Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
T|aldbúar i Laugardal:
„Ekki sama
tíu mínútur
TJALDBÚAR sem gista Laugardalinn eru talsverður hluti af ferða
mönnum hérlendis. Tjaldstæðið var opnað 1975 og er nú eini staður-
inn í Reykjavík fyrir fólk sem ferðast með tjald. Það er opið frá
síðustu viku maí fram í fyrstu viku september ár hvert. Blm. Morgnn-
blaðsins heilsaði upp á fólk á tjaldstæðinu.
„Þetta er mjög kyrrlátur og
þrifalegur staður og það eru nær
eingöngu útlendingar sem hér
gista," sagði Kristján Sigfússon,
sem er annar tvegggja tjaldstæðis-
varða þar. „Ég fer hér daglega um
og get ekki sagt að ég hafi orðið
að fjarlægja neitt rusl af svæðinu
í viku. Það er helst að eitthvað
hafi fokið inn á stæðið frá nágrenn-
inu.“
„Það er sjaldan yfirfullt hjá okk-
ur en tjaldstæðið þyrfti samt að
vera stærra. En það sem mest vant-
ar er að bæta aðstöðuna hér. Eins
og er, er hér ekkert afdrep þar sem
fólk getur komist í skjól ef hann
rignir. Það þyrfti að vera skýli hér
þar sem fólkið gæti komist inn til
að elda sér mat, skrifa kort o.þ.h.
Það er að vísu iiðin tíð að fólk fari
á flot héma, það er búið að ræsa
fram. Það hefur ekkert komið upp
á í sumar, en samt er alls ekki
nógu góð aðstaða héma.
Eins og er getur fólk fengið hér
heitt og kalt vatn, úr útikrönum,
rafmagn getur það fengið og svo
er hér salemi. Ef fólk vill fara í
sturtu verður það að kaupa sig inn
í sundlaugina. Á einu er bagaleg
vöntun hér í Reykjavík, ekki síst í
vætutíð, en það er þvottahús þar
sem ferðafólk gæti gengið inn,
fengið þvegið og þurrkað á staðnum
strax. Annað leiðindamál er að
bæklingur sem ferðamálaráð gaf
út er villandi. Þar em sett tákn við
ýmis tjaldstæði sem gefa til kynna
ýmsa þjónustu, sem svo kemur fram
í texta að er ekki á staðnum, held-
ur í nágrenninu. Erlendis tíðkast
ekki að merkja annað en það sem
er á tjaldstæðinu sjálfu. Það kom
hér einn öskuvondur þjóðveiji sem
hafði gagngert komið með bilaðan
bíl sinn hingað á bílaverkstæðið sem
hér var rnerkt." sagði Kristján að
lokum.
„Fyrst fengnm við sól,
svo kvéf “
Tjaldstæðið var u.þ.b. hálfskipað
og bar þar mest á litlum eins- og
tveggjamanna tjöldum, en nokkur
stærri skáru sig úr. Milli tveggja
samliggjandi var strengd snúra sem
föt héngu á til þerris og í öðru
þeirra sýslaði kona við eldhúsáhöld.
Hún kvaðst heita Phyllis Hooper
og vera frá Bretlandi. Hún er kokk-
ur í ferðum sem Bretinn Allan
Mytton stendur fyrir. Hann hefur
rekið litla ferðaskrifstofu í áraraðir
og farið um með ferðalanga úr öll-
um heimshomum. Mest hefur hann
samt verið á íslandi, eða í sextán
sumur. Gistir hann með ferðahópa
sína á tjaldstæðinu í Laugardai við
komu og brottför, en fer með þá
um landið' í „ábyggilega lang-elstu
rútu Guðmundar Jónassonar hf.“,
eins og Phyllis komst að orði.
Þetta er sjöunda sumarið sem
hún er á íslandi. „Pyrst fengum við
veður nema
* • LL
i emu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allan Mytton, sem hér hugar að búnaði sínum ásamt kokki sínum,
Phyllis Hooper, er enginn viðvaningur hér á landi. Hann hefur í
sextán ár ekið um landið með ferðahópa í rútu, og gist með þá í
tjöldum. í Reykjavík er alltaf gist á tjaldstæðinu í Laugardal.
sól, en svo fengum við kvef,“ hafði
hún um fyrstu ferðina í sumar að
segja. AUan Mytton sagði að hann
gætti þess að láta þá sem hann
færi með um landið vita hvað þeir
þyrftu að hafa með sér af útbún-
aði, en hann hefði oft á ferli sínum
séð mjög vanbúna ferðalanga hér
á landi. Fólk yrði að hafa tjöld með
vatnsþéttum himni og botni. Ai-
gengustu mistökin væru samt að
fólk væri með of þunna svefnpoka
með sér.
