Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
19
9 nemendur sótt um skólavist næsta
vetur.
Ákvörðun menntamálaráðherra,
Sverris Hermannssonar, um lokun
skólans var tekin einhtiða án sam-
ráðs við heimaaðila. Skólanefnd
fékk að vita um málið tveimur dög-
um eftir að bréfið er dagsett sem
sent var skólanum varðandi þessa
ákvörðun og sameignaraðilar að
skólanum lásu um þessa ákvörðun
ráðherra í blöðum.
Af hálfu menntamálaráðherra
hefur verið skipuð nefnd til að ræða
málefni_ skólans við aðila á Suður-
landi. Á fundi þeirrar nefndar og
skólanefndar Hússtjómarskólans
kom fram að það er vilji ráðherra
að Hótel- og veitingaskólinn flytjist
að Laugarvatni og nýti húsnæði
Hússtjómarskólans. Einnig kom
þar fram að engu fjármagni verður
veitt til reksturs skólans á næsta
ári. Á þessum fundi fékk skóla-
nefndin engin svör frá ráðherra-
nefndinni um það hvort einhver
samræming hefði átt sér stað af
hálfu ráðuneytisins varðandi hús-
stjómarfræðslu í skólakerfínu.
Skólanefndin lagði það til á fundin-
um að staða skólastjóra Hússtjóm-
arskólans á Laugarvatni yrði
auglýst og skólastarf undirbúið fyr-
ir næsta vetur. Einnig að reglugerð
yrði sett um nám í skólanum, það
samræmt öðru framhaldsskólanámi
og gert einhvers gildandi.
„Ráðherra er ekki að hugsa um
hússtjómarfræðsluna heldur er
hann að leita eftir húsnæði fyrir
Hótel og veitingaskólann," sagði
Þórarinn Siguijónsson formaður
skólanefndar í framsöguerindi sínu.
Hann benti á að það væri enginn
skóli betur til þess fallinn en skólinn
á Laugarvatni að sinna hússtjómar-
fræðslunni. Hann sagði að skólinn
hefði í upphafí verið byggður með
það fyrir augum að nýta mætti
húsnæðið fyrir hótelrekstur. Hann
væri af þeim sökum 700 fermetrum
stærri en hann þyrfti að vera. Vand-
að hefði verið til hans að öllu leyti
og nú væri hann metinn á nærri
milljarð króna af menntamálaráðu-
neytinu. Heimaaðilar eiga þar 25%
sem er veruleg fjárhæð.
Skólanefnd Husstjómarskólans
hefiir ekki fengið nein svör frá ráðu-
neytinu við fyrirspumum varðandi
skólann og neitar alfarið að ræða
við skóianefnd Hótel- og veitinga-
skólans um afnot þess síðamefnda
af skólanum. Hreppsnefnd Laugar-
dalshrepps skrifaði ráðherra strax
mótmælabréf og óskaði eftir við-
ræðum um málefni skólans. Ekki
tókst henni að ná fundi ráðherra
en fékk skilaboð um að ákvörðun
hans stæði óhögguð. Þetta kom
fram í máli Þóris Þorgeirssonar frá
Laugarvatni. í máli hans kom einn-
ig fram að vísa þyrfti frá nemendum
Iþróttakennaraskólans fengi hann
ekki inni fyrir nemendur á heima-
vist Hússtjórnarskólans. Þetta mál
væri mjög alvarlegt í augum ráða-
manna á Laugarvatni.
Þór Vigfússon skólameistari
Fjölbrautaskóla Suðurlands gerði
grein fyrir því hvemig hugsanlega
mætti tengja hússtjómamám öðru
framhaldsskólanámi og nefndi í því
sambandi að skólinn á Laugarvatni
gæti starfað eins og hver annar
fagskóli sem nemendur sæktu eftir
að hafa stundað gmnnnám við aðra
skóla. Áður en það gæti orðið yrði
að fara fram skilgreining námsins
þannig að fella mætti það að öðm
námi. í máli sínu benti Þór á vax-
andi þörf fyrir nám 1 hússtjómar-
fræðum og þekkingu á þjóðfélaginu
og neysluvömm sem á boðstólum
em.
„Þetta er kjaftshögg í andlitið á
okkur konum," sagði Olafía Ingólfs-
dóttir formaður orlofsnefndar
kvenfélaganna á Suðurlandi. Hun
gagnrýndi ráðherra fyrir að leggja
niður alla hússtjómarskóla nema
þann sem væri í hans eigin kjör-
dæmi. Hún lagði á það áherslu að
sett yrði reglugerð um skólann og
kennsla í honum færð til nútíma
horfs og námið metið. „Ég vil að
konur á Suðurlandi standi vörð um
þennan skóla," sagði Ólafía. Hún
benti á að konur á Suðurlandi hefðu
nýtt húsnæði skólans til orlofs-
dvalar á hverju ári eftir að starfsemi
Edduhótelsins lýkur og kvaðst vona
að konur á Suðurlandi hefðu áfram
aðgang að skólanum til orlofsdval-
ar.
