Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 13 Um Indland Erlendar bœkur Jóhanna Kristjónsdóttir Insight Guides: India Utg. APA productions Ritstj.: Samuel Israel og Bik- hram Grewal. Utlit: Hans Johannes Hoef- er. Góðar ferðabækur sem sam- eina margt í senn gefa aðgengilegt en upplýsandi yfírlit um sögu og menningu, pólitík og atvinnuvegi, stjóm- arfar og að auki aímennar upplýsingar fyrir ferðamenn er einhver ánægjulegasta lesn- ing sem rekur á mínar fjörur. Insights-bækumar hafa það svo enn sér til ágætis, að þær em ákaflega vandaðar að öll- um ytri búnaði og jafnan prýddar mörgum myndum. Leiðrétting I GREININNI „Innri-Njarðvík- urkirkja hundrað ára“, sem birtist i Morgunblaðinu á fimmtudag, féll niður hluti af setningu. Viðkomandi setning á að vera: „Sunnudaginn 20. júlí nk. kl 14:00 verður guðsþjónusta í kirkjunni þar sem séra Þorvaldur Karl Helgason og einn fyrrverandi prestur sóknar- innar séra Bjöm Jónsson á Akranesi þjóna fyrir altari. Sr. Bragi Frið- riksson úr Garðabæ predikar." Margir hafa lagt hönd á plóginn við gerð þessarar bók- ar. Hún skiptist í fjóra kafla: Geography, History and Pe- ople er sá fyrsti. í þeim næsta, Places and travel, er farið ítar- lega um þetta risastóra land og næstfjölmennasta ríki heims. Þriðji kaflinn heitir Special Features og er þar meðal ann- ars sagt frá trúarhátíðum, rakin saga indverska dansins, sagt frá listum og menningu, listiðnaði og er þá aðeins minnzt á nokkur atriði. í síðasta kaflanum em síðan hagnýtar upplýsingar fyrir ferðamenn, og nokkur kort em í þessari bók. Allur þessi fróðleikur er settur fram á mjög læsilegan hátt þótt mér persónulega fyndist sá fyrsti einna fróðleg- astur og gefur þar ótrúlega skýra og greinargóða mynd af þessu margbreytilega landi, sögu þjóðarinnar og samtím- anum. Síðastur en ekki síztur er kaflinn um trúarmál Ind- veija og er til þess fallinn að auka skilning manns á þessari flóknu indversku þjóðarsál, og er þó reyndar á mörkunum að hægt sé að hafa sálina í ein- tölu. Bækur af þessu tagi er óhugsandi að lesa í einum hvelli, hér hefur verið safnað saman svo miklum sögulegum fróðleik á einn stað að tíma þarf til að melta hvem og einn kafla, eigi gagn og gaman að vera að. Insights-bækur em til um þijátíu. Ég hef aðeins lesið um Nepal og Burma, áður en ég fór að glugga í Indlands bók- ina, enda þessar bækur því miður of sjaldséðar hér. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á Ind- landi er fengur að því að lesa þessa bók. Og fyrir þá sem þekkja Indland er hún gagnleg upprifjun og endurfundur. Fyrir þá sem hafa hug á að fara þangað - eða þá sem fara þangað aldrei er hún hreinasta perla. Gljáaírena i garði Einars Vernharðssonar í Kópavogi. Hæðin er rúmlega 3 metrar. GLJÁSÍRENA árið. Blómklasamir eru uppréttir, fjólubláir, 10-15 sm. langir og ilma vel. í flestum árum blómgast hún um miðjan júlí og eru stærstu runnamir orðnir 3—4 m á hæð, með 5—6 stofna frá rót og em oft með mörg hundruð blómklasa. Þessi umrædda sírena lifði vel af vonda hretið 1963, en blómstraði þó ekki það ár, enda ung þá. Sírenur vaxa í flestum jarðvegi sem er hæfilega djúpur, h.u.b. 0,5 m eða meira og áburð má þær ekki skorta ef þær eiga að ná góðum þroska. Einn óvin eiga sírenumar en það er flðrildalirfa sú, sem nefnd er haustfeti og gerir oft talsverðan skaða á tijágróðri. Til vamar er gott að úða með vetrarúðunarefni seinni hluta vetrar, en sé það ekki gert er reynandi að úða þær að vori til eða sumri eins og annan trjágróður. Óhætt er að segja að þeir sem velja sér þessar harð- gerðu sírenur til ræktunar verði ekki fyrir vonbrigðum með blómg- unina. Ýmsir halda því fram að vonlaust sé að rækta þær nema í skjóli við húsveggi, en það er ekki mín reynsla. Þær fara mjög vel í homi á grasflöt þar sem nægilega rúmt er um þær. Vaxi þær óhindrað verða þær mjög þéttar, þarf því oft að fækka greinum og grisja rækilega ár- lega. Einar Vernharðsson Sírenur em af smjörviðarætt (Oleaceae). Heimkjmni þeirra em einkum Ungveijaland/Karpata- fiöll, en nokkrar em ættaðar frá Kína og talið að þær hafí breiðst út um Evrópu eftir 1550. Hér á iandi hafa sírenur verið þekktar og ræktaðar um alllangt skeið en einkum orðið kunnar á síðustu ámm. Oft var kvartað yfir því að þær fyrstu sem hér komu á mark- að væm tregar að blómstra og mun það einkum hafa átt við Syringa vulgaris og í einni blóma- bók er þess getið að þær séu tregar að blómstra nema helst norðanlands. Mikill fjöldi af síren- um