Morgunblaðið - 19.07.1986, Síða 45
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
45
Hefur þú eitthvað
á samviskunni?
loftinu" síðastliðinn þriðjudag. í
þsettinum var forvitnast um verð á
rósum hér í bæ. Þeir fundu eina
blómaverslun þar sem rósimar voru
seidar á sérlega lágu verði, en því
miður man ég ekki hvað hún heitir
eða hvar er hún er. Getið þið veitt
mér einhveijar upplýsingar um
það?“
Velvakandi hafði samband við
Hallgrím Thorsteinsson, annan
stjómanda þáttarins. Hann kvað
lægsta verðið vera í versluninni
Stráinu á Laugavegi.
Er til skattlagn-
ing eftir dauðann?
Einn hneykslaður skrifar
„Mér var gengið út í búð um
daginn að kaupa mér bók. Fyrir
valinu varð bók sem kostar um
1.000 krónur og hafði ég á orði við
afgreiðsludömuna að mér þætti það
verð allhátt. Þá sagði hún að mér
færist að kvarta og sundurliðaði
verð gripsins fyrir mig. Svo sagði
hún mér að verðlagningin á bókinni
væri sök sér, enda væm menn yfir-
leitt ofar foldu er þeir keyptu sér
bækur; spurði mig svo hvort ég
vissi hvort dánir menn slyppu við
skattlagningu? Eg kvað auðvitað
nei við og varð hvumsa, en þá sagði
hún mér að jarðarför mágkonu
hennar hefði farið fram fyrir
skemmstu og þá hefði þurft að
greiða söluskatt af kistunni sem sú
látna kvaddi hérvistina í. Getur
þetta staðist: Að ríkið krefli fólk
um söluskatt af líkkistum? Ef svo
er þá þykir mér skattheimtan farin
að ganga ansi langt,- er ekki nóg
að greiða söluskatt af öllu sem
maður kaupir Iífs - þarf maður líka
að greiða skattinn dauður?
„Þú sem keyrðir yfír hvítan kött
á Þorragötu (til/frá Reykjavíkur-
flugvelli) aðfaranótt 1. júlí hvers
vegna í ósköpunum lést þú ekki
eigendur vita af þessu? Var það svo
mikið mál að skrúfa í sundur tunn-
una sem hékk um hálsinn á kisu?
Ert þú kannski einn af þeim sem
ekki stoppar til að vita hvort dýrið
sé lífs eða liðið og veita því þá að-
stoð ef lífsmark er með því? Ert
þú kannsk einn af þeim sem heldur
að dýr hafí ekki sársaukatilfinning-
ar? Mér þætti gaman að vita á
hvaða hraða þú varst. Ert þú
kannski einn af þeim sem heldur
að óhætt sé að aka á ólöglegum
hraða að nóttu til? Myndir þú hafa
gert það sama ef um bam hefði
verið að ræða. Gerir þú þér ekki
grein fyrir því að gæludýr geta
verið jafn dýrmæt fyrir eiganda
sinn og böm?
Mér þætti vænt um ef þú gætir
svarað þessu bréfí, annaðhvort með
því að skrifa til Velvakanda eða
hringja í síma 622136 eftir klukkan
6 á daginn. Þá gætir þú ef til vill
líka sagt mér hvemig þetta atvikað-
ist.
Jóna Simonía Bjarnadóttir
Búum öldruðum
áhyggjulaust ævikvöld
Heiðraði Velvakandi
Vegna þess að mitt starf um
þessar mundir er næturvarsla hér
í Reykjavík kemst ég ekki hjá að
sjá ýmislegt sem fer fram hjá öðr-
um. Eitt af því sem fyrir augu ber
um helgar er viss hópur gamal-
menna sem gengur eða hjólar um
götur í morgunsárið í leit að flösk-
um og öðru sem til fellur — eftir-
hretum næturinnar. í fyrstu áleit
ég þetta fólk vera „skrýtið fólk“
vegna þessarar hegðunar. En nú
hef ég kom.ist að því að þetta em
ósköp venjulegir aldraðir borgarar,
sem em að reyna að drýgja sínar
lágkúmlegu tekjur á þennan hátt.
Ég þykist vita að ellilaun dugi
illa eða ekki fyrir nauðsynjum.
Þetta fólk hefur unnið allt sitt líf
hörðum höndum og hefur því vænt-
anlega lagt sinn skerf til þjóðar-
búsins. Þetta fólk er af hinni
svokaliaðri lýðveldiskynslóð — var
ungt þegar ísland varð lýðveldi.
Það særir mitt unga hjarta að
horfa uppá þessa ósvinnu.
Ég skora á viðeigandi yfírvöld
að hlúa að hinum öldmðu og létta
undir með þeim á sínu ævikvöldi.
