Morgunblaðið - 19.07.1986, Síða 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
159. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Prentsmiðja Morgxinblaðsins
Bólivía:
Arásirnar
byrjaðar
La Pai, AP.
BANDARÍSKIR hermenn og
sveitir bólivísku fíkniefnalög-
reglunnar hófu á föstudag árásir
á kókaínverksmiðjur í frum-
skógum Bólivíu.
Árásimar hófust rétt fyrir hádegi
og voru sex bandarískar þyrlur
notaðar tii starfans.
Árásunum var stjómað frá Josu-
ani-búgarðinum, en þar var áður
ein stærsta kókaínverksmiðja
Bólivíu. Stjómvöld gerðu árás á
hann í fyrra og gerðu hann upptæk-
an. Búgarðurinn er í um 220 km
fjarlægð norðvestur af borginni
Trínidad.
Ekki var hægt að fá neinar upp-
lýsingar um árásimar, en bólivísk
stjómvöld hafa gagnrýnt embættis-
menn í Washington fyrir að hafa
verið of örlátir á upplýsingar um
árásimar, og þannig gert eiturlyfja-
framleiðum viðvart um hvað í
vændum var.
Á kajökum kringum landið
Morgunblaðið/Sveinn Andrí
Tveir bandarískir ævintýramenn, Harry House (til vinstri) og John Bauman, eru nú að sigla á kajökum í kringum ísland. Þeir voru
á Akureyri í gær en síðdegis héldu þeir áfram för sinni til Húsavíkur. Blaðamaður ræddi við þá í gær og er samtalið að finna á
Akureyrarsíðunni á bls. 28.
Hér gefur að líta eina af sex Blackhawk-þyrlum Bandaríkjahers,
sem nú eru í Bólivíu. Ef grannt er skoðað má sjá bandaríska her-
menn við hana.
Sovétríkin:
Yfirmaður kjarn-
orkuvama rekinn
— vegna kjarnorkuslyssins í Chernobyl
Moskvu, AP.
YFIRMANNI kjarnorkuvarnanefndar Sovétríkjanna, Yevgeny V.
Kulov, hefur verið vikið úr starfi og allar áætlanir þar í landi varð-
andi hagnýtingu á kjarnorku til raforkuframleiðslu teknar til
endurskoðunar. Skýrði sovézka fréttastofan TASS frá þessu í gær.
Kulov, sem er 57 ára að aldri, hafði verið yfirmaður nefndarinnar
síðan 1983.
TASS greindi ekki frá ástæðun-
um fyrir brottvikningu Kulovs, en
talið er víst, að aðalástæða hennar
sé kjamorkuslysið í Chemobyl 26.
apríl sl. Ekki var heldur sagt, hver
tæki við af Kulov, en hann er hátt-
settasti embættismaður Sovétríkj-
anna til þessa, sem látinn er víkja
vegna kjarnorkuslyssins. Margir
lægra settir embættismenn hafa
Kína:
Chiang Kai-Sheks getið að
góðu í nýju sagnfræðiriti
Peking, AP.
CHAING Kai-Shek, sem eitt sinn var fyrirlitinn af kínverskum
kommúnistum, hefur nú hlotið einhverja uppreisn æru í nýrri
bók, þar sem fjallað er um tímabilið frá árunum 1912 til 1949 í
kínverskri sögu.
í sömu bók er einnig skrifað
um það, sem Bandaríkjamenn
hafa lagt af mörkum til Kínveija,
en um þau framlög hefur um langt
skeið ríkt þögn.
Telja má að þessi bók sé af-
sprengi aukins frelsis í ástundun
fræðigreina. Kínverjar em nú að
reyna að þurrka út gamlan fjand-
skap við þjóðemissinnana, sem
fylgdu Chiang til Taiwan eftir
að þeir töpuðu fyrir kommúnistum
1949.
„Bók okkar er fyrst og fremst
fræðirit og við drógum okkar nið-
urstöður af staðreyndum máls-.
ins," segir Zhang Xianwen,
prófessor við háskólann í Nan-
king. Hann er einn níu sagn-
fræðinga, sem skrifuðu þetta
sagnfræðirit.
Að hans sögn tengist þessi bók
ekki herferð Kínveija til að taka
upp samskipti við og ef til vill
sameinast Taiwan. Hann sagði
aftur á móti að þetta viðhorf sagn-
fræðinganna að reyna að finna
sannleikann í staðreyndum máls-
ins hjálpað til að binda Taiwan
böndum við meginlandið.
„Að leita sannleikans í stað-
reyndum," .eru einkunnarorð
Chiang Kai-Shek
Dengs Xiaoping, leiðtoga Kína.
Deng hefur komið á ýmsum end-
urbótum í efnahagsmálum í
stjómartíð sinni og einnig hefur
hann opnað Kína fyrir umheimin-
Sagnfræðingurinn Zhang segir
að í bókinni sé farið lofsamlegum
orðum um Chiang fyrir að fylkja
liði með kommúnistum á þriðja
áratugnum í herferð gegn
stríðsherrum norðursins og aftur
1937 eftir áratug innbyrðis átaka
í stríði Japana og Kínveija.
Þar er Bandaríkjamönnum
einnig hælt fyrir að veita Kínveij-
um bæði efnahags- og hemaðar-
aðstoð í styijöldinni við Japani og
fyrir að þjálfa kínverska hermenn.
verið reknir úr starfi og úr komm-
únistaflokknum fyrir vanrækslu og
mistök í tengslum við kjamorku-
slysið.
Kjamorkuver hafa verið reist á
mörgum stöðum í grennd við bæi
og borgir í Sovétríkjunum og sums
staðar í grennd við stórborgir. Eftir
slysið í Chemobyl er talið óhjá-
kvæmilegt, að sovézk stjómvöld
taki allar áætlanir um staðsetningar
kjarnorkuvera í framtíðinni til
gagngerrar endurskoðunar.
I tímaritinu „Novoye Vremya",
sem út kom i gær, var það gefíð í
skyn, að ekki hefði enn tekizt að
fullu að koma í veg fyrir hættulega
útgeislun frá kjamorkuverinu í
Chemobyl.
Sviþjóð:
Sáutvo
kafbáta
Stokkhólmi, AP.
FIMM Svíar, sem voru á vélbáti,
sögðust hafa séð tvo erlenda
kafbáta í sjónum ekki fjarri Hud-
iksvall á austurströnd Svíþjóðar.
Skýrði sænska blaðið Aftonblad-
et frá þessu í gær.
Sænski herinn hefur miklar
bækistöðvar við Hudiksvall og er
svæðið umhverfis því bannsvæði.
Svíamir fímm, sem töldu sig hafa
séð kafbátana, sögðust hafa fylgzt
í einar 20 mínútur með sjónpípu
kafbáts úr um 500 metra fjarlægð,
er sjónpípa annars kafbáts kom
skyndilega upp úr sjónum. Stefndu
kafbátarnir báðir síðan beint til
hafs og hurfu í djúpið.