Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 32

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 32
32 MORGÚNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 Bjarneyjar Ijósm. Gunnar G. Vigfúason Breiðafjarðareyjar /- eftir Bergsvein Skúlason Fyrir nokkrum dögum var kastað • inn um dymar hjá mér mynd- \ skreyttu, allvænu og veglegu • tímariti, eða ársriti, er Land nefn- ist. Það er einkum ætlað þeim, sem úti vilja vera og ferðast um landið. Er gott eitt um það að segja, sér í lagi ef það mætti verða til þess, að draga eitthvað úr tilgangslausu og oft vanhugsuðu flani iandans til suðlægari og hlýrri landa, meðan sumarblíðan er mest hér á Fróni, og sennilega hvergi betra að vera. — Þökk sé þeim sem sendu mér Landið. Það er svo sjaldan sem nokkur fengur er í því sem inn um f lúguna berst. Að öllu má finna, og ekkert gert • svo öllum líki. 1 Nokkuð stuttaralegt og snögg- soðið virðist mér Landið vera á köflum, einkum þegar um nýmæli er að ræða, hefði þar víða mátt ' betur gera. Stendur það eflaust til bóta, ef framhald verður á útgáf- unni, sem vonandi verður. Á einum stað greinir frá því, að stofnað hafi verið í Stykkishólmi fétag er nefnist Eyjaferðir. Hafi það yfir hraðskreiðri fleytu að ráða, er taki 24 manns í sæti auk áhafnar- innar — sem sennilega eru aðeins 2 menn. Sé markmiðið með fleyt- unni að kynna ferðamönnum eyjamar á Breiðafirði og það líf sem þar var lifað, meðan það var og hét. Vonandi veljast til þess vanda- verks kunnugir og vel færir menn. Það veltur á miklu, að skilmerkilega sé frá því sagt, hvemig menn veltu sér í „matarkistunni". Formaður og útgerðarmaður bátsins er mér sagt að heiti Pétur t Ágústsson, fæddur og uppalinn í Breiðafirði, ágætur sjómaður, enda kominn af einni grónustu og ágæt- 1 ustu sjómannaætt í firðinum á seinni öldum. Kemur það sér vel, því þar em enn, eins og á dögum Matthíasar skálds „sker og harðir straumar," er heimta vakra stýris- tauma. — Bát sinn nefnir Pétur Brimrúnu. Ljótt bátsnafn, en von- andi lánast honum það vel. Engum mundi ég treysta betur til að halda um stýristaumana í Breiðafírði en Pétri Ágústssyni, ætti ég eftir að koma þar út í bát, þótt hvorki hafi ég heyrt hann eða séð. ~{ Og nú, þegar svo er komið með skipakost á firðinum til mannflutn- inga og ferðalaga, sem drepið hefur verið á, ætti að vera óþarfi að láta ferðamenn þurfa að kvarta undan því, að þeim hafi aðeins verið sýnd- ar Hrappsey, Klakkeyjar og Flatey af hinum óteljandi eyjum á Breiða- firði. Og alltaf sömu eyjamar. „í þessum snöggsoðna pistli hefur aðeins verið tyllt tánum á nokkrar eyjar, sem mér hefur löngum þótt ómaklega gengið framhjá, þegar talað hefur verið um eyjar á Breiðafirði — nánast eins og þær væru ekki til.