Morgunblaðið - 16.07.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
35
Hugarfar og breytni
hann að greiða úr hinum; og bux- **■
umar eru á sama búknum. Hann
tekur sem sé áhættu, með því að
peningar vaxa ekki á tijánum;
áhættan er auðvitað mismikil eftir
aðstæðum, en hún er ávallt fyrir
hendi.
Fáein orð um vond mál
eftir Þórð Kristinsson
Atvikin
Útvegsbankamál, Hafskipsmál
og okurmál eru víst mál málanna
og öll í rannsókn. Margt hefur ver-
ið um þau skrifað og skrafað og
sumt sjálfsagt gengið lengra en
góðu hófí gegnir, einkum þó það
sem lýtur að ógæfu einstakra
manna. Reyndar er svo komið að
sumir segir að ekki megi um málin
tala fyrr en rannsókn er lokið og
öll kurl komin til grafar.
En atvik þau sem mál þessi snú-
ast um áttu sér stað og þegar öllu
er á botninn hvolft þá er sú stað-
reynd það sem mestu skiptir. Hins
vegar hefur sú staðreynd ein og sér
lítið verið rædd og því vert að vekja
svolitla athygli á henni. Tíðum virð-
ist nefnilega litið svo á að mál þessi
séu einungis sakarefni, en fram hjá
því horft að þau eru jafnframt opin-
ber stjómarfarsleg mál sem varða
okkur öll.
Grófar hugmyndir eru uppi um
hvað fór úrskeiðis; skipafélag varð
gjaldþrota, banki tapaði stórfé og
gekk annar í ábyrgð og loks var
fjöldi manns hafður að féþúfu. At-
vikin eru svo stór í sniðum í litlu
samfélagi, að þau gefa tilefni til
vangaveltna um það hvort við ís-
lendingar höfum yfirhöfuð hugsað
okkur að búa hér í landinu til fram-
búðar eða hvort við eigum hér
einungis skamma viðdvöl á leið
okkar eitthvað út í bláinn. Þessi
atvik varða nefnilega allt samfélag-
ið sem við búum og okkur öll sem
myndum samfélagið; þau varða það
hvort þetta sé samfélagið sem við
viljum búa við og eiga hlut að.
Málin em því ógæfa okkar allra.
Eða giftuleysi.
Af þessum sökum er býsna mikil-
vægt að huga að því hvers vegna
atvikin gerðust - að því gefnu auð-
vitað að menn telji samfélagið, hið
íslenska ríki, einhvers virði. Spum-
ingin um það nákvæmlega hvaða
menn það em sem gerðu þetta snýst
um ógæfu einstakra manna og hana
iátum við vera.
Hvers vegna?
Svar við spumingunni, hvers
vegna þessi atvik gerðust, verður
vísast aldrei eitt og endanlegt.
Menn em t.d. breyskir og láta að
breyskleika sínum, án þess að
skeyta um afleiðingamar fyrir aðra
menn; á stundum bera menn enga
virðingu fyrir sér né öðmm og um
leið er ábyrgð þeirra engin gagn-
vart samfélaginu - fortíð þess,
samtíð og framtíð. Það er brot af
svari. En drög að fyllra svari kann
að leynast í þeim aðstæðum sem
gefa kost á því - og jafnvel biðja
um - að slík atvik eigi sér stað.
Einhver brotalöm hlýtur nefnilega
að vera í samfélagi sem getur af
sér þvílíka ógæfu.
Við hömpum menntun og menn-
ingu í tíma og ótíma. Og dugnaði
og þrautseigju. En hver er þessi
menning? Hún er ekki fáeinar gaml-
aðar sögur upp í hillu til að stæra
sig af. Menning okkar er í rauninni
ekkert annað en breytni okkar
mannanna; hún er það sem við
gemm og einnig það sem við segj-
umst ætla að gera, en látum ógert.
Skýringu á aðstæðunum í sam-
félaginu hlýtur því að nokkm marki
að vera að finna í menningunni.
Og þá verður fyrst fyrir okkur sá
hluti hennar sem er fyrirfram skipu-
lagður: Stjómkerfi ríkisins, einkum
löggjafinn, sem setur samfélaginu
leikreglur og framkvæmdavaldið,
sem framfylgir leikreglunum. Um
aðra aðilja er vart að ræða.
Þessar skipulögðu aðstasður em
mun alvarlegri en breyskleiki
mannanna, einkum með því að þær
geta oft á tíðum verið orsök þess
að menn láta að breyskleika sínum.
