Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 28

Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 28 AKUREYRI Mikil aðsókn í reiðskólann REIÐSKÓLI Akureyrar er starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur síðan 1960. Skólinn er rekinn i samvinnu Hestamannafélagsins Léttis og Æskulýðsráðs Akureyrarbæj- ar, og eru brúkaðir við kennsl- una lánshestar frá félagsmönn- um Léttis. Aðalkennari við skólann er Jón Matthíasson og hefur hann gegnt því starfi undanfarin sex sumur. Honum til aðstoðar er ungur danskur maður, Morten Pedersen. Að sögn Jóns hefur aðsóknin að námskeiðinu verið mjög mikil í sumar og eru þrjú námskeið í sumar. Fyrsta námskeiðið hófst 18. júní, en að því loknu var gert hlé vegna landsmótsins. Annað námskeiðið hofst 14.júlí og lýkur næstkomandi föstudag, en síðasta námskeiðið 28.júlí. Hvert nám- skeið stendur yfir í tíu daga og er krökkunum skipt upp í þijá hópa og er hver hópur tvo tíma í senn. Fyrsti hópurinn byijar kl. 9.00 á morgnana og eru vanari krakkar f þeim hóp. Annar hópur- Jón Matthíasson, leiðbeinandi á reiðnámskeiðinu, veitir góð ráð. inn látinn tölta í hring með taum, honum. Er þetta gert til þess að og hefur kennarinn taumhald á krakkamir venjist hestinum og Anna Aðalsteinsdóttir á Gamla Brún. „Ég fór líka á fyrra nám- skeiðið og mér þykir mjög gaman. Mamma ætlar kannski að gefa mér hest,“ sagði Anna, sem er níu ára. inn er kl. 13.00 en sá þriðji kl. 15.30. í seinni hópunum tveimur eru krakkar, sem skemmra eru komin. Hér er því um tvö nám- skeið að ræða; fyrir byrjendur og lengra komna. A fyrra námskeiðinu er hestur- læri að halda jafnvægi á honum. Síðar læra þau að leggja á og leggja við og undirstöðuatriði í stjómun og ásetu. Einnig er farið í reiðtúr með þau og er mjög vin- sælt að fara upp í fjall eða fara reiðleiðir í nágrenninu. Á síðara námskeiðinu era krakkamir famir að geta gert meira, Ieggja jafiivel sjálf á og við. Þá era famar lengri ferðir og krökkunum leyft að hleypa úr spori. Að sögn Jóns bjóða hestam- ir ekki upp á miklar æfingar í mismunandi reiðtegundum. Sumir þátttakendanna eiga sjálfir sína eigin hesta og jafnvel er til í dæminu að þau komi með sína hesta á námskeiðið. Jón taldi þessi námskeið mjög gagnleg og hefðu margir fengið hestadellu í kjölfar slíks nám- skeiðs. Sem dæmi mætti nefna að margir félaga Léttis hefðu stig- ið sín fyrstu spor í Reiðskóla Akureyrar. Æskulýðsráð Akureyrar leggur til húsnæði skólans, sem er neðan við Breiðholt þeirra Akureyringa, sem er þyrping hesthúsa efst í bænum. Að sögn Jóns stendur til að flytja skólann suður í Hamra- borg. „Mjög brýnt er að fá nýja aðstöðu enda era reiðleiðir hér á hörðum götum og mikil umferð hér í kring. Eina almennilega reið- leiðin liggur upp í fjall,“ sagði Jón Matthiasson að lokum. „Dýrt að eiga hesta í Dan- mörku“ — seg-ir Morten Pedersen Aðstoðarkennari við Reið- skóla Akureyrar er ungur maður frá Danmörku, Morten Pedersen. Morten hefur dvalist á Akur- eyri í flóra mánuði og heldur heim á leið f ágúst nk. Morten kveðst eiga tvo hesta í Danmörku, „en það er dýrt að eiga hesta i Dan- Morten Pedersen mörku," segir hann og bætir þvi við að sér þyki mjög gaman að kenna hestamennsku hér á Akur- eyri og hefur hann í hyggju að dveljast hér á landi næsta sumar. Morten má ekkert vera að því að ræða við blaðamann og lýkur samtalinu, enda þarf hann að hjálpa krökkunum að leggja á. „Eg kalla hestinn Brúnka“ — segir Maren Eik, 8 ára MAREN Elk