Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 17 Enn drepur Schwarzenegger Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Svikamyllan (Raw Deal). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ☆ Bandarisk. Leikstjóri: John Ir- vin. Handrit: Gary M. Devore og Norman Wexler eftir sögu Luc- iano Vincenzoni og Sergio Donati. Kvikmyndataka: Alex Thompson. Helstu hlutverk: Arn- old Schwarzenegger, Sam Wanamaker, Kathryn Harold og Darren McGavin. Einhvemtíman fljótlega í mynd- inni Svikamyllan (Raw Deal) spyr Schwarzenegger félaga sinn, sem hefur beðið hann að taka að sér hættulegt verkefni, hvort hann haldi að hann sé einhver Dirty Harry. Það er ekki laust við að komi svolítið hik á kunningjann en svo hristir hann höfuðið. Þetta á auðvitað að vera brandari en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Schwarzenegger er nefnilega nk. Dirty Harry í myndum sínum. Báð- ir telja þeir að menn sem bijóta lögin séu réttdræpir. En þeir em ekki einir um að hafa þennan hugsunarhátt. Hann má fínna í velflestum löggumyndum frá Eastwood til Bronsons, til Stallones og Chucks Norris. Það er löngu farið úr tísku að stinga glæpamönnum í fangelsi. Best er að losa sig við þá á staðnum. Og eftir stendur hetjan að lokum með blóðslóðina á eftir sér og áhorfend- ur með sér. Þetta er orðið svo sjálfsagður hlutur að maður er löngu hættur að taka eftir honum svo einhvetju nemi. Svikamyllan er ein af þessum Schwarzenegger-drepur-alla mynd- um, hroðvirknislega gerð og í flýti á meðan vinsældir kappans em jafnmiklar og þær era þessa stund- ina. Sam Wanamaker leikur glæpaforingja, sem lítur út eins og hann sé með stöðugar meltingartm- flanir, en Schwarzenegger blandar sér í glæpaklíku hans til að eyði- leggja hana innafrá. Honum tekst það að sjálfsögðu en á þann eina hátt sem hann þekkir: Hann drepur alla sem í henni era. Schwarzenegger býr yfir ákveðn- um sjarma, kannski vegna aust- urríska hreimsins og klunnalegrar líkamsbyggingar kraftlyftinga- mannsins en þessi sjarmi á án efa stóran þátt í vinsældum hans fyrir utan að hann fær allar bestu línum- ar í myndum sínum. Hann er útlendingur í Ameríku, ameríski draumurinn skín útúr skjannahvítu brosinu en ósköp væri gott ef hann snéri sér að myndum með meiri hugsun í. Schwarzenegger f hlutverkl sinu í Svikamyllunni. Einstakt tækifæri Lengri gerðin af SUZUKI FOX Rauðamelskirkja í Eyjahreppi. Eyjahreppur: Rauðamels- kirkja 100 ára VIÐ guðsþjónustu í Rauðamels- kirkju í Eyjahreppi sunnudaginn 7. september kl. 14.00 verður minnst 100 ára afmælis kirkjunn- ar en hún var vígð 10. október 1886. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, prédikar og sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur og sr. Hreinn Sk. Hákonarson sóknar- prestur þjóna fyrir altari. Að lokinni messu býður sóknarfólk gestum til kaffidrykkju í Laugagerði. Veralegar umbætur hafa verið gerðar á kirkjunni á Rauðamel. Var hún máluð að utan sem innan og teppalögð. Þá hefur kirkjan verið girt af og girðingin kringum kirkju- garð endumýjuð að hluta. (Fréttatilkynning.) X-Xöföar til Xlfólksíöllum starfsgreinum! Vegna sérstakra aðstæðna tókst okkur að útvega nokkra bíla af lengri gerðinni af SUZUKI FOX frá Ðelgíu á einstaklega hagstæðu verði SUZUKI FOX 410 4 gíra kr. 512.000.- SUZUKI FOX 413 5 gíra kr. 568.000.- Bílamir eru fullklæddir að innan með sætum fyrir 4 Gvei&duUfiuttallra hæfi — til afgreiðslu strax SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. SÖLUUMBOÐ: Bilaverkstæii Gufivaróar Elfss., Drangahraun 2 220 Hafnartjörfiur- 91/52310 Bflaumbofi Stefnls ht., Austurvegur 56-58 800 Sðlfoss- 99/1332-1626 Blfrelfiaverkst. Lykill Brynjar Pálsson, Hólmagrund 19 740 Reyfiarfjórfiur - 97/4199-4399 550 Saufiárkróki - 95/5950-5317 Bllaverkst. Jóns Þorgrímss., Garðarsbraut 62-64 Dalverk, Vesturbraut 18 640 Húsavik - 96/41515 370 Búfiardal - 93/4191 Ólatur G. Ólafsson, Sufiurgata 62 300 Akranea- 93/1135-2000 Kaupfélag Húnvetnlnga 540 Blönduósi- 95/4198 Ragnar Imsland, Mlfitún 7 780 Höfn Homaf. - 97/8249-6222 Blasalan hf., Strandgata 53 600 Akureyrl-96/21666 Bflasala Vesturlands, Borgarbraut 56 310 Borgames - 93/7577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.