Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö.
Verðbólga mæld
með einum tölustaf
Ifyrsta skipti frá árinu 1971
er hægt að mæla verðbólgu á
Islandi með einum tölustaf. Því
er spáð að verðbqlga á þessu ári
verði frá upphafí til loka árs
undir 10%. Þetta eru breyttir
tímar og betri. Fyrir aðeins
þremur árum, þegar núverandi
ríkisstjóm tók við vöidum, var
verðbólguhraðinn 130% og á einu
ári hækkaði verðlag um rúmlega
80%.
Ríkisstjómin þurfti að grípa
til nokkuð harkalegra aðgerða
og hefði henni ekki tekist ætlun-
arverk sitt blasti gjaldþrot við
mörgum fyrirtækjum, stómm
sem smáum. Árið 1984 var verð-
bólgan farin niður í tæplega 30%
á ári. Árið eftir hallaði nokkuð
undan fæti en eftir kjarasamn-
ingana í febrúar síðastliðnum
virðist sem takmark ríkisstjóm-
arinnar að koma verðbólgu niður
fyrir 10% náist. En þó era ýmsar
blikur á lofti.
Að undanfömu hafa margir
hvatt til kosninga á útmánuðum.
Rökin sem færð era fyrir kosn-
ingum era fyrst og fremst þau
að kjarasamningar renna út um
næstu áramót og til að unnt sé
að fylgja eftir þeim árangri sem
náðst hefur í efnahagsmálum sé
ríkisstjórn nauðsynlegt að hafa
meiri tíma til stefnu en fjóra til
fímm mánuði.
Hvort sem kosningar verða í
haust eða á næsta ári þá era
stjómmálaflokkamir þegar fam-
ir að undirbúa þær. Og óróa á
vinnumarkaði er þegar farið að
gæta, sérstaklega hjá háskóla-
menntuðum rikisstarfsmönnum.
„Við þurfum að lýsa yfír stríði á
öllum vígstöðvum," sagði Þor-
steinn A. Jónsson formaður
Launamálaráðs ríkisstarfs-
manna í Bandalagi háskóla-
manna á fundi ráðsins fyrir
skömmu vegna niðurstöðu
Kjaradóms. Kjaradómur dæmdi
háskólamenntuðum starfsmönn-
um ríkisins 9,3-16% hækkun
umfram almennar launahækkan-
ir. Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ segir að þessi niðurstaða
auki þrýsting á að laun annarra
stétta hækki. En það eru ekki
aðeins aðstæður á vinnumarkaði
sem kunna að stefna markmiði
stjórnvalda í hættu. Fall dollar-
ans á erlendum mörkuðum getur
reynst okkur þungbært áfall og
þróun efnahagslífsins ræðst
einnig að miklu leyti af því hvem-
ig til tekst með stjóm ríkisfjár-
mála.
Andstæðingar þessarar ríkis-
stjómar munu reyna að nýta sér
og kynda undir óánægju á vinnu-
markaðnum. Þeir léku þann leik
fyrir átta áram þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn sátu í ríkisstjóm.
Það er eftirtektarvert að
vinstri stjómir hafa alltaf tekið
við eftir að Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur hafa myndað
ríkisstjóm, eins og bent var á í
síðasta Reykjavíkurbréfí. Og
aldrei hafa þær setið út kjörtíma-
bilið. Það er einnig dómur
sögunnar að vinstri stjómum
hefur ekki farist stjóm efnahags-
mála vel úr hendi. Á þremur
áram frá 1971 til 1974 tókst
vinstri stjóm að koma verðbólgu
upp í um 50%. Þegar hún tók
við völdum var verðbólgan innan
við 10%. Og frá 1978 til 1983
tókst þeim að tvöfalda verðbólg-
una úr rúmlega 40% í yfír 80%.
Nú þegar hyllir undir stöðugleika
í íslenskum efnahagsmálum sem
er forsenda framfara og bættra
lífskjara yrði hörmulegt að fá enn
eina mistæka vinstri stjóm. Við
höfum ekki efni á slíkum stjóm-
arháttum er gera að engu þær
fómir sem færðar hafa verið fyr-
ir bjartari framtíð.
