Morgunblaðið - 16.07.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986
45
VELVAKANDI
SVARARÍSÍMA
691100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
IUT l/WMI am U JrW 'U IT
Um veisluna á Grund
Húsmóðir skrifan
„Það er líkast að íslandssögu-
kennslan sé ekki upp á marga fiska
nú til dags. Fréttamenn útvarpsins
afgreiddu Seljamannamessu 8. júlí
sl. með því að segja að á Grund í
Eyjafírði hefði verið drepinn maður
fyrir rúmum 600 árum og sæmdi
það ekki friðelskandi íslendingum.
Þeir höfðu hins vegar tíma til þess
að segja að þar hefði verið sögu-
frægasta veisla sem haldin hefur
verið í allri íslandssögunni. Grund-
ar-Helga þekkti betur þá sem
ætluðu að heilsa upp á hana en
almenningur virðist gera í dag og
hún vissi erindið, Smiður Andrésson
hirðstjóri hafði látið hálshöggva
Áma Þórðarson og fór svo norður
með Jóni Guttormssyni, skráveifu
og lögmanni, sem allir hötuðu og
fyrirlitu, enda valdagræðgin og
skepnuskapurinn holdi klæddur.
Hann ætlaði að hefna ófara sinna,
því árið áður höfðu Norðlendingar
hrakið hann af höndum sér. Helga
tók til sinna ráða og gerði óaldar-
mönnum dýrðlega veislu og smalaði
ungum stúlkum úti til aðstoðar á
meðan höfðingjamir sem heima
fyrir voru söfnuðu liði. Smiður og
menn hans fengu að veija sig.
Smiður féll í bardaganum en Jón
skráveifa var drepinn ogtöldu menn
það ekki eftir sér. Grundar-Helga
var svo stór í sniðum að fræðimenn
deila um hver faðir hennar var. Hún
gerði ekki hlutina í hópvinnu sem
nú er móðins og hefði líklega ekki
viljað sætta sig við kúgun kommún-
ismans og heldur ekki hrifíst af
meðaJmennskuaðdáun félagsfræð-
innar. Þar er líklega komin skýring-
in á því hvað kvennalistakonur láta
sér fátt um hana og síðast en ekki
síst var hún bara heimavinnandi
húsmóðir og réði öllu á heimilinu,
innan húss sem utan. Jón Trausti
hefur ritað dásamlega sögu um
veisluna á Grund og er það fróðleg
og skemmtileg bók. Væri vel að sem
flestir læsu þá sögu.“
Hagkaupshúsið
Kjósandi skrifar:
Mikið lifandis ósköp er nýja Hag-
kaupshúsið (Kringlan) hiyllilega
ljót bygging. Hún er eins og ferlíki,
vægast sagt einn hryllingur. Það
er eins og tröllahendur hafí kastað
steypu á ióðina og hrúgað upp þessu
iíka afskræmi. Og mér er spum:
Hver teiknaði þetta skrimsli? Var
teikningin virkilega samþykkt í
bygginganefnd og á tilskildum stöð-
um í kerfínu? Hef ég sem kjósandi
í Reykjavík ekki leyfí til að spyija
og óska svars: Hvaða einstaklingar
flölluðu um leyfí til byggingarinnar?
er ljótt
Hveijir voru meðmæltir þessari
teikningu og hveijir vom á móti (ef
einhveijir vom)? Ég fer þess vin-
samlega á leit að svör verði birt
hér á síðum Velvakanda, svo að við
íbúamir vitum hveijir það em sem
bera ábyrgð á þessum hiyllingi.
Óskað
eftir
upplýs-
ingum
Velvakandi hefur verið beðinn
að birta meðfylgjandi mjmd,
sem er í eigu Svövu Andersen
í Cleveland í Utah. Ekki er vitað
af hveijum myndin er, en á bak-
hlið stendur þessi texti: „Þetta
er Marta dóttir okkar um ferm-
ingu.“
Þeir sem geta gefíð upplýs-
ingar um það af hveijum myndin
er, em beðnir að hringja til Ásu
Eiríksdóttur í 12058.