í lok fundarins var samþykkt
eftirfarandi ályktun: „23. for-
mannafundur SSK haldinn í Seli,
Selfossi 15. júlí 1986, mótmælir
Þeirri ákvörðun menntamálaráð-
herra að hætt skuli rekstri Hús-
stjómarskólans á Laugarvatni,
Varmalandi og Laugum, og skorar
á hann að endurskoða þá afstöðu.
Fundurinn telur að námsefni Hús-
stjómarskólanna þurfi að endur-
skoða og laga að kröfum tímans,
jafnframt verði það metið í menntun
til réttinda og launa."
Einnig var samþykkt tillaga þess
efnis að SSK stæði áfram að því
að lagfæra lóð Hússtjóraarskólans
og var nefndum falið að skipu-
leggja þá vinnu. Þessa samþykkt
gerðu konumar í minningu syst-
ranna Rögnu og Helgu Sigurðar-
dætra sem unnu mikið að fegrun
og ræktun í héraðinu.
— Sig Jons.
Sveinbjörn Oddsson stöðvarstjóri þjá Pólarlaxi fyrir framan
klaktjörnina.
Vogalax í Vogum við Vatnsleysuströnd.
Húsmæðraskólinn á Laugarvatni.
Formannafundur Sambands sunnlenskra kvenna:
Ráðherra gagnrýndur fyrir
einhliða ákvörðun um lokun
Húsmæðraskóla Suðurlands
Selfossi.
Akureyri:
Tryggvi Arnason sýnir í Laxdalshúsi
í DAG kl. 15 opnar Tryggvi
Árnason sýningu á graf íkverkum
í Laxdalshúsi á Akureyri.
Þetta er önnur einkasýning
Tryggva en hann hefur auk þess
tekið þátt í nokkmm samsýningum.
Síðasta einkasýning hans var á
Kjarvalsstöðum í júní í fyrra.
Tryggvi stundaði nám í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík og við
Myndlista- og handíðaskólann en
þaðan útskrifaðist hann úr grafík-
deild árið 1983.
Á sýningunni verða ýmsar gerðir
grafíkverka, aðallega silkiþrykk,
mezzotínta og ný tegund grafíkur
sem ekki hefur verið sýnd hér á
landi áður og kallast collograph.
Myndefni Tryggva er aðallega
landslag, konulíkaminn og svokall-
aðar húsastemmur frá eldri hverf-
um Reykjavíkur.
Myndimar em allar unnar á
síðustu þremur ámm.
nefndar Hússtjomarskóla Suður-
lands. Lýstu þau öll áhyggjum yfír
því að með lokun skólans væri lögð
niður hússtjómarkennsla í stað þess
að efla hana og færa til nútíma-
legra horfs.
Aðsókn að Hússtjómarskóla Suð-
urlands hefur verið sveiflukennd.
Sum árin hefur skólinn verið full-
skipaður og færri komist að en
vildu. Skólinn getur tekið 75 nem-
endur með því að fullnýta húsnæði
sitt en 1978 var íþróttakennara-
skóla íslands leigð aðstaða á
heimavist skólans þannig að nú er
hægt að taka við 35 nemendum í
skólann. Vetuma 1983-84 og 84-85
var fullskipað í skólann, 35 nemend-
ur.Skólaárið 1985-86 vom 25
nemendur í skóianum til áramóta
og 15 luku prófí. Eftir áramótin
héldu 16 nemendur áfram námi og
15 luku prófí. Þegar menntamála-
ráðherra tilkynnti ákvörðun sína
28. maí sl. um lokun skólans höfðu
Á FUNDI formanna allra kven-
félaga á Suðurlandi sem haldinn
var á Selfossi 15. júlí var ákvörð-
un menntamálaráðherra um
lokun hússtjórnarskólanna á
Laugarvatni, Varmalandi og
Laugum mótmælt. Á fundinum
var ráðherra gagnrýndur fyrir
einhliða ákvörðun um lokun Hús-
stjórnarskóla Suðuriands án
samráðs við heimaaðila sem eiga
25% í skólanum.
Á þessum formannafundi Sam-
bands sunnlenskra kvenna vora
mættir fulltrúar frá öllum kven-
félögum á Suðurlandi. Aðalmál
fundarins var Hússtjómarskóli Suð-
urlands og framtíð hans. Kvenfé-
lagskonur á Suðurlandi láta málefni
skólans til sín taka þar sem það
voru konur á Suðurlandi og kven-
félög sem áttu stærstan þátt í því
að skólinn var settur á stofn. Á
fundinum héldu framsöguerindi
Halla Aðalsteinsdóttir formaður
sambandsins, Sigurveig Sigurðar-
dóttir og Þórarinn Siguijónsson
alþingismaður og formaður skóla-