Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 14

Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 0,134 lítrar á hundraði Bílar Þórhallur Jósepsson Hvort hann notar súper- bensín eða venjulegt þessi, fylgir ekki sögunni, en lítið notar hann. Þetta er rannsókn- arbíll frá Ford til þess gerður að aka sem lengst á dropanum og hann heitir UF02 (UFO = Ultimate Fuel Optimiser). Hér eru aðstandendur hans kampa- kátir eftir að hafa sigrað 22 keppinauta í „Marathon Shell L. Automobile Magazine" spar- aksturskeppninni á Paul Ricard brautinni við Castelet f Frakklandi. Arangurinn þótti ekki merkilegur: „aðeins“ 746 km á litranum, en það samsvar- ar 0,134 1 á hundraði og var kennt um óheppilegu yfirborði brautarinnar. Þann 8. júli átti síðan að reyna við heimsmetið á Silverstone brautinni í Eng- landi. Heimsmetið mun vera 0,0496 1 á hundraði. Ökumenn bílsins eru konumar á myndinni. Aðalökumaður er Debbie Gould, hægra megin og til vinstri er varaökumaðurinn, Michelle Marrion. Þær eru báðar valdar til að hæfa stærð bílsins, Sérstæðir bílar era 160 cm á hæð og þyngd beggja er 45 kg. Bíllinn er þriggja hjóla með Kevlar yfirbyggingu og er rúðan 1 mm á þykkt. Þyngd bílsins er 26 kg og vélin er í stíl: slagrúm- mál er 15 cm 3 og aflið er 540 wött við 5.000 snún. á mín. Loftmótstaðan er breytileg, í logni er stuðullinn 0,087 en í beitivindi breytist hann og verður 0 í 25 gráðu mótvindi og mínus 0,05 í 30 gráðu vindi. Þá er bíllinn knúinn áfram af vindinum líkt og þegar seglbátur siglir beiti- vind. Súperbensín NÚ ER loksins komið að því að íslenskir bíleigendur geta sett háoktan bensin á bíla sina, þ.e. ef þeir kæra sig um. Ekki er súperbensínið þó algjörlega nýtt af nálinni á íslenskum markaði, því að áður hefur ver- ið hægt að fá það í takmörkuð- um mæli hjá a.m.k. tveimur olíufélaganna, Shell og Esso, og voru það að mestu rally- kappar sem notuðu það. En, nú er öldin önnur og allir eða allf- lestir a.m.k. eiga þess kost að kaupa háoktanbensínið á bensinstöð, það mun nú vera fáanlegt víðast hvar um landið. Fyrir hvern? Já, hver hefur gagn af þessu súper bensíni og hver ekki? Eðli- lega velta menn þessu fyrir áer, ekki síst þar sem nokkur verð- munur er á bensíngerðunum. Eg leitaði upplýsinga um gagnsemi þessa vökva og varð fyrir svöram Hákon Halldórsson, sölumaður hjá Skeljungj hf., og fara hér á eftir þær upplýsingar sem hann veitti. Það er þjöppunarhlutfall vélar- innar sem segir til um hvort hún hefur gagn af súperbensíninu eða ekki. Vél með þjöppunarhlutfallið 7.5:1 myndi yfírleitt þurfa 88 oktan bensín til þess að koma í veg fyrir neistabank. Hækki þjöppunarhlutfallið í 9.0:1 þarf vélin 98 oktan berisín. Þessi Chevy V-8 árg. 1917 Eftirstríðsárin — uppbygging, bjartsýni. USA byggði upp og allir voru bjartsýnir, nema e.t.v. nefndin fræga sem eltist við kommana, imyndaða og raunverulega. Amerísk ungmenni tóku lífinu létt og ein helsta ímynd töffarans var bíllinn og mun enn tíðkast. En ekki var sama hvers konar bíl hetjan stýrði. Hot rod skyldi það vera og þá dugði ekkert annað en brettalaus fyrir- stríðsárabill og V-8 Ford flathaus. Kringum 1950 kom Chrysler með Hemi vélina og þótti betri en var fágæt og dýr. Þá kom bomban! 1955 „labbaði" Chevy „músin“ inn á Hot rod markaðinn og tók við, bara sisvona óhætt að segja. Allt þar til Ford og Chrysler komu með hæfan keppinaut þeirrar vélar. Enn í dag, 31 ári seinna, er þessi vél, litla Chevrolet V-8 músin, einhver besta átta strokka vél sem framleidd er í heiminum og enn sett í GM bíla og engan bilbug á henni að finna. Hún er til í ótelj- andi útgáfum, allt frá sparneytnum 265 cid vélum í nýrri GM framleiðslu upp í 800-1200 hestafla orkuver sem eyða yfir 1.000, já eitt þúsund lítrum á hundraði á fuUum afköstum í keppnisbílum. En Chevy V-8 árið 1955 var var, auk fjaðranna, stífuð af með ekki alveg nýtt. 38 áram áður hafði Chevrolet sett á markað