Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JUU 1986 41 Debra Winger frá Redford til Hutton Eftir að heimsbyggðin hafði velt sér upp úr sambandi hennar við Robert Redford í 18 mánuði, sneri hin 22 ára gamla leikkona, Debra Winger, gersamlega við blað- inu og gerði nokkuð, sem kom öllum í opna skjöldu. Hún einfaldlega hætti að hitta herrann, sagðist ekki nenna að bíða lengur eftir bónorð- inu og fór að búa með öðrum leikara, töluvert yngri, Timothy Hutton. Winger hitti Redford fyrst fyrir hálfu öðru ári, er þau léku saman í myndinni „Legal Eagles". Það var, að sögn, ást við fyrstu sýn, sem endaði með því að Redford fékk skilnað frá konu sinni, Lolu. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla athygli víða um heim, ekki síst vegna hms mikla aldursmunar. Redford hefur líka löngum verið þekktur fyrir trú sína og tryggð í hjónabandinu, en síkt heyrir víst til undantekninga í hans vinahópi. „Þetta kemur aldrei til með að ganga," sögðu flestir, „til þess er aldursmunurinn allt of mikill." — En var það vandamálið? „Nei, svo sannarlega ekki,“ segir Debra Winger. „Við Robert áttum saman yndislegan tíma, sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokk- urn hlut. Við erum mjög iík, gátum hlegið okkur máttlaus saman en einnig tekið þátt í sorgum hvers annars. Það má eiginlega segja að afbrýðisemi Redfords hafi gengið af sambandinu dauðu. Honum leið illa um leið og ég hvarf úr sjón- máli, og mér leið illa undir þessu stöðuga eftirliti. Þetta varð því að taka enda. Samband okkar Timothy er hinsvegar allt öðruvísi. Honum er jafh annt um frelsi sitt og mér og við getum því verið sitt í hvoru lagi, án þess að kveljast af efasemd- um eða áhyggjum. — Og endur- fundimir verða því mun sætari fyrir vikið," segir hún. „Það var afbrýðisem- in en ekki aldurinn, sem gerði útslagið,“ segir hin 22ja ára Debra Winger um samband sitt og Rob- erts Redford. Robert Redford. Timothy Hutton. regnhlíf, lífgar upp á umhverfíð á rigningardögunum." Sé það markmið frúarinnar að vera öðruvísi er óhætt að fullyrða að hún hefur þegar náð settu marki. Menn snúa sér nefnilega við er þeir mæta henni á götu — sum- ir kíma, glotta út í annað eða skellihlæja að þessari fyndnu frú og fötum hennar. Aðrir dást að henni í laumi fyrir kjark og þor, eiga sér jafnvel duldan draum um að vera sjálfír svolítið sérstakir. „Mér er sko nokk sama þó fólk snúi sér við eða álíti mig jafnvel stórskrýtna. Ég veit sjálf að ég er fullkomlega eðlileg og þarf ekkert á viðurkenningu samfélagsins að halda. Það eina sem hugsanlega gæti fengið mig til að falla í fjöld- ann væri ef maðurinn minn myndi mótmæla klæðaburðinum. En ég held að hann sé bara hrifínn af kerlu sinni, þrátt fyrir þetta," segir Inger Brande. COSPER — Annaðhvort hefur einkaritarinn þinn fengið sér nýjan vara- lit eða þú hefur fengið nýjan einkaritara. Fararskjóti til sölu Til sölu er í Danmörku glæsivagn einn rauður að lit. Þetta væri að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi, nema sökum þess að fyrr- um eigandi kerrunnar er kappaksturshetjan og kvikmyndastjaman Steve McQueen, sem lést árið 1980. Bíll þessi er hins vegar framleidd- ur árið 1963, en hvemig hann komst til Köben er okkur hulin ráðgáta. Eigandi bílsins, Emst Korsgaard, hefur nú hugsað sér að selja bflinn fyrir dágóða summu, þar sem hann segir bílinn nær eingöngu hæfan til sýninga. „Ég kann betur við mig á litlu druslunni,“ segir hann. Svo ef einhveijir skyldu vilja fjárfesta í farartækinu er þeim bent á að hafa samband við Erast Korsgaard. „Ég verð að fá að láta Ijós mitt skína,“ segir ieikkonan Jane Wyman. Jane Wyman: „Lélega leikara og senustuld þoli ég ekki“ Ef það er eitthvað sem ég bókstaflega þoli ekki — þá eru það léleg- ir leikarar, segir leikkonan Janne Wyman, fyrrum frú Reagan, í nýlegu viðtali. „Ég hef aldrei getað skilið það, að fólk skuli leggja út á leiklistarbrautina algerlega hæfileikalaust og án þess að leggja nokk- um metnað í vek sín. Þetta fínnst mér vanvirðing bæði við áhorfendur og listgreinina sjálfa. Þess vegna er ég heldur ekkert vel liðin meðal margra nýliðanna — ég bara get ekki þagað. Þó svo ég álíti mig til- tölulega umburðarlynda almennt, þá hef ég enga þolinmæði eða samúð með fólki, sem skortir alla sjálfsgagnrýni." Eg er afskaplega kröfu- hörð á sjálfa mig, vil vanda til verks og heimta til dæmis að fá að velja þau föt sjálf, sem ég klæðist í framhaldsmyndaflokkunum Falcon Crest. Ef ég fæ ekki að vera með í ráðum þá einfaldlega missi ég áhugann og vinnubrögðin verða léleg." Þetta em mínir stærstu veik- leikar, segir leikkonan. En veiku punktamir — em þeir ekki fleiri? „Jú,“ svarar Jane og roðnar lítið eitt, „ég elska það að vera í sviðsljós- inu og á bágt með að þola ef einhver stelur af mér senunni, hvort heldur sem er á hvíta tjaldinu eða í samkvæmum.“ — Ja, enginn er fullkominn... i*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.