Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 40

Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 félk í fréttum Brúðhjónin í fullum skrúða. Keisarinn kvæntist í kyrrþey Pað er. ekki nema eitt ár síðan Reza II sagðist ekki hafa nokkum tíma til að kvænast, þar sem málefni ríkis hans, íran, tælq'u allan hans tíma. Reza er keisarí landsins, en hefur um árabil verið í útlegð. Viðhorf hans til hjóna- bandsins breyttist þó skyndilega, er hann hitti hina 18 ára gömlu Yasmine á samkomu, sem haldin var fyrir írana í útlegði í Was- hington í fyrra. Það var fyrst þá sem hann gerði sér ljóst að hjarta hans sló fyrir eitthvað annað og meira en íranska ríkið. Yasmine er dóttir vel efnaðs verslunarmanns, sem flúði með fjölskyldu sína frá íran er Khomeini komst til valda. Mjög hljótt var um hjónavígslu þessa, fjölmiðlar voru ekki látnir vita og aðeins boðið nánustu ætt- ingjum og vinum. Reyndar höfðu skötuhjúin lýst því yfír, er þau trú- lofuðu sig í vor, að brúðkaupið yrði í ágúst. Bráðlæti þetta kom því öll- um mjög á óvart. „Undir venjuleg- um kringumstæðum hefði ég ekki haft neitt á móti því að hafa blaða- menn og ljósmyndara til staðar,“ segir keisarinn. „En í þessari að- stöðu taldi ég best og hættuminnst að þetta færi allt fram fyrir luktum dyrum. Það sem mér þykir þó verst að hafa ekki getað boðið frú Sad- at, Mubarak forseta og Hassan konungi Marokkó. Þetta er það fólk sem reynst hefur okkur best í hörm- ungunum og hefðu með réttu átt að vera heiðursgestir. En ég hef nú þegar sent þeim bréf með út- skýringum og afsökunarbeiðni — og veit að þau munu skilja hvers vegna ég hafði þennan háttinn á.“ Brúðkaupið fór fram þann 11. júní sl. eða „22. Khordad 1365“ eftir þeirra tímatali. Að sjálfsögðu var lesið upp úr Kóraninum og fór vígslan fram eftir öllum settum reglum. Óvæntan glaðning fengu hjónakomin frá móður Reza, Farah Diba, fyrrum keisaraynju — 2 hvítar dúfur í búri. Þeim var síðan sleppt lausum en samkvæmt fomri hjátrú boðar það víst heill og hamingju hjóna — og ekki síst frið. „Ég geri mér vonir um að fá tækifæri til að endurreisa ríkið íran,“ segir Reza, „en til þess að svo megi verða verð- ur þjóðin fyrst að losna úr jámgreip- um Ayatollah Khomeinis." Það ætti því að vera ljóst að Reza þarf á öllum fáanlegum friðardúfum að halda. „Velkomin í hópinn, Yasmine." Farah Diba, tengdamamma, seg- ist alsæl með kvenkost Reza. Brúðhjónin ásamt nánustu fjölskyldu brúðgumans. Talið frá vinstri: Frú Diba, amma Reza, Fawzia prinsessa, Farah, brúðhjónin, prins Ali og Leila prinsessa. A „Eg á gamla frænku, sem...“ Pað kannast eflaust flestir við gamla góða lagið _sem byijar eitthvað á þessa leið: „Ég á gamla frænku, sem heitir Ingeborg...“ Segir þar frá frænku einni skrýt- inni og skondinni, sem setur svip á bæinn með skringilegum sveiflum og klæðaburði. Öll munum við líka eftir einhveijum svona „furðufígúr- um“, sem svo áberandi hafa verið á götum bæjarins, að manni fínnst einna helst sem það ætti að gera ráð fyrir þeim í sjálfu borgarskipu- laginu. Á undanfömum árum hefur þessu fólki farið ört fækkandi, þeir eru orðnir fáir sem skera sig úr á einhvem hátt, hafa haldið sínum séreinkennum, þrátt fyrir hina rikjandi stefnu að steypa beri alla í sama mót. Núorðið eru þeir fáir, sem kjark hafa til að syngja í strætó, af því að þannig liggur á þeim, eða glamra á gítarinn sinn í Austurstræti, í von um að einhver Ieggi við hlustir. Sviar eiga enn nokkum slatta af svona skemmtilegum körlum og kerlingum, sem krydda líf samborg- ara sinna með undarlegum en meinlausum uppátækjum sínum. Meðal þeirra er hún Inger Brande. Inger hefur nefnilega afskaplega gaman af fallegum og litríkum fatn- HúnInger Brande gefur lífinu svo sannarlega lit í sínu litla sænska þorpi. Fagurblá föt, skær- græn og eldrauð - klæðaskápur henn- ar er með skraut- legra móti. aði frá öllum tímum. Á hún fullan skáp af forvitnilegum fötum, sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. „Ég kaupi öll mín föt á útsöl- um eða úr dánarbúum auk þess sem ég sauma heilmikið sjálf," segir frú Brande. „Ég vil vera öðruvísi en þessi gráleiti manníjöldi. Það eitt, að ganga um með skærbleika

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.