bíl með V-8 vél. 1917, árið áður en GM gleypti Chevy, var kynntur Chevrolet bíll með V-8 toppventla- vél. Sá var um margt venjulegur bíll að sjá á þeirra tíma mæli- kvarða. Þó um margt sérstakur, t.d. var það talið honum til ágæt- is að 17“ stýrið var gert af maghony viði og þoldi einkar vel að vera handfjatlað. Það sem var veralega sérstakt við þennan bíl var vélin. Hún var 286 kúbik tommur að rúmmáli og skilaði útblæstrinum í gegnum tvö rör. Ventlar vora í heddunum og stimpilstengumar vora paraðar á sveifarásinn, á þeim vora ausum- ar sem gusuðu smurolíunni upp um vélina og fyrir hveija ausu var sérstök hola á pönnuna. Blöndungurinn var af Zenith gerð með tveimur viðbragðsdælum (eins og bflagæjar í dag kalla „dobbúlpömper"). Aflið var flutt um þriggja gíra kassa (plús bakkgír) aftur í hásinguna sem spymum sem vora fastar við hana og á liðamótum að framanverð- unni. Bara rétt eins og tryllitækin í dag. Þrátt fyrir að þama færi bíll með byltingarkennda vél, fór svo að tveimur áram seinna var fram- leiðslu hætt. Vélin stóð sig ekki nógu vel og bilaði oftar en góðu hófí gegndi. I stað þess að beijast áfram (sem hefði vissulega orðið bæði dýrt og tvísýnt) var ákveðið hjá GM að hætta framleiðslu og því liðu árin allt fram til 1955 að Chevrolet kom aftur fram með V-8 toppventlavél. Þá var tækni- kunnáttan og áhuginn meiri en áður og árangurinn enda með fádæmum: engu hefur enn verið breytt í grannuppbyggingu mús- arinnar, hún stenst fyllilega tímans tönn! .V hvern? hækkun á oktanþörf þýðir 10% betri nýtni eldsneytisins, hlutfall oktantölu og bættrar nýtni er 1:1. Þegar oktantalan hækkar enn meira er aftur ekki í gildi sama hlutfall við nýtni. Enginn ávinningur er að nota súperbensín á bíla sem gerðir era fyrir venjulegt bensín (93 okt), t.d. flestar gerðir japanskra bíla, sumar gerðir VW o.fl. Vélar bíla sem gerðar era fyrir 98 oktan bensín (flestar gerðir evrópskra bíla) era hér á landi stilltar fyrir venjulegt bensín (kveikju seink- að). Þessu fylgir meiri bensíneyðsla en ella væri. Til þess að afla upplýsinga um hvort bíllinn þarf háa eða lága oktan- tölu bensíns er rétt að leita til umboðsins eða stillingaverkstæðis (þ.e. ef handbókin er týnd, þar era upplýsingar um oktanþörf vélarinnar). * Avinningnr Ef bíllinn er gerður fyrir 98 oktan bensín og vélin rétt stillt miðað við þá oktantölu, þá er nokkuð áunnið með því að nota súperbensínið. Bensínspamaður verður þá allnokkur og má gera ráð fyrir að hann vinni upp þann verðmun sem er á bensíngerðun- um. Þar að auki nýtist afl vélar- innar betur og má í sumum tilvikum fínna mun á afli og snerpu. Ohætt er að blanda saman súp- er og venjulegu bensíni og nota á vélar fyrir lágoktan bensín, en ekki er ráðlegt að blanda niður bensínið á háoktanvélar, nema annarra kosta sé ekki völ. Segja má að í lagi sé að nota hærri oktantölu en véiin er gerð fyrir, en óráðlegt að nota lægri. Stærð véla skiptir ekki máli hvað varðar oktantölu, það er sem fyrr segir aðeins þjöppunarhlut- fallið sem er ráðandi þáttur. Oft þurfa eldri vélar fremur súper- bensín en þær yngri, vegna þess að með tímanum safnast útfelld aukaefni á stimpil og branahólf og þá hækkar þjöppunarhlutfallið nokkuð um leið. Hér hefur það helsta verið talið sem máli skiptir varðandi það hvort nota á súper eða venjulegt bensín á bílinn. Nokkra punkta má þó nefna til viðbótar: Notkun á súperbensíni hefur engin áhrif á slit eða líftíma vélarinnar, það hefur heldur engin áhrif á sót- myndun eða útfellingu aukaefna, mengun er af mjög svipuðu stigi og á venjulegu bensíni, súper- bensín er komið til að vera nema til komi aðgerðir stjómvalda (bensín er ennþá háð leyfi stjóm- valda) og að lokum verðið. Markaðsverð á súperbensíni er ætíð nokkra hærra en á venjulegu og stafar aðallega af því að þau efni sem notuð eru til að hækka oktantölu era mjög dýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.