Aðstæðumar em nefnilega mann-
anna verk, fyrirfram ráðgerðar af
löggjafanum. Þær em einfaldlega
þau viðskipti og samskipti sem
löggjafinn hefur mótað reglur um
og iðkaðar em í samfélaginu. Og
þeim til viðbótar em siðirnir sem
orðið hafa til í umgengni manna
við þessar leikreglur; en ef til vill
em það einmitt þeir sem við verðum
að gæta hvað mest að. Þessir siðir
mótast í senn af reglunum sjálfum
og þeim er umgangast þær. Öllum
er heimil þátttaka og öllum er hún
nauðsynleg að einhveiju marki; í
mörgum greinum er gert ráð fyrir
nauðsyninni; t.a.m. að festa sér
húsnæði, kaupa það eða leigja. Sú.
nauðsyn verður ekki umflúin.
Ef við höldum okkur um stund
við húsnæðið, þá em aðstæður
skipulagðar með þeim hætti að ævi
sumra manna endist þeim vart til
að vinna fyrir því, hvort heldur til
kaups eða leigu. Ræðst það reyndar
í senn af launum og ævilengd
hvemig til tekst og einnig því
hversu þurftafrekir þeir hljóta að
vera til fæðu og klæða. En mörgum
þessara manna virðist alls ekki
ætlað að nærast að ráði með því
að launin duga engan veginn. í
sumum tilvikum hljóta það að telj-
ast undur og stórmerki að þeir og
þeirra fólk skuli ekki verða hungur-
morða — eða kannske kunna þeir
að lifa á loftinu einu saman? Sem
náttúmlega em líka undur og stór-
merki.
Hugarfar
En skýrasta dæmið af öllum um
að eitthvað er ekki í lagi er senni-
lega viðtekin afstaða til ríkisins.
Þessa afstöðu eða hugarfar má
m.a. ráða af ríkjandi siðum og venj-
um í viðskiptum manna og sam-
skiptum. Tilefnið sem hér ræður
skrifum er einmitt hugarfarið sem
menn virðast tíðum bera til þess
og ef til vill á sér að einhveiju leyti
skýringar í þeirri ógæfu sem dynur
yfir annað veifið og lýsir varla öðm
en fyrirlitningu á íslenska ríkinu.
Önnur skýring gæti verið að menn
geri sér yfirleitt óljósa grein fyrir
eiginlegu eðli og hlutverki ríkisins.
En hvort sem um er að ræða hugar-
far eða fáfræði eða jafnvel sinnu-
leysi, sem í senn getur lýst
hugarfari og fáfræði, þá er ljóst
að mörg vandræði okkar eiga rætur
í afstöðu manna til ríkisins og um-
gengni við það.
Afstaða þessi kemur til dæmis
fram í því að oft á tíðum er engu
líkara en að menn telji ríkið vera
hinn versta óvin eða sjúkdóm sem
helst beri að klekkja á eða komast
undan. En þessi afstaða á ef til
vill rætur að rekja til þess að stjóm-
málamenn virðast stundum líta það
sem eins konar tæki til að vasast
með hagsmuni fáeinna í nafni heild-
arinnar. Mál ríkisins verða eins
konar einkamál; og með því að skýla
sér á bak við ríkið er allri ábyrgð
drepið á dreif.
Þetta er býsna undarlegt ef litið
er til þess að gjaman er því hamp-
að að þeir menn sem byggja ísland,
íslendingar, íslensk þjóð, myndi ríki
sem er lýðveldi. Skrifleg yfirlýsing
þessa efnis var a.m.k. birt opin-
berlega 1944. í þessu rfki, íslenska
lýðveldinu, eru lýðræði, þingræði
og jafnrétti grundvallarreglur
stjómskipunar, svo sem frá greinir
í nefndri yfirlýsingu, stjómar-
skránni.
Tilgangnr
Nú gefur augaleið að tilgangur
ríkisins sem kennir sig við Iýðveldi
er allt annar en sá að ná sér niðri
á þeim sem mynda ríkið, enda er
þess konar framkoma varla annað
en einber sjálfseyðilegging; ríkið er
enginn óvinur. Tilgangur þess er
ekki heldur að vasast með hags-
muni fáeinna í nafni heildarinnar
og á kostnað hennar eða að nota
Þórður Kristinsson
„Það eitt að þessi atvik
áttu sér stað í samskipt-
um Útvegsbanka og
Hafskips er ógæfa okk-
ar allra. Hið sama á við
um okrið. Mál þessi öil
bera með sér ábyrgðar-
leysi gagnvart samfé-
lagi okkar og lýsa
nánast fyrirlitningu á
íslenska ríkinu.“
það sem skálkaskjól til að dyljast á
bakvið; slík framkoma er líka sjálfs-
eyðilegging. Tilgangur ríkis sem er
lýðveldi er almannaheill; velmegun
og hagsæld þeirra sem mynda ríkið.