em í ræktun, en hér á landi em það einkum Gljásírena (Syr. josikaea) og Fagursirena (Syr. prestoniae) og ýmsir blendingar af þeim, sem rejmst hafa best (t.d. Elinor). í plöntulexikon með lit- mjmdum, sem m.a. hefur verið geflnn út á norsku og margir eiga, em taldar yflr 30 tegundir og afbrigði, misjafnlega harðgerðar, og samkvæmt því gefín einkunn sem tilgreind er með tölunum frá 1-8. Þar fær Sjrringa josikaea hæstu einkunn (8) sem harðgerð- asta tegundin samkvæmt nor- skum tilraunum. Blóm sírenanna em í 10-20 sm löngum klösum, ýmist uppréttum eða drúpandi í litunum hvítu, bleiku, fjólubláu og rauðu og ýmsum fleiri litbrigðum og ilma Syringa josikaea BLÓM VIKUNNAR 12 Umsjón: Agústa Björnsdóttir þau mjög mikið. Fjrrir rúmum 25 ámm fékk undirritaður eina plöntu af gljásír- enu, sem flutt var inn frá Danmörku af Agnari Gunnlaugs- sjmi garðjrrkjumanni og hefur hún verið afar dugleg að blómstra og búin að eignast marga afkomend- ur, sem vaxa nú víða um Reykjavík og Kópavog og jafnvel komnir í Qarlæga landshluta. Mjög er auðvelt að Qölga henni með græðlingum og einnig rótar- skotum. Blómin koma á endabmm árssprotanna og ef þeir verða fyr- ir kali bera þeir engin blóm það DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa kl. 11 í Bústaðakirkju. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson messar. Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA— og HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. FÍLADELFÍA Hátúni 2: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumað- ur Einar J. Gíslason, organleikari Árni Arinbjarnarson. Samskot verða fyrir kirkjuna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20. Sverrir Sigurðs- son talar. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudaginn 22. júlí: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. KFUM & K: Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Skúli Svav- arsson. Gjafir til kristniboðsins. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Messa fellur niður. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardaginn 19. júlí: Messa Hátúni 10b 9. hæð kl. 11. Munið messuna í Áskirkju sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. LANDAKOTSKIRKJA: Lágmessa kl. 8.30, hámessa kl. 10.30 og lágmessa kl. 14.00. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18.00 nema laugardaga, þá er hún kl. 14.00. Á hátíðisdegi heilags Þorláks, verndardýrlings íslendinga verð- ur hátíðlegur aftansöngur úr Þorlákstíðum. KAPELLA ST. JÓSEFSSYSTRA GARÐABÆ: Hámessa kl. 14.00. KAPPELLA ST. JÓSEFSSPÍT- ALA HAFNARFIRÐI: Hámessa kl. 10.00. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18.00. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Lágmessa er rúmhelga daga kl. 8.00. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 11. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. SKÁLHOLTSKIRKJA: Skálholts- hátíðin 1986. Hátíðamessa kl. 2. Sr. Gunnar Kristjánsson Reyni- völlum prédikar. Altarisþjónustu annast sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og sr. Sigurður Árni Árnason. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar organista. Samkoma kl. 4.30. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri flytur ræðu og sr. Guð- mundur Óli Ólafsson minnist tímamóta í sögu Skálholts, (1056—1956—1986). Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson syngja og sr. Sveinbjörn Svein- björnsson prófastur annast helgistund. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Séra Harald- ur M. Kristjánsson prédikar. Séra Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Garðakirkju sunnudag kl. 11.00. Séra Haraldur M. Krist- jánsson prédikar. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00 í tilefni vígslu kirkjunnar fyrir 100 árum. Sóknarprestur sr. Þorvaldur Karl Helgason og sr. Björn Jónsson Akranesi, þjóna fyrir altari. Sr. Bragi Friðriksson prófastur í Garðabæ prédikar. Fyrrverandi organistar kirkj- unnar leika við messuna ásamt Gróu Hreinsdóttur, núverandi organista. Kirkjukórar Njarðvík- ursókna syngja og Guðmundur Sigurðsson syngur einsöng. Alt- arisganga. Eftir messu býður sóknarnefnd viðstöddum að þiggja veitingar í safnaðarheimil- jnu. Hörður Agústsson listmálari mun þar flytja ræðu í tilefni vígsluafmælisins. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa verður kl. 14.00. Sr. Stefán Snævarr prédikar. Félag fyrrver- andi sóknarpresta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.