Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.07.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 > > mmm 'x ást er... . . ,;ið skreytu sjálfa sig TM Reg. U.S. Pat. 0*f —all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Við ætlum að trúlofa okkur um leið og kærastan hans hefur skilað honum hringnum. Nokkur varnaðarorð Áhugamenn um sjálfsvarnar- íþrótth skrifa: Undanfarið hefur í dagblöðum mikið borið á auglýsingum um svo- kölluð kung-fu-námskeið. Mun þar vera að verki áður óþekktur kung- fu-„meistari“, ungur að árum. Ýms- um þykir nú nóg komið og því ástæða til að stinga niður penna og reyna að upplýsa fólk og jafnvel aðvara. Kung-fu er samheiti yfir hinar ýmsu sjálfsvamar-listir sem upp- runa sinn eiga í Kína og þróast hafa þar í mörg þúsund ár. I þess- um sjálfsvamarkerfum eiga jap- önsk kerfi svo sem karate uppruna sinn. Þeir sem reynt hafa vita, að mörg ár eða áratugi tekur að ná einhveiju valdi á þessum sjálfsvam- arkerfum. Til að geta kennt þessi kerfi þarf auðvitað mikla kunnáttu og þjálfun hjá góðum þjálfurum sem ekki fæst á stuttum tíma. Með þetta í huga má augljóst vera að ekki liggur mikið að baki þegar ungling- ur sem ekki er vitað til að hafí notið neinnar þjálfunar, tekur upp á því að kenna kung-fu. Við viljum benda fólki á að athuga og kynna sér vel hvað um er að ræða áður en það greiðir stórfé á svona nám- skeið. Fáið upplýsingar um hvaðan kunnáttan er komin og hvað er kennt. Fáið upplýsingar um hvort félagið er í einhvetjum viðurkennd- um samtökum innlendum eða erlendum. Hér á landi eru til all- mörg félög sem kenna svokallaðar sjálfsvamaríþróttir, þ.e. karate og júdó. Fólk ætti fýrst að leita til þessara félaga og kynna sér hvað þau hafa upp á að bjóða en mörg þeirra ráða yfír reyndum þjálfumm. Ekki síst ættu foreldrar að kynna sér málin áður en þeir senda böm sín til misviturra manna í þjálfun þar sem von um skjótfenginn gróða virðist ráða ferðinni. Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Eitt af því, sem setur skemmti- legan svip á höfuðborgarsvæð- ið og umhverfi þess að sumarlagi, er vaxandi þátttaka fólks í margvís- legum sjávaríþróttum. Á góðviðris- dögum liggur við að segl sé við segl á sundunum kringum Reykjavík og nágrannabyggðir. Skútusiglingar eru raunar mest áberandi í Fossvogi og nágrenni en hraðbátarnir eru á ferðinni í Elliða- voginum og út frá honum. Siglinga- íþróttin er göfug íþrótt, sem hefur mtt sér til rúms á örfáum ámm. Siglingamenn koma úr ýmsum stéttum og starfshópum, eins og bezt sést á því, að einn fremsti sigl- ingamaður okkur seinni árin er jafnframt einn helzti sérfræðingur þjóðarinnar í heilaskurðlækningum, Bjami Hannesson, læknir á Borg- arspítalanum. Annars er það svo, að töluverð stéttaskipting er í hópi þeirra, sem stunda siglingar. Þannig hneigjast þeir, sem stunda siglingar á skútum til þess að líta niður á þá, sem stunda siglingar á vélknúnum lysti- snekkjum! Siglingum fylgir margt annað svo sem seglbrettaíþróttin, sem náð hefur miklum vinsældum hér svo og sjóskíðamennska. Ný íþrótt hef- ur einnig látið á sér kræla í sambandi við siglingar en það er fólk, sem svífur í fallhlífum hang- andi aftan í hraðbátum. Aðstaða þeirra, sem stunda sigl- ingar á hraðbátum hefur batnað verulega í Elliðavogi og skútumenn koma sér stöðugt betur fyrir í Foss- voginum. Mikil og almenn þátttaka- í þessum íþróttum er eitt af því, sem bendir til vaxandi velmegunar í landinu, því allt kostar þetta pen- inga. XXX Mikið er talað um kosningar í haust, eins og allir vita. Fram- sóknarmenn hafa slegið úr og í um kosningar. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, hefur alls ekki útilokað kosningar í haust en aðrir talsmenn Framsóknarflokks- ins hafa tekið þunglega í þessar hugmyndir. I röðum stjórnmálamanna er um það talað, að Steingrímur geti alls ekki hugsað sér kosningar fyrr en í nóvember vegna þess, að hann er búinn að þiggja boð um að koma í opinbera heimsókn til Kína í októ- ber. Forsætisráðherrann mun ekki vilja missa af þessari heimsókn og þess vegna er hann ekki til viðtals um kosningar fyrr en að henni lok- inni! XXX að er jafn ánægjulegt að stunda gönguferðir upp með Elliðaánum að vetrarlagi eins og að stunda þar laxveiðar að sumri til. Þessa dagana er áin full af laxi og skemmtilegt að sjá hvað laxam- ir í ánum eru líflegir — þeir stökkva mikið! Það er alltaf viss öryggistil- finning fyrir laxveiðimenn að vita þó af honum þama, þótt erfiðlega kunni að ganga að ná honum. Hitt er ekki jafn skemmtilegt að verða vitni að þeim sóðaskap sem á sér stað í kringum Elliðaárnar. Það er alltof mikið af drasli á ár- bökkum og úti í ánni. Sjálfsagt er þetta eðlileg afleiðing þess, hve mikil byggð er komin í námunda við ámar. Þeim mun meira máli skiptir, að vel sé hugað að því að hreinsa til við árnar regluíega. Það mun gert að einhveiju leyti en alls ekki þannig að dugi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.