Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 Frostskemmdir í kartöflugörðum á Eyrarbakka Selfossi. KARTÖFLU GRAS í nokkrum görðum á Eyrarbakka fraus í byrjun júlí þegar gerði kulda- kast. í sumum görðunum er kartöflugras illa farið og óvist hvort það nær sér á strik aftur. Kuldakastið sem um ræðir varð Lækjargata: íbúum fjölgar umhelming EFTIR mánuð fjölgar íbúum við Lækjargötu um hebning þegar Gísli Ferdinandsson skósmiður og fjölskylda hans flytja inn í Lækjargötu 6a. Þar hefur skósmíðavinnustofa Gisla verið til húsa i fjölmörg ár. „Mér finnst full ástæða til að lífga upp á miðbæinn," sagði Gisli í samtali við Morg- unblaðið. „Eg hef sjálfur dvalið í húsinu undanfarinn mánuð. Það er ágætt en á kvöldin og um helgar er oft mjög mikið um að vera fram eftir nóttu.“ Húsið númer 6a var byggt af Guðmundi Gamalíelss^mi. Það er ekki friðað, og nýleg skipulags- tillaga gerir ráð fyrir 5 hæða nýbyggingu á lóðinni. Gísli hefur innréttað íbúð á 3. hæðinni. Bak- húsið sem lengi hefur verið ónotað hefur einnig verið gert upp. Á næstunni verður opnuð þar vinnustofa í ortopedískri skósmíði. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 2-3 Reykvíkingar haft búsetu við Lækjargötuna. að kvöldi 6. júlí en þá kólnaði mjög hratt eftir að sterkan norðanvind hafði lægt. Hitinn var þá kominn niður í 3 stig upp úr miðnætti. Böðvar Siguijónsson kartöflu- bóndi á Eyrarbakka ræktar kartöfl- ur á tveimur og hálfum hektara. Hann varð fyrir því að kartöflu- grasið fraus í görðum hans. „Eftir kuldakastið var garðurinn brúnn jrfír að líta,“ sagði Böðvar. Hann sagði blöðin farin af stönglunum sem þó væru sæmilega heilir og einhver vöxtur gæti haldið áfram en ljóst væri að sprettan yrði ekki mikil. Hugsanlegt væri að stöngl- amir næðu sér eitthvað á löngum tíma. Böðvar kvaðst vera með tvær tegundir í garðinum, Penta sem hefði verið komin með falleg grös og fór mjög illa í kuldanum, og Ólafsrauð, þar sem grösin voru styttra á veg komin og stóðu sig betur. Böðvar Siguijónsson sagði að sandgarðar á Bakkanum hefðu staðið sig betur en moldargarðamir sem líklega stafaði af því að þeir væm hlýrri en hinir. Einnig væm frostskemmdimar mismunandi í heimagörðum. Núna, 12 dögum seinna, væri lítinn bata að sjá á garðinum. Frostskemmdir í kartöflugörðum hafa ekki orðið víðar en í kringum Eyrarbakka en í görðum heima við bæi í Sandvíkurhreppi fóm kart- öflugrös mjög illa í rokinu sem gerði 5. og 6. júlí, hreinlega sviðnuðu þar sem vindurinn náði að næða um þau. „Rabbarbarinn varð eins og snúið roð í hund,“ sagði ein bónda- konan um afleiðingamar. Sig. Jóns. Georg Ólafsson verðlagsstjórí: Bensínverðið lækkar ekki „ÉG HEF ekki trú á því að bensínverðið lækki úr þessu. Við megum þakka fyrir ef það helst svona lágt í einhvem tíma, og hef ég raunar trú á því,“ sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri þegar blaðamaður spurði hann um hugsanlega lækkun á olíuvör- um á næstunni. Georg sagði að fyrirsjáanlegt væri að verð á gasolíu myndi lækka enn frekar. Um það yrði fjallað í ágúst þegar verð á nýjum fíjrmum