Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 37

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 37 Minning: Halldóra Guðrún Halldórsdóttir Fædd8.júlí 1900 Dáin9.júlí 1986 Með nokkrum línum vil ég minnast kæru mágkonu minnar og vinar. Frá því að við sáumst fyrst eru rúmlega 40 ár. Strax tókst með okkur vinátta, sem haldist hefur síðan og aldrei borið skugga á. Var þó hvorug okkar fljóttekin. I Selvoginum bjó hún með sínum góða eiginmanni, Bjama Jónssyni. Blessuð sé minning hans. Ég ylja mér við minningamar frá þeim dögum. Að koma til þeirra hjónanna, taka þátt í merkisdögum fjölskyldunnar og finna yl og vin- áttu þeirra var mér mikils virði. Mér fínnst ég alltaf vera komin heim, þegar ég kem í Selvoginn, því þar er friður og kyrrð og lofts- lagið gott, að ógleymdum áhrifum og helgi Strandarkirkju. Seinni árin átti hún Dóra mín lítið sumarhús í Selvoginum og dvaldi ég stundum hjá henni þar, þegar tími gafst til. Það voru hátíð- isdagar. Við fórum f gönguferðir tvær einar og fundum okkur sjálfar í snertingu við sjóinn, fjöruna, blóm- in, fuglasönginn og kyrrðina í blænum. Nú er allt þetta horfíð, en minn- ingin lifír. Hún vina mín kvaddi lífíð nokkmm klukkustundum eftir 86. afmælisdaginn sinn. Hún var búin að sjá á bak eiginmanni og fjórum af bömum sínum. Við skiljum ekki þegar æskan og litlu saklausu bömin verða að lúta dauðanum, en þegar ellin og sjúkdómar steðja að, er dauðinn miskunnsamur. Góð og göfug kona er horfín á fund guðs síns og ættingja. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.B.) Mágkona í dag er jarðsungin frá Strandar- kirkju í Selvogi heiðurskonan Halldóra Guðrún Halldórsdóttir fyrmrn húsfreyja að Guðnabæ í Selvogi, og síðar að Oddabraut 10, Þorlákshöfn. Hún lést að morgni þess 9. júlí sl. í Landakotsspítalanum í Reykjavík. Halldóra fæddist í Bartakoti, Selvogi þann 7. júlf 1900. Eigin- maður hennar var Bjami Jónsson frá Stíflisdal í Þingvallasveit, var hann mikill dugnaðar- og atorku- maður bæði til sjós og lands. Halldóra og Bjami bjuggu að Guðnabæ f Selvogi. Eignuðust þau sex böm, þijá syni og þijár dætur, einn soninn misstu þau hjón bam að aldri. Þama í Vognum eins og hún sjálf komst oft að orði um Sel- voginn, stóðu þau Guðnabæjarhjón vörð um uppeldi og þroska bam- anna sinna fímm, samhent og traust í því sem öðm. Öll urðu böm þeirra, sem vænta mátti, gott og traust fólk, sem bám foreldmm sínum fagurt vitni. Árið 1958 fluttu þau hjón til Þorlákshafnar, sem þá var ungur en upprennandi útgerðarstaður, enda hafði Bjami stundað þaðan sjó áður fyrr, og var þar öllu vel kunnugur, þó hyggðist hann heldur fá sér vinnu í landi. Þau byggðu sér hús í félagi við son sinn og tengdadóttur að Oddabraut 10. Þá var það góðu heilli að ég, sem þessar línur rita, og flölskylda mín kynntumst þessum góðu hjónum, bömum þeirra og tengdabömum, þegar við árið 1959 fluttum til Þor- lákshafnar og vomm svo heppin að fá inni í næsta húsi við þau hjón. Með okkur og þeim tókst traust og góð vinátta, sem aldrei bar skugga á. Og ég veit að þau kjmni áttu sinn stóra þátt í því hvað við undum strax vel hag okkar í Þorlákshöfn. Okkur fannst eins og við væmm að koma heim. Halldóra var tilkomumikil kona og traust í þess orðs bestu merk- ingu. Kona, sem bar áföll ævinnar bæði þung og stór með tignarlegri ró og æðmleysi. Hún missti Bjama eiginmann sinn um aldur fram árið 1964. Eft- ir sat hún ein í íbúð þeirra hjóna, og í góðu skjóli bama sinna og tengdabama, sem