Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 3

Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 3 Atta Bandaríkjamenn hafa mokveitt í Laxá í Leirársveit: ÁTTA Bandaríkjamenn hafa síðan á laugardag- veríð við veið- ar í Laxá í Leirársveit og um hádegi í gærdag höfðu þeir veitt tæplega 170 laxa á sjö stangir, sem er óvenjugóð veiði. Hoyt P. Steele, forsvarsmaður Bandaríkjamannanna, hefur komið hingað til lands undanfarin 20 ár og síðustu 12 árin hefur hann ætíð veitt í Laxá í Leirársveit. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegur tími og við félagamir erum mjög ánægð- ir með veiðina sem er stórum meiri en til dæmis í fyrra, þegar við ein- ungis fengum 57 laxa á heilli viku," sagði hann í samtali við blaðamann í gær, en Steele og félagar hans, sem allir hafa komið hingað nokkr- um sinnum áður til veiða, ljúka laxveiðinni í dag og halda til Banda- ríkjanna siðdegis. „Áður höfum við veitt mest 105 laxa á jafnmörgum dögum þannig að mikil ánægja er með árangur- inn. I fyrra fengu sumir ekki nema tvo til þijá laxa allan tíman, og voru samt mjög ánægðir en núna hefur hver og einn veitt að minnsta kosti tíu laxa. Sjálfur hef ég fengið 20 en einn félagi minn var búinn að veiða 32 laxa um hádegisbilið," sagði Steele. Steele hefur fengist við veiðar víða, meðal annars í Kanada og Alaska, og lauk hann miklu lofsorði á íslenska laxinn og laxveiðiámar. „Þetta er besti staðurinn í heimin- um til að veiða lax,„ sagði hann, en hann hefur einnig veitt í Hítará, Norðurá og Laxá í Aðaldal í Þing- eyjarsýslu. Steele kvaðst vonast til að lax- amir yrðu 200 áður en þeir hættu veiðinni að þessu sinni, en laxamir sem þeir hafa fengið að þessu sinni hafa verið allt að 20 pund. Þær upplýsingar fengust hjá Hauki Garðarssyni, veiðiverði, að veiðin í ánni í sumar hefði verið óvenjumik- il og nú þegar veiðitímabilið væri rúmlega hálfnað væri búið að veiða um 650 laxa, en í allt fyrrasumar veiddust 860 laxar. Norðurstjarnan: Hlutabréf ríkisins til sölu MEIRIHLUTI hlutafjár í Norður- stjörnunni hf. í Hafnarfirði er til sölu. Það er Fjárfestingarfélag íslands sem annast söluna, en það eru hlutabréf Framkvæmdasjóðs íslands, ríkissjóðs og Hafnar- fjarðarbæjar. Nafnverð hlutafjár þessara aðila er samtals rúmar 46 milljónir króna eða 94,92% af hlutafé. Þorsteinn Guðnason, hagfræðing- ur Fjárfestingarfélagsins, sagði í gær að hlutur Framkvæmdasjóðs væri 31,4 milljónir króna (64,6% af hlutafé), ríkissjóður á 12,7 milljónir króna (25,99%) og Hafnarfjarðar- bær 2,2 milljónir (4,47%). Sam- kvæmt rekstrarreikningi Norður- stjörnunnar fyrir síðasta ár var hreinn hagnaður félagsins 1,2 millj- ónir króna. Veltan nam tæpum 120 milljónum króna. Árið 1985 voru starfsmenn fyrirtækisins að meðal- tali 71. Eigið fé var í árslok 67,7 milljón- ir króna, þar af hlutafé upp á 48,7 milljónir króna. Skuldir voru 45,6 milljónir, þar námu lán til langs tíma 16,8 milljónum króna. Eignir alls námu 113 milljónum. Pjárfestingarfélagið mun auglýsa eftir tilboðum í umrædd hlutabréf. Þorsteinn sagði að ekki væri sett lágmark, en áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frestur til að skila tilboðum ertil 15 ágúst næstkomandi. laxar á 6 dögnm Morgunbladið/Bjarni Hoyt P. Steele hefur komið hingað undanfarin tuttugu ár til lax- veiða og síðustu tólf árin haldið sig við Laxá í Leirársveit. Hér kastar hann flugu fyrír einn laxinn enn í ánni miðrí. Veiðivörðurinn, Haukur Garðarsson, með afla morgunsins fyrir framan sig, alls 18 laxa. ÍÍÉÍÉl 100ÁRA AFMÆLl LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU LANDSBAN KASÝNING 28.JUNI mmmmmr Ta780808I *|A780808I JL -v'' A7808081 Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kaikofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. rr sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningar og frímerki, þarer vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu Islenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði fyrir börn. ýningln er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár —20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.