Hvað kostar
Þjóðarbókhlaðan?
Skattgreiðandi spyr:
Að gefnu tilefni, þar sem ákveð-
ið hefur verið að auka fjárveitingar
til að hraða byggingu þjóðarbók-
hlöðunnar, langar mig sem skatt-
greiðanda að fá upplýst hvað
þjóðarbókhlaðan kostar nú (á nú-
virði) og einnig hvað áætlað er að
það kosti að ljúka byggingunni.
Sérstaklega langar mig að vita hvað
lituðu álplötumar kostuðu mikið og
hvort ekki hefði mátt spara þau
kaup með því að byggja á ódýrari
hátt. Mér fínnst gott og blessað að
litaðar álplötur séu notaðar til að
hressa upp á gömul og iúin hús,
enda hefur það tekist mjög vel á
mörgum stöðum. En ég skil ekki
þegar verið er að sóa peningum í
slíkar klæðningar á ný og vonandi
vatnsheld hús, sérstaklega þegar
peningar til þess em ekki til. Ég
held að fieiri skattgreiðendur en ég
vilji fá að fylgjast með hvemig
skattpeningunum er varið og því
væri æskilegt ef svör við þessum
spumingum fengjust birt hér í blað-
inu.
Ónæmistæring er ekki alnæmi
Kennari skrifar
Ég hef ekki mikið vit á ónæmis-
fræði utan þá almennu vitneskju
að hópur hvítra blóðkoma ku sjá
um vamir líkamans gegn sýklum
sem á einhvem hátt komast inn í
líkamann. Hinsvegar hef ég vissan
smekk fyrir rökrænu samhengi orða
og merkingu. Því vil ég beina þeim
tilmælum til íslenskra lækna og fjöl-
miðlamanna að hætta að brúka
orðskrípið alnæmi yfír þann sjúk-
dóm sem veldur bæklun eða tær-
ingu í vamarkerfi (ónæmiskerfi)
líkamans. Orðið alnæmi er auk þess
að vera nær merkingarlaus hljóð-
myndun í besta falli mjög misvís-
andi um eðli þess sjúkdóms sem
því er gert að lýsa. Al- þýðir allur
og felur ( sér þann dóm að það sem
á eftir kemur sé nauðsynlega og
algerlega á þann hátt sem merking-
arinntak síðari hluta orðsins segir
um fæmstu sérfræðinga að sá skaði
sem AIDS veiran veldur, gerir fóm-
arlambið ekki óeðlilega næmt fyrir
nema vissum tegundum sýkinga
(jafnvel á lokastigi). Því virðist hluti
ónæmiskerfísins starfa nánast eðli-
lega þrátt fyrir sjúkdóminn. Það
er því eðlilegast að nota orðið
ónæmisbæklun eða eins og ónæmis-
fræðingamir sjálfir vilja, ónæmis-
til um. Orðið alnæmi verður því að
útleggjast á eðlilegri íslensku:
„næmur fyrir öllu“ (sic).
Það er hinsvegar ljóst af umræð-
tæringu. Persónulega er ég þó á
þeirri skoðun að orðið 'eyðni sé
besti kosturinn.
Morgunblaðið/Guðrún Halldóra
Einar Bollason, annar eigandi íshesta, spjallar við hestamenn.
„Höfum 200
hesta á jám-
um í sumar“
— segir Einar Bollason, annar eigandi íshesta í Laugardal
Á bænum Miðdal, rétt innan
við Laugarvatn, er starfandi fyr-
irtæki sem nefnist „íshestar“ og
er tilgangur þess að bjóða ferða-
mönnum, innlendum sem erlend-
um, upp á lengri og skemmri
hestaferðir. Þetta er fjórða árið
sem fyrirtækið starfar. Eigendur
eru þeir Einar Bollason og Guð-
mundur Birkir Þorkelsson, bóndi
i Miðdal.