Island er ekki kalt,
heldur svalt
í kringum tjald Myttons stóðu
tjöld þeirra 23 ferðamanna sem
hann fór með um landið. Vel búin
eldri hjón voru að huga að tjaldi
sínu. Þau kváðust heita John og
Betty Barrett og vera frá Bristol á
Englandi. Þættir Magnúsar Magn-
ússonar um „land elds og ísa“ í
breska sjónvarpinu um síðustu jól,
höfðu lokkað þau til ísiands. JÚ,
landið hafði staðið undir öllu sem
hafði verið lofað í landkynning-
unni, allt ósnortin náttúra, en það
ætti að vara ferðamenn við loftslag-
inu. í auglýsingum væri talað um
að hér væri loftslagið „cool“, svalt,
en í raun væri það „cold“, kalt. Því
væru margir óviðbúnir því hvað
væri í raun kalt hér.;Þá væri fólk
ekki viðbúið því hvað veðrið væri
breytilegt, þau hefðu reynt hita-
sveiflur frá tveggja gráðu frosti til
yfír 30 stiga hita. Þau eru þraut-
reyndir ferðamenn, hafa heimsótt
öll lönd Evrópu, Norður-Ameríku
og Norður-Afríku að auki. þótt þau
segðust hrifin af norðlægum lönd-
um ætla þau á heitari stað næst,
til Krítar.
Eina landið sem er dýr-
ara en Sviss
Út úr einsmannstjaldi þar
skammt frá stóðu tvennir vel skóað-
ir fætur. Við athugun kom í Ijós
að þá áttu tveir ungir Svisslending-
ar sem voru nýkomnir til landsins.
Þeir heita Franz Stössel og Andreas
Mosimann. Ekki er hægt að segja
að landið hafi tekið hlýlega á móti
þeim, þótt þeir væru vel búnir.
Kváðust þeir vanir kuldum frá
Sviss, en ekki að sumarlagi. Hér
þyrftu þeir að ganga í vetrarfatnaði
um mitt sumar. Franz kvaðst hafa
reynt á sjálfum sér hvað kuldinn
sé lúmskur, en Andreas var hress-
ari, enda hefur hann ttalska
kærustu sína, Marcellu Danelli með
sér.
Hvað dró þá til íslands. Auðvitað
náttúrufegurðin. Þeir ætla að fara
norður um með rútum og á puttan-
um í mánuð. Þeir sögðust ekki hafa
áhyggjur af veðrinu, þótt það tæki
illa á móti þeim, þeir hafi verið við-
búnir því, enda hafi þeir heyrt að
SIMAR 21150-21370
Sýnishorn úr söluskrá:
SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS
LOGM JOH ÞOROARSON HDL
Reisulegt steinhús í gamla bænum
skammt frá Hlemmtorgi. Húsiö er tvær hæöir og góð rishæö. Grunn-
flötur um 75 fm. Vel meö fariö. Margs konar nýtingarmöguleikar.
Teikn. á skrifst. Nánari uppi. aöeins á skrifstofunni.
í gamla bænum - laus strax
Sérhœð 3ja herb. um 60 fm í þríbýlish. viö Lindargötu. Þarfnast nokk-
urrar standsetningar. Verð aðeins kr. 1,6 millj.
Glæsileg eign á góðu verði
Nýtt steinhús á útsýnisstað í Selási. 142x2 fm meö glæsil. 6 herb. íb.
á efri hæö. Á neðri hæð eru 3 rúmg. herb., snyrting og skáli. Enn-
fremur innb. bílsk. og stór geymsla.
Húseign með tveimur íbúðum
á sunnanverðu Seltjarnarnesi með 5 herb. íb. á tveim hæöum. Sam-
þykkt sóríb. 2ja herb. i kj. Grunnfl. hússins er um 77 fm. Ræktuö lóö.
Góður bílsk. um 30 fm.
Einbýlishús — vinnupláss og bflsk.
Við Hólaberg nýtt steinhús hæð og rishæð. 108 + 81,6 fm með 6
herb. ib. Ekki fullgerö. Vinnuhúsn. og bflsk. samtals 90 fm fylgir.
Margs konar eignaskipti mögul. Laust nú þegar.
Skammt frá Háskólanum
Á Melunum 1-2 herb. lítil kjíb. Bílsk. fylgir. Mjög gott verð.
Góð eign á gjafverði
á útsýnisstað í borginni skammt frá Grafarvogi. Húsið er 131,4 fm
nettó meö 4ra-5 herb. íb. Ný endurbyggt og stækkað. Nýr bflsk. 51,8
fm. Leigulóö 1200 fm. Verö aðeins kr. 3,3-3,5 millj.
Fjársterkir kaupendur óska eftir
sárhæð eða raðhúsi í Selási, Ártúnsholti eða Kóp. Skipti mögul. á 5
herb. úrvalsíb. viö Hraunbæ.
3ja-4ra herb. fb. við Fannborg eöa Hamraborg i Kóp.
Rúmgóðu einbýlish. helst v. Klapparás, Kleifarás, Lækjarás, Malarás,
Mýrarás eöa við Hólagöturnar gegnt Árbæjarhverfinu. Skipti mögui. á
góðu einnrar hæðar einbýlish. viö Árbæjarhverfi.
Opið f dag, laugardag,
kl. 1-5 sfðdegis.
ALMENNA
FASTEiGHASAlAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Krakkarnir sporðrenndu einum 200 pylsum yfir daginn.
5H v m
Sumargleði í Grandaborg
Glatt var á hjalla á barnaheimilinu Granda-
borg áBoðagranda 9 á fimmtudaginn.
Krakkamir voru öU máluð í framan og með
hatta því þau voru að halda „Sumargleði".
Ymislegt var gert til skemmtunar; sungið og farið
í leiki og svo voru grillaðar pylsur og allir fengu djús
með.
Svona „Sumargleði" mun vera orðin fastur liður í
starfi flestra bamaheimila borgarinnar og má nærri
geta að þær falla í góðan jarðveg hjá krökkunum.