Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 44
44
MOKGUNBLAÐIÐ, LÁUGÁRDAGUR 19. JÚlJí 1986
murnnn
) 1986 Universal Press Syndicate
cn
C-u2
yécj „iá (Xj ch&,o£'
jfSi noKjujr/v tlfioii ícyft uS> \ k.iric.'j-
Kó»"nuin."
w
%
Ég þakka þér ráðlegging-
arnar læknir. Nú heyrist
aldrei neinn tala um að ég
ætti að halda aftur af mér
í mat!
Með
morgunkaffirtu
Foreldrafundinum er ekki
lokið. Ég bíð hér eftir for-
eldrum Búdda til að fá
skýringu á óstundvísi
hans!
HÖGNI HREKKVÍSI
>
Þessir hringdu . . .
Og enn tapast úr
A.B.J. hringdi:
„Ég tapaði úri 28. júní. Óhappið
mun hafa átt sér stað einhvers stað-
ar á leiðinni frá Þyrli í Hvalfírði
upp í Svignaskarð, með viðkomu á
Shellstöðinni í Borgamesi. Urið er
gyllt að lit og af gerðinni Pier-
point. Þeir sem geta gefíð upplýs-
ingar um afdrif úrsins eru beðnir
um að hringja í síma 75432“.
Hvar eru vinnings-
númerin?
Kona úr Hafnarfirði hringdi:
“Eg hef hringt áður út af þessu
en ekki fengið neitt svar. Fyrir all-
nokkru síðan keypti ég happdrætt-
ismiða frá Landssamtökum um
byggingu tónlisarhúss, en það var
dregið í október. A miðanum var
gefíð upp símanúmer 13007 sem
maður átti að hringja í til að fá
uppgefín vinningsnúmer. Nú fæ ég
þau svör að þetta númer sé ekki í
notkun. Venjulega hafa happdrætt-
in nú símsvara með númerunum. I
október nk. fellur miðinn svo úr
gildi og því þætti mér vænt um að
fá að vita hvar hægt er að fá upp-
lýsingar um vinningsnúmer. Eg
veit til þess að fleiri hafí reynt að
hringja í þetta númer, árangurs-
laust. - Það er ekki að furða að
happdrættin hirði alla vinningana
þegar maður getur ekki einu sinni
fengið að vita vinningsnúmerin."
Enn um katta-
pláguna
Steinunn hringdi:
“ÉG tek heilshugar undir með
J.J. sem hringdi í Velvakanda á
fímmtudag. Ég hef auk þess ýmsu
við frásögn hennar að bæta. Kettir
eru kærulausir. Enda þótt margir
eigendur hugsi vel um þá flækjast
þeir úti vetur, sumar vor og haust.
Það er oft voðalegt að sjá þá. Ef
bíll er stöðvaður að vetri til í miklu
kattarhverfí hópast þessi grey að
bílnum tilað oma sér, en á sumrin
keppast sumir kettir við að gera
þarfír sínar í garða nágrannanna,
veiða smáfugla og ófleyga unga,-
að ógleymdum blómunum sem þeir
eru mjög iðnir við að slíta upp og
tæta í sig. Ég veit um dæmi þess
að köttur hafí farið inn í kjallara
og eyðilagt þriggja mánaða vinnu
fyrir íbúa hans. Er eigandi kattarins
var kallaður á vettvang og honum
sýnd öll ósköpin var viðkvæðið
þetta:„Maður getur nú ekki haft
köttinn í bandi“(!)“
Tölvuúr saknar
eiganda síns
Kristinn Björnsson hringdi:
“Ég fann tölvuúr á Miklatúni á
laugardag fyrir viku síðan. Þeir sem
kunna að sakna þess háttar tækis
geta hringt í síma 37365 og fengið
nánari upplýsingar.
Kodakfilma í
óskilum
Jóna B. Guðjónsdóttir hringdi:
“Ég fann fílmu í ferð Náttúru-
fræðifélagsins á Rauðasandi um
síðustu helgi. Filman fannst við
tjaldstæðið og er af gerðinni Kod-
ak, hún er 35 mm og 100 ASA.
Þeir sem hafa verið á ferð á þessum
slóðum og sakna fílmu af þessari
gerð geta hringt í mig í síma
52614.“
Týnt gull
hálsmen
L.J hringdi:
“Gullhálsmen tapaðist í miðbæ
Reykjavíkur fimmtudaginn 7. júlí.
Þetta er gullhálskeðja með kúlu,
sem þakin er blágrænum steinum.
Þeir sem kunna að hafa orðið mens-
ins varir eru beðnir um að hringja
í síma 12278.
Hefjið sýningar á
Dallas að nýju
Guðrún Jónsdóttir hringdi:
“Mig langar til að svara nýstúd-
ent sem heldur því fram að Dallas-
þættimir séu eitthvað ómerkilegir
og að þá eigi ekki að sýna í sjón-
varpinu. Eg er ómenntuð og hef
mikla ánægju af því að horfa á
Dallas og fínnst að taka eigi upp
þráðinn á sýningu þeirra þar sem
frá var horfíð. Það er sjaldan neitt
ógeðslegt eða ljótt sýnt í þeim þátt-
um og því þarf maður ekki að hafa
áhyggjur af því að bömin sjái neitt
miður æskilegt. Mér þykir einkenni-
legt að fólk skuli ekki fá að horfa
á það sem það vill. Þetta er jú iýð-
ræðisríki og það er staðreynd að
íjöldi fólks hefur anægju af að horfa
á Dallas og því ekki að fara eftir
vilja meirihlutans?"
Hvar eru ódýr-
ustu rósirnar?