verður ákveðið. í frétt Morgun- blaðsins á fímmtudag kom það fram að gasolíuverð í Bretlandi er nú helmingi lægra en hér. Á Rotter- dammarkaði er skráð verð nú 3,65 krónur lítrinn, en hér 7,60 krónur lítrinn. Morgunblaðið/Einar Falur Hús númer 63 við Lindargötu var rifið í gær, en á meðan missti grafan, sem þar var að verki, jafnvægið um stund en var fljótlega bjargað aftur á réttan lgöl. Skúlagötuskipulagið: Fyrsta húsið rifið í gær Reykjavíkurborg keypti nýlega þijú hús tíl Pétur Hannesson, yfírmaður hreinsunardeildar niðurrifs við Lindargötu til að rýma fyrir hinu borgarinnar, sagði í samtali við blaðamann að ekki svokallaða Skúlagötuskipulagi. Fyrsta húsið var hefði verið búið að ganga frá öllum leyfum vegna rifið í gær, hús númer 63, og verður hús númer niðurrifs hússins númer 63, en ekki var lengur talið 63A rifið í dag. Þá verður hús númer 61 rifið stætt á því að hafa húsið þama í því ásigkomulagi fljótlega. sem það var í vegna ágangs krakka og útigangsfólks. * Islenskt grænmeti á markaðinn: Nýjar kartöflur í lok mánaðarins NÝTT íslenskt grænmeti kom í verslanir í vikunni og verður allsráðandi á markaðnum í næstu viku. í lok mánaðarins koma þijár tegundir af íslenskum kart- öflum í verslanir. Níels Marteinsson sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sagði að kflóið af íslensku hvítkáli kost- aði 76,00 krónur í heildsölu og blómkál 180,00 krónur en gulrófur kosta 70,00 krónur kflóið. Af nýj- ungum sem væru væntanlegar nefndi hann spergilkál og kínakál. í vikunni varð verðlækkun á tómöt- um vegna offramleiðslu og kostuðu þeir 90,00 krónur í heildsölu. Ný uppskera er væntanleg af agúrkum, sem lítið hefur verið af að undan- fömu. íslenskur blaðlaukur er kominn á markaðinn og kostar 190,00 krónur í heildsölu. Ólafur Sveinsson fjármálastjóri Ágætis sagði að búið væri að dreifa, hvítkáli, blómkáli og rófum í versl- anir og er verðið í heildsölu það sama og hjá Sölufélagi garðyrkju- manna nema á rófum. Hjá Ágæti kosta þær 100,00 krónur kflóið í heildsölu. Sala á kínakáli hófst í síðustu viku og kostar það 135,00 krónur kflóið í heildsölu og íslenskt íssalat kostar 135,00 krónur kflóið og í næstu viku er von á útiræktuð- um gulrótum. „Þetta heildsöluverð verður ekki nema á fyrstu sending- unum og kemur til með að lækka með auknu magni á markaðnum seinni hluta mánaðarins," sagði Ólafur. íslenskar kartöflur koma í versl- anir 28. júlí og verður þá boðið upp á þijár tegundir. Svokallaðar „premier" sem em fljótsprottnar en eru ekki jafngóðar og „gullauga" og „rauðar" og verða því seldar á lægra verði en þær. „Við viljum gefa neytandanum tækifæri til að bera saman gæðin og sýna fram á að hægt er að fá góðar sumarkart- öflur eins og „gullauga" og „rauð- ar“ sem ekki eru jafn fljótsprottnar og „premier“,“ sagði Ólafur. Hann bjóst við að kflóið af nýjum íslensk- um sumarkartöflum yrði á bilinu 80,00 til 90,00 krónur í heildsölu en innfluttu ítölsku kartöflumar sem nú fást í verslunum kosta 61, 00 krónu kflóið. Hvalveiðar: Bandaríkjaforseti fær tillögur um aðgerðir gegn Norðmönnum