Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 48

Morgunblaðið - 16.07.1986, Side 48
 (<5^, FASTEIGNA MARKAÐURINN | , . í| LIFLEG SALA Okkurvantar eignirásöluskrá símar: 11540-21700 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1986 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Skýli reist yfir skemmtig'arðinn í Hveragerði? AFLAHROTA hefur að undanförnu gengið yfir miðin norður af landinu. Áhöfnin sem þarna er á leið á „miðin" er þó ekki í veiðihugleiðingum — heldur er þarna hluti Stuðmanna á leið út í Grimsey þar sem hljómsveitin hélt tónleika I gærkvöldi. „Karlarnir í brúnni“ eru Jakob Magnússon og Valgeir Guðjónsson en Ragnhildur Gisladóttir, Ásgeir Óskarsson og Egill Olafsson eru á dekki. Stuðmenn og fylgdarlið sigldu frá Dalvík áleiðis til Grímseyjar um hádegisbilið í gær á 28 tonna fiskibát frá Árskógssandi, Sólrúnu EA, og var myndin tekin skömmu áður en haldið var úr höfn. EIGENDUR Tivolígarðsins í Hveragerði kanna nú möguleika á að reisa skýli yfir skemmtigarðinn með það fyrir augum að reka þar starfsemi allt áríð. Skýlið gæti orðið allt að 20 þús- und fermetrar að flatarmáli og yrði þá stærsta bygging sinnar tegundar hér á landi. Simamynd Morgunbladið/Skapti Hallgrinuaon Stuðmenn halda á miðin Sigurður Kárason, einn eigenda Tívolígarðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin væri að reisa létt skýli yfir garðinn, sem gæfí möguleika á að loka garðin- um þegar illa viðrar. Gert væri ráð fyrir að klæðningin veitti birtu og jafnframt yrði skýlið upphitað þannig að starfrækja mætti garð- inn árið um kring. „Verið er að kanna málið enn sem komið er og ekki hægt að segja til um .á þessu stigi hvort úr þessu getur orðið. Það fer auðvitað allt eftir því hvort kostnaður við þetta verð- urviðráðanlegur," sagði Sigurður. Verkfræðistofan Hönnun hf. annast undirbúning og könnun á framkvæmd þessari og hefur stof- an óskað eftir hugmyndum um byggingarefni og annað er lýtur að uppsetningu. Nýja farsíma- kerfið þeg- ar of lítið Morgunblaðið/Einar Falur Handtökin við hveija byggingu eru mörg. Myndin var tekin í Grafar- vogi í gær. 12% samdráttur í bygging- ariðnaði frá því árið 1984 samkvæmt könnun Landssambands iðnaðarmanna TALSVERÐUR samdráttur hef- ur orðið í byggingaríðnaði hér á landi á undanförnum mánuð- um og ef miðað er við tvö síðustu ár hefur hann orðið um 12%, þegar á heildina er litið, sam- kvæmt byggingarkönnun Landssambands iðnaðarmanna. Samkvæmt lauslegrí könnun, sem Morgunblaðið gerði á nokkrum stöðum á landinu virð- ist sem samdrátturinn hafi orðið mun ineiri víða úti á landi, en í þéttbýliskjörnum á höfuðborg- arsvæðinu. Gunnar S. Bjömsson, formaður Meistarasambands byggingar- manna, sagði í samtali við Morgunblaðið að könnun Lands- sambands iðnaðarmanna hefði leitt í ljós samdrátt í byggingariðnaði á undanfomum tveimur ámm. „Við höfum þar áþreifanlegar sam- dráttartölur, allt að 12% frá árinu 1984," sagði Gunnar. „Hins vegar verður að hafa í huga að hér er fyrst og fremst um að ræða sam- drátt vegna nýbygginga, og tals- vert mikill hluti af því vegna íbúðarbygginga. Talsvert hefur verið um byggingarframkvæmdir á vegum opinberra aðila og það sem einkum hefur komið á móti samdrættinum í nýbyggingum em mun meiri umsvif í viðgerðum og viðhaldi, en áður var,“ sagði Gunn- ar ennfremur. Hann sagði að því væri ekki ástæða til að óttast um atvinnu- leysi meðal byggingarmanna í bráð. „Ef litið er fram á við er ekkert sem bendir til atvinnuleysis