Hrafnhildur Nielsen hringdi:
“Ég hlýddi á útvarpsþáttinn „í
Víkverji skrifar
Eftir fréttum að dæma virðist
nýjasta dellan á íslandi vera
bflasíminn. Innflutningsfyrirtækin
hafa undanfarið keppst um að næla
sér í umboð fyrir farsíma og aug-
lýsa ágæti þeirra. Svo vel hefur
þeim orðið ágengt í sölumennskunni
að búið er að sprengja nýja farsima-
kerfí Pósts & síma áður en það er
raunverulega komið í notkun —
gott ef ekki kom einhvers staðar
fram að hér væru komnir jafn-
margir farsímar í notkun á fáeinum
vikum og em nú í notkun á ein-
hveiju hinna Norðurlandanna eftir
þijú ár.
Við sem erum ekki á þeim buxun-
um að fá okkur farsíma eða
bílasíma alveg á næstunni, brosum
auðvitað góðlátlega að írafárinu í
hinum, sem hafa nú rokið til og þar
með sprengt nýja farsímakerfíð.
En þetta er ekki í fyrsta skipti sem
stór hluti þjóðarinnar fær eitthvað
þessu líkt á heilann. Einu sinni var
það myndbandstæki inn á hvert
heimili, því næst heimilistölvur og
nú er það greinilega farsíminn.
Horfí menn svo lengra fram í
tímann má sjá glitta í næstu dellu
— móttökudisk fyrir geivihnatta-
sendingar á hvert húsþak eða
húsagarð.
Samt er að öðrum þræði ekki
hægt annað en dást að þessari nýj-
ungagirni sem býr með þjóðinni,
og ef við lítum á hana sem ein-
hvers konar auðlind, kann hún að
verða okkur ekki lítils virði, þegar
fram líða stundir. Fróðir menn
halda því fram að við lifum nú á
tímum sem séu afdrifaríkari fyrir
alla þróun og framvindu mannkyns
heldur en jafnvel iðnbyltingin var á
sínum tíma. Upplýsingaöldin er í
birtingu, segja þeir, og tímamótandi
nýjungar ryðjast fram á sjónarsvið-
ið svo ótt og títt að vísustu menn
hafa tæpast svigrúm til að meðtaka
eina þeirra áður en hin næsta hefur
rutt henni úr vegi.
Allt skal þetta þó færa okkur
aukna hagsæld og betra líf sam-
kvæmt gleðiboðskap þeirra sem enn
aðhyllast tæknihyggjuna og trúa
því að tæknilegar framfarir séu
nærtækasta leiðin til að útrýma
allri þeirri vesöld sem ríkir hér í
heimi. Þá munu þeir væntanlega
duga best sem skjótastir eru að til-
einka sér nýjungarnar — og for-
senda þess er auðvitað nýjungagim-
in.
Að öllu þessu athuguðu ættum
við þess vegna kannski fremur að
prísa bílasímadellu íslendinga en
hæðast að henni.
xxx
Víkveiji hefur til skamms tíma
ekki verið mesti sundlauga-
garpur höfuðborgarsvæðisins eða í
hópi þeirra sem stunda laugarnar
á hveijum degi. Hins vegar er hann
breiskur maður og hégómlegur að
því leyti að hjá honum, líkt og svo
mörgum öðram, koma þær stundir
að hann finnur hjá sér hvöt til að
rækta líkamlegt atgervi sitt, safna
þreki og lappa upp á vaxtarlagið.
Þá er stigið á stokk og strengt
heit um að gera nú eitthvað í málun-
um.
Sú er skýringin að tiltölulega
óvæntri heimsókn Víkveija nú á
dögunum í sundlaugina í Laugar-
dal. Og hvílík undur og stórmerki
sem þar hafa orðið. Að vísu var
Víkveija ekki alveg ókunnugt um
að einhverjar endurbætur hefðu átt
sér stað á Laugardalslauginni en
óraði engan veginn fyrir því hversu
ótrúleg breyting hefur orðið þar til
batnaðar á allri búnings- og baðað-
stöðu.
Nýi potturinn er líka sérlega
skemmtilegur og hönnun hans vel-
heppnuð, eins og sagt er nú á
dögum, með gosbrunnsklöppunum
og bullandi vatninu. Hann nýtur
greinilega mikilla vinsælda meðal
sundlaugargesta og ferðamanna-
segull er hann ótvíræður. Það er
sannast sagna dálítið undarleg til-
finning að sitja þarna í pottinum
og heyra eiginlega öll tungumál
önnur en íslensku. Maður er allt í
einu eins og útlendingur í föður-
landi sínu.
Heita vatnið okkar úr iðram jarð-
ar er án efa eitt af því sem hvað
mest aðdráttarafl hefur fyrir þá
eriendu ferðamenn, sem koma hing-
að til landsins. Og . enda þótt
ferðamálafrömuðir hafí nú í seinni
tíð ötullega kynnt landið út á ýmiss
sérkenni þess, sem útlendingar
finna ekki á hefðbundnari ferða-
mannaslóðum, sýnist manni langt
í land að farið sé að nýta alla þá
möguleika sem landið býður upp á
í þessu efni. Hugmyndin um að
koma upp heilsulindum fyrir útlend-
inga hér og þar um landið og byija
á Bláa lóninu, er ekki ný af nálinni
en virðist ótrúlega þung í vöfum.
Fátt virðist þó vænlegri kostur
til að lengja ferðamannatímabilið
hér á landi. Góður aðbúnaður og
svolítið hugvitsamleg hönnun lauga
og potta í líkingu við þá sem er að
finna inni í Laugardal ætti að fleyta
okkur langt, ef framkvæmdafé er
fyrir hendi og markaðsmálin erlend-
is í lagi.
Einhvern tíma hafa menn sett
hér nefnd á laggirnar og tekið sam-
an skýrslu af minna tilefni en þessu.