Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 17 í blaðagreininni á þá lund, að þeir menn, sem teljast eiga „skips- skrokk“ eigi ekki meiri rétt á fiskimiðunum, en hinir, sem engan eiga. Og þetta á náttúrlega eins við um þá sem róa á miðin á þessum „ skipsskrokkum". Líklega hefur það verið þessi kenning í boðskap Fálkans unga sem mestu olli um upphlaup mitt. Margur af þessum „skipsskrokks- eigendum" á allt sitt undir „skips- skrokknum", hefur hætt öllu til að eignast hann og gera hann út á miðin. Mér fínnst þessi maður eiga meiri rétt til miðanna en ég sem engu hef hætt til og líka meiri rétt en forstjóri SH, þótt ég viti að löng finnst honum biðin eftir afla skips- ins,_ ef Coldwater vantar físk. Eg er þó öllu meira að hugsa um mennina um borð í „skipsskrokkun- um“, hvort þeir eigi ekki einnig eitthvað meiri rétt til miðanna en ég eða forstjórinn. Mér er hlýtt til „skipsskrokka" síðan á þeim árum að mér fannst stundum ég ætti líf mitt undir því að þeir héldust á floti. Vissulega stöndum við oft í ströngu, ég og forstjórinn: ég á oft langan vinnudag með pennann minn og hugsa svo brakar í mér, en það fer heldur notalega um mig, hitaveitan sér um velgjuna og þeir eru famir að smíða ágæta skrif- stofustóla, ég vona að forstjóri SH eigi einn með góðu baki, því ekki erfiðar hann minna en ég, mæðist í mörgu í einu og hugsar svo brak- ar í skrokknum þvi ekki er það léttast að mishugsa. En þó við höf- um það erfítt, ég og forstjórinn, þá blotnar ekki á okkur í skvettu og ekki tekur hún okkur fyrir borð, ekki heldur þurfum við að standa klárir af toghlerum, að þeir ekki Iemstri okkur, ekki heldur netinu, að það grípi okkur, þegar það span- ast út, og ekki eru fíngur okkar eða handleggir í hættu af að kremjast undir vír á lunningu eða í blökk. Af þessu verð ég að játa, að ég geri ekki lengur sama tilkall til fiskimiðanna og sá sem sækir á þau í „skipsskrokkunum". En ég er heldur ekki með allar taugar spenntar að bíða eftir afla til að selja, hugsandi stíft um „þjóðar- hag“. Höfundur er rithöfundur. Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 ** * Frá gróðursetningunni. Ragnhildur Helgadóttir (Tómassonar) leggur sitt af mörkum i lundi sem ber nafn föður hennar. Sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn: Tré gróðursett til minningar um Helga Tómasson yfirlækni SKÁTAHREYFINGIN á Islandi gróðursetti fyrr í þessum mánuði 200 tré við Úlf(jótsvatn til að minnast Helga Tómassonar yfir- læknis, fyrrverandi leiðtoga skátahreyfingarinnar á íslandi og til að leggja grundvöll að skógrækt við Ulfljótsvatn. Nú eru 45 ár síðan skátar fengu jörðina Úlfljótsvatn í Grafningi til afnota. Það var fyrir tilstilli dr. Helga Tómassonar þáverandi skátahöfðingja og borgarstjórans í Reykjavík, Bjama Benediktssonar, að Rafmagnsveita Reykjavíkur lét skátum landið eftir til afnota. Síðan hafa tugir þúsunda ung- menna dvalið við Úifljótsvatn í sumarbúðum, á skátamótum og f skálaferðum. Þessi hópur stækkar á hveiju ári og uppbygging á staðn- um heldur áfram. Skógræktarfélag Reylqavíkur lagði til plöntumar og rúmlega 100 manns önnuðust gróðursetningu, sem framkvæmd var 5. júlí sl. Jón- as B. Jónsson fyrrverandi skáta- höfðingi bauð gesti velkomna og sagði að minnismerki um Helga á þessum reit yrði skátum hvatning Edith Nícolaisdóttir og Eyjólf- ur Snæbjörnsson önnum kafin. til þróttmikils ræktunarstarfs. Með- al viðstaddra var ekkja Helga, Ragnheiður Biynjólfsdóttir, öll böm hans og fjölmargir afkomendur. Við þetta tækifæri tók Ragn- hildur Helgadóttir ráðherra til máls og þakkaði þann hlýhug og virðingu sem föður hennar væri sýnd og sagði tvö helstu áhugamál hans ein- mitt hafa verið skátastarf og skógrækt, áhugamál sem fælu í sér aðhlynningu ungviðis. Næsta vor er ætlunin að halda þessu starfí áffam og geta þeir sem vilja styðja skógræktina keypt merki hennar á skrifstofu Banda- iags skáta og f Skátabúðinni við Snorrabraut. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning skóg- ræktarskáta, nr. 87700 í Alþýðu- bankanum. Bíóhúsið frumsýnir: Allt í hönk BÍÓHÚSIÐ hefur tekið til sýn- iiigar grínmyndina „ Allt í Hönk“. Myndin byggir á sögu um pilt sem kjmnist stúlku og verður svo hrifínn af henni að hann er sann- færður um að þama sé hin eina sanna ást á ferðinni. Hann telur hana sama sinnis en svo snýr hún við blaðinu og verður hrifín af öðr- um. Er lífið nokkurs virði þegar svo er komið? I “Allt í Hönk“ er reynt að fínna nýja fleti á þessu viðfangsefni. Einnig em famar nýjar leiðir í leik- aravali með því að blanda saman nýliðum í leikarastétt sem aldrei hafa leikið áður og gamalreyndu fólki. Aðalhlutverkin eru f höndum John Cusack, David Ogden Stiers, Diane Franklin, Kim Darby, Amanda Wyss, Aron Dosier og Curtis Armstrong. (Úr f réttatilkymiingii) Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! [h]heklahf Laugavegi 170 -172 Simi 695500 GÆÐINGARNIR FRÁ MITSUBISHI 1987 ERU AD KOMA ...og hafa aldrei veríö betrí PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.