Morgunblaðið - 05.09.1986, Page 3

Morgunblaðið - 05.09.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 3 Gagngerar viðgerðir hafa farið fram á byggingum og listaverkum Siguijóns Ólafssonar í Sundaborg. Sundaborg styrkir Listasafn Sigurjóns Ólafssonar; Vottur um hlýhug og virðingu fyrir list hans — sagði ekkja listamannsins, frú Birgitta Spur „MÉR þykir ákaflega vænt um þann hlýhug og virðingu við list Sigur- jóns, sem húseigendur í Sundaborg hafa nú sýnt,“ sagði frú Birgitta Spur, ekkja Siguijóns Ólafssonar myndhöggvara, er hún fyrir hönd styrktarsjóðs listamannsins, veitti viðtöku 100 þúsund krónum frá húsfélagi Sundaborgar í gær. Fjórtán listaverk eftir Siguijón eru á suðurhlið Sundaborgar og nýverið lauk gagngerum viðgerðum á húsunum og listaverkunum. Við úthlutun lóðarinnar við Sundaborg árið 1971 var það skil- yrt af skipulagsyfirvöldum að suðurhlið bygginganna er sneri að Kleppsvegi yrði án glugga. Var þá leitað til Siguijóns Olafssonar, myndhöggvara, um að annast vegg- skreytingar og gerði Siguijón 14 listaverk á suðurhliðina. í sumar hefur verið unnið að viðgerðum á byggingunum og að ráði Birgittu Spur var Kristján Davíðsson, list- málari, fenginn til að velja liti á listaverkin í anda hins látna lista- manns. Viðgerð lauk í síðustu viku og af því tilefni ákvað stjóm félags húseigenda í Sundaboig að veita styrktarsjóði Siguijóns Ólafssonar 100 þúsund krónur. Jón Magnússon, formaður stjóm- ar húsfélagsins, afhenti frú Birgittu Spur féð á heimili hennar í Laugar- nesi í gær og sagði meðal annars við það tækifæri: „Tilefni þessarar gjafar er tvíþætt. Annars vegar er það vegna þakklætis fyrir þau ómetanlegu listaverk sem Siguijón setti á byggingamar við Sundaborg og virðingarvottur við minningu þessa mikla listamanns. Hins vegar viljum við með þessu hvetja önnur fyrirtæki og stofnanir að gera meira að því að prýða lóðir sínar og hús með listaverkum, ekki síst verkum eftir Siguijón, sem að mínum dómi eiga að vera úti í umhverfínu, svo að sem flestir geti notið þeirra. Þá viljum við með þessari gjöf leggja fram okkar skerf, til að hraða fram- kvæmdum við Listasafn Siguijóns Ólafssonar hér í Laugamesi." Ekkja listamannsins, frú Birgitta Spur, veitti gjöfínni viðtöku fyrir hönd Styrktarsjóðsins og afhenti hún síðan húsfélagi Sundaborgar afsteypu af listaverkinu Hermes. Skildinum verður komið fyrir í fundaherbergi húsfélags Sunda- borgar. Ennfremur gerði húsfélagið pöntun á afsteypu á listaverkinu Víkingur, sem einnig mun prýða húsakynni Sundaborgar. MorgunblaðiÓ/Þorkell Jón Magnússon, formaður stjómar húsfélags Sundaborgar, afhendir ekkju Siguijóns Ólafssonar, frú Birgittu Spur, 100 þúsund krónur í styrktarsjóð Listasafnsins. Þú færð hvergi meira _ úrval! NýVmbcr - 198 og ojaþer Beint Ur fíugi .00 pr.kg. Agúrkur 0 -5° V ísLade,ns J_ prV \ i KjúWingar pr. Eitt verka Sigurjóns, sem skreytir suðurhlið bygginganna við Sunda- borg. Trésmiðjan Víðir hf.: Húseignin seld fyrir 97 milljónir FASTEIGNIN nr. 2 við Smiðjuveg í Kópavogi, áður eign Trésmiðjunn- ar Víðis hf., hefur verið seld Stálhúsgagnagerð Steinars hf. í Reykjavík fyrir 97 millj. kr. Kaupverð eignarinnar skiptist í Tvö önnur tilboð bárust. Frá 7 milljóna kr. útborgun og em eftir- Þorsteini Steingrímssyni, Dögun sf. stöðvar lánaðar til 17 ára, verð- og Trésmiðjunni Viðjunni hf. en tryggðar miðað við lánskjaravísitölu eign var slegin Iðnaðarbankanum, og með hæstu lögleyfðu vöxtum af Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði við verðtryggðum lánum. nauðungarsölu 29. maí sl. fyrir 73,5 miiy. kr. Besta verðið ' b°rginni: ‘JÖg'tfst Sportsokkar áZf \ .00 parið 179 Pf. AÐEINS Toppdjús 1 líter 63 .00 'J rúllur WC ZPapP,r2950 Odíö á moreun írá kl. 10—16 í Mióddinni en til kl. 13 í Austurstræti Opið til kl l. 20 ÍM jóddinni entii ^ kl.19 Austurstræti. AUSTURSTRÆT117 VIÐIR STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.