Svo vill til á íslandi, að það er
öll þjóðin sem myndar ríkið. tjóðin
er hópur manna sem deilir sameig-
inlegu landi, tungu, menningu og
sögu og á m.a. af þeim sökum vissa
sameiginlega hagsmuni sem ríkið
gætir. Á íslandi eru það íslending-
ar, íslensk þjóð, sem mynda ríki:
íslenska lýðveldið. Ef engin væri
þjóðin þá væri ekkert ríki. Allar
Staðhæfingar sem ganga gegn
þessu eru misskilningur.
Lýðræðið er reist á því að þjóðin
sjálf skipar þá aðilja sem gæta
skulu sameiginlegra hagsmuna og
fara með sameiginleg mál; þeir eru
kosnir eða valdir til setu á þingum,
í stjómum, ráðum og nefndum á
vegum ríkisins; þeir sækja vald sitt
til þjóðarinnar og starfa því í um-
boði hennar.
Það sem hér er tíundað um lýð-
ræðisríki er ekki eintómt bull og
vitleysa; heldur er það niðurstaða
aldalangrar viðleitni mannanna til
að sammælast um stjómhætti sem
gera sem flestum mönnum sama
samfélags sem jafnast til. Lýðræði
er þar skásti kosturinn. Virðing
manns á manni er homsteinninn.
En vissulega getur verið erfitt að
vera maður og lýðræðið er vand-
meðfarið; framkvæmd í samræmi
við það er því oft erfið. Hins vegar
er auðveldara að bijóta og týna ef
ekki er að gætt.
Ríkisbanki
Öll málefni okkar, atburði og
breytni verður að skoða í ljósi þessa.
Ef litið er til Útvegsbankamálsins
þá verður að taka mið af því að
bankinn er ríkisbanki og því þjóð-
areign. Starfsemi hans varðar
okkur öll.
Stjómendur bankans starfa í
umboði eigendanna og er treyst
fyrir því fé sem bankinn sýslar
með. Ábyrgð þeirra er því mikil
gagnvart umbjóðendunum, sem
hafa falið þeim þessa sýslan. Og
hana verður auðvitað að axla hvem-
ig sem viðrar.
Glöp Útvegsbankans hljóta því
að vera býsna alvarlegt mál.
Við vitum að ávallt þegar sýslað
er með fé þá er tekin áhætta; t.d.
þegar fé er lánað, er sá möguleiki
ávallt fyrir hendi að skuldin verði
ekki greidd. Ýmsar tryggingar em
viðhafðar af þessum sökum; veð,
ábyrgðarmenn o.s.frv. Þessi kunna
staðreynd á við Útvegsbankann
eins og hvem annan. Bankinn tekur
fé að láni hjá sparifjáreigandanum
og ábyrgist vörslu þess og ávöxtun;
eigandi íjárins tekur þá áhættu, að
bankinn standi ekki við skuldbind-
ingu sína. Standi bankinn ekki við
skuldbindingu sína við sparifjáreig-
andann ber eigandi ábyrgðina.
Bankinn lánar fé til hvers konar
starfsemi einstaklinga og fyrir-
tækja; hann tekur þá áhættu að
lánþeginn standi ekki við skuld-
bindingu sína; til að tryggja sig
gerir hann kröfu um ábyrgð og/eða
veð og lánar væntanlega í samræmi
við getu lánþegans til að endur-
greiða lánið. Standi lánþeginn ekki
við skuldbindingu sína er gengið
að honum. Fáist ekki fé fyrir skuld-
inni er hún glötuð. Ríkið tekur þá
á sig tapið.
Þetta ríki er íslenska þjóðin; tap-
ið kemur þannig ekki einungis við
þá sem skipta við bankann, heldur
og við aðra eigendur hans, lands-
menn alla. Ríkið er af einni rót sem
margir angar hafa vaxið út af í
gegnum tíðina: t.d. Seðlabankinn
og aðrir ríkisbankar og ótalin fyrir-
tæki og stofnanir aðrar, svo sem
eins og Áfengis- og tóbaksverslun-
in, Almannavamir, Ríkisspítalamir,
Skattstofan, Stjómarráðið, Vega-
gerðin, Þjóðleikhúsið og mörg mörg
fleiri sem öllum má fletta upp í
símaskránni.
