Morgunblaðið - 05.09.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 05.09.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 5 Bullandi veiði í Selá_____ „Það er óhætt að segja að það hafí verið mjög fín veiði í Selá í sumar, sérstaklega þegar á veiði- tímann hefur liðið," sagði Vífíll Oddsson verkfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gærdag, en hann fýlgdist grannt með gangi mála í ánni. Sagði Vífíll að sumar- afíinn væri nú milli 1.100 og 1.200 laxar og enn væru líkur til þess að sú tala myndi hækka, því á tveggja stanga svæðinu í efri ánni væri veitt til 16. september. Hins vegar er 4 stanga veiði í neðri hluta árinnar að ljúka. Mikill lax er sagð- ur á efra svæðinu, tveir veiðimenn komu þaðan nýlega með 17 laxa eftir tveggja daga úthald og alls taldi Vífíll að um 300 laxar hefðu veiðst á því svæði. „Þetta er sérstaklega góð veiði Enn einum landað á miklu veiðisumri____ þegar að er gáð að alvöruveiðitími í þessari átt er ekki nema ríflega tveir mánuðir," bætti Vífill við. Að sögn Vífils hefur metlaxi Rafns Hafnfjörð úr Vaðhyl verið skákað ærlega. Skúli Sigurz hefði nýlega veitt 23 punda lax og Garðar H. Svavarsson, rómuð veiðikló sem var í sama holli, veiddi annan 22 punda. Auk þess hefur einn til í þessum klassa veiðst, 21 punda fiskur en með laxi Rafns hafa fjór- ir slíkir höfðingjar komið á þurrt. Mjög „stór“ holl hafa verið í ánni í ágúst, þijú í röð fengu 98, 85 og 99 laxa hvert á aðeins Qórar stang- ir en það hefur aldrei áður hent sig að 100 laxar hafi náðst, ekki einu sinni metárið 1977 en þá veiddust 1.463 laxar í ánni. Laxinn er blandaður, smár og nýlega geng- inn og legnari boltafiskar. Við alla þessa laxveiði má bæta góðri sil- ungsveiði, einkum í efri ánni, en menn hafa minni áhuga á vænum bleikjum þegar nóg er um sjálfan konunginn í ánni. All gfott í Haukadalsá Þokkaleg veiði hefur verið í Haukadalsá ef á heildina er litið en dauf ef litið er einungis á sfðustu vikur og er það í sjálfu sér ekkert furðulegt, því þurrkar og sólarveð- ur léku Haukuna grátt eins og flestar ár aðrar á Vesturlandi. Þó hefur veiðin frískast síðustu daga eftir að það tók að rigna dálítið og eru nú um 750 laxar komnir á land sem er mun betri veiði heldur en sumrin 1979, 1980, 1982, 1984 og 1985 og slagar upp í heildarveið- ina sumrin 1977, 1981 og 1983, en öll þau sumur fór veiði misjafn- lega mikið yfir 800 laxa. Metsum- arið 1978 veiddust hins vegar 926 laxar í ánni. Haukan, sem löngum hefur þótt örlát á stórlaxa, hefur ekki komið nálægt 20 punda múm- um í sumar, stærstir eru enn þrír 17 punda fiskar og er farið að slá nokkuð í það met. Gúrku- stríð Fást á allt niður í 10 kr. stykkið GÚRKUSTRÍÐ stendur þessa dagana yfir á milli helstu dreifingaraðila á grænmeti. Er heildsöluverð á einu kílói af gúrkum nú 15 krónur hjá þeim sem lægst hafa farið, en fór hæst I 130 krónur í sum- ar. Samkvæmt þessu má búast við því að hægt sé að kaupa gúrkur út úr búð á 6-10 krón- ur stykkið, en að þær hafi kostað um 50 krónur þegar verðið var í hámarki. Heildsöluverð á gúrkum hefur verið 90-100 krónur í mest allt sumar. Sölufélag garðyrkju- manna, sem er leiðandi dreifingar- fyrirtæki á inniræktuðu grænmeti, lækkaði verðið niður í 60 krónur fyrir nokkru, og í þess- ari viku var verðið enn lækkað um helming, nú niður í 30 krónur kflóið af 1. flokki. SFG býður einn- ig 2. flokk á 20 krónur kílóið. Agæti og Bananar hf. sem einnig versla með gúrkur í heildsölu lækkuðu þá verðið niður í 15 krón- ur kflóið. Ólafur Sveinsson fjármálastjóri Ágætis sagði að gúrkumar hefðu verið á góðu verði og ekki nokkur ástæða til að lækka gúrkumar niður í 20-30 krónur eins og Sölu- félagið hefði gert. Ágæti og Bananar hefðu ákveðið að lækka verðið hjá sér niður í 15 krónur til að sýna fáránleikann í þessari verðstefnu Sölufélagsins, enda skipti þetta verð litlu máli fyrir framleiðendur, þeir gætu alveg eins gefið vömna. Ólafur sagðist ekki hafa trú á að salan ykist mikið við þessa verðlækkun. Níels Marteinsson sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sagði að gúrkuútsalan hefði verið ákveðin til að reyna að auka söl- una, en birgðir hefðu verið famar að safnast upp. Sagði hann að útsalan stæði yfir í takmarkaðan tíma, Sölufélagið þyrfti að losna við 15-20 tonn til að ná jafnvægi á ný. Verð á ýmsum öðmm græn- metistegundum hefur farið lækkandi að undanfornu. Tómat- amir lækkuðu niður í 100 krónur kflóið í heildsölu, sem þýðir að algengt útsöluverð er 120-140 krónur. Gulrætur kosta 85-90 krónur kílóið í heildsölu, pakkað- ar. Rauðrófur og rauðkál lækkaði niður í 70 krónur og gulrófur nið- ur í 50 krónur. Þá má geta þess að heildsöluverð á blómkáli er nú 100 krónur, hvítkáli 50 krónur og kínakáli 135 krónur. Hinn einyjg sanni að Fosshálsi 1 (Gengið inn Draghálsmegin). HANS PETERSEN STÓRÚTSÖLUMARKAÐURINN í HÚSI BÍLABORGAR GRAFARVOGUR v£STURLANDSVEaUR 1 i ■ \ O —1 1— o E2 v-* Gífurlegt vöruúrval: Strætisvagn 15B. Opnunartími: Föstudaga 13-19. Laugardaga 10-16. Aðra daga 13-18. Sími: 83725. FJÖLDI FYRIRTÆKJA Dömufatnaður — herrafatnaður — unglinga fatnaður — barnafatnaður — ungbarnafatn- aður — sportfatnaður — vinnufatnaður — gífurlegt úrval af alls konar efnum og bútum — sængurfatnaður — handklæði — gardínu- efni — hljómplötur og kassettur í stórglæsi- legu úrvali — skór á alla fjölskylduna — sportvörur í miklu úrvali — snyrtivörur — skartgripir — gjafavörur í sérflokki slæður — hanskar — sængur koddar — o.m.fl. o.m.fl Munið ökuleiknikeppni Bindindisféiags ökumanna sem verður á planinu fyrir framan nýja Bilaborgar- húsið á morgun laugardag. Bfllíverðlaun. Frítt kaffi — Hægt að fá heitar vöfflur m/rjóma, kleinur J o.m.fl. Video-horn fyrir börnin. Kamabær — Torgið — Steinar — Vogue — Garbó — Hummel — Útilíf — Theodóra — ísl. verðlistinn — Irsa — Friðrik Bertelsen — Bonaparte — Zik Zak — Blómabásinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.