“ Sennilega hefur það verið hinn vin- sæli flóabátur Baldur, sem að mestu hefur annast þær sýningar. En vitanlega er hann of stór og dýr í slíkt snatt. Enda mun hann aðeins hafa Iagt leið sína inn að Hrappsey og Klakkeyjum þegar hann hefur átt áætlun norður Qörð- inn til Flateyjar og Bijánslækjar, með póst og bíla. Vissulega er engum of gott — að fengnu leyfi — að líta hin gömlu höfuðból og rilja upp foma frægð þeirra. En fleira er matur en feitt kjöt, þótt af „fjallalömbum" sé, eða „fjörulömbum", sem einhver sagði mér að ætti að fara að framleiða. Eins og kunnugt er, hefur eyjum á Breiðafirði um langan aldur verið skipað í tvær meginfylkingar: Suð- ureyjar og Vestureyjar. Suðureyjar munu teljast allar eyjamar á sunn- anverðum fírðinum, utan frá Höskuldsey inn til Klofningsfjalls, og þaðan suður til Skógarstrandar. Vestureyjar aftur á móti hafa verið taldar allar eyjar er liggja norðan Bjameyjaflóa, utan frá Oddbjamar- skeri norður til Barðastrandar inn til Reykjaness. Þær liggja allar út frá Þverfjörðunum f Barðastrandar- sýslu. En þótt þessum eyjaklösum hafi verið komið fyrir á þennan hátt, vantar nokkuð á, að öllu réttlæti sé fullnægt í þeim efnum. Til eru nokkrar eyjar á firðinum — eins konar blórabögglar — sem byggðar hafa verið, er liggja eins og dufl á streng út frá mynni Gils- fjarðar, einum af innfjörðum Breiðafjarðar, allt til Bjameyja og Stagleyjar. Það sögðu mér gamlir Breiðfirð- ingar, að þær hefðu aldrei talist til þeirra flokka sem nefndir em hér að framan, nema hvað Bjameyjar og Stagley tilheyrðu stjórnskipu- lega Flateyjarhreppi — og töldu sumir það mestu ólög. Um það skal ekki kveðinn upp neinn dómur hér. En eins konar hjáböm skilst mér að þessar eyjar hafi alla tíð verið, og lítt kynntar ferðamönnum. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las hina stuttorðu tilkynningu um eyjaferðir í Landinu. En vísast eiga þessar perlur út frá Gilsfírði erfítt uppdráttar sem ferðamanna- lönd, engu síður en flokkslausir stjómmálamenn. En vel mætti gera tilraun í þá átt, að bjarga þeim frá algjörri gleymsku. Og legg ég nú til, að þær verði hið bráðasta kynntar rækilega af Pétri formanni á sinni hrað- skreiðu Brimrúnu. Gætu þá ein- hverjir Breiðafjarðarfarar bætt þeim í eyjasafn sitt. Skulu þær nú aðeins nefndar. Best væri að he§a ferðina úr Stykkishólmi (slettirekuskapur) árla dags, eftir væran svefn og hollan morgunmat á ágætu hóteli staðarins. Halda þaðan fram í Bjarneyjar, eins og sagt er á þeim slóðum, ef til vill með viðkomu í Gassaskerjum. Þar mætti, ef heppnin væri með, sjá íturvaxna, svipmikla útsels-brimla og skjóttar konur þeirra, auk lipurra landsels- kópa, ef þá ekki er búið að drepa allan sel í Breiðafirði, að kröfú skammsýnna manna, eða bara af hreinum óvitaskap og morðfýsn. — Annars er ekkert nýmæli að deilt sé um selinn í Breiðafirði. Úr skerjunum skyldi haldið beint eftir Jón Kristjánsson Hógvær ósk sem ég setti fram í blaðagrein í Tímanum nú nýverið vaarðandi Verslunarráð íslands hefur farið fyrir brjóstið á Stak- steinahöfundi Moggans. Telur sá mér sæmara að gera úttekt á sam- vinnuverslun á Austfjörðum, áður en ég fari að ávarpa þá háu herra hjá verslunarráðinu. Á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga sem haldinn var á Akureyri 20. júní síðastliðinn var rædd ítarlega staða samvinnuversl- unarinnar og hvernig hún geti þjónað neytendum sem best, hvað varðar vöruverð, hagkvæm innkaup og þjónustu alla. Ákveðið var að halda áfram sérstakri vinnu að þessum málum. Ég held að sam- vinnumönnum á Austfjiirðum og annars staðar sé ljóst hlutverk sitt í versluninni, það að bjóða upp á sem hagkvæmast