Bókaþjóð
Bókin hefur löngum verið
okkur íslendingum kær. í
seinni tíð hafa margir haft af
því áhyggjur að tími bókarinnar
væri liðinn og í stað lesturs góðra
bóka kæmi sjónvarps- og mynd-
bandagláp. Svo virðist sem sé
ástæða þessa ótta sé ekki lengur
fyrir hendi. Við íslendingar eram
enn bókaþjóð.
Fyrir réttu ári réðst bókaút-
gáfan Svart á hvitu í það
þrekvirki að gefa út í heild ís-
lendinga sögumar með nútíma-
stafsetningu í tveimur bindum.
Síðara bindi þessa verks sendi
bókaútgáfan frá sér fyrir
skömmu. Á fímmta þúsund ein-
taka hafa selzt af fyrra bindinu.
Annað dæmi um góðar við-
tökur á bókamarkaðnum er
útgáfa Almenna bókafélagsins á
íslenskum úrvalsljóðum sem
Kristján Karlsson ritstýrði. Mörg
þúsund eintök af þessu merka
safnriti hafa þegar selzt.
Bókin hefur verið í sókn og
ljóðið einnig. Á undanfömum
áram hafa komið fram ung og
efnileg ljóðskáld og merkja má
aukinn áhuga ungs fólks á Ijóð-
list. Margt manna sækir upp-
lestrarkvöld. Ljóðið er aftur að
komast í tízku og er það vel.
Við íslendingar verðum áfram
bókaþjóð svo Iengi sem góðar og
athyglisverðar bækur era gefnar
út.
ÉQaisiM ffláö
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
í sjónvarpsfréttum 11. þ.m.
las ungur maður hluta frétta og
gerði það á margan hátt vel og
prúðmannlega. En gleymst hef-
ur að kenna honum rétt áherslu-
lögmál móðurmálsins. Látum nú
vera, þótt hann segði Mósam-
BÍK, í stað MÓsambík, það er
þó alútlent orð. Hitt var lakara,
þegar hann margsagði Suður-
AFFRíka, með aðaláherslu á
þriðja atkvæði, stuttu a-i og tvö-
földu effí. Eitt höfuðeinkenni
máls okkar er aðaláhersla á
fyrsta atkvæði, og aukaáhersla
á þriðja atkvæði, ef svo ber und-
ir. Heimsálfan heitir og A-fríka,
með löngu a-i og einföldu effí.
I samsetningunni Suður-Afríka
á aðaláhersla að koma á suð,
enda þótt orðið sé samsett og
seinni hlutinn erlendur.
★
Næst set ég hér á blað gamla
lýsingu á knattspymuleik. Hún
er héðan úr blaðinu fyrir 67
árum. Það er stundum gaman
og fróðlegt og bera saman það
málfar sem menn temja sér á
vissum sviðum, þótt ekki sé
lengra liðið á milli heldur en
hér. Engir stafír vora undir þess-
ari grein, en fastir blaðamenn
Morgunblaðsins 1919 vora
a.m.k. Vilhjálmur Finsen rit-
stjóri, Ámi Ola og Jón Bjömsson
skáld frá Dalvík. En hér á eftir
fer grein Morgunblaðsins frá
árinu 1919:
„Lokasennan milli Fram og KR
Varla hefír öðrum kappleik
verið fylgt með meiri eftirvænt-
ingu nú á þessu vori, en úrslita-
leiknum milli Fram og KR á
sunnudaginn. Reykvíkingar
skeyttu því lítt, þótt grátt væri
í lofti, lágt til himins og úða-
regn, þegar leikar hófust, en
íjölmenntu suður á völl, skipuðu
sér þétt á palla og sæti og fylgdu
leiknum með æstum áhuga.
Það var auðséð, að Frammar-
ar hugðu á hefndir fyrir ófarim-
ar, þá er bikarinn frægi var af
þeim tekinn. Allan fyrri hálfleik-
inn var sóknin nær eingöngu
þeirra, og gaf að líta mörg snörp
og fræknleg áhlaup á KR-
markið. Hvað eftir annað virtist
ekki muna nema hársbreidd að
þeir gerðu mark, - áhorfendum-
ir stóðu á öndinni af óþreyju.
