Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
5
Eru
þeir aö
fá 'ann
m
Góð veiði í Hrútunni
Veiðimenn í HrútaQarðará
eru yfirleitt hressir með gang
veiðimála, veiði hefur gengið vel
það sem af er, en hún hófst
ekki fyrr en 1. júlí. Síðast er
fréttist höfðu veiðst milli 70 og
80 laxar, flestir eða allir vænir
og sá stærsti 20 punda hængur
sem Guðmundur Vikar Einars-
son læknir veiddi fyrir skömmu.
Þá hafa nokkrir fískar vegið allt
að 18 pundum. Veitt er með
tveimur stöngum í Hrútunni og
væsir ekki um menn þar, plássið
er nóg.
Skot í Stóru Laxá
Menn hafa verið að bíða eftir
því að það lifni eitthvað yfír
Stóru Laxá og í fyrradag gerð-
ist það, að 12 laxar veiddust á
3 stangir á svæðum 1 og 2. í
gærmorgun var svo hreyfíng á
efsta svæðinu og eitthvað veidd-
ist, þar á meðal íjórir stórir
boltar sem Sverrir Þorsteinsson
dró á land. Eitthvað hefur veiðst
til viðbótar og áin skríður hægt
og bítandi að þriggja stafa tölu.
Allt hefur þetta verið rokvænn
lax til þessa, smálax vart sést í
aflanum. Eitthvað mun vera enn
til af veiðileyfum á efsta svæðið
hjá SVFR, en uppselt er á neðri
svæðin.
Róast í Þverá,
Pjallið sækir sig
„Það eru komnir á tólfta
hundrað laxar á land úr allri
ánni, rúmlega helmingurinn hér
á neðra svæðinu, en Fjallið hefur
verið að sækja sig. í gær veidd-
ust þar til dæmis 27 laxar, en
aðeins 5 á sama tíma hjá okkur.
Þess ber þó að geta að vísu, að
nú er talsvert um óvana menn
að veiðum hér neðra,“ sagði
Halldór Vilhjálmsson kokkur við
Þverá í samtali í gær.
Halldór sagði jafnframt, að
síðasti hópur í Þverá hefði hald-
ið heim með 63 laxa, en núver-
andi hópur hefði aðeins veitt 18
laxa og lyki veiðum á hádegi í
dag. „Þeir eru þó allir stórir, upp
í 17 pund hjá þeim og það er bót
í máli,“ sagði Halldór.
Þess má geta, að í fyrradag
veiddu menn á Fjallinu laxa sem
voru nýrunnir og lúsugir. Veiði-
menn í neðri ánni urðu ekki
varir við gönguna þannig að
hratt hefur verið gengið fram.
Dagsveiði úr Langá fyrir fáum dögum, næstum 40 stykki, eða
rétt tæplega kvótinn. Það stefnir í toppsumar í Langá.
Skuld Arnarflugs við flugmenn hækkar um V2 milljón á mánuði:
Forsljórinn neitar að ræða
við Félag atvinnuflugmanna
FÉLAG atvinnuflugmanna kærði
Arnarflug til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins fyrir tveimur
mánuðum. Flugfélagið dregur
gjald í eftirlaunasjóð flugmanna
frá launum þeirra en hefur siðan
sl. haust ekki skilað þessum pen-
ingum, né framlagi sínu, til
réttra aðila. Skúli Guðjónsson,
formaður Félags atvinnuflug-
manna, sagði að þegar hann gekk
á fund stjórnenda Arnarflugs í
vor hefði þvi verið lofað að skuld-
in yrði greidd hið fyrsta. „For-
stjórinn gaf okkur loforð um að
leggja fram greiðsluáætlun, en
hann hefur ekki enn staðið við
það. Síðan þá hefur hann ekki
svo mikið sem svarað okkur þeg-
ar við höfum reynt að ná í hann
í sima. Þetta er ein af ástæðunum
til þess að við neyddumst til að
fara þessa leið,“ sagði Skúli.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Agnar Friðriksson, forstjóra
Amarflugs, hver væri afstaða flug-
félagsins í þessu máli. Hann stað-
festi að það sem Skúli sagði væri
rétt en sagði síðan: „Ég hef ekki
orð um mál þetta að segja við Morg-
unblaðið.“ Skuld Amarflugs við
eftirlaunasjóð flugmanna hækkar
um liðlega 500.000 kr. á mánuði.
Gjald hvers flugmanns nemur 11%
af launum hans, og er atvinnurek-
andinn skuldbundinn til að leggja
fram sömu upphæð á móti.
GÆÐA-
VEIÐIVÖRUR
ÁGÓÐU VERÐI
Flugur og kaststangir
8—15 feta fluguhjó! —
kasthjól — spúnahjól.
Nýtt á markaönum Daiwa
rúlluhjól með segulbremsu.
„Kastið ekki agni ykkar
þar sem enginn fiskur er.“
Opið í dag 9-1.
TJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
Daihatsuumboðið s. 685870 — 681733