Vignisdóttir 8 ára þátttakandi í reiðnámskeiðinu var tekin tali í þann mund sem hún var að leggja á hestinn. Maren kvaðst hafa verið á nám- skeiðinu í Qóra daga og þætti henni mjög gaman; skemmtileg- ast væri í útreiðartúram. Maren sagðist aldrei hafa dottið af hest- baki, enda væri hesturinn sem hún Maren Eik Vignisdóttir á Brúnka. lærði á mjög gæfur, en til vonar inn heitir, en ég kalla hann og vara væra þau alltaf með Brúnka. Heitasta óskin er að eign- hjálm. „Ég veit ekki hvað hestur- ast einhvem tíma eigin hest.“ Tveir bandarískir ævintýramenn: A kajökum kringum TVEIR Bandaríkjamenn, John Bauman 33 ára húsasmiður frá Anchorage í Alaska og Harry House 29 ára verkfræðingur frá Madison í Wisconsin eru nú á ferðalagi í kringum landið á kajök- um og voru staddir á Akureyri í gær er blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við þá. Þeir tjölduðu við fiskihjallana við mynni Glerár meðan á Akureyrardvölinni stóð. Þeir félagamir lögðu af stað við getum alltaf skilið bátana og þann 4. júní frá Reykjavík og sigldu þeir norður með mynni Hvalfjarðar og Borgarfjarðar, vestur fyrir Snæfellsnes og um Breiðafjarðareyjar. Þeir sigla yfir- leitt ekki inn í firðina, t.d. slepptu þeir Hvalfirði og Hvammsfirði og yfirleitt á þeir á nesjum. „íslendingar mjög vinsamlegir“ 10. júní, eða daginn áður en þeir komu að Búðum hrepptu sæfaramir mikla hríð. Að Búðum lentu þeir í þriggja daga stormi og í Flatey tepptust þeir vegna storms í tvo daga. Á Vestfjörðum var m.a. áð á Vatnseyri, ísafirði og Hombjargi. Á Hombjargi hlutu ferðalangamir góðar veitingar. „Hvar sem við höfum komið, hafa móttökumar verið alveg stórkostlegar og era íslendingar mjög vinsamlegir. Og það sem okkur þykir best, er að farangurinn eftir, án þess að þurfa að hafa af því áhyggjur." Þann 5. júlí vora Bandaríkja- mennimir staddir við Gjögur og þegar þeir sigldu meðfram Ströndum lentu þeir í hafís, en ísinn var þó gisnari en svo að það ylli erfiðleikum. Grjóthnullungur gegnum tjaldið I Skagafírði var m.a. áð í Málm- ey. Þar gerðist það atvik að grjóthnullungur féll úr bjarginu í gegnum tjaldið og lenti hálfum metra frá Bauman. Við þennan atburð pökkuðu þeir félagamir hið snarasta og fóra á brott. Svip- aður atburður varð í Hælavík þar sem félagamir voru að snæða hádegismat. Þegar grjóthran byijaði, átu þeir í hasti. Kajakar þeirra félaganna era 30 kg að þyngd og má hluta þá sundur í þijá hluta. Með manni og farangri vegur hvor kajak um það bil 200 kg. Unnt er að setja upp hjálparsegl og þegar best lætur geta þeir náð sex hnúta hraða. Að sögn þeirra félaganna fara þeir um 20-30 mílur á dag, eftir því hvemig viðrar. Hrifnir af Stuðmönnum í Eyjafirði fengu þeir mjög hagstæðan vind og sigldu þeir frá Dalatá til Hjalteyrar á einum degi. Bandaríkjamennimir tóku sér viku hvíld á Akureyri vegna kvefs og annars slappleika. Notuðu þeir þá tækifærið og skrappu að Mý- vatni. Á Akureyri sáu þeir Stuðmenn í Sjallanum og eru ákveðnir í að kaupa sér plötu með hljómsveitinni áður en þeir fara heim. í gær lögðu þeir John og Harry af stað frá Akureyri og ætla þeir að vera komnir til Húsavíkur eftir þrjá daga. Félagamir vonast til þess að vera komnir til Reykjaví- kur í lok ágúst. Þess má geta að bandarísku ferðalangamir era í stöðugu sam- bandi við Slysavamafélagið meðan á ferðalaginu stendur. ndi Morgunblaðið/SAS Bandarísku ævintýramennirnir Harry House (t.v.) og John Bau man.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.