Þeir Osvald Knudsen og Frið-
þjófur [Thorsteinsson] skoruðu
nú hvor sitt mark og fagnað-
arópin glumdu við um völl allan,
- lengi og ákaft. Laust eftir
síðara markið gerði Friðþjófur
enn á ný hið fegursta áhlaup
og rann með knöttinn fram hjá
hveijum andstæðinga sinna á
fætur öðrum. Hrópin dundu við
á eftir honum, - nú áttu allir
von á einhveijú sögulegu. En
þá var hlaupið á hann svo hrotta-
lega af einum verðinum, að hann
féll niður á völlinn og náði ekki
andanum um stund. Eftir þetta
virtist oss af honum dregið.
Fram fékk ekki fleiri mörk þenn-
an hálfleik.
Síðari hálfleikinn var sóknin
jöfn á báða bóga og lá hvað
eftir annað við marki beggja-
megin. Gunnar Schram skoraði
eitt mark hjá Fram og lauk þá
leiknum svo, að Fram vann hom-
ið með 2 mörkum gegn einu.
Fram lék gullfallega allan
leikinn og hefði eflaust fagnað
meiri sigri, ef Friðþjófur hefði
ekki orðið fyrir áfalli sínu. Vöm-
in hefír líka stórbatnað þeim
megin við það að Vidar Vik hef-
ir verið settur í liðin sem
bakvörður. - Þá er og skylt að
geta annars bakvarðar KR,
nefnilega Eiríks Símonarsonar,
og höfum vér ekki séð öðram
bakverði sjaldnar skeika en hon-
um né annan spilla fleiri áhlaup-
um hjá andstæðingum sínum.
Það er tillaga vor, að hann verði
settur í liðið, er keppa á við
A[kademisk] B[oldklub]. Ann-
ars era þeir vængmennimir
Gunnar. Schram og Kristján
Gestsson mesta prýði KR. Hinn
fyrri sparkar svo vel úr homi,
að enginn hérlendur gerir það
honum betur. Hinn síðari hleyp-
ur svo fagurlega, að engu er
líkara en gassaviljugum vekringi
á snarpaskeiði."
346. þáttur
Þannig var knattspymu lýst
hér í blaðinu 1919. Viðbætur
innan homklofa eru frá umsjón-
armanni, og þykir honum gaman
að bera saman stflinn á þessu
og þeim knattspymulýsingum
sem nú tíðkast.
★
Flokkun rímnabragarhátta er
flókið viðfangsefni. Það kerfí,
sem ég fer eftir um sinn og sótt
er í smiðju Sveinbjamar á Drag-
hálsi, er sjálfsagt umdeilanlegt
að sumu leyti. Þetta er vanda-
samt efni, og fyrirvara hafði ég
um flokkunina í 343. þætti.
Magnús Jónsson í Hafnarfirði
hefur skrifað mér mikið og fróð-
legt bréf um rímnahætti og er
ekki alveg á sömu slóðum og
við Sveinbjöm. Ég þakka Magn-
úsi kærlega fyrir, en læt hjá líða
að svo stöddu að birta bréf hans,
enda er það taisvert fræðilegt.
Enn skal þó ítrekað að lesenda-
bréfín eru líftaug þáttarins og
gleðileg staðfesting áhuga al-
mennings á móðurmálinu.
Bragarháttur vikunnar er svo
skammhenda (ferskeytluætt
IV):
Allar raddir óma glaðar,
einn ég raula mér;
lestin brunar hraðar, hraðar,
húmið ljósrák sker.
(Jón Helgason)
„Enginn skyldi skáldin styggja,
skæð er þeirra hefnd“.
Að því skaltu ætíð hyggja,
úthlutunarnefnd.