unnu henni og virtu að verðleikum. Sjálf vann hún og stóð á meðan stætt var. Með fárra ára millibili missti Halldóra, þá orðin fullorðin kona, þtjú böm sín í blóma lífsins. Við þessar þungu sorgir gat engum manni, sem til þekkti, dulist að þar fór engin með- almanneskja, sem Halldóra Hall- dórsdóttir var. Gull prófast í eldi, svo var með hennar sál. Hún stækk- aði og skýrðist við hveija raun, og hún gat sagt af hógvæm hjarta, verði þinn vilji. Síðustu æviárin dvaldist Halldóra á dvalarheimilinu Hrafhistu í Hafn- arfírði ásamt Dagbjörtu systur sinni, sem nú er ein eftir af þeim stóra systkinahópi. Á Hrafnistu naut Halldóra góðrar umönnunar. En Vogurinn hennar var drauma- landið. Þangað leitaði hugurinn allt til síðustu stundar. Og nú er Hall- dóra komin heim. Þessi fátæklegu kveðjuorð mín vom aldrei hugsuð sem úttekt á löngu og farsælu æviskeiði Halldóm Halldórsdóttur, heldur innilegt þakklæti okkar hjóna til hennar, sem nú er horfin á braut til móts við ástvinina, sem fóm á undan henni til bjartari og betri heima. Guð blessi minningu hennar og ástvini alla. Ragnheiður Ólafsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundamafni. Nýbyggð Nauteyrarkirkja vígð Bæjum, Snæfjallahreppi. ÞAÐ ER sem hugur manns svifi í hærra veldi, þá maður kemur inn i hina nýbyggðu og endur- reistu Nauteyrarkirkju við Djúp. Svo hrífur hún hvers manns liuga, sú framúrskar- andi reisn og fagurfágaði frágangur allur, sem þar virki- lega lofar meistarana. Kirkjan var vígð sunnudaginn 6. júlí sl. og afhent sóknarpresti til yfirráða og embættisverka á guðsvegum öllum, en sóknar- presturinn, séra Baldur Vilhelms- son í Vatnsfirði, tók síðan við sínum helgu umráðum með snjallri rasðu og greinargóðu er- indi um upphaf og síðan 100 ára sögu þessa guðshúss auk þess sem hann fermdi tvö böm í Nauteyrar- sókn. Fjórir prestar voru þama sam- ankomnir. Auk Baldurs vom við athöfnina séra Lárus Guðmunds- son prófastur í Holti í Önundar- firði, séra Kristján Valur Ingólfsson á ísafirði og séra Jón Ragnarsson i Bolungarvík. Allir þessir skrúðbúnu andans kenni- menn settu hátíðarsvip á sam- komu þessa að unun var að og einnig samtvinnaðist hátíðar- stemmning kirkjugesta við vígslu- athöfn, messugjörð og fermingar- athöfn. Séra Láms vígði krikjuna og hélt merka tölu um byggingu hennar. Hann minntist með þakk- læti rausn þeirra sem höfðu lagt þessu verki lið sitt í framlögum og góðum huga sem rausnar- höfðingjum er einum lagið því af góðum vilja, frekar en sterkum efnum, er aðeins hægt að reisa slíkt guðshús af fámennum söfn- uði. Sönginn leiddi skólastjórinn á Flateyri, Emil Hjartarson organ- isti, með ágætum söngkór Melgraseyrar- og Nauteyrar- sókna. Að kirkjuáthöfn lokinni var kirkjugestum, 130-140 að tölu, boðið til vígslu- og fermingar- veislu í samkomuhúsi sveitarinnar að Nauteyri þar sem borð svign- uðu sannarlega undan hinu margbrotnasta meðlæti og leyndi sér þar ekki hversu rausn mikil og höfðingslund býr í okkar íslensku húsmæðrum. — Jens Sðngkór Melgraseyrar- og Nauteyrarsókna sungu við athöfnina undir stjórn Emils Hjartarsonar organista. Prestar heilsuðu kirkjugestum eftir messu. Fjórir prestar voru við vígsluathöfnina: séra Baldur Vilhelmsson sóknarprestur i Nauteyrarsókn, séra Kristján Valur Ingólfsson á ísafirði, séra Jón Ragnarsson á Bolungarvík og séra Lárus Guð- mundsson prófastur í Holti í önundarfirði, sem jafnframt vígði kirkjuna. ■» ■V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.