eða verkefnaskorts hjá byggingar- mönnum á næstunni, enda nóg að gera í viðgerðum og vinnu við breytingar á húsum,“ sagði Gunn- ar. „Að vísu má segja að ástandið sé mismunandi miðað við lands- hluta og sums staðar úti á landi er það mun alvarlegra en hér á höfuðborgarsvæðinu. Spumingin er hins vegar hversu sterkt nýja lánakerfíð kemur inn í þetta með haustinu og í byijun næsta árs. Ég hef þá trú að þetta lánakerfí komi til með að hafa örvandi áhrif á byggingarframkvæmdir," sagði Gunnar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á skrifstofu byggingarfulltrúa á Akureyri hef- ur þar orðið verulegur samdráttur í byggingarframkvæmdum að und- anfömu, einkum hvað varðar íbúðarbyggingar. Sem dæmi má nefna að árið 1982 var byijað á 97 íbúðarbyggingum þar í bæ, en 1984 vom þær komnar niður í 30 og 1985 niður í 17. í Hafnarfírði og Kópavogi hefur samdrátturinn hins vegar orðið mun minni þótt byggingarfulltrúar í báðum þess- um bæjum hefðu staðfest að byggingarframkvæmdir þar hefðu dregist nokkuð saman. Erlendur Hjálmarsson, byggingarfulltrúi í Hafnarfírði, sagði að íbúðarbygg- ingar í smíðum í ársbyijun 1985 hefðu verið 228, en í ársbyijun 1986 hefðu þær verið 191. Hins vegar hefði þróunin í byggingum iðnaðarhúsnæðis verið jákvæð, 44 iðnaðarhússbyggingar í ársbyijun 1985 en 52 í ársbyijun 1986. Gunngeir Pétursson, skrifstofu- stjóri í byggingardeild borgarverk- fræðings í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði orðið vart við umtalsverðan samdrátt í byggingarframkvæmd- um í höfuðborginni það sem af er þessu ári. Hins vegar hefðu lóðaút- hlutanir verið tregari en oft áður. Skýringin á því væri þó líklega sú, að miklu hefði verið úthlutað á undanfömum ámm, og menn verið misjafnlega iengi að hefja fram- kvæmdir. SKRÁÐIR notendur sjálfvirka farsimans, sem tekinn var í notk- un 3. júlí sl., eru nú að nálgast 600. Alls eru til númer fyrir 3.000 notendur um land allt, þar af 1.000 númer í Reykjavík. Jóhann Hjálmarsson, blaðafull- trúi Pósts og síma, sagði í samtali við Morgunblaðið að pantanir hefðu farið fram úr öllum áætlunum sem gerðar höfðu verið, en miðað við núverandi ástand er hægt að sinna 500 til 1.000 notendum á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar er farið að vinna að fjölgun rása og sagði Jó- hann að pöntuð hefði verið stækkun á móðurstöð í Reykjavík þannig að rásafjöldi hennar myndi væntan- lega þrefaldast í nóvember eða desembermánuði. Víðidalsá: 28 punda lax nú sá stærsti Þeir gera það ekki enda- sleppt bandarísku stangveiði- mennimir í Víðidalsá þessa dagana. í gærmorgun veidd- ust 16 laxar í ánni á 8 stangir og þar á meðal var 28 punda hængur sem William Morrow veiddi á Neðri Laufásbreiðu á fiuguna Black and Blue nr. 6. Morguninn áður hafði fé- lagi hans, John Fisk, veitt 26 punda hæng á sama veiðistað eins og frá var greint I Morg- unblaðinu i gær. John Fisk þurfti þó ekki að kvarta, því hann veiddi tvo laxa í gærmorgun, 24 punda lax á fyrmefndum veiðistað, Neðri Laufásbreiðu, og 22 punda lax í Daisárósi, báða á fluguna Silv- er Blue nr. 6. Meðalþungi veiddra laxa í Víðidalsá er með ólíkindum þessa dagana, því flestir hinna laxanna sem veidd- ust, svo og flestra þeirra rúmlega 300 sem veiðst hafa, vógu 12-17 pund. Stórlaxaban- amir sem nú em að veiðum hófu veiðar eftir hádegi á fímmtudaginn í síðustu viku og á hádegi í gær höfðu þeir veitt 100 laxa. Sjá „Eru þeir að fá’ann?“ blaðsíðu 5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.