(Leifur Haraldsson pijónaði við frægar
Ijóðlínur eftir Grím Thomsen)
★
Erfíðlega gengur mönnum
enn að kenna tölvunni að skipta
rétt á milli lína. í síðasta þætti
íslensks máls skiptist „lýðveldi-
stöku“ í stað lýðveldis-töku, og
Dagur hefur tvö dæmi úr DV.
Annað var það að fyrir kom
„happdrætti-smiða" fyrir happ-
drættis-miða, hitt að prentað
var „rok-klögunum“ í staðinn
fyrir rokk-lögunum. Happ-
drætti smiða er auðvitað allt
annað en happdrættismiði
o.s.frv.
Háskólamenn þegar
famir að segja upp
— segir hagfræðingur BHMR
„HÁSKÓLAMENN í þjónustu ríkisins eru þegar farnir að segja upp
störfum í beinu framhaldi af niðurstöðu Kjaradóms um kaup okkar
og kjör. í uppsagnarbréfum sinum segja menn sem svo, að þeir
geti ekki sjálfsvirðingar sinnar vegna unnið þar sem störf þeirra
séu jafn litils metin og raun ber vitni og auk þess leyfi fjárþörf
þeirra til eigin framfærslu hreinlega ekki að þeir vinni hjá hinu
opinbera," sagði Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur launa-
málaráðs ríkisstarfsmanna i Bandalagi háskólamanna (BHMR), í
samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Það er því ljóst, að ákveð-
inn hópur okkar félaga mun segja upp störfum strax þótt við viljum
hvetja fólk til samstöðu um uppsagnirnar. Slík aðgerð tcljum við
að hafi meiri áhrif en einstaklingsbundnar uppsagnir."
Forystumenn launamálaráðsins svaraði Þorsteinn, „meðal annars
gengu á fund fjármálaráðherra í
gærmorgun og sögðu formlega upp
gildandi samningum ráðsins við
ráðuneytið. Jaftiframt óskaði
BHMR-forystan eftir skýrum svör-
um ráðherrans varðandi samnings-
rétt ráðsins og krafðist bættra
launakjara þegar í stað.
En ber raunverulega svo mikið í
milli BHMR og ríkisstjómarinnar
um samningsréttarmálin, Þorsteinn
A. Jónsson, formaður launamála-
ráðs BHMR?
„Við spurðum ráðherrann ítar-
lega um hugmyndir hans um
samningsrétt okkur til handa,"
með tilliti til samþykktar ríkis-
stjómarinnar. Við fengum ekki skýr
svör — önnur en þau, að það væri
hlutverk • ríkisstjómarinnar að
leggja fram stjómarframvörp. Ráð-
herrann hótaði raunar að leggja
fram framvarp um samningsrétt
okkar í haust án þess að hafa um
það nokkurt samráð við okkur.
Ráðherrann kvað ríkisstjómina
ætla að standa við þau loforð, sem
fyrrverandi fjármálaráðherra hafði
gefíð okkur um að laun okkar
skyldu vera sambærileg við laun
háskólamenntaðra manna í þjón-
ustu einkafyrirtækja — en hann gaf
í skyn, að Kjaradómur hefði þegar
séð til þess að svo væri orðið. Það
kom hinsvegar í ljós á fundi, sem
við áttum með Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra á
miðvikudaginn, að þeim tveimur ber
ekki saman. Steingrímur kvaðst
telja ríkisstjómina skuldbundna til
að standa við gefin loforð um kjör
okkar — þótt það yrði að vera í
áföngum — en hann var ekki eins
viss um að Kjaradómur hefði efnt
þau loforð fyrir ríkisstjórnina,"
sagði Þorsteinn.
Þess misskilnings gætti í frétt
um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
samningsrétt BHMR-félaga í blað-
inu á ftmmtudaginn, að launamála-
ráð BHMR hefði engar samþykktir
gert í framhaldi af úrskurði Kjara-
dóms. Hið rétta er, að BHM sem
slíkt hefur ekki ályktað um málið,
það hefur BHMR hinsvegar gert
ítarlega, eins og fram hefur komið
í blaðinu undanfama daga.
Sjá einnig fréttatilkynningu
fjármálaráðuneytisins á bls. 9.