verð og þjónustu. Samvinnumenn vita það líka að ýmislegt má betur fara í verslun til Bjameyja. Sennilega elstu ver- stöðvar landsins. Þar segir Flateyj- arpresturinn, séra Ólafur Sívertsen (1790—1860), að verstöðin sé „bæði fögur og þokkaleg. Lendingar ætíð sem á stöðupolli". Mun það hafa verið óvanalegt á hans dögum. Gengið skyldi þar um gerði og garða, litið á bæja- og búðarústir. Skoðaðar lendingar, bryggjur og varir, þótt Jón minn úr Vör kenni sig við enga þeirra — því miður. Bjameyjar munu hafa verið fátæk- ar af skáldum. Úr Bjameyjum skyldi stefnt beint til Rúfeyja. Ekki em þær í vitund minni eins söguríkar sem Bjameyj- ar. En þar bjó á sinni tíð Þórður Rúfeyjaskáld, og löngu seinna Þor- iákur Bergsveinsson og Ebeneser sonur hans, afburða sjómenn, skipasmiðir og flestum mönnum kunnugri öllum bátaleiðum á hinum skerjótta og straumkvika Breiða- fírði. Frá Rúfeyjum er skammt til Rauðseyja, fagurra eyja. Þar gerðu þeir garðinn frægan á sinni tíð, Einar Olafsson og Sturlaugur hinn ríki sonur hans. Þeir bjuggu þar við mikla auðsæld og rausn á 18. og 19. öldinni. — A undan þeim feðgum bjó þar Jón Guðmundsson Rauðseyjaskáld, sem margir Breið- firðingar rekja ættir sínar til. En öll ættfræði skal látin öðmm eftir. Góðan spöl austur af Rauðseyjum liggja Ólafseyjar. Gullfallegar eyj- ar, en hafa löngum verið í stopulli byggð. Oftast nytjaðar frá höfuð- bólinu Skarði á Skarðsströnd. — Sumir fræðimenn segja, að þar hafi aðeins verið föst búseta í tvö ár. Aðrir staðhæfa, að árin hafi verið sex, og það hafí verið Jón Guðmundsson „lærði" sem þar bjó. Hann hafí hrakist þangað vegna galdraáburðar í heimabyggð sinni. Fara menn þá nærri um á hvaða tímabili það hefur verið. Hóley er stærst af Óiafseyjum. Ef gengið er á Stórhól, sem eyjan mun draga nafn af, gefst eindæma gott útsýni um innri og suðurhluta Breiðafjarðar. Skal ekki reynt að lýsa því hér. Þangað eiga menn að fara, og líta í kringum sig með eig- in augum. — Gott er líka að hafa lesið Grettissögu þegar komið er í Hóley, og dálitið af þjóðsögum. Löngum hefur mér þótt undar- legt, að ekki skyldi búið í Ólafseyj- um, meðan annars fólk tolldi í eyjum. Austur af Ólafseyjum eru Akur- eyjar. Fríður eyjaklasi, líklega auðveldastur til búskapar af öllum eyjum á Breiðafírði, en hafa samt löngum verið nytjaðar, að meira eða minna leyti frá stórbýlum á Skarðs- ströndinni. Þá bjó þar miklu myndarbúi eftir miðja 19. öldina séra Friðrik Egg- „Það stendur enn sú ósk til Verslunarráðs- ins að það hugi nú að sínum eigin garði, og fari þar út í öll horn.“ þeírra og vilja leita leiða til þess að bæta það. Hins vegar er ég ekki viss um að einkaframtakinu sé það ljóst að neitt megi betur fara á þeim vettvangi a.m.k. meðan heild- arsamtök verslunarinnar eru önnum kafin við að ráðleggja um hvernig megi reka aðrar atvinnu- greinar. Samvinnumenn á Austfjörðum hafa undanfarið þreifað sig áfram með beinan innflutning vöru til Austurlands, og náð verulegum árangri í lækkuðu vöruverði, og er þó stærð þessara innkaupa ekki slík að þau gefi tilefni til þess. Það hefur náðst verulegur árangur varðandi flutningsgjöld til landsins, með rekstri lítils skipafélags í félagi erz prestur