður Verka- lýðsfélagsins, afhenti þeim félögum heiðursmerki sjómannadagsins við hátíðarmessu í kirkjunni á sjó- mannadaginn og minntist um leið starfa þeirra í þágu sjávarútvegs- ins. — Arni Útgáfu á tímaritinu Luxus hætt: „Byrjum upp á nýtt þegar blaðamarkað- urinn fer að grisjast“ segir Þórarinn Jón Magnússon ritsljóri hjá SAM-útgáfunni ÚTGÁFU á timaritinu Luxus hefur verið hætt, en forráða- menn SAM-útgáfunnar, sem gaf Luxus út, hyggjast hefja útgáfu á sams konar timariti undir nýju heiti þegar hægja fer á blaðamarkaðinum. „Aug- lýsingamarkaðurinn þolir ekki öll þessi tímarit sem hafa verið að spretta upp að undanförnu og höfum við ekki áhuga á að taka þátt í þessum undirboðum sem eru nú í gangi,“ sagði Þór- arinn Jón Magnússon, ritstjóri Luxus, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Fyrsta tölu- blaðið kom út fyrir einu og hálfu ári síðan og það síðasta 5. apríl sl. Alls voru gefin út fimm tölublöð á tímabilinu. „Nýju tímaritin bítast öll um sama auglýsingamárkaðinn, sem er því miður orðinn nokkuð rýr og þegar það kostar allt upp í tvær milljónir að gefa út blað þarf að styðjast við nokkuð traust- an auglýsingamarkað. Elstu blöðin halda nokkum veginn sínum sessi, en það eru aðallega nýju tímaritin sem standa í slagn- um. Við vildum ekki fara þá leið að minnka blaðið eða minnka lit, í blaðinu á kostnað gæðanna til að mæta vandamálinu, svo við tókum það ráð að bíða þangað til þessi nýju tímarit leggja upp laup- ana. Þá viljum við fara aftur af stað undir nýju heiti, en við getum ekki sagt til um hvenær. Við höf- um nóg að gera á meðan við bíðum — tímaritin Samúel og Hús og híbýli, sem SAM-útgáfan gefur einnig út, ganga það vel,“ sagði Þórarinn. „Öll þessi nýju tímarit, s.s. Þjóðlíf, Heimsmynd, Stfll og Lux- us, ganga svo til út á svipað efni og alltaf er ráðist á sömu aðilana þegar kemur að því að auglýsa — ferðaskrifstofur og aðra aðila sem hafa upp á að bjóða fatnað og ilmefni sérstaklega." Þórarinn sagði að verð á heil- síðuauglýsingu í timaritunum væri á bilinu 20.000 til 45.000 krónur og þegar prentað væri í lit, veitti útgáfufyrirtækjunum ekkert af því að vera í hærri kant- inum. Þórarinn sagði að sala Luxus hefði gengið vel og t.d. væri síðasta tölublaðið uppselt. Hann sagði að hugmyndasam- keppni um nýtt nafn á blaðinu hefði farið fram í vor og hefðu borist fjölmargar hugmyndir. „Við ákváðum að breyta nafni blaðsins þar sem „Luxus“ fékkst ekki skráð í vörumerkjaskrá á þeim forsendum að orðið yrði að teljast „alltof almennt" í almennu tali." Ekki er ennþá búið að velja nýtt nafn á blaðið enda óvíst hve- nær ný útgáfa mun hefjast, að sögn Þórarins. NÝTTSÍMANÚMER 69-1 1-00 i ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.