Launum lýðveldiskynslóðinni á við-
eigandi hátt. Annars fer ég að halda
að ísland hefði verið betur sett sem
Velvakanda hefur boríst eftir-
farandi bréf frá Rafmagnsveitu
Reylgavíkur:
Halldór Vigfússon skrifar um
óskammfeilni í innheimtu orku-
reikninga í Velvakanda 17. júlí
sfðastliðinn.
Rafmagnsveita Reykjavíkur vill
í þessu sambandi taka eftirfarandi
fram.
Því miður ber það við að tilkynn-
ing um greiðslu orkureiknings í
gíró, þ.e. í banka eða pósthúsi, berst
ekki Rafmagnsveitunni á réttum
hluti af Danmörku — þar sem þjóð-
félagið launar öldmðum á þann
hátt sem er til fyrirmyndar.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna
SK
tíma. Ef þetta hendir og dráttar-
vextir em reiknaðir þar sem ekki
liggur fyrir vitneskja um greiðslu
orkureikningsins em vextimir að
sjálfsögðu felldir niður, undantekn-
ingalaust, þegar hinn rétti greiðslu-
dagur kemur í ljós. Misskilningur
hefur orðið milli Halldórs og starfs-
manns Rafmagnsveitunnar, þegar
mál Halldórs bar á góma og er
Halldór hér með beðinn velvirðingar
á að upplýsingar um þetta atriði
komust ekki til skila.
Virðingarfyllst
Misskilningur milli Halldórs
og Rafmagnsveitunnar
Bóksölukönnun Kaupþings hf
Emil og Skundi, ís-
fólkið og Fuglar ís-
lands í efstu sætunum
KAUPÞING hf. hefur nýverið lokið sjöttu mánaðarlegn könnun sinni
á sölu bóka fyrír Félag islenskra
sölu júní-mánaðar.
í þessari könnun tóku þátt 12
verslanir og er áætluð markaðshlut-
deild þeirra samtals nálægt 20-25%.
Kannanimar ná eingöngu til sölu
almennra verslana.
Eins og í fyrri könnunum var sala
einstakra titla mjög misdreifð eftir
verslunum án þess að það megi
skýra með stærðarmun þeirra ein-
göngu. Því ber að varast að draga
of ákveðnar ályktanir af niðurstöð-
unum, þrátt fyrir það hversu stórt
úrtakið er.
Eftirfarandi eru fimm söluhæstu
bækumar í hveijum flokki:
Bama- og unglingabækun
1. Emil og Skundi — Guðmundur
Ólafsson
2. Einar Áskell — Gunilla Bergs-
tröm
3. Kóngar í ríki sínu — Hrafn-
hildur Valgarðsdóttir
bókaútgefenda og er um að ræða
4. Klukkubókin — Vilbergur Jú-
líusson
5. Frank/úlfagrenið — J. Martin
og B. De Moor
Skáldsögur:
1. ísfólkið — Margrit Sandemo
2. Stórbók Þórbergs — Þórbergur
Þórðarson
3. Refsifangamir — William Stu-
art Long
4. Grasið syngur — Doris Lessing
5. Jörð í Afríku — Karen Blixen
Aðrar bækun
1. Fuglar íslands — Hjálmar R.
Bárðarson
2. Samheita orðabókin — Útg.:
Háskóli íslands
3. Spámaðurinn — Kahlil Gibran
4. Sálmabók
5. fslendingasögur — Útg.: Svart
á hvítu
Ættarmót í Hrísey
Afkomendur og venslafólk Guðrúnar Jón-
asdóttur og Arna Sigurðssonar, Akri í
Hrísey, hafa ákveðið að koma saman að
Akri helgina 25.-27. júlí til að minnast
þeirra hjóna.
Þvottavélar og þurrkarar
eins og hlutirnir gerast bestir:
Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET,
textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu
einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð
og rekstrarhagkvæmni.
ASEA CYLINDA tauþurrkari
Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en
þú getur líka stillt á tima.
114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin-
um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri
tromlu til að þurrka í en til að þvo í.
Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi.
Mikið tromlurými og kröftugt útsog í
stað innblásturs stytta þurrktíma, spara
rafmagn og leyfa allt að 8m barka.
Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar
ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur
losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu.
Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk.
Sparar tíma, snúrupláss og strauningu.
Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ
fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara.
Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél-
inni.
ASEA CYUNDA þvottavélar
Rvo best, skola best, vinda best, fara best
með tauið, nota minnst rafmagn.
Vottorð upp á það.
Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum
við þér að skyggnast undir glæsilegt
yfirborðið, því þar er ekki siður að finna
muninn sem máli skiptir: trausta og
stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum
í stað gormaupphengju, ekta sænskt
ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á
35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í
stað sandpoka eða brothætts steins o.fl.
Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu-
vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga,
grófsia, sápusparnaðarkerfi með lyktar-
og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð-
arsýn og fjölhraða lotuvinding upp i
1100 snúninga.
ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum.
Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er,
að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SÍÐAR vegn
betri endingar. „
/?onix
HÁTÚNI6A SlMI (91)24420