Fari bankinn illa með féð sem
honum er treyst fyrir, eins og til
dæmis er raun á orðin er bankinn
hefur lánað Hafskip fé langt um-
fram meginreglur viðskipta, þá
verður eigandi bankans að taka á
sig skellinn. SpariQáreigandinn,
sem er þegn í ríkinu og um leið
einn af eigendum bankans, fær því
fé sitt til baka einungis í orði, í
annan vasann, en skellinn verður
Alþingi %
Alþingi íslendinga, sem starfar
í umboði íslensku þjóðarinnar, velur
stjómendur bankans og felur þeim
stjóm hans fyrir hönd ríkisins.
Stjómendur bankans kallast einu
nafni bankaráð. Bankastjórar sinna
daglegum rekstri -eg heyra undir
bankaráð. Bankaeftirlit lítur eftir
starfsemi banka og heyrir undir
Seðlabankann. Ein nefnd Alþingis
heitir ríkisstjóm og fer með fram-
kvæmdavald. Ejtt af ráðuneytum
ríkisstjómar hefur umsjá banka-
mála, þar á meðal er Seðlabankinn.
Bregðist bankaráðið er ráðherrans
að leitast við að leiðrétta það.
Bregðist ráðherrann er Alþingis að
leitast við að leiðrétta það. Allir
þessir aðiljar starfa í umboði
íslenska ríkisins. Almannaheill er
tilgangur þeirra.
Nú hefur Útvegsbankinn goldið
slíkt afhroð að jaðrar við gjaldþrot.
Seðlabankinn gengur í ábyrgð,
vegna þess að ríkið er ábyrgt gerða
sinna.
En ljóst er að glöp Útvegsbank-
ans verða ekki leiðrétt. Tiltekin
fjárhæð hefur tapast. Og það var
þjóðin sem tapaði henni. Því verður
ekki breytt. Úm annan er ekki að
ræða. ^
*
Ogæfa okkar
Það eitt að þessi atvik áttu sér
stað í samskiptúm Útvegsbanka og
Hafskips er ógæfa okkar allra. Hið
sama á við um okrið. Mál þessi öll
bera með sér ábyrgðarleysi gagn-
vart samfélagi okkar og lýsa nánast
fyrirlitningu á íslenska ríkinu. Þess
vegna hlýtur að skipta máli að
draga af þeim lærdóma; ekki ein-
ungis sem sakarefna, heldur einnig
sem atburða sem við viljum ekki -**
að eigi sér samastað í samfélagi
okkar.
Eða er íslenskt samfélag, íslenskt
ríki, íslendingum einskis virði?
Höfundur er prófstjóri við Há-
skóla íslands.
55. Morgan
Kane-bókin
komin út
PRENTHÚSIÐ hefur nú gefið
út í vasabroti bók nr. 55 í bóka-
flokknum um Morgan Kane eftir
Louis Masterson. Bók þessi ber
heitið „Einvígi í San Antonio"
og fjallar eins og nafnið bendir
til um einvígi Morgans Kane við
einn snjallasta skammbyssumann
Texas, John Wesley Hardin, eða
„Wes Hardin“ eins og hann er
oftast nefndur.
Wes Hardin er einn illræmdasti
morðinginn í blóði drifínni sögu
Texas. Hann var nú laus úr fangels-
inu, hafði afplánað þar 16 ára
fangavist. Það voru 40 skorur á
Colt-skammbyssunum hans tveim.
Og flestöll fómarlömbin höfðu
fengið kúlu gegnum höfuðið. Morg-
an Kane vissi hvað það táknaði, —
það táknaði að Wes Hardin var svo
öruggur um hæfni sfna, og sjálfs-
traust hans var svo takmarkalaust,
að hann veigraði sér ekki við að
miða á höfuðið. Og sannleikurinn
var sá, að tækist Wes Hardin að
verða fyrri til að hleypa af — og
það hafði honum alltaf tekist —
fékk andstæðingurinn aldrei tæki-
færi til að svara fyrir sig. Þetta
leit út fyrir að verða hólmganga
sem ætti sér enga líka f Villta Vestr-
inu: John Wesley Hardin gegn
Morgan Kane ...
Enn ein bók í þessum einstaka
bókaflokki. Bókin er 130 blaðsíður.
(Úr fréttatilkynmngu frá Prenthúftinu.)
NÝTTSÍMANÚMER
69-11-00
Auglýsingar 22480 # Afgreiðsla 83033