í Skarðsþingum. Bóndi, rithöfundur og fjáraflamaður mik- ill, „en þótti heldur stirður til prédikana", stendur einhvers stað- ar. Hann unni fróðleik og var sögumaður góður, en varasamt mun vera að trúa hverju orði sem flaut úr penna hans, eins og flestra annarra sögumanna. Þrætugjam þótti hann, og átti löngum í útistöð- um við yfirvöldin og mágafólk sitt á Ströndinni. Mikill vinur vina sinna var hann sagður, en öðrum þungur í skauti. Hann bætti bújörð sína mikið, einkum að lendingabótum. Eftir prestinn bjó í Akureyjum Pétur Eggerz sonur hans, vel gefínn maður og vinsæll. Hann var aðal stofnandi og formaður fyrsta æðar- ræktarfélagsins í Breiðafirði. Synir hans voru þeir sýslumennimir Sig- urður og Guðmundur Eggerz. Þá skal sagt frá því, að glöggir fomleifafræðingar geta væntan- lega komið auga á gamlar akurrein- ar í Akureyjum. Hveijir þar stóðu að verki veit ég ekki, en merkin sanna verkin. Og eflaust draga eyj- amar nafn af ökrum er þar voru sánir um miðaldir íslands. Fleira verður svo ekki sagt hér frá Akureyjum, þótt ástæða væri til, enda komið á leiðarenda. Eyjar sem byggðar hafa verið liggja ekki innar á firðinum. Skal nú haldið í vesturátt. Ferðin var hafin í Stykk- ishólmi, og geri ég ráð fyrir að hún endi þar. Siglt hefur verið fram hjá öllum fróðleik, sögum og sögnum er snerta nefndar eyjar. Allt slíkt skal eftirlátið væntanlegum fararstjór- um um þessar slóðir. í bakaleiðinni væri æskilegt, að halda grunníeið út með Skarðs- ströndinni. Horfa til gróðursælla dala og býla, sem enn kunna að vera þar í byggð. Væri og ekki úr leið, að stinga við stafni í Djúpeyj- um og Hafnareyjum. Þar mun einhvem tíma hafa verið búið, þótt lítið sé vitað um búendur þar. Vall- grónar tóftir ljúga ekki, um lengri eða skemmri búsetu. I þessum snöggsoðna pistli hefur aðeins verið tyllt tánum á nokkrar eyjar, sem mér hefur löngum þótt ómaklega gengið fram hjá, þegar talað hefur verið um eyjar á Breiða- firði — nánast eins og þær væru ekki til. Þeir ferðamenn, sem aðeins hafa gengið um hluta af Hrappsey, Klak- keyjum og Flatey, hafa séð minnst af Breiðafjarðareyjum og þekkja þær lítið. Væri mál til komið, að úr þeirri fáfræði væri bætt. Til þess væri Pétur Ágústsson manna vísastur á sinni fríðu fleytu. Höfundur er fræðimaður og rit- höfundur. við Færeyinga, en grun hef ég um að sá rekstur sé ekki litinn hýra auga hjá hinum stóru íslensku flutningsaðilum. Það stendur enn sú ósk til Versl- unarráðsins að það hugi nú að sínum eigin garði, og fari þar út í öll hom. Athyglin hefur beinst að matvöraversluninni. Það er þörf að huga að fleiru. Hvernig er verð- myndunin í fatnaði, sem er einn þyngsti liðurinn í útgjöldum hvers heimilis, eða í varahlutaverslun, sem er ekki síður þungur liður í innkaupum heimilanna? Svona mætti lengi telja. Þetta eru spurningar sem krefj- ast svara, ekki síst vegna þess að fjölmargir, og þar á meðal ég per- sónulega, hafa orðið vitni að ótrú- legum verðmun milli einstakra verslana í þessum vöraflokkum, og ótrúlegum verðmun hér heima og erlendis. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Staksteinahöfundur og samvinnuverslunin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.