„íshestar“ eiga nú 50—60 hesta,
en yfír sumartímann fá þeir lánaða
hesta frá kunningjum og leigja
hesta hvaðanæva af landinu. í sum-
ar em þeir með um 200 hesta á
járnum.
í sumar hefur verið boðið upp á
dagsferðir um nágrennið, tveggja
til fimm daga hringferðir um upp-
sveitir Ámessýslu og svo átta daga
óbyggðaferð yfir Kjöl. í fímm daga
ferðunum er riðið inn á Lyngdals-
heiði, á Þingvöll og gist í ijallakofa
í Kringlumýri; þaðan er haldið að
Seli í Grímsnesi; frá Seli að Skál-
holti, yfír Stóm-Laxá og gist að
Syðra-Langholti. Á fjórða degi er
■riðið að Flúðum, farið yfír Hvítá
um Brúarhlöð að Geysi í Haukadal
og gist þar síðustu nóttina.
Blaðamaður Morgunblaðsins fór
inn að Miðdal og ræddi við Einar
Bollason. Hann sagði að mjög mik-
il aðsókn væri í hestaferðimar.
Mest væm það Þjóðveijar sem
sýndu áhuga en einnig Bandaríkja-
menn, Frakkar og Svisslendingar.
„Flugleiðir og ferðaskrifstofan Úr-
val hafa séð um að auglýsa okkur
erlendis og einnig höfum við haft
samstarf við erlendar ferðaskrif-
stofur. Margir þeirra útlendinga
sem ferðast með okkur eiga
íslenska hesta heima en vilja kynn-
ast þeim í uppmnalegu umhverfi.
Sumir koma líka til að kaupa sér
(slenska hesta.
Einar sagði ennfremur að það
væm ekki eingöngu erlendir ferða-
menn sem fæm í þessar ferðir.
„íslendingar hafa sýnt þessu þó
nokkum áhuga og bæði farið í
skemmtiferðir með okkur og eins
koma þeir til að reyna hesta sem
þeir hafa hug á að kaupa. Það er
líka nokkuð um að vinnustaðir eða
fjölskyldur taki sig saman um
styttri ferðir. Kjalarferðimar hafa
líka notið mikilla vinsælda, en þær
em einkum ætlaðar vönum hesta-
mönnum." Aningarstaðir í Kjalar-
ferðunum em m.a. Geysir, Gullfoss, ‘
Hvítámes, Hveravellir og komið er
niður að norðan í Skagafírði. Ferð
þessi hlaut verðlaun Norska ferða-
málaráðuneytisins 1984. Einar
Bollason sagði að til stæði að bæta
við fleiri óbyggðaferðum og í sumar
var farin ferð inn á Fljótshlíðaraf-
rétti; Fjallabaksleið og komið niður
hjá Kirkjubæjarklaustri. Einnig
mun hafa verið rætt um samstarf
við aðila á Snæfellsnesi. Einar sagði
að Kjalarferðimar kostuðu þetta
um 25 þús kr. og væri innifalið í
því fullt fæði, gisting, helsti út-
búnaður og ferðir. í Kjalarferðunum
era u.þ.b. 75—80 hestar miðað við
25 ferðamenn; sex leiðsögumenn,
bílstjóri og tveir kokkar. *
Blaðamaður ræddi við nokkra
erlenda ferðamenn sem vom í
hestaferðum á Suðurlandi. Mikill
áhugi virtist vera á meðal þeirra á
íslenska hestinum og áttu margir
þeirra, einkum Þjóðveijamir,
(slenska hesta heima. Einnig vom
sumir þeirra komnir til að festa
kaup á íslenskum hestum. Venju-
legur Qölskylduhestur selst á um
5.000 mörk en gæðingar fara á
allt að 15.000 mörkum, eða sem
svarar tæpum 300 þúsund krónum.
Einar sagði að uppselt hefði ver-
ið í allar ferðir það sem af er
sumars og aðeins eftir örfá rými í
síðustu ferðimar. „Þjóðveijamir em
strax famir að bóka í ferðir næsta '
sumar.“