Frá Jóni Ásgeiri SigurðBByni, fréttaritara Morgunbladains í Bandaríkjunum. „VIÐSKIPTARÁÐHERRA á S dag að afhenda forsetanum tillögur annars í bréfí til Bandaríkjafor- sínar um aðgerðir gegn Norðmönnum," sagði Brian Gorman talsmað- seta 10. júlí síðastliðinn: „3. júlí ur sjávarútvegsdeildar bandaríska viðskiptaráðuneytisins í gær. 1986 lýsti norska ríkisstjómin því „Tillögugerðinni var frestað eftir ákvörðun norsku ríkisstjórnarinn- yfír að hún hyggðist binda endi á ar 3. júlí, að binda enda á hrefnuveiðar Norðmanna," sagði Brian hvalveiðar í viðskiptaskyni eftir Gorman S viðtali við fréttaritai Tillögur bandaríska viðskipta- ráðherrans geta samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði í banda- rískum lögum verið um engar aðgerðir, einhveijar takmarkanir á fískinnflutningi Norðmanna eða algjört hafribann. Bandaríkjafor- seta er skylt að taka ákvörðun um aðgerðir og gefa þinginu skýrslu fyrir 8. ágúst næstkom- andi. Morgunblaðsins. „Við lögðum mikla áherslu á að gripið verði til einhverra að- gerða gegn Norðmönnum," sagði Dean Wilkinson talsmaður Green- peace við fréttaritara Morgun- blaðsins í gær, „þegar við ræddum við dr. Calio frá viðskiptaráðu- neytinu í þessari viku. Fjölmörg náttúruvemdarsamtök áttu full- trúa á þeim fundi.“ Baldrige viðskiptaráðherra sagði meðal sömu tímaáætlun og við féllumst á viðvíkjandi Japan." Síðan segir í bréfínu að í kjölfar viðræðna við norska sendiherrann í Washing- ton og með hliðsjón af því sem þar komi fram, muni Baldrige „í samráði við utanríkisráðuneytið þann 18. júlí leggja fyrir þig tillög- ur um aðgerðir samkvæmt Pelly- ákvæðinu og drög að skýrslu þeirri sem skylt er að gefa Banda- ríkjaþingi." Þann 7. og 8. júlí skýrði Kjell Eliassen sendiherra Noregs afstöðu norsku ríkis- stjómarinnar á fundum með fulltrúa bandaríska utanríkisráðu- neytisins, Rozanne Ridgway sendiherra, og Anthony J. Calio forstöðumanni sjávarútvegsdeild- ar viðskiptaráðuneytisins. Engar samningaviðræður áttu sér stað á þessum fundum, sem fóru fram sömu daga og rætt var við Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra. Sjá grein um afskipti Banda- ríkjanna af hvalveiðimálum á bls. 29. Innflutt grænmeti er nær undan- tekningarlaust ódýrara en það íslenska þegar það kemur fyrst á markaðinn og sagði Ólafur að neyt- endur virtust frekar fara eftir verði en gæðum þegar um hvítkál, blóm- kál eða kínakál væri að ræða. Öðru máli gegnir um agúrku og tómata. Þegar íslensk framleiðsla kemur á markaðinn vilja menn hana frekar. Sveppir eru ekki lengur fluttir inn til landsins því íslensk framleiðsla fyllir markaðinn allan ársins hring. „Sennilega er Reylcjavlk eina höfuðborgin í heimi sem getur boð- ið upp á allt að því lifandi sveppi með matnum á veitingahúsum." Léttir til suimanlands í dag er spáð skýjuðu veðri um sunnan- og vestanvert landið, en bjart veður norðaustanlands, líklega skúrir syðst. Á sunnudag má búast við að það fari að létta til sunnanlands með norðvestan eða vestanátt en skýjað verður þá norðanlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.