Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 7
Guðmundur Viggósson
Sjónstöð íslands:
Guðmundur
Viggósson
skipaður
yfirlæknir
GUÐMUNDUR Viggósson hefur
verið skipaður yfirlæknir hjá
Sjónstöð Islands.
Þetta er ný staða en áður hafði
Guðmundur verið settur um eins
árs skeið til að vinna að undir-
búningi starfseminnar.
Guðmundur fæddist árið 1946,
varð stúdent frá MR árið 1966,
stundaði nám við læknadeild Há-
skóla íslands og útskrifaðist þaðan
1973. Hann varð sérfræðingur í
augnlækningum árið 1980.
Guðmundur er kvæntur Sigríði
Kristínu Ragnarsdóttur lyflafræð-
ingi og eiga þau tvö böm.
Reykjavík 200 ára:
Afsláttur af
flugi til
borgarinnar
FLUGLEIÐIR ætla að bjóða
öllum landsmönnum upp á
sérstakt afmælisfargjaJd á
flugi til Reykjavíkur í tilefni
200 ára afmælis borgarinnar.
Með þessu vilja Flugleiðir
gera landsmönnum jafnhátt
undir höfði með heimsókn til
Reykjavíkur á afmælinu en þá
verður sem kunnugt er mikið
um dýrðir í borginni.
Fargjald verður það sama frá
öllum viðkomustöðum, 2.800 kr.
fram og til baka. Ferðast má á
afmælisfargjaldinu til
Reykjavíkur 17. og 18. ágúst.
Til baka gilda afmælisfarmið-
amir til miðvikudagskvölds, 20.
ágúst.
Byggingarvísitalan:
Hraði verð-
bólgunnar
er nú 11,7%
HAGSTOFAN hefur reiknað vísi-
tölu bygingarkostnaðar eftir
verðlagi í júlí 1986. Reyndist hún
vera 272,77 stig, eða 1,08% hærri
en í júní (desember 1982 = 100).
Samsvarandi vísitala miðuð við
eldri grunn (október 1975 — 100)
er 4.042 stig.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaar hækkað
um 24%. Undanfama þijá mánuði
hefur vísitalan hækkað um 2,8%
og jafngildir sú hækkun 11,7%
verðbólgu á heilu ári.
Hækkun á verði steypu um 8,9%
olli tæplega 0,8% hækkun vísi-
tölunnar en örlítil hækkun ýmissa
annarra efnisliða olli um 0,3%
•hækkun.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Dómsmálaráðuneytið og Umferðarráð taka höndum saman:
Aukið eftirlit með öku-
þórum og ölvunarakstri
Lögreglustjórar og sýslu-
menn um allt land hafa verið
hvattir til að efla eftirlit með
ökumönnum á vissum tíma-
bilum næstu vikurnar.
Einkum er þeim ætiað að
gæta betur að ölvuðum öku-
mönnum og ökuþórum.
Dómsmálaráðuneytið hefur
tekið höndum saman við
umferðarráð um átak í þess-
um efnum - en Hjalti
Zóphaníasson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneyt-
inu, vill ekki skýra frá hvaða
tímabil hafa verið valin í
þessu skyni.
„Ökumenn verða að eiga það
yfír höfði sér alla daga að sérstak-
lega sé verið að fýlgjast með hvort
þeir aki drukknir eða of hratt,"
sagði Hjalti. „Með áskorun okkar
til lögreglustjóra og sýslumanna
erum við að ganga fram fyrir
skjöldu ásamt umferðarráði um
bætta umferðarmenningu um allt
land. Ráðið hyggst setja af stað
herferð í Ijölmiðlum og það er svo
ætlunin að lögreglumenn í öllum
landshlutum fylgist sérstaklega
með umferðinni á ákveðnum
tímum og haldi skrá yfir hana.“
Fyrirmæli dómsmálaráðuneytis-
ins um þetta voru send bréflega í
byijun þessarar viku til lögregl-
unnar í öllum sveitum, byggðum
og kaupstöðum.
Nýtt tölublað komið
á alla biáðsölustaði.
segir Þorgeir Ast
valdsson. ú
Myndir frá ELITE
Hverergaldranornin í Laugarnesinu?
Eru svæðanuddararskottulæknar?
Eru svaladrykkir óhollir?
Um þetta og margt annað fróðlegt og forvitnilegt geturðu
lesiðíNÝJU LÍFI.
NÝTT LÍF - BLAÐ í TAKT VIÐ TÍMANN NÝTT LÍF - METSÖLUBLAÐ í NÍU ÁR
LIFANDIBLAÐ
TA TÖLUBLAÐ
LDIST UPP
MMUM TÍI
A